Morgunblaðið - 18.11.2001, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 18.11.2001, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MÆLINGAR á Fláajökli sýna að jökullinn hefur lítið sem ekkert hopað frá síðustu mælingum í nóv- ember 2000. Þetta er mikil breyt- ing því á árunum 1998 til 2000 hopaði jökullinn samtals um 45 metra. Mælingarnar eru gerðar á veg- um Jöklarannsóknafélagsins og undanfarin ellefu ár hefur Eyjólf- ur Guðmundsson, skólameistari á Höfn, séð um að mæla jaðar Fláa- jökuls og Heinabergsjökuls. Mæld er vegalengdin frá föstum punkti að jaðri jökulsins og fást þannig upplýsingar um hreyfingar á jaðr- inum frá ári til árs. Nýjar mælingar á jökulrönd Fláajökuls sýna að litlar breyt- ingar hafa orðið á jöklinum frá því í fyrra. Frá árinu 1999 til árs- ins 2000 hopaði jökullinn hins veg- ar um 25 metra og um 20 metra árið áður. Á átta ára tímabili þar á undan hopaði jökullinn um fimm metra en hafði annars að mestu staðið í stað frá 1965. Þá lauk miklu bráðnunarskeiði sem staðið hafði frá aldamótunum 1900 en á þessu tímabili hopaði jökullinn um einn og hálfan kílómetra eða um 23 metra á ári að meðaltali. Hop Fláajökuls á undanförnum árum hefur haft í för með sér verulegar breytingar á vatns- rennsli frá jöklinum. Lengst af hefur mesta vatnsmagnið komið undan honum vestanverðum og runnið í Hólmsá. Undanfarin ár hefur stóraukið vatnsmagn fundið sér leið austur með jökulröndinni og skilað sér niður í svonefndan Holtakíl en Hólmsá er ekki svipur hjá sjón. Morgunblaðið/Sigurður Mar Eyjólfur Guðmundsson mælir síðasta spottann að jaðri Fláajökuls. Mælingin sýndi að litlar breytingar hafa orðið á jöklinum. Fláajökull er hættur að hopa Hornafirði. Morgunblaðið. ÍSLENSKA skófyrirtækið X-18 hefur gert samning við Norimco, dótturfyrirtæki BATA, stærsta skóframleiðanda heims, um dreif- ingu og sölu á X-18 skóm í Kanada og Norður-Ameríku. Samningur- inn gildir til fimm ára og skuld- bindur Norimco sig til þess að kaupa skó af X-18 fyrir marga milljarða íslenskra króna á tíma- bilinu. Samninga X-18 og Norimco átti að undirrita við hátíðlega athöfn á Hótel Sögu í gær, að viðstöddum viðskiptaráðherra, Valgerði Sverr- isdóttur og við sama tækifæri voru undirritaðir sölu- og dreifingar- samningar við Bretland, Nýja-Sjá- land, Ungverjaland og Mið-Aust- urlönd. Miðað við samnings- bundnar lágmarkspantanir Nor- imco tryggir þessi samningur X-18 á Íslandi miklu hærri tekjur á næstu fimm árum en nokkur fyrri samningur fyrirtækisins. Verulegar fjárhæðir í auglýsingar Norimco skuldbindur sig til að leggja verulegar fjárhæðir í aug- lýsinga- og markaðskostnað vegna X-18 í Bandaríkjunum og Kanada fyrsta árið og ákveðið hlutfall af heildarveltu eftir það. Í tilkynn- ingu X-18 segir að með samstarf- inu við Norimco verði framtíðar- möguleikar X-18 í Bandaríkjunum og um allan heim mjög vænlegir vegna mikillar útbreiðslu, fjölda verslana og sterkrar stöðu Nor- imco og móðurfyrirtækis þess BATA á alþjóðlegum skómarkaði. BATA rekur 4.700 skóverslanir og 48 skóverksmiðjur og veitir 55.000 manns atvinnu um heim all- an en fyrirtækið veltir milljörðum dala árlega. Á meðal alþjóðlegra verslunarkeðja BATA eru Bata City Stores, Bata Superstores og Athletes World en BATA er stærsti skóframleiðandi í heimi. Velgengni BATA byggist upp á því að selja bæði eigin framleiðslu jafnt sem skóhönnun annarra fyr- irtækja, svo sem X-18, til um 100.000 dreifingaraðila og í eigin verslunum um allan heim. Nor- imco, BATA North-America, hefur nú þegar, í tengslum við fyrstu stóru kynningu sína á X-18 í Bandaríkjunum á skósýningunni í Las Vegas í ágúst, keypt vörur og þjónustu af íslenskum aðilum fyrir mikið fé og gert samning við bandarískt auglýsingafyritæki um markaðssetningu á X-18 á Banda- ríkjamarkaði. Tíu verslanir í fimm löndum „X-18 hefur nú þegar, í sam- starfi við stórfyrirtækin Skechers og Diesel, opnað fimm sérleyfis- verslanir í þremur löndum undir nafninu Ásta G. og eru þær allar í eigu Íslendinga. Sú fyrsta var opn- uð í Kringlunni í Reykjavík fyrir rúmu ári og síðan hafa fjórar verslanir verið opnaðar í þremur löndum. Ein er í Kvadrat, stærstu verslunarmiðstöð Noregs í Stav- anger, önnur í miðborg Stavanger, þriðja á Strikinu í Kaupmannahöfn og fjórða í Smáralind í Reykjavík. Í Ástu G. eru einungis seldir skór frá Skechers, Diesel og X-18, allt heimsþekkt vörumerki. Nú þegar liggja fyrir samningar um að í mars næstkomandi verði verslan- irnar orðnar alls tíu í fimm löndum og í árslok 2006 er gert ráð fyrir að í þessari íslensku verslunar- keðju verði að minnsta kosti eitt hundrað verslanir.“ X-18 skrifar undir milljarðasamning Með Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingabæklingur frá Gullhöllinni og Gullkúnst, „Skartgripir 2001–2001“. ÞRIÐJI og næstsíðasti áfanginn í sjötindagöngu Haralds Arnar Ólafssonar hefst í dag, sunnudag, er hann heldur utan til að klífa fjögur fjöll. Gangi allt að óskum kemur hann heim 18. janúar og hefur þá tvo mánuði til að und- irbúa Everest-leiðangur sinn, sem jafnframt markar lok sjö- tindagöngunnar. Athygli vekur að Haraldur mun í þessum þriðja áfanga klífa fjögur fjöll en ekki þrjú eins og til stóð. Nýlega ákvað hann að bæta einum tindi við þá sjö sem hann hyggst ganga á og mun þá sjö- tindagangan fela í sér átta tinda. Tindurinn sem Haraldur bætir við sig er Kosciuszko-tindur, sá hæsti í Ástralíu (2.228 m). Þetta kemur til af því að tveir tindar virðast jafngjaldgengir sem einn hátindanna sjö, eftir því hvernig menn hafa skilgreint hugtakið heimsálfa. Þannig er sjötinda- ganga viðurkennd ef valinn er Kosciuszko-tindur í Ástralíu í stað Carstensz Pyramid (4.884 m) í Nýju Gíneu í Eyjaálfu – eða öf- ugt. Margir fjallgöngumenn hafa hins vegar leyst málið með því að ganga á báða þessa tinda og það hefur Haraldur nú ákveðið. „Ég tek báða tind- ana til að tví- tryggja mig, en hins vegar er Carstensz sá „rétti“ að mínu mati,“ segir hann. Haraldur byrjar á Car- stensz og gerir ráð fyrir að standa á tindinum 27. nóvember. Tindurinn er hömrum girtur og er klettaklifurkunnátta nauðsyn- leg. Haraldur heldur síðan á Kosciuszko, sem er auðveld dags- ganga og ráðgerir að komast á tindinn 2. desember. Þá liggur leiðin út á Suðurskautslandið til að klífa hið ískalda fjall Winson- Massiv (5.140 m) hinn 18. desem- ber, þó líklegt sé að sú áætlun raskist vegna veðurs. Að síðustu heldur Haraldur til Argentínu til að ganga á Aconc- agua, hæsta fjall Suður-Ameríku (6.960 m), og ráðgerir að standa á tindinum um miðjan janúar. Gangan á fjallið er sú lengsta af þeim fjöllum sem Haraldur tekst á við í þessum áfanga og getur tekið allt að 3 vikur. Þriðji áfanginn í sjötindagöngu Bætir við sig áttunda tindinum Haraldur Örn Ólafsson BIRGIR Leifur Hafþórsson, GL, lék á pari á fjórða keppnisdegi lokaúr- tökumótsins fyrir evrópsku móta- röðina í golfi sem fram fer á Spáni. Birgir Leifur er því samtals á tveim- ur höggum undir pari og þegar Morgunblaðið fór í prentun voru þeir kylfingar sem voru samtals á einu höggi yfir pari í hópi þeirra 75 sem komast í gegnum niðurskurðinn. Björgvin Sigurbergsson, GK, lauk keppni með því að leika á parinu en hann lék samtals á fjórtán höggum undir pari og komst því ekki áfram. Birgir Leifur bjóst við að hann endaði í kringum 50. sætið þegar keppninni lyki í gær. Birgir Leifur komst áfram ♦ ♦ ♦ Staðfestir að myndin sé ekki eft- ir Kjarval ÓLAFUR Frímannsson, bróðir listamannsins Jóhannesar Frí- mannssonar, sem fjallað var um í Morgunblaðinu í gær vegna mál- verks eftir hann, sem eignað er Jó- hannesi S. Kjarval á uppboði hjá netuppboðsfyrirtæki, staðfestir úr- skurð sérfræðinga um að umrætt málverk sé alls ekki eftir Kjarval. Málverkið er á uppboði á bandaríska uppboðsvefnum ebay.com og er hæsta fjárhæð sem boðin hefur verið í verkið tæp ein milljón króna. „Ég þekkti þessa mynd um leið og ég sá hana,“ sagði Ólafur Frímanns- son eftir að hafa séð ljósmynd af málverkinu í Morgunblaðinu í gær. „Það fer ekkert á milli mála að und- irskrift Jóhannesar bróður er á verkinu. Auk þess er stíll verksins sá hinn sami og Jóhannes málaði alltaf í. Málverk eftir hann og eftirprent- anir þeirra voru seldar út um allt land og alls staðar er undirskriftin eins.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.