Morgunblaðið - 20.11.2001, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 20.11.2001, Qupperneq 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2001 29 Félags- og tómstundastarf fyrir ungt fólk í sveitarfélögum. Betra mannlíf - betri byggð Ráðstefna á vegum menntamálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Æskulýðsráðs ríkisins. Dagskrá. Setning: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Erindi: Albert Eymundsson, bæjarstjóri í Hornafirði: Félags- og tómstundastarf í dreifbýlissveitarfélagi. Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ: Áhrif einsetningar skóla á félags-og tómstundastarf - nýting á aðstöðu sveitarfélags til slíks starfs. Karl Björnsson, bæjarstjóri í Árborg: Samningar sveitarfélags við félög og félagasamtök um félags- og tómstundastarf. Soffía Pálsdóttir, æskulýðsfulltrúi hjá ÍTR: Hverfasamstarf og unglingalýðræði. Þráinn Hafsteinsson, íþrótta- og tómstundaráðgjafi, Miðgarði, Grafarvogi: Nýjar leiðir - samþætting og aukið samstarf. Greipur Gíslason, menntaskólanemi á Ísafirði: Frumkvæði ungs fólks og stuðningur við nýjar hugmyndir. Margrét Tómasdóttir, varaskátahöfðingi: Stuðningur sveitarfélaga við félags- og tómstundastarf félaga og félagasamtaka. Viðar Sigurjónsson, svæðisfulltrúi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands á Norður- og Austurlandi:. Staða og starfsemi félaga og félagasamtaka, sem vinna að félags- og tómstundastarfi á landsbyggðinni. Hádegisverður. Ávarp: Björn Bjarnason, menntamálaráðherra. Vinnuhópar: Hlutverk sveitarfélaga í félags- og tómstundastarfi ungs fólks. Markaðssetning félags og tómstundastarfs ungs fólks, meðal fyrirtækja, stofnana og almennings. Framtíðarsýn - stefnumótun. Hlutverk frjálsra félagasamtaka. Niðurstöður vinnuhópa: Hópstjórar kynna þær. Ráðstefnuslit: Erlendur Kristjánsson deildarstjóri, menntamálaráðuneyti. Ráðstefnustjóri: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður og formaður allsherjarnefndar Alþingis. Skráning og morgunkaffi frá kl. 09:30. Fimmtudaginn 22. nóvember nk. kl. 9:45 - 15:30 í Borgartúni 6, Reykjavík. Ráðstefnan er öllum opin. Ráðstefnugjald er kr. 3.000. Kaffi, meðlæti og hádegisverður innifalinn. ir sér ljós mistök sín og reynir að leið- rétta þau er ógleymanlegt. Hægur stígandinn þar sem efinn fer að kvikna í brjósti mannsins er lýst með höktandi en þó seiðandi gítartónum Péturs Hallgrímssonar. Eftir því sem efinn víkur fyrir örvilnan magn- ast hljómurinn þar til taumlaus heift- in birtist í brotakenndum hávaða. Glæsilegt samspil þar sem tónlistin jók á áhrifamátt senunnar án þess þó að skekkja framvinduna. Annars staðar kaus Jóhann að þróa stefið út í hávært ýl sem skar í eyru og varð að lokum nánast sárs- aukafullt. Það er erfitt að lýsa áhrif- unum af þessu. Ég veit að einhverjir sessunauta minna urðu nánast reiðir við þessa árás á skynfæri þeirra. Ég tel að Jóhann hafi viljað kalla fram einhverskonar líkamleg viðbrögð við- staddra. Gera upplifunina líkamlega jafnt og huglæga. Fyrir mér var þetta heillandi þótt ég skilji vel að aðrir hafi orðið hvekktir. Ég er ekki frá því að ætlun Jó- hanns hafi verið að skapa sjálfstætt tónverk í staðinn fyrir að fylgja öllum lögmálum kvikmyndatónlistar. Hann virðist hafa leitast eftir að búa til hljóðheim sem lýsti heildarupplifun hans af kvikmyndinni í staðinn fyrir að fylgja framvindunni nákvæmlega eins og venjan er. Oft náðu tónar og mynd að skapa heild en á öðrum stundum skildu leiðir og fókusinn varð ekki jafn sterkur á framvind- una. Yfirleitt dró það ekki úr áhrifa- mættinum þótt bestu atriðin hafi ver- ið þar sem samruninn var sem mestur. Einungis í lokaatriðinu fannst mér Jóhann missa sig. Sigur var unninn og Vetrarhöllin fallin í hendur uppreisnarmanna. Í staðinn fyrir að lýsa ljúfsárri gleðinni og bræðralaginu sem sýnd var á tjaldinu kaus Jóhann að yfirkeyra dramatík- ina með drungalegum tónum sem stungu illilega í stúf. Þetta er loka- sena myndarinnar; niðurstaða er fengin og Jóhann hefði getað sýnt nýja tíma með því að víkja frá heild- arstefinu. Þetta var þó aðeins lítill ljóður á annars ljómandi kvikmynda- tónleikum og ekki lýsandi fyrir það sem á undan gekk. Þögul kvikmynd hlaut sterka rödd og vonandi að jafn vel takist til á næstu sýningum. Rafknúin rödd fyrir þögla byltingu KVIKMYNDATÓNLEIKAR Bæjarbíó, Hafnarfirði Sýnd var sovéska kvikmyndin Endalok Sankti-Pétursborgar eftir Vsevolod I. Pudovkin frá 1927 í samspili við tón- heima Jóhanns Jóhannssonar. Honum til aðstoðar var Pétur Hallgrímsson á gítar. Föstudagur 16. nóvember kl. 20. ENDALOK SANKTI-PÉTURSBORGAR (KONETS SANKT-PETERBURGA) Úr kvikmyndinni Endalok Sankti-Pétursborgar. Heimir Snorrason Í VETUR verður boðið upp á ný- lendu í íslensku menningarlífi. Kvik- myndasafn Íslands stendur fyrir kvikmyndatónleikum í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Þar verður frumflutt tónlist eftir íslenska tónlistarmenn undir sýningu þögulla kvikmynda. Fyrsti kaflinn í þessari sýningarröð var á föstudagskvöldið síðasta og það er óhætt að segja að upphafið lofi góðu um framhaldið. Jóhann Jóhannsson hefur ofið raf- tóna ofan í nokkrar íslenskar kvik- myndir á síðustu árum og ætti því að vera þessari gerð tónlistarsköpunar vel kunnugur. Til sýningar valdi hann kvikmynd frá Stalínstímanum (1927) um fall Sankti-Pétursborgar fyrir bolsévikum árið 1917. Um er að ræða hreint magnaða áróðursmynd sem bregður upp myndum af eymd rússneskrar alþýðu og óhófi borgara- stéttarinnar í skjóli keisarans. Eins og sæmir góðri áróðursmynd eru dregnar skarpar línur milli góðs og ills og stígandinn birtist í fórnum og þolgæði sem að lokum leiða til bylt- ingar og sigurs. Eins og umfjöllunarefninu hæfði valdi Jóhann mettaðan og drama- tískan tón til að lýsa því sem fyrir augu bar. Hann leggur hávaðahljóð- list (noise) til grundvallar í tónverk- inu en blandar þó melódískari áhrif- um saman við. Grunnurinn var lagður með fjarlægum dynjanda; ein- hverskonar vélahljóð sem dregið var eins og vír í gegn um allt verkið. Ofan á það skóp hann stef sem reis og féll í sífellu með mismunandi útsetning- um. Þetta stef var í einfaldleika sín- um angurvært og fallegt en með því að stýra hljómunum sem umléku það gat hann brugðið upp myndum af sorg, drunga og æði ásamt öðrum til- finningum sem myndefnið lýsti. Oftast gekk þetta vonum framar. Atriðið þar sem aðal söguhetjan ger- EFNI barnamyndarinnar Skóla- slit minnir dálítið á Ævintýrabækur Enid Blyton, það er hreint ekki slæm samlíking. Þær eru þó, alla- vega í minningunni, mun rismeiri afþreying. Í Skólaslitum eru sögu- hetjurnar sex og er Teitur (rödd Ólafs Hrafns Steinarssonar), hinn ókrýndi foringi þeirra. Skólaárinu er að ljúka og Teitur og félagar nota tækifærið til að gera at í Páma skólameistara (Jakob Þór Einars- son), og umsjónarkonunni, leiðinda- skrukkunni fröken Fjólu (Hanna María Karlsdóttir). Síðan á að njóta lífsins sumarlangt. Allt fer á annan veg, það kemur í ljós að allir vinir Teits eru á förum í hinar og þessar sumarbúðir, til að búa þá undir fullorðinsárin. Teitur lætur sér leiðast uns hann kemst að raun um að eitthvað undarlegt á sér stað í yfirgefnum skólabyggingun- um. Hættulegir vísindamenn reyn- ast búnir að leggja hann undir sig til djöfullegra áforma. Teitur leitar til foreldra og lögreglu en enginn trúir stráksa. Hann tekur því til sinna ráða og hóar vinum sínum saman. Nokkuð frískleg barnamynd og vel heppnuð hvað raddval snertir. Eins er vinahópurinn skemmtilega samansettur, hér eru flestar teg- undirnar sem maður minnist frá þessum áhyggjulausu árum. Hins vegar hefði innihaldið þolað snjallari brandarasmiði. Þá eru fortíðarpæl- ingar hinna fullorðnu líkast til ill- skiljanlegar ungum krökkum sem þekkja ekki friðartáknið góða frá tímum hippa, bítla og blómabarna frá Benz-merkinu. O.s.frv. Ég er ekki frá því að sá þáttur mynd- arinnar hugnist okkur betur, sem dáum Hendrix ekki síður en Brahms. Teiknivinnan er nokkuð hrá að þessu sinni, örlítið undir áhrifum frá MTV. Það kemur ekki að sök hvað efnið og efnismeðferðina snertir. Það er átakalítið í sjálfu sér en brýnir þó fyrir unglingum að halda sem lengst í bernskuna, fullorðins- árin eru nógu löng og þunglamaleg samt. Aldrei of mikið gert af því. Sæbjörn Valdimarsson KVIKMYNDIR Sambíóin Teiknimynd með íslensku tali. Leikstjóri: Chuck Cheetz. Handritshöfundur: Jonath- an Greenberg. Tónskáld Denis M. Hann- igan. Leikstjóri ísl. talsetningar: Jakob Þór Einarsson. Aðalraddir: Ólafur Hrafn Steinarsson, Árni Egill Örnólfsson, Kol- brún Erna Pétursdóttir, Gísli Baldur Gísla- son, Jakob Þór Einarsson, Hanna María Karlsdóttir, Örn Árnason. Sýningartími 90 mín. Bandarísk. Buena Vista. 2001. SKÓLASLIT (RECESS) Börn og fullorðnir ÞESSI mynd er gerð eftir skáld- sögu Graham Swifts sem þýdd var Hestaskál á íslensku. Frásagnar- mátinn er all sérstakur þar sem hoppað er frá einni persónu til ann- arrar, auk þess sem farið er fram og aftur í tíma, sem gerir hana nokkuð flókna. það er satt að það tekur smá tíma að átta sig á atburðarás mynd- arinnar en það er þess virði. Hópur vina hefur haldið saman í áratugi og upplifað öll sín fullorð- insár saman. Þegar einn þeirra deyr á hann sér þá hinstu ósk að farið verði með ösku hans og henni dreift á draumastaðnum hans við suður- strönd Englands. Þessi mynd er sérlega vönduð á allan hátt og tekst vel að endur- skapa stemmningu bókarinnar, þótt ég hafi saknað sumra kafla. Ekki skemmir fyrir að Schepisi hefur fengið til liðs við sig eina þrjá bestu núlifandi enska karlleikara, Ray Winstone, Michael Caine og Bob Hoskins. Auk þess skartar myndin Helen Mirren og fleiri gæðaleikur- um. Falleg og átakanleg mynd um líf og örlög enskra meðaljóna. Hildur Loftsdóttir KVIKMYNDAHÁTÍÐ Regnboginn Leikstj: Fred Schepisi. 109 mín. Írsk/Bresk 2001. HINSTA ÓSKIN/(LAST ORDERS)  Uppgjör í vinahópnum SAKAMÁLAKVÖLD verður á Súfistanum, bókakaffi í verslun Máls og menningar við Laugaveg, í kvöld, þriðjudagskvöld. Þá verður lesið úr eftirtöldum bókum: Grafarþögn eftir Arnald Indriðason, Blátt tungl eftir Árna Þórarinsson, Morðið í hæstarétti eftir Stellu Blómkvist og Fest á filmu eftir Leif Davidsen. Geir- fuglar leika af nýútkomnum diski sínum Tímafiskinum. Dagskráin byrjar klukkan 20 og aðgangur er ókeypis. Sakamálakvöld á Súfistanum  KANNSKI er pósturinn svangur er eftir Einar Má Guðmundsson. „Bókin geymir 38 sögur, þar sem Einar Már leikur sér með samband bókmennta og raunveruleikans og beitir til þess ýmsum brögðum frá- sagnarlistarinnar. Margar sögurnar eru byggðar á raunverulegum atburð- um þar sem við sögu koma þekktar persónur úr þjóðlífinu. Hér njóta sín til fullnustu ýmsir bestu eiginleikar Ein- ars Más sem sagnameistara; ljóð- rænn og innblásinn stíll, hnyttin til- svör, en ekki síst hið hárfína jafnvægi harms og gleði,“ segir í kynningu. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 137 bls., prentuð í Odda. Kápuna hannaði Margrét E. Laxness. Ljós- mynd á kápu tók Brian Sweeney. Verð: 3.990 kr. Smásögur  Óvinafagnaður er eftir Einar Kára- son. Sögusviðið er Sturlungaöldin og hefst frásögnin á því að Þórður kak- ali situr að sumbli í Noregi árið 1238 þegar hann fær þær fréttir að faðir hans og hinn glæsti bróðir, Sturla Sighvatsson, hafi verið felldir í Örlygsstaðabardaga. Þórður kakali ákveður að kveðja bílífið í Noregi, halda heim og mæta fjend- um sínum. Í hönd fer atburðarás þar sem við sögu koma stoltir höfðingjar, þöglir vígamenn, stórlátar konur, flæk- ingshundar og stríðsþreyttir bændur. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 248 bls., prentuð í Odda. Guðjón Ketilsson hannaði kápu. Verð: 4.490 kr. Skáldsaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.