Morgunblaðið - 18.11.2001, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 18.11.2001, Blaðsíða 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÝJASTA STJÖRNUPARIÐ í draumaborginni Hollywood kemur trúlega flestum spánskt fyrir sjónir en þau Eminem og Kim Basinger hafa sést stinga saman nefjum að undanförnu. Rapparinn og leikkonan kynntust við tökur á kvik- myndinni The Untitled Detroit Project sem er byggð á ævi Eminem. Það vekur óneitanlega at- hygli að Basinger fer í mynd- inni með hlutverk móður Em- inem enda er aldursmunurinn á þeim hartnær tveir áratug- ir. Basinger, sem nýlega skildi við eiginmann sinn, Alec Baldwin, var að sögn upptekin af aldursmuninum í fyrstu en hefur þó ákveðið að láta það ekki á sig fá. Eminem hefur verið þekktur fyrir að rappa um ósætti við eiginkonu sína, dóttur sína eða (að hans eigin sögn) sína vanhæfu móður. Þá er bara að bíða og sjá hvort hann telji tilefni til að semja brag um Basinger. Eminem + Kim Basinger Reuters einn látnir hæfa sínum tilgangi. Þeir eru þó hvorki betri né verri en það sem tíðkast innan þessarar tónlistar. Svona eiga textarnir einfaldlega að vera. Hljómur er vel unninn, kristaltær og feitur en að vísu stundum ofhlað- inn. Svala, það er hún sjálf, hefur margt til brunns að bera og gæti hæglega náð góðum árangri í þessum poppgeira. Hún er með góða, kyn- þokkafulla og sterka rödd sem hún getur beitt bæði af krafti og næmi. Hún virðist jafnvíg á ballöður og stuð og sýnir fjölhæfni. Það má vel greina að hún tekur t.a.m. sveitasöngkonur eins og Dolly Parton inn í myndina er hún syngur, sem sýnir að Svala er ansi glúrinn listamaður. Því er það meinlegur galli að hér er að finna lög sem eru hreint ekki nógu góð og lítið sem Svala getur gert til að blása lífi í þau. Stelpan hefur útlitið með sér; þetta er föngulegasta stúlka, brosir fallega og því furðulegt að ekki skuli notast meira við það í allri ímyndarvinnu. Þess í stað er í flestum tilfellum keyrt inn á alvarlegu – en þó tælandi – dívuímyndina, nokkuð sem fer henni ekki jafn vel. Ef tekið er tillit til alls þess sem búið er að leggja í þessa útgáfu gerir umslagið mann orðlausan. Það eitt getur hæglega gengið frá plötunni og möguleikum hennar á að ná til eyrna fólksins. Umslagshönnunin er væg- ast sagt slæm, letrið er út í hróa og pakkinn í heild fráhrindandi. Stór- skrýtið verður að segjast. Þetta er langt í frá gallalaus plata þótt hún sé vissulega gædd ýmsum kostum. Framan af hljómar platan sem ágæta vel heppnað skref inn á þennan markað en plottið glatast í síðari hálfleik. Vonandi reynast kost- ir plötunnar gott veganesti og vegvís- ir fyrir næstu plötu og menn verði vakandi fyrir því hvaða ágalla þarf að sníða af fyrir næstu tilraun. sjarma en „This Is How I Like It“ er svo gott sem steindautt. Því miður heldur þetta áfram svona. „Strong Enough“ er t.d. því sem næst andvana fætt. Klykkt er út með ballöðunni „Lay Your Hands“ sem nær þó að loka plötunni snyrti- lega. Hugljúf og næsta margræð og þar fær rödd Svölu að njóta sín. Á The Real Me er á engan hátt reynt að þróa formið (eins og Britney Spears gerir t.d. í laginu „I’m A Slave 4 U“ sem er opnunarlag nýjustu plötu hennar, Britney) og það er gott og blessað. Ég legg á það skýra áherslu að hér ekki verið að setja samasemmerki á milli tilraunastarf- semi og góðrar tónlistar. Nægir að nefna afbragðsskífur eins og The Heat með Toni Braxton, Never Say Never með Brandy og Christina Aguilera með Christina Aguilera sem gott dæmi um vel heppnaðar popp- skífur sem sigla hinn örugga megin- straum. The Real Me gerir það sama en er í heild nokkuð ójöfn. Sérstaklega hef- ur maður á tilfinningunni að helstu tromp séu sett út í blábyrjun og líður platan fyrir það. Fyrri helmingurinn stendur sína plikt bara nokkuð vel en sá síðari er meira og minna heillum horfinn. Frábærir, mjög grípandi smellir í bland við ansi kauðslegt miðjumoð. Hér er góður slatti af „sparsli“ og fyllingum sem er svo sem engin nýlunda í þessum fræðum, þetta einkennir til dæmis tvær fyrstu plötur Britney Spears. Hér er leitast við að hafa allar klær úti og passað að fara aldrei of langt frá miðju. Það má ljóst vera að hér er herjað á mjög ákveðinn markað og því reynt að passa upp á að vopna- búrið sé vel birgt af réttu tólunum. Það er eins og það sé verið að reyna að brúa bil táningapopps og „þrosk- aðs“ popps sem fletur plötuna dálítið út, gerir hana stefnulausa og sér- kennalausa. Vegna þessa er því oft farið full- varlega í lagasmíðum. Textarnir eru t.a.m. klisjukennt moð og allir sem Arnar Eggert Thoroddsen Svala The Real Me Skífan/Priority Records The Real Me, geisla- diskur Svölu. Svala flytur ásamt ýmsum hljóðfæraleikurum. Lög eftir A. Bagge, A. Birgisson, S. Björgvinsdóttur, J. Elofsson, K. Gold, M. Denne, I. Morrow, J. McCormack, J. McLaughlin, S. Migl- iore, R. Watson, H. Mason Jnr, B. Gilderman, Jive, Dave Katz, W. Sela, A. Romdhane, J. LaRossi, S. Diamond, N. Mitchell og T. Hardwell. Umsjón með fram- kvæmdum og framleiðslu var í höndum Steinars Berg Ísleifs- sonar og Mikes Regens. 54,01 mínútur. HANN var langur … langur, að- dragandinn að þessari plötu. Um er að ræða fyrstu breiðskífu Svölu (Björgvinsdóttur), plötu sem fyrst var farið að tala um fyrir fjórum ár- um. Útgáfudögum hefur síðan verið velt fram og til baka, og ekki síst tón- smíðum og hljómi, sem hefur víst verið uppfærður oftar en einu sinni. Eins og sést hér að ofan kemur svo fjöldi færra lagasmiða að plötunni og í raun hefur ekkert verið til sparað til að gera þessa plötu að veruleika. Tónlistarlega fer platan nokkuð víða. Leitað er fanga í ýmsum popp- geirum sem hvað mestra vinsælda njóta um þessar mundir; táninga- poppi (Britney Spears, Christina Aguilera o.s.frv. Meira að segja ýjað að sveitum eins og A*Teens), dívu- poppi (Mariah Carey, Celine Dion t.d.) og R og B (þó ekki í eins miklum mæli og tveimur hinum fyrrnefndu) svo nefndir séu þeir augljósustu. Við skulum skoða útfærsluna á þessari nálgun með því að athuga einstök lög. Platan byrjar af miklum krafti með titillaginu. Einhvers konar poppað R og B þar sem öllum réttu meðulunum er beitt. „Cher“-brellan á röddina og hreint ómótstæðilegur krókur. Fullkomið popplag sem virkar við hverja hlustun. Næsta lag á eftir, „Falling“, er enn betra og hiklaust besta smíð plötunnar. Hér er dívupoppið í forgrunni (manni dettur sérstaklega Carey í hug), með svona nettum Disney-anda yfir. Stemmningin er svo brotin upp með frekar slöppu tökulagi, „You To Me Are Everything“ (upprunalega flutt af bresku diskópoppurunum The Real Thing (’76)). Sveigt er upp á við í næstu tveim- ur lögum. „Close To You“ er hin þekkilegasta ballaða og „All About You“ er mjög vel heppnað stuðlag í Spears/Aguilera-stílnum. Sjötta lagið er afar merkilegt. „Wonder Of My World“ er öfga- kennd kraftballaða sem kallar fram brosviprur, slíkt er óhófið. Disney- teiknimyndirnar koma upp í hugann, kór hefur upp raust sína og drama- tískt uppbrot með yfirgnæfandi trommuslögum í stíl við það besta/ versta á níunda áratugnum gerir þetta lag að „kits“-perlu (e. „kitsch“, hugtak yfir list sem þykir gervileg, eins konar listlíki). Lagið festist auð- veldlega í hausnum og manni þykir á einhvern undarlegan hátt vænt um það. Eftir þennan hápunkt fer að halla nokkuð undan fæti, eiginlega veru- lega. „This Is How I Like It“, „Love Me, Love Me Not“, „True Love“ og „Count To Four“ hljóma eins og þau hafi verið samin í einni striklotu fyrir hádegi. „Love Me, Love Me Not“ býr reyndar yfir ruslaralegum stuð- Ert þetta þú … Svala? Tónlist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.