Morgunblaðið - 18.11.2001, Side 2
FRÉTTIR
2 SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MÆLINGAR á Fláajökli sýna að
jökullinn hefur lítið sem ekkert
hopað frá síðustu mælingum í nóv-
ember 2000. Þetta er mikil breyt-
ing því á árunum 1998 til 2000
hopaði jökullinn samtals um 45
metra.
Mælingarnar eru gerðar á veg-
um Jöklarannsóknafélagsins og
undanfarin ellefu ár hefur Eyjólf-
ur Guðmundsson, skólameistari á
Höfn, séð um að mæla jaðar Fláa-
jökuls og Heinabergsjökuls. Mæld
er vegalengdin frá föstum punkti
að jaðri jökulsins og fást þannig
upplýsingar um hreyfingar á jaðr-
inum frá ári til árs.
Nýjar mælingar á jökulrönd
Fláajökuls sýna að litlar breyt-
ingar hafa orðið á jöklinum frá
því í fyrra. Frá árinu 1999 til árs-
ins 2000 hopaði jökullinn hins veg-
ar um 25 metra og um 20 metra
árið áður. Á átta ára tímabili þar
á undan hopaði jökullinn um fimm
metra en hafði annars að mestu
staðið í stað frá 1965. Þá lauk
miklu bráðnunarskeiði sem staðið
hafði frá aldamótunum 1900 en á
þessu tímabili hopaði jökullinn um
einn og hálfan kílómetra eða um
23 metra á ári að meðaltali.
Hop Fláajökuls á undanförnum
árum hefur haft í för með sér
verulegar breytingar á vatns-
rennsli frá jöklinum. Lengst af
hefur mesta vatnsmagnið komið
undan honum vestanverðum og
runnið í Hólmsá. Undanfarin ár
hefur stóraukið vatnsmagn fundið
sér leið austur með jökulröndinni
og skilað sér niður í svonefndan
Holtakíl en Hólmsá er ekki svipur
hjá sjón.
Morgunblaðið/Sigurður Mar
Eyjólfur Guðmundsson mælir síðasta spottann að jaðri Fláajökuls. Mælingin sýndi að litlar breytingar hafa orðið á jöklinum.
Fláajökull er hættur að hopa
Hornafirði. Morgunblaðið.
ÍSLENSKA skófyrirtækið X-18
hefur gert samning við Norimco,
dótturfyrirtæki BATA, stærsta
skóframleiðanda heims, um dreif-
ingu og sölu á X-18 skóm í Kanada
og Norður-Ameríku. Samningur-
inn gildir til fimm ára og skuld-
bindur Norimco sig til þess að
kaupa skó af X-18 fyrir marga
milljarða íslenskra króna á tíma-
bilinu.
Samninga X-18 og Norimco átti
að undirrita við hátíðlega athöfn á
Hótel Sögu í gær, að viðstöddum
viðskiptaráðherra, Valgerði Sverr-
isdóttur og við sama tækifæri voru
undirritaðir sölu- og dreifingar-
samningar við Bretland, Nýja-Sjá-
land, Ungverjaland og Mið-Aust-
urlönd. Miðað við samnings-
bundnar lágmarkspantanir Nor-
imco tryggir þessi samningur X-18
á Íslandi miklu hærri tekjur á
næstu fimm árum en nokkur fyrri
samningur fyrirtækisins.
Verulegar fjárhæðir
í auglýsingar
Norimco skuldbindur sig til að
leggja verulegar fjárhæðir í aug-
lýsinga- og markaðskostnað vegna
X-18 í Bandaríkjunum og Kanada
fyrsta árið og ákveðið hlutfall af
heildarveltu eftir það. Í tilkynn-
ingu X-18 segir að með samstarf-
inu við Norimco verði framtíðar-
möguleikar X-18 í Bandaríkjunum
og um allan heim mjög vænlegir
vegna mikillar útbreiðslu, fjölda
verslana og sterkrar stöðu Nor-
imco og móðurfyrirtækis þess
BATA á alþjóðlegum skómarkaði.
BATA rekur 4.700 skóverslanir
og 48 skóverksmiðjur og veitir
55.000 manns atvinnu um heim all-
an en fyrirtækið veltir milljörðum
dala árlega. Á meðal alþjóðlegra
verslunarkeðja BATA eru Bata
City Stores, Bata Superstores og
Athletes World en BATA er
stærsti skóframleiðandi í heimi.
Velgengni BATA byggist upp á því
að selja bæði eigin framleiðslu
jafnt sem skóhönnun annarra fyr-
irtækja, svo sem X-18, til um
100.000 dreifingaraðila og í eigin
verslunum um allan heim. Nor-
imco, BATA North-America, hefur
nú þegar, í tengslum við fyrstu
stóru kynningu sína á X-18 í
Bandaríkjunum á skósýningunni í
Las Vegas í ágúst, keypt vörur og
þjónustu af íslenskum aðilum fyrir
mikið fé og gert samning við
bandarískt auglýsingafyritæki um
markaðssetningu á X-18 á Banda-
ríkjamarkaði.
Tíu verslanir
í fimm löndum
„X-18 hefur nú þegar, í sam-
starfi við stórfyrirtækin Skechers
og Diesel, opnað fimm sérleyfis-
verslanir í þremur löndum undir
nafninu Ásta G. og eru þær allar í
eigu Íslendinga. Sú fyrsta var opn-
uð í Kringlunni í Reykjavík fyrir
rúmu ári og síðan hafa fjórar
verslanir verið opnaðar í þremur
löndum. Ein er í Kvadrat, stærstu
verslunarmiðstöð Noregs í Stav-
anger, önnur í miðborg Stavanger,
þriðja á Strikinu í Kaupmannahöfn
og fjórða í Smáralind í Reykjavík.
Í Ástu G. eru einungis seldir skór
frá Skechers, Diesel og X-18, allt
heimsþekkt vörumerki. Nú þegar
liggja fyrir samningar um að í
mars næstkomandi verði verslan-
irnar orðnar alls tíu í fimm löndum
og í árslok 2006 er gert ráð fyrir
að í þessari íslensku verslunar-
keðju verði að minnsta kosti eitt
hundrað verslanir.“
X-18 skrifar undir
milljarðasamning
Með Morgunblaðinu í dag
fylgir auglýsingabæklingur frá
Gullhöllinni og Gullkúnst,
„Skartgripir 2001–2001“.
ÞRIÐJI og næstsíðasti áfanginn í
sjötindagöngu Haralds Arnar
Ólafssonar hefst í dag, sunnudag,
er hann heldur utan til að klífa
fjögur fjöll. Gangi allt að óskum
kemur hann heim 18. janúar og
hefur þá tvo mánuði til að und-
irbúa Everest-leiðangur sinn,
sem jafnframt markar lok sjö-
tindagöngunnar.
Athygli vekur að Haraldur
mun í þessum þriðja áfanga klífa
fjögur fjöll en ekki þrjú eins og til
stóð. Nýlega ákvað hann að bæta
einum tindi við þá sjö sem hann
hyggst ganga á og mun þá sjö-
tindagangan fela í sér átta tinda.
Tindurinn sem Haraldur bætir
við sig er Kosciuszko-tindur, sá
hæsti í Ástralíu (2.228 m). Þetta
kemur til af því að tveir tindar
virðast jafngjaldgengir sem einn
hátindanna sjö, eftir því hvernig
menn hafa skilgreint hugtakið
heimsálfa. Þannig er sjötinda-
ganga viðurkennd ef valinn er
Kosciuszko-tindur í Ástralíu í
stað Carstensz Pyramid (4.884 m)
í Nýju Gíneu í Eyjaálfu – eða öf-
ugt. Margir fjallgöngumenn hafa
hins vegar leyst málið með því að
ganga á báða þessa tinda og það
hefur Haraldur nú ákveðið. „Ég
tek báða tind-
ana til að tví-
tryggja mig,
en hins vegar
er Carstensz
sá „rétti“ að
mínu mati,“
segir hann.
Haraldur
byrjar á Car-
stensz og gerir
ráð fyrir að
standa á tindinum 27. nóvember.
Tindurinn er hömrum girtur og
er klettaklifurkunnátta nauðsyn-
leg. Haraldur heldur síðan á
Kosciuszko, sem er auðveld dags-
ganga og ráðgerir að komast á
tindinn 2. desember. Þá liggur
leiðin út á Suðurskautslandið til
að klífa hið ískalda fjall Winson-
Massiv (5.140 m) hinn 18. desem-
ber, þó líklegt sé að sú áætlun
raskist vegna veðurs.
Að síðustu heldur Haraldur til
Argentínu til að ganga á Aconc-
agua, hæsta fjall Suður-Ameríku
(6.960 m), og ráðgerir að standa á
tindinum um miðjan janúar.
Gangan á fjallið er sú lengsta af
þeim fjöllum sem Haraldur tekst
á við í þessum áfanga og getur
tekið allt að 3 vikur.
Þriðji áfanginn í sjötindagöngu
Bætir við
sig áttunda
tindinum
Haraldur
Örn Ólafsson
BIRGIR Leifur Hafþórsson, GL, lék
á pari á fjórða keppnisdegi lokaúr-
tökumótsins fyrir evrópsku móta-
röðina í golfi sem fram fer á Spáni.
Birgir Leifur er því samtals á tveim-
ur höggum undir pari og þegar
Morgunblaðið fór í prentun voru þeir
kylfingar sem voru samtals á einu
höggi yfir pari í hópi þeirra 75 sem
komast í gegnum niðurskurðinn.
Björgvin Sigurbergsson, GK, lauk
keppni með því að leika á parinu en
hann lék samtals á fjórtán höggum
undir pari og komst því ekki áfram.
Birgir Leifur bjóst við að hann
endaði í kringum 50. sætið þegar
keppninni lyki í gær.
Birgir Leifur
komst áfram
♦ ♦ ♦
Staðfestir
að myndin
sé ekki eft-
ir Kjarval
ÓLAFUR Frímannsson, bróðir
listamannsins Jóhannesar Frí-
mannssonar, sem fjallað var um í
Morgunblaðinu í gær vegna mál-
verks eftir hann, sem eignað er Jó-
hannesi S. Kjarval á uppboði hjá
netuppboðsfyrirtæki, staðfestir úr-
skurð sérfræðinga um að umrætt
málverk sé alls ekki eftir Kjarval.
Málverkið er á uppboði á bandaríska
uppboðsvefnum ebay.com og er
hæsta fjárhæð sem boðin hefur verið
í verkið tæp ein milljón króna.
„Ég þekkti þessa mynd um leið og
ég sá hana,“ sagði Ólafur Frímanns-
son eftir að hafa séð ljósmynd af
málverkinu í Morgunblaðinu í gær.
„Það fer ekkert á milli mála að und-
irskrift Jóhannesar bróður er á
verkinu. Auk þess er stíll verksins sá
hinn sami og Jóhannes málaði alltaf
í. Málverk eftir hann og eftirprent-
anir þeirra voru seldar út um allt
land og alls staðar er undirskriftin
eins.“