Morgunblaðið - 18.11.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.11.2001, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2001 29 Yfir 21 milljón afgreiðslustaða um allan heim Á allra vörum! SÝNING Ilmar Stef-ánsdóttur í galleríi-@hlemmur.is, semvar opnuð um síð- ustu helgi, ber yfirskriftina „CommonNonsense“, sem ef til vill gæti útlagst sem heil- brigð óskynsemi, eða eitthvað í þá áttina. Þar sýnir Ilmur skúlptúra, ljósmyndir og myndbandsverk, sem setja þann hversdagslega veruleika sem við umgöngumst frá degi til dags, í nýtt og óvænt sam- hengi. Í skúlptúrnum Borð fyrir tvo – tilvalið í teiti! hefur gömul eldhússborðplata verið fest ofan á öryggishjálm, svo úr verður færanlegt borð, sem sitjandi gestur, eða barn, get- ur spennt á sig í mannfagnaði, og skapað þannig nærstödd- um ágætis borðaðstöðu. Þá er einnig að finna á sýningunni nokkurs konar spilahníf (sem sker hljóð), þar sem handfang skurðarhnífs knýr gangverk gamallar spiladósar. Virkni Uppörvara I (bjarta framtíð) og II (kveikir ljós) er öllu há- leitari, en þar er annars vegar um að reiða hárþurrkuhjálm og hins vegar strípuhettu tengda tindrandi ljósleiður- um. Tækin gefa að sögn Ilmar gestum og gangandi tækifæri til að vinna gegn skammdeg- isþunglyndi og hækka greind- arvísitölu sína. „Hárþurrkan er nokkurs konar ljóshjálmur sem virkar á sjónina en Upp- örvari II leiðir ljósið eiginlega beint inn í hausinn á þér,“ út- skýrir Ilmur íbyggin. Sameiginlegur misskilningur Ilmur er nú spurð við hvað hún eigi við með yfirskrift sýningarinnar, sem snúi hug- takinu „common sense“ eða heilbrigð skynsemi eiginlega á haus. „Hér er ég í raun að vinna áfram með hugmyndina sem lá m.a. að baki síðustu sýningu minni sem hét „Dys- functionalism“. Þar er ég að athuga þenslumörk notagildis hlutanna og mörk skilnings og misskilnings í meðhöndlun þeirra. Spurningin er nefni- lega sú hvort hugsanlega fel- ist einhver skilningur í því að misskilja hlutina, og að sá skilningur sé okkur að ein- hverju leyti sameiginlegur. Við þekkjum aðeins notkun og virkni hlutanna vegna þess að við höfum lært að tiltekin notkun sé „eðlileg. En það eru ekki til nein algild mörk á það hvenær þú ert farinn að hegða þér eðlilega og hvenær óeðli- leg,“ segir Ilmur. Hún bætir því við að í myndlistarsköpuninni taki hún jafnan ýmsa hluti, marga sem hún fær í Góða hirðinum, endurvinnslumarkaði Sorpu, og bæti við þá og breyti virkni þeirra. Þannig má segja að Ilmur endurvinni ekki aðeins hlutina, heldur endurskapi þá, enda um að ræða hluti sem „búið er að nota“ í sinni upp- runalegu mynd, eins og Ilmur orðar það. En getur fólk sannreynt virkni tækjanna sjálft? Já, hjá mér má alltaf prófa. Þess vegna hefur ég t.d. skýr- ingarljósmyndir með verkun- um, sem sýna hvernig á að nota hlutina, eða réttar sagt hverng hægt er að nota hlut- ina. Skemmtilegast finnst mér þó þegar fólk misskilur virknina og finnur upp nýtt notagildi. Ilmur bendi á verk- ið parsími og ítrekar að vel er hægt að misskilja notkun venjulegra hluta eins og síma ef maður hefur ekki lært að nota hann. „Dóttir mín hefur til dæmis mjög gaman af því að tala við mig í síma þótt við séum í sama herbergi. Verkið vísar kannski líka til þess að fólk getur misskilið og verið úr sambandi þó svo að það sé allaf saman.“ Myndbandið „Dinner Party“ sýnir sæla manneskju undirbúa veislumat, og beita til þess óhefðbundnum að- ferðum. Kartöflur eru soðnar í Clairol-fótanuddtæki, rjóm- inn er þeyttur á hristanlegri rafsetu og tómatur er skorinn með stóreflis sög. En eins og myndbandið gefur til kynna eru aðferðirnar allar mjög hentugar, auðveldar og hrein- legar – og veisluborðið verður glæsilegt. En var maturinn virkilega eldaður með þessum hætti? „Kannski eru verkin á mörkum raunverulegrar virkni, og nokkurs konar blekkingar eða tálsýnar. Þau eru í raun útópísk,“ svarar Ilmur. Í verkunum mínum býr nefnilega alvarlegur undir- tónn, því þær hegðunarreglur sem kenna okkur að nota hluti „rétt“ hafa mjög ráðandi áhrif á líf okkar. Þetta er til dæmis ákveðin mælistika á hvað er eðlilegt og hvað óeðlilegt í hegðun fólks. Síðan eru marg- ir ákaflega háðir þessum reglum, og eiga erfitt með að sjá út fyrir þær. Áttu þá við að fólk sé haldið nokkurs konar óheilbrigðri skynsemi? „Það getur að minnsta kosti verið mjög gagnlegt að hugsa hlutina upp á nýtt. Hverdags- leiki okkar er til dæmis upp- fullur af hlutum sem setja má spurningarmerki við hvort við þurfum á að halda. Það sama má reyndar segja um tækin sem ég bý til, það má stórlega véfengja hvort tækin eru nauðsynleg eða ekki,“ segir Ilmur og brosir breitt. Sýningin stendur til 2. des- ember og er Gallerí Hlemmur opið frá kl. 14 til 18, frá fimmtudegi til sunnudags. Heilbrigð óskyn- semi eða óheil- brigð skynsemi? Í galleríi@hlemmur.is er að finna nokkurs konar furðuveröld heim- ilistækja og nytjahluta. Heiða Jóhannsdóttir náði tali af uppfinn- ingamanninum á bak við tækin, lista- konunni Ilmi Stefánsdóttur. Ilmur Stefánsdóttir sýnir notkun verksins „Uppörvari II – lýsir upp daginn,“ í galleríi@hlemmur. heida@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.