Morgunblaðið - 20.11.2001, Side 23
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2001 23
BANDARÍSKIR ráðamenn kveðast
vera þess fullvissir að takast muni
að hafa hendur í hári Osamas bin
Ladens, forsprakka hryðjuverka-
mannanna er stóðu að hermdar-
verkunum í Bandaríkjunum 11.
september sl. Fullyrt var að bin
Laden væri niðurkominn í suður-
hluta Afganistans, þar sem taliban-
ar, er skotið hafa yfir hann skjóls-
húsi, voru á óskipulögðu undanhaldi.
Fleiri bandarískir sérsveitamenn
hafa verið sendir til Afganistans til
að aðstoða við leitina að bin Laden,
samkvæmt upplýsingum bandaríska
varnarmálaráðuneytisins í gær. Þá
héldu bandarískar flugvélar áfram
loftárásum á víglínu talibana
skammt frá borginni Kunduz, þar
sem sveitir þeirra og liðsmenn sam-
takanna al-Qaeda hafa þraukað dög-
um saman, á meðan andstæðingar
þeirra hafa lagt undir sig önnur
svæði í norðurhluta Afganistans.
„Við munum svæla hann út úr
holu sinni fyrr eða síðar, við munum
ná honum,“ sagði Colin Powell, ut-
anríkisráðherra Bandaríkjanna, í
sjónvarpsviðtali á sunnudagsmorg-
un.
Younis Qanooni, innanríkisráð-
herra í stjórn Norðurbandalagsins,
andstæðings talibana í Afganistan,
fullyrti að bin Laden væri í felum í
bækistöð 130 km austur af borginni
Kandahar, helstu miðstöð talibana, í
suðurhluta landsins.
Talibanar sögðu að bin Laden
væri ekki á þeim svæðum sem þeir
hefðu á valdi sínu og kváðust ekki
vita hvort hann væri ennþá í Afgan-
istan, þar sem hann hefur verið
„gestur“ þeirra í mörg ár.
„Talibanar eru að reyna að gabba
þjóðir heims svo að þær láti af loft-
árásum,“ sagði Qanooni. „Sam-
kvæmt þeim upplýsingum sem ég
hef er bin Laden ennþá í Maruf.
Hann hefur þjálfunarbúðir þar og
sterkbyggt neðarjarðarbyrgi.“
Bandarískir embættismenn vildu
ekki staðfesta þessa fullyrðingu
Qanoonis, að sögn blaðsins The New
York Times í gær.
Blaðið The Sunday Times greindi
frá því á sunnudaginn að bandarísk-
ir og breskir sérsveitaliðar hefðu
þrengt hringinn um bin Laden á um
80 ferkílómetra svæði í suðurhluta
Afganistans. „Það verður sífellt erf-
iðara fyrir hann að leynast eftir því
sem talibanar missa völdin á stærra
svæði,“ sagði Powell. „Ég held að
ekkert land í þessum heimshluta
hefði sérstaklega mikinn áhuga á að
sýna honum einhverja kurteisi ef
hann myndi knýja dyra.“
„Við munum elta hann áfram“
Ef bin Laden myndi flýja frá Afg-
anistan myndu Bandaríkjamenn
halda leitinni að honum áfram, sagði
Paul Wolfowitz, aðstoðarvarnar-
málaráðherra Bandaríkjanna, í
sjónvarpsviðtali á sunnudagsmorg-
un. „Við munum elta hann áfram,“
sagði Wolfowitz. „Gleymum því
heldur ekki að við munum halda
áfram að eltast við al-Qaeda sam-
tökin eins og þau leggja sig, þau eru
í 60 löndum, ekki aðeins í Afganist-
an. Verst af öllu er að þau eru hér í
Bandaríkjunum. Þetta er barátta
gegn öllum hryðjuverkasamtökum í
heiminum og öllum ríkjum sem
veita þeim stuðning.“
New York Times greindi frá því í
gær að Bandaríkjamenn væru farn-
ir að beina loftárásum sínum í Afg-
anistan að felustöðum nærri pakist-
önsku landamærunum. Tugir
sérsveitaliðar hafa farið til Afganist-
ans síðan í síðustu viku, bæði til
norðurhluta landsins og til fjalla-
svæðis meðfram suðausturlanda-
mærunum að Pakistan, en sam-
kvæmt upplýsingum leyniþjónust-
unnar er líklegast að bin Laden sé
þar að finna.
Í viðtali við CNN-sjónvarpið var
Condoleezza Rice, öryggisráðgjafi
Bandaríkjaforseta, spurð hvort
markmið Bandaríkjamanna væri að
ná bin Laden og leiða hann fyrir
rétt, eða einfaldlega að drepa hann.
Hún svaraði því til að hún teldi mik-
ilvægast að hann gæti ekki lengur
starfað, og að minna máli skipti
hvers vegna hann væri orðinn óvirk-
ur.
„Ég efast um að það muni koma
til langvinnra réttarhalda,“ sagði
hún. Ennfremur kom fram í máli
hennar að bandaríski herinn miðaði
að því að hafa hendur í hári múllans
Muhammads Omars, leiðtoga talib-
ana. George W. Bush Bandaríkja-
forseti hefur undirritað tilskipun um
stofnun sérstaks herglæpadómstóls
þar sem hægt er að rétta í kyrrþey í
málum erlendra ríkisborgara sem
ákærðir hafa verið fyrir hryðjuverk.
Kviðdómur í þessum dómstól verður
skipaður fulltrúum hersins.
Talið að bin Laden
sé enn í felum í
Suður-Afganistan
Colin Powell segir hringinn sífellt þrengjast
AP
Pakistanskir hermenn skoða skilríki afganskra flóttamanna á landamærunum við borgina Quetta í Pakistan.
Washington. AFP, AP.
MEINTIR meðlimir samtakanna
al-Qaeda, sem handteknir voru á
Spáni í þarsíðustu viku, tóku þátt í
undirbúningi hryðjuverkanna í
Bandaríkjunum 11. september sl.,
að því er rannsóknarfulltrúar
greindu frá á sunnudaginn, og er
þetta í fyrsta sinn sem í ljós koma
bein tengsl á milli hermdarverk-
anna og annars hryðjuverkahóps
sem virðist hafa veitt hermdar-
verkamönnunum stuðning.
Átta menn voru handteknir í
Madríd og í Granada og á sunnu-
daginn var þeim neitað um að
verða látnir lausir úr varðhaldi
gegn tryggingu. Í dómsúrskurði
sem spænskir fjölmiðlar greindu
frá sagði dómarinn að mennirnir
átta „tengdust beint undirbúningi
árásanna er framdar voru af
sjálfsmorðsflugmönnum 11. sept-
ember“. Sagði dómarinn mennina
tilheyra samtökunum al-Qaeda,
sem Osama bin Laden stjórnar.
Allir átta kváðust saklausir og
neituðu aðild að al-Qaeda.
Spænskir rannsóknarfulltrúar
segja ákærurnar á hendur mönn-
unum byggjast á skjölum og hler-
uðum símtölum eins mannanna,
Imad Eddin Barakat Yarbas, sem
sagður er vera forsprakki al-
Qaeda á Spáni. Sögðu fulltrúarnir
að nafn og símanúmer Yarbas hafi
komið í ljós á skjali sem hald var
lagt á við leit í íbúð meints sam-
verkamanns bin Ladens í Ham-
borg í kjölfar tilræðanna 11. sept-
ember.
Tengsl á milli útsendara al-
Qaeda í Þýskalandi og á Spáni
gætu reynst mikilvægt atriði til að
útskýring fáist á því hvernig til-
ræðin voru skipulögð og fram-
kvæmd.
Meintur foringi hryðjuverka-
mannanna, Mohamed Atta, fór til
Spánar í janúar og júlí sl., eftir að
hann hafði flutt búferlum frá
Hamborg til Bandaríkjanna. Nú er
talið að í annarri þessara ferða
hafi hann hitt einhvern af mönn-
unum átta, sem handteknir hafa
verið.
Fylgst með
öfgasinnum
Þýskir rannsóknarfulltrúar upp-
lýstu í þarsíðustu viku að þeir
hefðu tilgreint fimm manns, sem
nú búi í Hamborg, sem þeir telji
að hafi veitt hópi Attas stuðning.
Þessir fimm eru undir eftirliti og
verða handteknir ef þeir reyna að
flýja, að sögn heimildarmanna í
Þýskalandi. Mennirnir eru með-
limir í stærri hópi íslamskra öfga-
sinna, og eru þýsk yfirvöld að
safna gögnum til að koma lögum
yfir hópinn.
Spænskir embættismenn sögðu í
síðustu viku að hópurinn í Madríd
tengdist Mamoun Darkazalni, sýr-
lenskum kaupsýslumanni, sem
grunaður er um samskipti við
Hamborgarhópinn. Þýsk yfirvöld
hafa yfirheyrt Darkazalni, en létu
hann lausan, þótt hann sé undir
eftirliti, að sögn heimildarmanna í
Berlín.
Yarbas er spænskur ríkisborg-
ari af sýrlenskum uppruna. Hann
var handtekinn á heimili sínu í
miðborg Madríd. Hann mun hafa
hitt bin Laden tvisvar og hafði ná-
in tengsl við einn helsta aðstoð-
armann bin Ladens, Mohamed
Atef, sem skipulagði hryðjuverk er
framin voru af al-Qaeda. Atef féll í
loftárás Bandaríkjamanna á Afg-
anistan í síðustu viku, að því er
bandaríska varnarmálaráðuneytið
segir.
Átta al-Qaeda-liðar í varðhaldi á Spáni
Tóku þátt í
undirbúningi
11. september
Madríd. Washington Post.