Morgunblaðið - 20.11.2001, Side 17
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2001 17
Blóðbankinn verður með blóðsöfnun og skráningu
nýrra blóðgjafa í húsi Rauða krossins, Hafnargötu 13,
Grindavík, í dag, þriðjudag kl. 10-18.
Blóðgjöf er lífgjöf.
NÝR söluturn sem jafnframt er
myndbandaleiga hefur verið opn-
aður í Sandgerði. Fyrirtækið ber
nafnið Vökull.
Hjónin Aðalbjörg Laufey Guð-
jónsdóttir og Halldór Viðar Svein-
björnsson eiga og reka söluturninn.
Þau störfuðu áður við beitningu.
Störfum við þá grein hefur fækkað
verulega vegna breytinga á línuút-
gerð. Þau fara þó ekki langt frá sín-
um gamla vinnustað því Vökull er í
húsnæði við Sandgerðishöfn sem
áður hýsti birgða- og dælustöð Olís.
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Aðalbjörg Laufey Guðjónsdóttir við afgreiðsluborðið.
Úr beitningu í sjoppurekstur
Sandgerði
Skipulags-
nefnd
frestar af-
greiðslu
Borgarhverfi
SKIPULAGS- og byggingarnefnd
Reykjanesbæjar frestaði afgreiðslu
breytingar á aðalskipulagi og deili-
skipulagningu iðnaðarhverfisins
Borgarhverfis á síðasta fundi sín-
um. Íbúar í aðliggjandi íbúðarhverfi
mótmæltu skipulaginu þegar það
var auglýst.
Á fundi nefndarinnar kom fram
að engin athugasemd hafi komið
sérstaklega um breytingu á aðal-
skipulagi og heldur engin sérstak-
lega vegna deiliskipulags. Hins veg-
ar hafi komið 183 staðlaðar
athugasemdir með yfirskriftinni:
Mótmæli við tillögu um iðnaðar-
hverfi á opnu svæði ofan Keflavík-
ur. Fleiri en einn einstaklingur
skrifar undir á sumum skjalanna,
en búsettir í sama húsi. Nokkrar
athugasemdir til viðbótar bárust
þar sem lögð var frekari áhersla á
einstök atriði og með almennum
mótmælum gegn byggingu hverf-
isins.
HÚSAGERÐIN ehf. átti lægsta til-
boð í lengingu fimleikasalar í
Íþróttahúsi Keflavíkur. Leggur for-
stöðumaður umhverfis- og tækni-
sviðs bæjarins til að tilboði fyrir-
tækisins verði tekið.
Fimleikasalurinn, sem er hliðar-
salur Íþróttahúss Keflavíkur, verð-
ur lengdur um 10 metra og er til-
gangurinn að bæta aðstöðu
fimleikafólks. Komið verður fyrir
fimleikagryfju og annarri aðstöðu,
þannig að húsið verði löglegur fim-
leikasalur, að sögn Viðars Más Að-
alsteinssonar, forstöðumanns um-
hverfis- og tæknisviðs Reykjanes-
bæjar.
Tilboð lægstbjóðanda, Húsagerð-
arinnar ehf., hljóðar upp á 24,4
milljónir kr. sem er um 1,2 millj-
ónum kr. yfir kostnaðaráætlun
hönnuða og er munurinn rúm 5%.
Fjögur önnur tilboð bárust.
Miðað er við að verktaki hefjist
handa strax og gengið hefur verið
frá verksamningi og að stækkun
hússins verði lokið fyrir 15. apríl
næstkomandi. Verktakinn á að skila
húsinu fullkláruðu að innan og utan.
Fimleikasal-
ur stækkaður
Keflavík
♦ ♦ ♦