Morgunblaðið - 18.11.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.11.2001, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2001 37 Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Traust persónuleg alhliða útfararþjónusta. Áratuga reynsla. Símar 567 9110 & 893 8638 utfarir.is ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 www.utfararstofa.is ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga er andlát verður, í samráði við aðstandendur Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Kistur Krossar Duftker Gestabók Legsteinar Sálmaskrá Blóm Fáni Erfidrykkja Tilk. í fjölmiðla Prestur Kirkja Kistulagning Tónlistarfólk Val á sálmum Legstaður Flutn. á kistu milli landa Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284 ✝ Þorbjörg Jóns-dóttir Hacche fæddist á Brekku í Núpasveit í Norður- Þingeyjarsýslu 9. mars 1920. Hún lést í Encino í Kaliforníu 25. október síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Jón Ingimundarson, bóndi á Brekku, f. 22. mars 1863, d. 4. nóv. 1927, og Þorbjörg Jó- hannesdóttir, f. 9. jan. 1878, d. 13. júní 1959. Systkini Þor- bjargar voru Hólmfríður, f. 5. júlí 1905, d. 16. sept. 2000, Guðbjörg, f. 24. sept. 1906, d. 30. apríl 1949, Ingimundur, f. 23. nóv. 1908, d. 5. nóvember 2001, Jóhannes, f. 16. júlí 1910, d. 30. sept. 1915, Ingiríð- ur, f. 17. des. 1911, d. 26. apríl 1944, Arnbjörg, f. 2. sept. 1913, d. 24. mars 1916, Jóhannes, f. 16. júní 1915, d. 13. maí 1971, og Kjartan, f. 6. sept. 1917, d. 15. ágúst 2001. Þorbjörg giftist 30. des. 1951 William George Hacche flugvéla- verkfræðingi, f. 14. júní 1920. Þau bjuggu í Toronto í Kanada en lengst í Encino, útborg Los Angeles í Kaliforníu. Börn þeirra eru Ing- rid Ellen, f. 21. sept. 1952, hún á tvo syni; Philip Graham, f. 28. okt. 1953; Kim Pres- cott, f. 30. des. 1954, hann á þrjú börn, og Thomas, f. 9. des. 1956, sem á tvö börn. Þorbjörg var við nám á Alþýðu- skólanum á Eiðum 1937–’39, tók kennarapróf frá Kennaraskóla Ís- lands 1944 og starfaði við kennslu 1944–’46. Hún var við framhalds- nám við Manitobaháskóla í Winni- peg 1946–’47. Hún fékkst við verslunar- og skrifstofustörf og kenndi við Montessori-skóla um árabil. Bálför Þorbjargar hefur farið fram. Látin er í Kaliforníu móðursystir mín, Þorbjörg Jónsdóttir Hacche, eða Dodda frænka eins og við systkinabörnin hennar kölluðum hana alltaf. Hún bjó fjarri Íslandi mikinn hluta ævi sinnar og mest- alla ævi mína. Þó hefur enginn ætt- ingi staðið mér nær, utan eigin fjölskyldu. Því finnst mér við hæfi að minnast hennar. Þorbjörg Jónsdóttir ólst upp á Brekku í Núpasveit, stórbýli sem stendur á gömlum merg, en sama ætt hefur búið þar síðan um 1850. Þar er stórt fjárbú, jörðin víðlend og mikil hlunnindi, svo sem gott beitiland, sjávarafli og reki, sem kom sér vel á þeim tímum, því á Brekku var alltaf margt í heimili og gestrisni mikil, enda bærinn í þjóðbraut. Systkinin á Brekku voru níu, auk fósturbarna, og var Þorbjörg þeirra yngst. Jón Ingimundarson, faðir Þorbjargar, féll frá þegar hún var 7 ára og saknaði hún hans mjög. Jón hafði verið stjórnsamur bóndi og mikill máttarstólpi í byggðarlaginu og var fráfall hans mikið áfall. Mikið álag var á Þor- björgu, móður hennar, sem bar nú ábyrgð á búskapnum og hinu stóra heimili ásamt elsta syninum, Ingi- mundi, sem var tæpra 19 ára þegar heimilisfaðirinn lést. Enn var þar mikið umleikis, nýtt íbúðarhús var í byggingu og enn komu fósturbörn inn í heimilið. Þorbjörg ólst upp við frelsi og mikið félagslíf, margt var í heimili og stutt á milli bæja. Hún var gefin fyrir útiverkin á bænum og útivist almennt, enda mikill náttúruunnandi. Þorbjörg fór á Alþýðuskólann á Eiðum 17 ára, þar var hún tvo vet- ur og dvaldi hjá systur sinni Hólm- fríði og Þóroddi mági sínum, sem var kennari á Eiðum. Þá komu fram afbragðsgóðir námshæfileikar hennar og eftir námið á Eiðum settist hún í Kennaraskólann. Hún naut verunnar í Reykjavík, enda mjög félagslynd og hrókur alls fagnaðar, hvar sem hún var stödd. Eftir kennarapróf stundaði hún kennslu í tvo vetur og aflaði far- areyris til náms í Kanada. Þangað fór hún árið 1946 og stundaði nám við háskólann í Manitoba. Að loknu einu ári hafði hún ekki ráð á lengra námi og stundaði hún nú ýmis störf. Einnig ferðaðist hún í eitt ár víða um Kanada og Bandaríkin með vinkonu sinni, unnu þær fyrir sér á ýmsum stöðum á ferð sinni og lentu í ævintýrum. Minntist hún oft þessa tímabils. Þorbjörg var farin að hugsa til heimferðar þegar hún kynntist William G. Hacche. Þau giftu sig fljótlega og eignuðust fjögur börn á jafnmörgum árum og nú tók við tími mikilla anna við heimilishald og barnauppeldi. Þau bjuggu fyrst í Toronto, en árið 1960 fluttu þau til Kaliforníu. Þeg- ar börnin komust á unglingsár stundaði Þorbjörg ýmis störf utan heimilis, m.a. kenndi hún í Mont- essori-skóla um árabil. Þorbjörg kunni að njóta lífsins. Hún átti yndislega fjölskyldu og naut samvista við börn, tengdabörn og ekki síst barnabörn. Þau hjónin stunduðu alla tíð útivist og ferða- lög, bæði innan Bandaríkjanna og utan. Áhugamálin voru mörg og alltaf var nóg að gera. Þorbjörg fór í síðasta jógatímann fáum dögum áður en hún lést. Dodda frænka var óvenjulega glæsileg kona, hávaxin og ljós- hærð. Hún bar mikla persónutöfra, var greind, skarpskyggn og skemmtileg, vel máli farin og fund- vís á spaugilegar hliðar tilverunn- ar. Um leið var hún jarðbundin, hreinskilin og skorinorð, hagsýn og vel verki farin, allt lék í höndum hennar. Hún var mikill vinur vina sinna, hjálpsöm og skilningsrík. Af fimm Brekkusystrum létust þrjár ungar, ein barn að aldri og tvær frá ungum börnum. Tvær voru eftir, sú elsta og sú yngsta, Hólmfríður og Þorbjörg. Þær voru í mörgu líkar og mjög nánar, þrátt fyrir aldursmun og fjarlægðina milli þeirra. Þær skrifuðust á í meira en 50 ár, í þeim bréfum fel- ast tvær ævisögur. Það var alltaf hátíð þegar bréf kom frá Doddu frænku, og stórhátíð þegar hún kom sjálf til landsins. Síðasta ferð hennar til landsins var í tilefni af níræðisafmæli Hólmfríðar, þá kom hún með Ingrid dóttur sinni og stór hópur fjölskyldunnar fór „hringinn“, ógleymanlega ferð. Hólmfríður heimsótti systur sína og mág fjórum sinnum til Kali- forníu eftir áttrætt og skemmti sér konunglega í hvert sinn. Hún kunni líka að segja frá og lýsti oft með tilþrifum veru á Kaliforníu- ströndum, heimsóknum á framandi veitingastaði að ógleymdum ferð- um þeirra systra með dætrum sín- um til Las Vegas. Móðir mín átti þarna áreiðanlega bestu tímabilin á þessu æviskeiði, þökk sé þeim hjónum fyrir það sem þau voru henni. Það hafði liðið of langt frá því að við höfðum sést og um síðustu mánaðamót lagði ég af stað í heim- sókn til Doddu frænku, við hlökk- uðum báðar mikið til. En einmitt þá var lífshlaupi hennar snögglega lokið, banamein hennar var hjarta- áfall. Hún fékk þá ósk sína upp- fyllta að lifa með reisn allt til enda- loka. Ég hitti fjölskylduna hennar, það var góð heimsókn, en ólík því sem ætlað hafði verið. Margir hafa mikils að sakna, eft- irlifandi eiginmaður, börn, tengda- börn, barnabörn og stór vinahópur að ógleymdum ættingjunum á Ís- landi. Fjölskylda og vinir munu koma saman á heimili þeirra hjóna á þakkargjörðarhátíðinni nú í nóv- emberlok og rifja upp liðnar sam- verustundir og heiðra minningu Þorbjargar. Hugur minn mun verða þar á þeim degi. Dodda frænka varð áttræð en hún varð aldrei gömul kona. Hún lifir í minningunni sem hin síunga, glæsi- lega, skemmtilega og vitra uppá- haldsfrænka mín. Hún skilur eftir sig stórt skarð en um leið dýr- mætan sjóð minninga. Þorbjörg Þóroddsdóttir. ÞORBJÖRG JÓNS- DÓTTIR HACCHE                                !!   "      "  "   #  "   $ %                              ! "#$%&$'( )*+                           !"    ##$ %&  '(     ,'- . /0(&(( $# /0(12                                        !""   #  $ % & ! ' #( $  #$ !""  )%  * !+ %   )  #$ %   # ) )% ! !""  ,,- . "/$ ! % $ !  %                                     !"#  $ %&  &'% (%!""#   !& & )! '% *!! % % '% (%!""#  #!&!!% +!)! )& !*,! Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.