Morgunblaðið - 20.11.2001, Page 19
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2001 19
GENGISFLÖKT íslensku krón-
unnar hefur að undanförnu ekki
verið óeðlilega mikið, að sögn Más
Guðmundssonar, aðalhagfræðings
Seðlabanka Íslands. Þetta var með-
al niðurstaðna sem hann gerði
grein fyrir á vel sóttri málstofu
hagfræðisviðs Seðlabankans í gær.
Már ræddi verðbólgumarkmið,
flotgengi, mjúka og harða fast-
gengisstefnu, gengisflökt og fleira í
erindi sínu í gær. Hann gerði grein
fyrir því að mjúk fastgengisstefna
eins og sú sem Seðlabanki Íslands
fylgdi áður en verðbólgumarkmið
var tekið upp í mars á þessu ári
væri á undanhaldi meðal aðild-
arríkja Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
og flot gjaldmiðla væri orðið al-
gengara.
Gengisflökt íslensku krónunnar,
þ.e. staðalfrávik prósentubreytinga
á tilteknu tímabili, er ekki óeðlilega
mikið miðað við gjaldmiðla annarra
ríkja sem styðjast við verðbólgu-
markmið, að sögn Más.
Hann sagði einnig að erfitt hefði
reynst að finna veruleg raunáhrif
gengisflökts og áhrifin væru yf-
irleitt mun minni en umræða
margra stjórnmála- og athafna-
manna benti til. Einnig virtist ekki
vera marktækt neikvætt samband á
milli gengisflökts og flökts mik-
ilvægra þjóðhagsstærða og vísaði
Már í alþjóðlegar rannsóknir máli
sínu til stuðnings.
Hann gerði einnig myntbandalög
að umtalsefni og vitnaði í rann-
sóknir sem sýnt hafa fram á að að-
ild ríkis að myntbandalagi stór-
eykur viðskipti þess við önnur lönd
innan bandalagsins. Sameiginleg
mynt örvaði þannig utanríkis-
viðskipti og hagvöxt, að því gefnu
að um væri að ræða „eðlilegar“ við-
skiptaþjóðir. „Ávinningurinn af að-
ild að myntbandalagi í formi auk-
inna viðskipta við það er mögulega
mjög mikill,“ sagði Már. „Þessa nið-
urstöðu þarf að setja á vogarskál-
arnar ásamt mælistikum hagkvæm-
asta myntsvæðis, gagnrýni á þær,
peningalegum aga, trúverðugleika
og öðrum þáttum sem kunna að
skipta máli. Það verður ekki gert
hér,“ sagði Már Guðmundsson að
lokum.
Aðalhagfræðingur Seðlabankans
Gengisflöktið ekki
óeðlilega mikið
Morgunblaðið/Þorkell
Már Guðmundsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, segir stóru
spurninguna standa um afnám eigin gjaldmiðils og aðild að myntbandalagi
eða ekki. Hann svaraði hins vegar ekki þessum spurningum varðandi Ís-
land í erindi sínu í gær en sagði það efni í annað erindi.
HAGNAÐUR Bonus Stores Inc.,
dótturfélags Baugs hf. í Bandaríkj-
unum, fyrir skatta nær fimmfald-
aðist á milli sept-
ember og október.
Bonus Stores
Inc., sem var stofn-
að fyrr á árinu við
samruna verslanakeðjanna Bonus
Dollar Stores og Bill’s Dollar Stor-
es, starfrækir yfir 420 verslanir í
13 fylkjum Bandaríkjanna.
Velta félagsins í októbermánuði,
sem telst frá 7. október til 3. nóv-
ember í smásölu í Bandaríkjunum,
nam 14,5 milljónum dollara, eða
ríflega 1,5 milljörðum króna.
Hagnaður mánaðarins fyrir skatta
reyndist 506 þúsund dollarar, eða
rúmar 54 milljónir króna. Það
svarar til 3,5% af sölunni. Heildar-
framlegð í október var tæp 27% af
sölu.
Til samanburðar nam velta sept-
embermánaðar, frá 2. september
til 6. október, 16,5 milljónum doll-
ara og hagnaður þess mánaðar fyr-
ir skatta reyndist 102,8 þúsund
dollarar. Það samsvarar 0,6% af
sölu. Heildarframlegð var tæp 27%
líkt og í október.
Jim Schafer, for-
stjóri Bonus Stores
Inc., segir m.a. í til-
kynningu frá félag-
inu: „Með því að vera trúir mark-
miðum okkar um að endurskipu-
leggja og straumlínulaga rekstur-
inn hefur okkur tekist að halda
áfram að byggja upp veltu og
hagnað.
Við höfum tekið margar erfiðar
ákvarðanir síðan við keyptum eign-
ir þrotabús Bill’s Dollar Stores í
apríl 2001 og gert breytingar sem
nú eru að skila árangri,“ segir
Schafer.
Uppgjörsári Bonus Stores lýkur
í marslok og er áætlað að hagnaður
fyrir árið í heild verði 3,4 milljónir
dollara, sem svarar til 353 milljóna
króna. Afkomutölur hvers mánaðar
hjá Bonus Stores verða birtar fram
til nk. áramóta.
Rekstur Bonus Stores Inc.
Fimmföldun hagn-
aðar milli mánaða
HLUTABRÉF Íslandssíma hf. lækk-
uðu um 24% í viðskiptum á Verð-
bréfaþingi í gær og var lokagengi
þeirra 1,9. Áður hafði gengið lægst
farið í 2, en almennt útboðsgengi í
júní síðast liðnum var 8,75. Bréf Ís-
landssíma hafa því lækkað um 78%
frá skráningu í júní. Viðskipti með
bréf félagsins voru frekar lítil í gær,
eða fyrir 1,8 milljónir króna.
Íslandssími sendi frá sér níu mán-
aða uppgjör fyrir helgi þar sem fram
kom m.a. að tap fyrir afskriftir nam
370 milljónum króna á tímabilinu, tap
fyrir skatta 937 milljónum og tap eftir
skatta 777 milljónum króna. Veltufé
til rekstrar nam 477 milljónum og eig-
infjárhlutfall er 39%.
Velta Íslandssíma á þriðja ársfjórð-
ungi nam um 354 milljónum króna og
minnkaði um 80 milljónir frá öðrum
ársfjórðungi þegar hún var um 436
milljónir. Gert er ráð fyrir veltu upp á
412 milljónir á síðasta ársfjórðungi.
Pétur Pétursson, upplýsingastjóri
Íslandssíma, segir tvennt fyrst og
fremst skýra minnkun á veltu á milli
ársfjórðunga.
„Annars vegar að Íslandssími GSM
fer ekki af stað fyrr en um miðan
mars. Fram að þeim tíma höfðum við
selt vel á annað þúsund áskriftir sem
við afgreiddum svo í aprílmánuði.
Stór hluti af því er sala á áskriftum
með símtækjum. Hins vegar drógust
umsvif fastlínukerfisins saman yfir
sumartímann, eins og við merktum
einnig í fyrra. Skýringin er sú að stór
hluti af viðskiptavinum okkar eru fyr-
irtæki og þar eru mun minni umsvif
yfir sumarmánuðina en á öðrum árs-
tímum.“ Aðspurður segir Pétur við-
skiptavinum Íslandssíma vissulega
hafa fjölgað, en tekjuaukning þess
vegna vegi ekki upp árstíðabundna
niðursveiflu í fastlínukerfinu og þá
miklu sölu símtækja sem var á öðrum
ársfjórðungi.
Íslandssími aldrei lægri
FRÉTTIR
mbl.is