Morgunblaðið - 20.11.2001, Síða 10

Morgunblaðið - 20.11.2001, Síða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FUNDUR hefst á Alþingi í dag, þriðjudaginn 20. nóvember, kl. 13.30. Í upphafi fundar fer fram umræða utan dagskrár um stöðu sjúkraliða í heilbrigðis- kerfinu. Málshefjandi er Mar- grét Frímannsdóttir, þingmað- ur Samfylkingarinnar, en Jón Kristjánsson (B) er til andsvara. Að öðru leyti eru mál sjávar- útvegsráðherra og samgöngu- ráðherra í öndvegi á dag- skránni. Má þar nefna frumvörp um fólksflutninga, skráningu skipa, umgengni um nytjastofna sjávar, veiðieftirlitsgjald og þró- unarsjóð sjávarútvegsins. Staða sjúkraliða rædd sínum um íslenska ákvæðið, en hafnaði því alfarið að stefna Sam- fylkingar þess efnis að á sínum tíma hefði átt að undirrita Kyoto- bókunina hefði verið mistök. Taldi hann ekkert komið fram sem benti til þess að staðan hefði orðið verri við undirritun bókunarinnar. Steingrímur J. Sigfússon gagn- rýndi umhverfisráðherra harðlega fyrir að tala fyrir aukinni stóriðju hér á landi og féllst ekki á að það væri umhverfisvænt að fela Íslandi aukinn mengunarkvóta. SIV Friðleifsdóttir (B) umhverf- isráðherra flutti Alþingi í gær skýrslu sína um niðurstöðu 7. að- ildarríkjaþings Sameinuðu þjóð- anna um loftslagsbreytingar sem lauk í borginni Marrakesh í Mar- okkó á dögunum. Á lokadegi ráð- stefnunnar var íslenska ákvæðið svonefnda m.a. staðfest sem hluti af tæknilegri útfærslu Kyoto-bók- unarinnar. Umhverfisráðherra sagði að með þessari ákvörðun aðildarríkja- þingsins væri tekið á sérstöðu Ís- lands og leystur sá vandi sem skil- greindur hafði verið í Kyoto. Sagði hún að nú þegar samningsmarkmið Íslands hefði náðst myndi undir- búningur fyrir fullgildingu Íslands á Kyoto-bókuninni hefjast. Þings- ályktunartillaga þess efnis yrði væntanlega lögð fyrir Alþingi á næsta ári. Fjallaði ráðherrann efnislega um helstu niðurstöður ráðstefnunnar og þýðingu þeirra fyrir Ísland og umhverfismál almennt og sagði mikilvægt að ræða bókunina hnatt- rænt, enda þótt hún hefði útvatn- ast aðeins á síðustu metrunum. Gerði hún einnig að umtalsefni þá gagnrýni sem stefna íslensku rík- isstjórnarinnar gagnvart Kyoto- bókuninni og baráttan fyrir sér- stöðu Íslands hefði fengið á und- anförnum árum af hálfu stjórn- arandstöðunnar. Rifjaði hún m.a. upp leiðara Össurar Skarphéðins- sonar, formanns Samfylkingarinn- ar, er hann var ritstjóri DV fyrir fáum árum, en einnig yfirlýsingar Steingríms J. Sigfússonar og fleiri þingmanna vinstri grænna, þar sem því hefði m.a. verið haldið fram að framganga Íslendinga væri farsakennd, aðrar þjóðir píptu á viðhorf Íslendinga og að framganga ríkisstjórnarinnar lýsti fádæma skammsýni og gengi gegn hagsmunum Íslendinga í bráð og lengd. Halldór Ásgrímsson (B) utanrík- isráðherra og Valgerður Sverris- dóttir (B), iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, fögnuðu bæði niður- stöðunni og luku lofsorði á fram- göngu umhverfisráðherra og ís- lensku sendinefndarinnar í málinu. Um leið gagnrýndu þau harðlega þá andstöðu sem baráttan fyrir sérstöðu Íslands hefði jafnan sætt hér á landi, einkum af stjórnarand- stöðunni. Lét Halldór Ásgrímsson m.a. svo um mælt að hann gengi ekki svo langt að meta lyktir málsins og sigur Íslands til jafns við landhelg- ismálið, en það væri hið minnsta af sama toga. Hvort tveggja snerist um sjálfstæði landsins og réttinn til að nýta auðlindir þjóðarinnar. Sagðist Halldór telja það með ólík- indum að unnið hefði verið með þessum hætti gegn augljósum hagsmunum þjóðarinnar, en kvaðst fyrir sitt leyti tilbúinn að gleyma því sem tilheyrði fortíðinni, ef unnt væri að ná sátt um afgreiðslu málsins og bókunarinnar á þingi. Kristján Pálsson (D) gagnrýndi stjórnarandstöðuna hins vegar mjög harkalega og sagðist telja fá- heyrt með stjórnmálaflokkum að þeir legðust þannig gegn hags- munum þjóðar sinnar. „Ég veit ekki um nein önnur stjórnmála- samtök en talibana í Afganistan sem hafa lagst gegn slíkum leið- réttingum fyrir hagsmuni þjóðar sinnar,“ sagði hann og hlaut að launum orð frá forseta þingsins um að vanda orðaval sitt og vægast sagt hörð viðbrögð stjórnarand- stæðinga. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í umræðunni sögðu umhverfisráð- herra vera ómálefnalegan með því að hefja mál sitt með „skítkasti út í stjórnarandstöðuna“ í stað þess að fagna þeim árangri sem náðst hefði. Jóhann Ársælsson (S) við- urkenndi að hann hefði á sínum tíma ekki átt von á því að stjórn- völd myndu ná fram markmiðum Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- ráðherra gat þess við lok umræð- unnar að framgöngu stjórnarand- stöðunnar í baráttunni gegn íslenska ákvæðinu hefði á stundum mátt líkja við bellibrögð. Gat hún einkum framgöngu Hjörleifs Gutt- ormssonar, fv. þingmanns, á ráð- stefnum erlendis í því sambandi. Sagðist hún hafa „ákveðnar efa- semdir um ágæti þess að stjórn- arandstaðan gæti beitt ákveðnum bellibrögðum“ á erlendum vett- vangi gegn því sem orðið hefði nið- urstaðan með lýðræðislegum hætti á Íslandi og taldi slík vinnubrögð ekki boðleg. Hlaut hún fyrir vikið harðar ákúrur frá Steingrími J. Sigfússyni en einkum þó Þórunni Sveinbjarnardóttur (S) sem spurði í hvaða „fúafen“ ráðherrann væri að fara með slíkum umræðum og hvort hún gerði sér ekki grein fyr- ir rétti fólks og stjórnmálaflokka til ólíkra skoðana. Fordæmdi hún slíkan málflutning. Skýrsla umhverfisráðherra um niðurstöðu loftslagsráðstefnu SÞ rædd á Alþingi í gær Fullgilding Kyoto-bókun- ar undirbúin Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Þingmenn Vinstri grænna tóku virkan þátt í umræðunum. Hér fylgjast með umræðum á Alþingi Steingrímur J. Sigfússon formaður og Drífa Snædal varaþingmaður. Að baki þeirra sést í Jón Bjarnason. Stjórnarandstöðu líkt við talibana BRYNDÍS Hlöðversdóttir, formað- ur sautján manna þingflokks Sam- fylkingarinnar, kveðst ánægð með framgöngu þingmanna flokksins á Alþingi það sem af er haustþingi. Einhver þingmanna flokksins hafi haft uppi öflugan málflutning ná- lega hvern einasta þingdag og fyr- ir vikið hafi skapast virkara aðhald á stjórnarflokkana. Bryndís lét þessi ummæli falla þegar þingflokkur Samfylkingar- innar sat fyrir svörum á landsfund- inum á sunnudag. Fjölmargar fyr- irspurnir bárust og ein þeirra var hvort rétt væri að í þingflokknum væru ósamstæðir hópar sem töluðu hver í sína áttina. „Samstæður eða ekki,“ sagði Bryndís og lagði áherslu á að inn- an þingflokksins ríkti mikil ein- drægni og samstarfsvilji og tóku aðrir þingmenn undir það. Hins vegar lagði hún áherslu á mik- ilvægi þess að í svo fjölmennum þingflokki fengju einstaklingarnir að njóta sín. „Að mínu mati er nauðsynlegt að sjáist ákveðinn fjöl- breytileiki. Í þessum stóra flokki spannast miklu meiri breidd en var áður í hinum mörgu litlu þing- flokkum og því fylgja bæði kostir og gallar. Það er ákveðin mýta að við náðum ekki oft saman. Við er- um til að mynda eini þingflokk- urinn sem hefur náð sátt um heild- stæða stefnu í sjávarútvegsmál- unum,“ sagði hún. Össur Skarphéðinsson tók undir þetta og sagðist þeirrar skoðunar að stórlega væri ofmælt að sund- urlyndi ríkti innan raða Samfylk- ingarinnar. Gagnrýndi hann þó harkalega af því tilefni þá stuðn- ingsmenn flokksins, sem í sífellu héldu uppi harðri gagnrýni á ein- staka þingmenn og stefnumál í ræðu og riti. Nefndi Össur sér- staklega vefritið Kreml í þessu sambandi og sagði eitt að þola ómálefnalega gagnrýni og pillur úr röðum andstæðinganna, en það væri miklu verra þegar „menn úr okkar röðum“ stæðu fyrir slíku. Lagði hann áherslu á gildi sam- stöðunnar og hlaut að launum mik- ið klapp frá landsfundargestum. Kristján L. Möller bætti um bet- ur og sagði samkomulagið innan þingflokksins „frábært“ í nær öll- um málum. Styrkur flokksins og framganga að undanförnu væri einmitt helsta skýring þess að Davíð Oddsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins væri svo „pirraður“ þessa dagana. Fiskveiðistjórnin verði ærlegt kosningamál Fyrirspurn kom úr sal varðandi sjávarútvegsstefnu Samfylkingar- innar og fyrningarleiðina, sem flokkurinn berðist nú fyrir. Kom fram í máli Jóhanns Ársælssonar, þingmanns Vestlendinga, að það væru út af fyrir sig tíðindi að Sjálf- stæðisflokkur hefði valið s.k. veiði- gjaldsleið og kvaðst hann vænta þess að Framsóknarflokkurinn muni líklega lenda á þeirri aðferð líka. Taldi Jóhann stórkostlegt óréttlæti felast í núverandi skipan mála og leið Sjálfstæðisflokksins gerði lítið til að bregðast við því. Taldi hann ljóst að fátt myndi ger- ast í þessum efnum í vetur og því sé ekki um annað að ræða fyrir Samfylkinguna en gera þetta að „ærlegu kosningamáli“. Vakti þetta svar mikla lukku gesta, ef marka má lófaklapp í Súlnasalnum. Talið barst einnig að fyrir- spurnaþingi sjávarútvegsráðuneyt- isins og hugmyndum sem þar komu fram af hálfu vísindamanns Hafrannsóknastofnunar um tvöfalt kerfi í fiskveiðistjórninni. Lýsti Jó- hann sig fylgjandi þessum hug- myndum og taldi sjálfsagt að kanna þessi mál betur. Svanfríður Jónasdóttir tók undir það og sagði gleðilegt að slíkt frumkvæði kæmi frá starfsmanni Hafrannsókna- stofnunar, en hún hefði sætt ámæli fyrir að taka ekki mark á utanað- komandi gagnrýni. Þetta sýni þvert á móti hið öndverða. Ný átakalína um velferðarkerfið Skiptar skoðanir komu fram í hópi þingmanna um hugmyndir þess efnis að hafa sameiginlegt prófkjör fyrir landið allt fyrir næstu þingkosningar. Þau sjónar- mið heyrðust að með því væri verið að draga úr valdi flokksfélaga úti á landi, en á móti komu fram sjón- armið um að með þessu væri stigið skref í átt að meira lýðræði og sagðist Jóhanna Sigurðardóttir m.a. vera því fylgjandi að skoða þessa leið gaumgæfilega. Kvaðst henni hugnast ágætlega að sam- fylkingarfólk úti á landi hefði áhrif á uppstillingu lista flokksins í höf- uðborginni og öfugt. Jóhanna vék einnig að heilbrigð- ismálunum og sagðist telja nýja átakalínu í íslenskum stjórnmálum markast um velferðarkerfið og framtíð þess. Sagði hún augljóst að núverandi heilbrigðisráðherra [Jóni Kristjánssyni] liði illa í stjórnarsamstarfinu með Sjálf- stæðisflokknum og sár væri sú staðreynd að þeir sem minnst bera út býtum hafi verið skildir eftir af þessari ríkisstjórn. Þingflokkur Samfylkingarinnar sat fyrir svörum á landsfundi flokksins á sunnudag Fjölbreytileiki er nauðsynlegur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.