Morgunblaðið - 18.11.2001, Blaðsíða 36
MINNINGAR
36 SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Unnur Ólafs-dóttir fæddist í
Ólafshúsi í Stykkis-
hólmi 23. september
1910. Hún lést á St.
Fransiskussjúkra-
húsinu í Stykkis-
hólmi 28 okt. síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Helga Kristín Jóns-
dóttir, f. 5.7. 1870,
d. 11.5. 1955, og
Eggert Ólafur Jóns-
son, f. 11.3. 1870, d.
12.10. 1944.Unnur
var yngst ellefu
barna þeirra hjóna. Systkini
Unnar eru: Ósk, f. 25.10. 1897, d.
17.6. 1949, Gyða, f. 25.10. 1897,
d. 8.9. 1929, Guðrún, f. 23.8.
1898, d. 26.4. 1979, Lovísa, f.
31.12. 1899, d. 2.5. 1982, Fanný,
f. 11.6. 1901, d. 17.4. 1982, Jón, f.
26.7. 1902, d. 18.3. 1985, Emma,
f. 16.11. 1903, d. 9.8. 1923, Borg-
hildur, f. 16.10. 1905, d. 11.10.
1989, Ingveldur, f. 2.3. 1907, d.
13.1. 1911, og Þorkell, f. 11.10.
1908, d. 13.1. 1987.
Eiginmaður Unnar var Jóhann
Kr. Rafnsson, f. 10.2. 1906, d.
6.7. 2000. Þau
gengu í hjónaband
26.10. 1935 og þau
bjuggu allan sinn
búskap á Bókhlöðu-
stíg 8 í Stykkis-
hólmi. Synir þeirra
eru: 1) Rafn Júlíus,
f. 29.5. 1939, maki
Birna Guðríður Pét-
ursdóttir, f. 7.8.
1940. Börn þeirra
eru Anna María,
maki Davíð Sveins-
son; Jóhann Krist-
inn, maki Arna
Bára Arnarsdóttir;
Pétur Árni, maki Ásta María
Reynisdóttir; Björn Arnar, maki
Margrét Bjarman; Rafn Júlíus,
maki Ásta Valdís Guðmunds-
dóttir. 2) Drengur, f. 16.3. 1948,
d. 16.3. 1948. 3) Árni Páll, f.
13.10. 1950, maki Sólveig Benja-
mínsdóttir, f 21.4. 1952. Synir
þeirra: Þorkell Ólafur og Benja-
mín. Sonur Árna Páls úr fyrra
hjónabandi er Sigurður Páll.
Langömmubörn Unnar eru 19.
Útför Unnar fór fram frá
Stykkishólmskirkju 3. nóvem-
ber.
Sumarið kvaddi og veturinn tók
völd og á þeim tímamótum kvaddi
hún amma sitt jarðneska líf.
Hún hafði legið á sjúkrahúsinu
undanfarin ár, kannski lengur en efni
stóðu til vegna fötlunar sinnar sem
var blinda. Það er ekki hægt, allavega
mjög erfitt að setja sig í spor mann-
eskju sem ekki hefur sjón og getur
ekki notað augun til að njóta alls hins
fallega sem fyrir augu ber. Þannig að
oft reyndi á þolrifin bæði hjá þeirri
gömlu og þeim sem umgengust hana.
Starfsfólki St. Fransiskussjúkra-
hússins færum við bestu þakkir fyrir
góða umönnun og alúð á liðnum ár-
um.
Amma var yngst ellefu systkina og
ólst því upp í stórri fjölskyldu, tveir
bræður og níu systur.
Æskuheimili ömmu var mikið
mektarheimili. Föður hennar féll
aldrei verk úr hendi og var til heimilis
mikill aðdráttarmaður og aflakló.
Kristín móðir hennar var sögð um
flest einstök, mikil móðir og stjórnaði
öllu með góðmennsku og blíðu og sagt
var að þetta stóra heimili bæri þess
góðan vott. Systkinin voru sögð vel
haldin og hraust, mjög mannvænleg
börn.
Laust eftir fermingu var hún orðin
ein eftir heima af systrunum, og tók
að sér að aðstoða móður sína þegar
faðir hennar varð fyrir alvarlegu
slysi. Móðir hennar var einnig orðin
frekar heilsuveil þegar hér var komið
og löngum við rúmið. Þá tók amma að
sér heimilishald og hjúkrunarstörf.
Síðar kom Fanný systir hennar heim
og tók við heimilinu.
Nú lá leiðin til Reykjavíkur þar
sem hún vann ýmis störf, s.s. á
saumastofu, á stórbúinu Korpúlfs-
stöðum og þaðan sagði hún ýmsar
sögur. Í þeim sögum var alltaf sólskin
og gott veður. Aftur lá leiðin til baka á
heimaslóð og þar kynntist hún verð-
andi eiginmanni sínum, en hún og afi
giftu sig 26.10. 1935. Amma flutti inn
á heimili eiginmanns síns og foreldra
hans og tók að sér umönnun þeirra,
því þau voru þá orðin heilsuveil.
Þannig að enn og aftur tók hún að sér
húshald og umönnun, og reyndist hún
gamla fólkinu eindæma vel. Amma og
afi bjuggu allan sinn búskap á Bók-
hlöðustíg 8 sem var æskuheimili afa.
Hún var húsmóðir lengst af, en vann
þó stundum í fiski fyrr á árum og
vann við þrif í bankanum í seinni tíð
ásamt Fjólu vinkonu sinni.
Það eru margar yndislegar og
skemmtilegar minningar sem hrann-
ast upp í huganum á tímamótum.
Mér fannst alltaf svo gaman að
vera hjá ömmu og afa þegar ég var
stelpa, vegna þess m.a. að þar var svo
mikill gestagangur.
Það var ávallt glatt á hjalla þegar
systur ömmu og kunningjar komu í
heimsókn úr höfuðborginni og þá
mátti ég ekki missa af neinu. Ég get
nú ekki látið ógert að segja frá jóla-
boðunum í fjölskyldunni hennar
ömmu, hvort heldur var hjá Lovísu
eða Nonna og Rögnu. Alltaf voru allir
sem vettlingi gátu valdið mættir. Frá-
bærasti jólasveinn bæjarins, „Keli“,
mætti ár eftir ár með epli í poka og
ekki var það nú amalegt. Þessi ágæti
jólasveinn hafði aðeins gert samning
við þessa ákveðnu fjölskyldu og það
leið ekki svo aðfangadagskvöld að
hann færi ekki á hvert heimili í fjöl-
skyldunni.
Við áttum margar skemmtilegar
stundir saman þar sem ég dvaldi mik-
ið hjá ömmu og afa þegar ég var
krakki, og ekki hafa verið síðri stund-
irnar okkar saman eftir að ég varð
fullorðin og sjálf orðin móðir.
Við áttum sameiginleg áhugamál
sem við gátum rætt eilíflega, þ.e. mat,
mataruppskriftir og ýmiss konar
handavinnu. Mér þótti nú ekki leið-
inlegt þegar hún var að stússast í mat
og bakstri. Hún var svo mikil búkona
í sér og eins og ég sagði oft við hana,
við hefðum orðið fínar saman, hús-
mæður í eyjabúskap, að svíða svið,
verka sel, reyta og svíða kofu og svo
framvegis, enda elskaði hún að gefa
manni uppskriftir og veita leiðsögn
um matargerð og þau voru mörg
góðu ráðin og margar stundirnar þar
sem hún lá í rúminu sínu á spítalanum
sem við notuðum í spjall um áhuga-
málin. Allt fram á síðustu stundu var
hugurinn við mat og matargerð. Ég
held að ég geti líka fullyrt að ekki
hafa margir farið svangir úr húsi frá
henni eftir heimsókn og það var oft
mjög gestkvæmt hjá þeim. Það var í
hennar anda að allir væru vel mettir,
enda alltaf nóg að borða og drekka.
Ekki skemmdu frásagnir afa fyrir því
hann var vel lesinn og fróður maður
og vel að sér í flestu. Við nutum mikils
sem umgengumst þau því þau miðl-
uðu mörgu hvort á sinn hátt.
Amma og afi voru mikið fyrir úti-
vist og ferðuðust mikið, fóru bæði í
veiðiferðir svo ég tali nú ekki um ár-
legar berjaferðir og einnig ferðuðust
þau til útlanda og höfðu gaman af.
Þau voru samhent í þessari útivist
sinni og áttu góðan kunningjahóp
sem þau ferðuðust mikið með.
Elsku amma mín, þú kvaddir þenn-
an heim þann sama dag og sumarið
kvaddi. Nú hefur þú horfið til nýrra
heimkynna.
Við höfum mikið talað um dauðann
sl. ár og þú talað um að tími þinn væri
kominn, nú hefur þú fengið ósk þína
uppfyllta.
Nú ert þú komin á fund þinna nán-
ustu eins og þú hafðir þráð, afa, for-
eldra þinna og allra systkinanna, svo
ég tali nú ekki um elsku litlu
barnanna sem þú átt þarna hinum-
megin og felldir tár yfir. Ég veit þú
verður glöð í þínum hópi og umvefðu
alla með hlýju og góðum kveðjum.
Þín
Anna María.
UNNUR
ÓLAFSDÓTTIR
Hann frændi minn
er dáinn, Benedikt
Orri Viktorsson. Það
er skrýtin tilfinning
að skrifa þessi orð á
blað. Það var mér
mikið áfall að fá fréttirnar af því
að hann Benni frændi minn hefði
lent í hræðilegu bílslysi. Unnusta
hans, Helga Rán, og önnur stúlka
létu lífið en Davíð frændi okkar
slasaðist minna. Þú varst meðvit-
undarlaus á gjörgæslu og við
fylgdumst öll með dag hvern og
héldum í vonina að þú myndir
vakna fljótt og hægt yrði að lækna
þig. Það er svo skrýtið að það
hvarflaði aldrei að mér að þú
myndir deyja, það var svo fjarri
mér. Ég var svo viss í hjarta mínu
að þú hefðir þetta af. Ég kom til
þín daginn áður en þú kvaddir
BENEDIKT ORRI
VIKTORSSON
✝ Benedikt OrriViktorsson fædd-
ist í Reykjavík 22.
október 1967. Hann
lést hinn 8. nóvem-
ber síðastliðinn eftir
bílslys og fór útför
hans fram frá Graf-
arvogskirkju 16.
nóvember.
þetta líf og ég þakka
Guði fyrir það að hafa
fengið að knúsa þig
og segja þér hvað mér
þótti vænt um þig. Þú
í öllum þessum tækj-
um, mig langaði mest
að taka þau af þér og
láta þig vakna, þetta
er svo óréttlátt. Við
vorum alltaf að tala
um að hittast og
spjalla, þú ætlaðir að
koma með ostana og
ég átti að bjóða þér
upp á gott rauðvín.
Það varð því miður
aldrei af því, maður heldur alltaf
að nægur sé tíminn. En þó svo að
við höfum ekki hist oft síðustu árin
þá var alltaf svo gott að hitta þig,
þú heilsaðir ekki ekki bara með
orðunum: „Hæ, hvað segir þú?“
Heldur var það alltaf: „Hæ,
frænka, hvernig líður þér?“ Og svo
knús og kossar. Þú varst alltaf svo
einlægur og hjartahlýr, mikið á ég
eftir að sakna þín, elsku Benni
minn. Ég hefði svo gjarnan viljað
hitta þig oftar, en ég get sefað
sorgina og yljað mér með ynd-
islegum minningum sem ég á um
þig. Við áttum samleið í 34 ár og
ég er svo þakklát fyrir að hafa átt
þig sem frænda minn, þú varst svo
einstakur. Ég veit að vel hefur
verið tekið á móti þér á nýju til-
verustigi. Ég sé þig fyrir mér sem
fallegan engil á himninum og þú
kíkir á okkur og hjálpar í sorginni,
minning þín er ljós sem lifir og
lýsir um ókomna tíð.
Hver minning dýrmæt perla að
liðnum lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf,
sem gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibj. Sig.)
Ég bið góðan Guð að styrkja
Arnar son þinn, elsku Birnu Dís
frænku og fjölskyldu, Viktor og
fjölskyldu, Lóu og Benna afa og
okkur öll sem eigum um sárt að
binda. Fjölskyldu Helgu Ránar
votta ég mína dýpstu samúð og
Davíð og fjölskyldu.
Guð blessi ykkur öll.
Vertu sæll, elsku frændi.
Þín frænka,
Ólöf Hanna.
Elsku Benni. Þú varst vinur
okkar. Við vorum vinir í gegn um
gleði og sorg. Við gátum leitað til
þín því við vissum að þú varst
alltaf til staðar. Ávallt varst þú
tilbúinn að hjálpa vini í raun og
skipti þá engu hvort þú þyrftir að
ferðast yfir heilu höfin til þess að
hjálpa vinum þínum og gleðja þá.
Þú varst sannur gimsteinn með
hjarta úr gulli. Þú varst dýrmætur
vinur og við erum þakklátar fyrir
að hafa fengið að þekkja þig. Við
vonum að við höfum verið þeir vin-
ir fyrir þig sem þú varst fyrir okk-
ur. Þú átt eftir að fylgja okkur í
huganum ævilangt og við söknum
þín sárt. Við viljum votta fjöl-
skyldu þinni og vinum samúð okk-
ar.
Saknaðarkveðja.
Þínar vinkonur,
Kristín og Sif.
Benni var einstakur maður,
ósérhlífinn og hjálpsamur. Hann
var sannur vinur vina sinna og
ávallt til staðar þegar hans var
þörf. Hann var maður sem dekraði
við vini og ættingja og var óspar á
ástina sem hann hafði að gefa.
Elsku vinir, okkar innilegustu
samúðarkveðjur á þessum erfiðu
tímum. Minningin um góðan dreng
deyr aldrei.
Kristinn og Birna Ósk.
Elsku Benni minn. Það er svo
sárt að hugsa til alls þess sem við
fáum ekki ráðið við í þessu lífi, og
nú hafa örlögin gripið inn í og
myndað stórt skarð í lífi allra sem
þekktu þig. Þú varst sá sterki sem
allir treystu á og frá þér stafaði
þessi ótrúlega útgeislun sem bar
vitni um miklar gáfur, styrk og
hlýju.
Þú varst alltaf til staðar fyrir þá
sem stóðu hjarta þínu næst og allt-
af áttir þú hvatningarorð og lítið
bros í pokahorninu.
Ég veit að þú ert á góðum stað
núna og þér líður vel og ég veit að
þú vakir yfir okkur öllum. Ég er
svo þakklát fyrir að hafa kynnst
þér, Benni minn, minningin um þig
lifir í hjarta mínu.
Ég votta aðstandendum og vin-
um sem eiga um sárt að binda
vegna slyssins mína dýpstu samúð.
Af eilífðar ljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
(E. Ben.)
Dagný B. Hreinsdóttir.
Okkur langar að minnast Bene-
dikts Orra Viktorssonar með
nokkrum orðum. Við þekktum
Benna sem stóra bróður Helgu,
góðrar vinkonu okkar, og kynnt-
umst honum sem slíkum. Það var
afar kært á milli þeirra systkina.
Benni var ávallt reiðubúinn að
sinna systur sinni og fjölskyldu ef
á þurfti að halda. Honum var mik-
ið í mun að gera vel við þau og
standa sig í hlutverki stóra bróður.
Alltaf var hann reiðubúinn að
skutla Helgu og gera henni greiða.
Hann sýndi henni sérstaka hlýju
og það var oft gaman að fylgjast
með þeim systkinum. Í raun var
unun að sjá hversu vænt Benna
þótti um fjölskyldu sína.
En þrátt fyrir að Benni hafi
sinnt fjölskyldu sinni afar vel olli
hann þeim oft áhyggjum sökum
þeirrar stefnu sem hann tók í líf-
inu og við áttum erfitt með að
skilja. Það var mikil synd að fylgj-
ast með því hvernig dýfur hann
gat tekið, því Benni var bráðvel
gefinn og heillandi. Það var alltaf
gaman að hitta hann hjá Helgu,
hressan og kátan.
Hjartans Benni, takk fyrir
kynnin og hafðu það gott í nýjum
heimkynnum. Elsku Helga og fjöl-
skylda, við vottum ykkur og þeim
fjölskyldum sem eiga um sárt að
binda eftir þetta hörmulega um-
ferðarslys okkar dýpstu samúð á
þessum erfiðu tímum.
Lilja Dögg og Ása.
Okkur langar til að minnast
góðs vinar okkar, hans Benna.
Það er alveg ótrúlega erfitt að
hugsa til þess að þú sért farinn.
Að þú stökkvir ekki lengur inn í
smá heimsókn, að þú hringir ekki
til að heyra í okkur hljóðið eða
sendir sætt sms til að láta vita af
þér. Það var alltaf hægt að leita til
þín ef eitthvað kom uppá, þú varst
alltaf tilbúinn til að hjálpa. Við
eigum margar góðar minningar,
þ.á m allar sumarbústaðaferðirnar
sem vinahópurinn fór í saman. Þar
varst þú alltaf hrókur alls fagn-
aðar. Það sem stendur líka uppúr í
okkar huga er hvað þú varst alltaf
góður við hana Elísu okkar, eins
og t.d. þegar þið sátuð saman í
stofunni í Garðsendanum að borða
cocoa-puffs. Þú varst svo gjafmild-
ur og alltaf að passa uppá að öllum
liði vel í kringum þig.
Þú varst tekinn alltof fljótt í
burtu en við vitum að þér á eftir
að líða vel þar sem þú ert. Þín
verður sárt saknað.
Við vottum fjölskyldu Benna og
öðrum aðstandendum svo og fjöl-
skyldum og aðstandendum sam-
ferðafólks hans í hinni örlagaríku
ferð okkar dýpstu samúð.
Eir og Gunnar.
Elsku Benni minn, með nokkr-
um orðum viljum við minnast þín.
Lífið hjá þér var ekki alltaf dans
á rósum, þú þekktir erfiðleika en
þú varst alltaf vinur vina þinna.
Þann hlýhug sem þú sýndir syni
okkar í hans veikindum fáum við
seint þakkað, þú stóðst sem klett-
ur við hlið hans og hvattir hann
áfram. Gjafmildi þín og hjartahlýja
er minning sem mun lifa í hug
okkar og hjarta.
Okkar innilegustu samúðar-
kveðjur til ykkra allra.
Sigrún og Rögnvaldur.
!!
"
!" !
#$%
& #
%' %
(' )
*+
#&
%
)
,# %'%
-. %'%
%#' /