Morgunblaðið - 20.11.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.11.2001, Blaðsíða 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2001 21 huga að leiðum til að útskýra óviss- una betur og bregðast við henni með nýrri framsetningu ráðgjafar. Að síðustu finnst mér ljúft að geta innleggs Kristins Péturssonar og vangaveltur hans um líklegar breyt- ingar á burðarþoli íslenska hafsvæð- isins, nokkuð sem við áttum ágæta samræðu um norður á Vopnafirði fyrir nokkrum vikum. Þetta sýnir hve vel menn geta náð saman ef vel er hlustað og af sanngirni rökrætt. Auðvitað er það ekki ánægjuefni að þorskstofninn hafi ekki í dag nátt- úrulegar forsendur til að gefa af sé mikið meira en rúmlega 300 þús. tonn, en það er raunveruleiki sem við verðum að horfast í augu við þar til og ef aðstæður breytast til hins betra,“ sagði Jóhann Sigurjónsson. Veiðiálag of mikið „Ég er mjög ánægður með fyr- irspurnaþingið,“ segir Árni Mathie- sen sjávarútvegsráðherra. „Ég held að þetta hafi verið mjög gagnleg og góð umræða. Það sem hún skilur eft- ir er að Hafrannsóknastofnun stóðst mjög vel þá gagnrýni, kom á starf- semi hennar og aðferðafræði. Það má segja að það hafi verið staðfest á þinginu þeirra aðferðir og vinnu- brögð standast mjög vel samanburð við það, sem annars staðar í heiminu er verið að gera. Þeir sem voru að gagnrýna stofn- unina fengu líka tækifæri til að flytja sitt mál á nákvæmlega sama hátt. Þeir stóðust ekki gagnrýni eins vel og starfsmenn Hafrannsóknastofn- unar, þegar fyrirspyrjendur spurðu þá út úr. Með því er ég ekki að segja að Hafrannsóknastofnunin sé yfir gagnrýni hafin eða að ekkert af gagnrýninni sé réttmætt eða eigi ekki að taka tillit til. Kenningar um grisjun fóru mjög halloka í þessari umræðu og sérstaklega þegar verið var að vísa til upplýsinga að utan eins og til dæmis frá Nýfundnalandi. Erlendu sérfræðingarnir hröktu all- ar hugmyndir um grisjun og sögðu beinlínis að veiðar á smáfiski hefðu valdið hruni fiskistofnanna við Ný- fundnaland. Hvað varðar það sem sagt var um samsetningu stofnins og hvernig hagkvæmast væri að nýta hann, kom fram gagnrýni sem átti rétt á sér. Starfsmenn Hafrannsóknastofnunar lögðu þar fram gögn sem sýndu hve aflasamsetning hefur breyzt mikið frá því í veiðunum snemma á síðustu öld og um miðja öldina. Þá vorum við að veiða mun eldri fisk og miklu meira magn. Þá er sú spurning áleit- in hvaða möguleika við höfum til að breyta samsetningu stofnsins og hvað er hagkvæmt að gera í því tilliti því við þurfum að lifa á þorskveiðum áfram. Það var mikið vitnað í stefnu Haf- rannsóknastofnunar frá því á átt- unda áratugnum um að vernda smá- fiskinn. Ég held að raunverulega hafi þeirri stefnu aldrei verið fylgt eins og þurft hefði. Undanfarin ár höfum við freistast til þess, þegar komið hafa góðir árangar, að veiða þá upp tiltölulega hratt. Við þurfum að hafa það vel í huga nú, þegar við eigum von á nokkrum meðalstórum árgöngum í fyrsta skipti. Eins var það athyglivert hvað kom fram um erfðaþáttinn og það hvort veiðar gætu haft á það áhrif að kynþroska- aldur hefði lækkað. Þetta eru hlutir sem þarf að skoða betur. Það er al- veg augljóst að við höfum verið að veiða umfram það sem stofnarnir hafa þolað og höfum sjálfsagt verið að gera það megnið af síðustu öld. Veiðiálagið hefur verið of mikið. Við náðum tökum á þessu þegar við tók- um upp aflaregluna, sem síðan komu fram skekkjur í stofnstærðarmat- inu, sem leiddu til of mikillar veiði,“ segir Árni Mathiesen. Morgunblaðið/Ásdís Andrew Rosenberg fiskifræðingur varaði við aukinni sókn í smáþorsk á fyrirspurnarþingi sjávarútvegs- ráðuneytisins um hafrannsóknir. REKSTRI auglýsinga- og kvik- myndaframleiðslufyrirtækisins Propaganda Films í Bandaríkjunum hefur verið hætt og hefur öllum 40 starfsmönnum fyrirtækisins verið sagt upp. Í netútgáfu bandaríska kvik- myndatímaritsins Variety kemur fram að sérfræðingar Merrill Lynch & Co. segi að samdráttur á auglýs- ingamarkaði, sá mesti síðan í krepp- unni miklu á fyrri hluta síðustu ald- ar, og árásirnar á Bandaríkin, 11. september síðastliðinn, séu megin- ástæður erfiðleika Propaganda Films. Þá segir Variety að það hafi komið jafnt almennum starfsmönn- um sem stjórnendum Propaganda Films í opna skjöldu er starfsmaður framtaksfjárfestingarfyrirtækisins Safeguard Capital Partners, sem hefur séð um fjármögnun fyrirtæk- isins, tilkynnti fyrir rúmri viku á starfsmannafundi að rekstrinum yrði hætt. Í stað þess að stefna í gjaldþrot skyldi reynt að vinda ofan af skuldum fyrirtækisins þannig að nafnið eitt myndi standa eftir. Variety segir að lokun Propa- ganda Films hafi átt sinn aðdrag- anda. Þannig hafi launagreiðslur hjá fyrirtækinu fallið niður í október síðastliðnum, greiðslur í lífeyrissjóði hafi ekki skilað sér, 30 starfsmönn- um hafi verið sagt upp og laun þeirra sem eftir hafi verið lækkuð um 20%. Skipt um eigendur Sigurjón Sighvatsson stofnaði Propaganda Films árið 1986 ásamt Steve Golin og leikstjórunum David Fincher og Dominic Sena. Sigurjón hætti hjá fyrirtækinu um áramótin 1994/1995 og seldi þá sinn hlut í því og hóf að starfa sjálfstætt. Áður, eða árið 1992, hafði fyrirtækið Polygram keypt Propaganda Films. Árið 1998 eignaðst svo Universal Propaganda við kaup á Polygram og varð kvik- myndaframleiðsla fyrirtækisins þá hluti af USA Films. Stofnandi fram- taksfjárfestingarfyrirtækisins Safe- guard Capital Partners, ásamt starfsmanni fyrirtækisins og þriðja manni, keyptu svo Propaganda Films á árinu 1999. Steve Golin yf- irgaf fyrirtækið fljótlega eftir það. Rekstri Propaganda Films hætt Hallveigarstígur 1 • 101 Reykjavík • Sími 511 4000 • Fax 511 4040 • utflutningsrad@utflutningsrad.is • www.utflutningsrad.is HN O T S K Ó G U R Ú Í 4 1 5 -0 1 Hefur þú hug á útrás? Námskeiðið verður haldið í hliðarsal á Hótel Sögu, miðvikudaginn 21. nóvember 2001, kl. 8.30-17.00 Hagnýtt námskeið fyrir stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja sem eru að hefja útflutning Markmið: Að gefa innsýn í ferli útflutnings, forsendur ákvarðana og aðgengi að upplýsingum og aðstoð. Námskeiðið mun kynna: ● hvar er hægt að leita upplýsinga og aðstoðar í útflutningi ● hvernig á að taka stefnumótandi ákvörðun um útflutning ● hvernig er best að undirbúa fyrirtækið áður en útflutningur hefst ● hvaða tæknileg atriði ber að hafa í huga við verðlagningu, flutning og sölu á vöru/þjónustu ● möguleika Netsins í markaðsstarfi Aðalleiðbeinandi á námskeiðinu er Guðný Káradóttir, framkvæmdastjóri Gagarín. Auk hennar munu starfsmenn Útflutningsráðs og utanaðkomandi sérfræðingar vera með innlegg á námskeiðinu. Jafnframt munu stjórnendur útflutningsfyrirtækja deila reynslu sinni. Vinsamlega tilkynnið þátttöku til Útflutningsráðs í síma 511 4000 eða með tölvupósti utflutningsrad@utflutningsrad.is Þátttökugjald er 12.500 kr. með hádegisverði. Fyrstu skrefin í útflutningi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.