Morgunblaðið - 20.11.2001, Side 12

Morgunblaðið - 20.11.2001, Side 12
FRÉTTIR 12 ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ LANDSFUNDUR Samfylk- ingarinnar samþykkti á fundi sínum á Hótel Sögu um helgina að láta nafn flokksins, Samfylk- ingin, standa óbreytt í lögum flokksins en á fund- inum höfðu verið lagðar fram átta tillögur um nýtt eða breytt nafn á flokknum. Sam- þykkti fundurinn í atkvæða- greiðslu á sunnudag að vísa framkomnum tillögum til framkvæmdastjórnar flokks- ins og var jafnframt sam- þykkt að framkvæmdastjórn- in skipaði fimm manna nefnd er legði fram tillögu um val á nafni flokksins. Í samþykkt- inni var flokksstjórninni með öðrum orðum gefin heimild til að afgreiða málið og ákveða aðferð um val á nafni á flokkinn. Flestar tillögurnar dregnar til baka Svo gerð sé grein fyrir til- lögunum að breytingum á nafni flokksins má í fyrsta lagi nefna tillögu um að flokkurinn heiti: Samfylk- ingin-kvenfrelsis-alþýðu- og jafnaðarmannaflokkur Ís- lands. Þá tillögu lagði fram Hólmfríður Garðarsdóttir fyrir hönd hóps kvenna innan Samfylkingarinnar. Í öðru lagi kom fram til- laga um að flokkurinn heiti: Bandalag jafnaðarmanna. Þá tillögu lögðu fram Eiríkur Bergmann Einarsson og Hreinn Hreinsson. Í þriðja lagi var lögð fram tillaga um að nafn flokksins yrði: Sam- fylkingin-jafnaðarmanna- flokkur Íslands. Þá tillögu báru fram Guðmundur Árni Stefánsson og Lúðvík Berg- vinsson. Í fjórða lagi var lögð fram tillaga um að nafn flokksins yrði: Jafnaðarmannaflokk- urinn en undir þá tillögu rit- uðu Guðbrandur Einarsson, Hilmar Jónsson og Kristján Gunnarsson. Í fimmta lagi kom fram tillaga um að nafn flokksins yrði: Alþýðu- bandalagið og bar Jóhann Geirdal upp þá tillögu. Í sjötta lagi kom fram til- laga um að nafn flokksins yrði: Samfylkingin-jafn- aðarflokkurinn sem Ásta R. Jóhannesdóttir bar upp. Í sjöunda lagi kom fram tillaga um að nafnið yrði: Jafn- aðarflokkurinn sem Jakob Frímann Magnússon bar fram og í áttunda lagi kom fram tillaga um að nafnið yrði: Sameiningarflokkur al- þýðu-samfylkingin. Undir þá tillögu rituðu Helgi Hjörvar, Jón Gunnar Ottósson, Heimir Már Pétursson, Kristján Valdimarsson og Eyjólfur Eysteinsson. Á laugardag höfðu flestar þessara tillagna verið dregn- ar til baka. Á sunnudag stóð eftir tillaga Ástu R. Jóhann- esdóttur. En eftir að Margrét Frímannsdóttir, varaformað- ur flokksins, hafði borið upp tillögu um að vísa fram- komnum nafnabreytingar- tillögum til framkvæmda- stjórnar dró Ásta sína tillögu líka til baka. Nafnið Samfylk- ingin stendur óbreytt Þ ESSI fundur snerist ekki um skraut eða prjál; hann snerist um stjórn- mál; hann snerist um pólitískar hugmyndir,“ sagði Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingarinnar, m.a. í lokaávarpi sínu á landsfundi Sam- fylkingarinnar, sem fram fór á Hótel Sögu um helgina. Sagði hann jafn- framt að landsfundarfulltrúar gætu gengið hnarreistir af fundinum með skýra stefnu í öllum helstu átaka- málum íslenskra stjórnmála. Að sögn Björgvins G. Sigurðssonar, framkvæmdastjóra flokksins, höfðu um 450 manns atkvæðisrétt á fund- inum en um fimm hundruð manns, að hans sögn, tóku þátt í störfum fundarins. Fjölmargar ályktanir í hinum ýmsu málaflokkum voru samþykktar á landsfundinum og ber flestum saman um að þar beri einna hæst ályktun fundarins um Evrópumálin. Össur Skarphéðinsson, sem endur- kjörinn var formaður flokksins um helgina, gaf tóninn í upphafsræðu sinni er hann sagði að hann vildi að afstaða flokksins gagnvart hugsan- legri umsókn um aðild að Evrópu- sambandinu yrði ráðin í almennri póstkosningu meðal flokksmanna. Til grundvallar þeirri kosningu yrði úttekt, sem gerð hefur verið á vegum Samfylkingarinnar á samnings- markmiðum Íslendinga ef til aðild- arviðræðna kæmi. Þessar hugmyndir Össurar voru m.a. ræddar í almennum umræðum á fundinum og kom þar fljótt í ljós að póstkosning væri leið sem menn gætu vel sætt sig við þótt ljóst væri að ungir jafnaðarmenn og fleiri vildu að fundurinn gengi lengra og tæki þegar afstöðu til aðildarumsóknar að ESB. Einnig voru ýmsir sem voru í andstöðu við aðildarumsókn að ESB. Á sunnudag varð niðurstaðan hins vegar sú að Árni Páll Árnason lög- fræðingur, sem stýrði starfsnefnd fundarins um utanríkismál, kynnti tillögu nefndarinnar þess efnis að Evrópuúttekt flokksins yrði tekin til umfjöllunar á almennum fundum vítt og breitt um landið og að henni lok- inni færi fram almenn póstkosning um afstöðu flokksmanna til aðildar- umsóknar að Evrópusambandinu. Miðað yrði við að sú kosning færi fram á næsta ári. Var þessi ályktun samþykkt með þorra atkvæða. Í sjávarútvegsmálum samþykkti fundurinn ályktun þar sem segir m.a. að „hrollvekjandi upplýsingar um brottkast og óábyrga umgengni um fiskimiðin kalli á tafarlausar að- gerðir“. Þá er í ályktuninni tekið undir frumvarp þingmanna Sam- fylkingarinnar um fyrningarleiðina. Ályktunin hefst á þessum orðum: „Við krefjumst þess að séreignar- kvótinn verði afnumin, að allir Ís- lendingar fái jöfn tækifæri til að hasla sér völl í sjávarútvegi og að þeir sem nýti auðlindina greiði sam- félaginu sanngjarna leigu. Við viljum að strandbyggðirnar njóti nálægðar sinnar við gjöful fiskimið og leggjum þunga áherslu á að grunnslóðarveið- ar fái möguleika til að vaxa. Öllum þessum markmiðum er náð með frumvarpi Samfylkingarinnar um fyrningarleiðina.“ Þá segir: „Við viljum umgangast þjóðarauðlindina með ábyrgum hætti. Hrollvekjandi upplýsingar um brottkast og óábyrga umgengni um fiskimiðin kallar á tafarlausar að- gerðir. Tryggja þarf nú þegar með reglum um löndun utan kvóta, að kvótaokur og veiðileyfasviptingar komi ekki í veg fyrir að sjómenn geti komið með allan afla að landi. Kann- að verði hvort nota megi verðmæta- kvóta og kvótastuðla með tilliti til aflasamsetningar til að meta nýtingu aflakvóta.“ Fléttulistar í alþingis- kosningunum Landsfundurinn ályktaði einnig um kvenfrelsismál og beindi þeirri „eindregnu áskorun“, eins og það er orðað, til kjördæmisráða Samfylk- ingarinnar að við skipan á framboðs- lista fyrir alþingiskosningar 2002 yrði sá háttur hafður á að veldist kona í fyrsta sæti, þá væri karl í því næsta o.s.frv. Veldist karl hins vegar í fyrsta sæti yrði kona í öðru sæti o.s.frv. „Við eigum það skilið að það verði jafnt milli kvenna og karla á Al- þingi og Samfylkingin á að leggja sinn skerf til þess,“ segir m.a. Þá er í stjórnmálaályktun m.a. vikið að bæjar- og sveitarstjórnar- kosningunum næsta vor og ályktað að Samfylkingin skuli stefna að framboði í öllum sveitarfélögum landsins, ein eða í félagi við önnur stjórnmálaöfl. Segir þar ennfremur að stefnt sé að því að „flokkurinn verði sem allra sýnilegastur í kosn- ingum til sveitarstjórna árið 2002“. Ennfremur lýsti fundurinn því yf- ir í stjórnmálaályktun að hann vildi að þjóðaratkvæðagreiðslur yrðu teknar upp um ákveðin mál í aukn- um mæli sem og að beinum kosn- ingum yrði beitt í ríkari mæli á vett- vangi sveitarfélaga. Þá var lögum flokksins breytt á þá leið að hér eftir yrðu formaður og varaformaður flokksins kjörnir í al- mennri póstkosningu allra flokks- manna mánuði fyrir landsfundinn í stað þess að kjósa þá á landsfund- inum sjálfum. Sendur yrði út at- kvæðaseðill til flokksmanna með nöfnum þeirra sem gæfu kost á sér í embættin og úrslit kynnt á lands- fundinum. Um skattamál segir í ályktun Samfylkingarinnar að lækka skuli tekjuskatt einstaklinga í áföngum og styðja betur við barnafjölskyldur með auknum barnabótum og lækkun jaðarskatta. Þá segir í stjórnmála- ályktun fundarins að stíga skuli skref til að lækka skatta aldraðra af þeim hluta lífeyris sem megi flokka sem fjármagnstekjuskatt. Auk þess samþykkti fundurinn ályktun þess efnis að lækka skyldi skatta á lítil og meðalstór fyrirtæki. Að síðustu má geta um ályktun fundarins um Rík- isútvarpið en í henni kveðst fundur- inn vilja efla Ríkisútvarpið og auka sjálfstæði þess með „rekstrarlegum og skipulagslegum breytingum sem meðal annars bindi enda á flokks- pólitísk ítök í fyrirtækinu“, eins og segir í stjórnmálaályktuninni. „Landsfundurinn hafnar með öllu áformum um að einkavæða Ríkisút- varpið og varar við tillögum um að gera það að hlutafélagi, sem væri rakalítil aðgerð nema sem liður í einkavæðingu.“ Landsfundurinn tekur þó undir hugmyndir um annarskonar fjár- mögnun Ríkisútvarpsins en með af- notagjöldum og telur að búa verði svo um hnútana að fyrirtækið verði sem óháðust auglýsingum og kostun. Fundi slitið með Maístjörnunni Landsfundi Samfylkingarinnar lauk síðdegis á sunnudag með loka- ávarpi Össurar Skarphéðinssonar. Í lokaávarpi sínu sagði Össur m.a.: „Ég vissi ekki hversu margir myndu gera sér erindi utan af landi á erf- iðum árstíma til þess að koma hingað og ræða við okkur um framtíðina... Ég segi það, kæru félagar, að ég er nánast klökkur þegar ég þakka ykk- ur kærlega fyrir að þið hafið sýnt það með starfi ykkar – framlagi ykk- ar – hvað þið metið Samfylkinguna mikils og hvað þið hafið reist flaggið hátt aftur. Þið hafið leitt til þess að við getum farið öll saman af þessum fundi hnarreist – stolt og horft glöð- um og vonbjörtum augum inn í fram- tíðina. Samfylkingin fer af þessum fundi eins og hraðskreið skúta... Við höfum sýnt þjóðinni fram á þann mikla byr sem við búum yfir. Og sá styrkur er meiri heldur en við trúð- um á sjálf.“ Eftir ávarpið risu lands- fundarfulltrúar úr sætum og hylltu formanninn með lófataki. Sungu þeir síðan Maístjörnuna áður en þeir yf- irgáfu fundinn. Fjölmargar ályktanir samþykktar á landsfundi Samfylkingarinnar Afstaða flokksmanna til ESB könnuð á næsta ári Morgunblaðið/Ásdís Nýkjörin framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar stillti sér upp til myndatöku (f.v.): Össur Skarphéðinsson, Stefán Jón Hafstein, Bryndís Kristjánsdóttir, Eyjólfur Sæmundsson og Margrét Frímannsdóttir. Fjölmargar ályktanir voru samþykktar á landsfundi Samfylking- arinnar sem haldinn var á Hótel Sögu um helgina. Þar bar þó hæst samþykkt fund- arins um Evrópumál, skrifar Arna Schram sem fylgdist með af- greiðslu ályktana. arna@mbl.is ’ Hrollvekjandiupplýsingar um brottkast ‘ JÓHANN Geirdal og Katrín Júlíus- dóttir hlutu flest atkvæði í fram- kvæmdastjórn flokksins á lands- fundi Samfylkingarinnar um helg- ina. Alls gaf 21 kost á sér í sex sæti í framkvæmdastjórninni og tóku alls 150 landsfundarfulltrúar þátt í kjörinu. Jóhann hlaut 86 atkvæði og Katrín 82 atkvæði. Í framkvæmdastjórn flokksins sitja formaður flokksins, varafor- maður, ritari, gjaldkeri og formað- ur framkvæmdastjórnar auk sex annarra fulltrúa sem kosið var um á sunnudag. Á laugardag lágu hins vegar fyrir úrslit í hinum embætt- unum, þ.e. Össur Skarphéðinsson var sjálfkjörinn í embætti for- manns flokksins, Margrét Frí- mannsdóttir í embætti varafor- manns flokksins, Eyjólfur Sveins- son í embætti gjaldkera flokksins, Bryndís Kristjánsdóttir í embætti ritara flokksins og Stefán Jón Haf- stein í embætti formanns fram- kvæmdastjórnar flokksins. Kynjakvóti hefur áhrif Hinir fjórir sem kjörnir voru að- almenn í framkvæmdastjórnina eru: Anna Kristín Gunnarsdóttir sem hlaut 79 atkvæði, Mörður Árnason sem hlaut 67 atkvæði, Flosi Eiríksson sem hlaut 64 at- kvæði og Hólmfríður Garðarsdóttir en ekki er gefið upp hvað hún fékk mörg atkvæði. Varamenn voru kjörnir: Stefán Jóhann Stefánsson, Ingvar Sverrisson, Tryggvi Harð- arson, Sveindís Valdimarsdóttir, Inga Sigurðardóttir og Svala Jóns- dóttir. Þess má geta að Hólmfríður Garðarsdóttir kemur inn í aðal- stjórn framkvæmdastjórnarinnar á grundvelli laga Samfylkingarinnar um kynjakvóta en þau lög kveða á um að hlutfall annars kynsins megi ekki fara undir 40% í nefndum og ráðum á vegum flokksins. Vegna þessa verður Stefán Jóhann Stef- ánsson, sem hlaut 61 atkvæði, fyrsti varamaður í framkvæmdastjórn í stað þess að vera aðalmaður þar. Þessi lög urðu einnig til þess að Hervar Gunnarsson og Örlygur Hnefill Jónsson féllu af lista vara- manna en þær Inga Sigurðardóttir og Svala Jónsdóttir fóru þess í stað inn á lista varamanna. Jóhann Geirdal hlaut flest atkvæði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.