Morgunblaðið - 20.11.2001, Qupperneq 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Í
SLENSK málnefnd stendur
fyrir málræktarþingi árlega
í tengslum við hátíðarhöld á
degi íslenskrar tungu, 16.
nóvember, í því augnamiði
að ræða stöðu íslenskrar málræktar
í alþjóðlegu umhverfi samtímans.
Var þingið haldið í sjötta sinn sl.
laugardag og var yfirskriftin „Ís-
lenska á evrópsku tungumálaári“.
Íslendingar eru þátttakendur í
Evrópsku tungumálaári sem Evr-
ópuráðið og Evrópusambandið
standa að. Þar er ætlunin að draga
athygli að gildi tungumálakunnáttu,
þar sem þekking á tungumáli þjóðar
sé best til þess fallin að stuðla að um-
burðarlyndi milli fólks af ólíku þjóð-
erni. Þá er með átakinu lögð áhersla
á hvernig þekking á einu tungumáli
getur dýpkað skilning og glætt
áhuga á öðrum málum.
Málræktarþing hefur frá upphafi
verið haldið í samvinnu við Mjólk-
ursamsöluna og að þessu sinni var
Hafnarfjarðarbær gestgjafi þings-
ins sem haldið var í Hásölum, safn-
aðarheimili Hafnarfjarðarkirkju.
Í tengslum við þingið veitti Guð-
laugur Björgvinsson, forstjóri
Mjólkursamsölunnar, Finni Frið-
rikssyni doktorsnema við Gauta-
borgarháskóla styrk fyrirtækisins
að upphæð 400.000 krónur.
Gildi tungumálaþekkingar
Við upphaf dagskrár lásu verð-
launahafar úr Stóru upplestrar-
keppninni ljóð og Magnús Gunnars-
son bæjarstjóri Hafnarfjarðar bauð
gesti velkomna fyrir hönd bæjarins.
Því næst tók Björn Bjarnason
menntamálaráðherra til máls en
hann setti þingið að loknu ávarpi.
Sagði Björn könnun sem mennta-
málaráðuneytið lét gera á viðhorfi
almennings til tungumálanáms og
-kennslu leiða í ljós að Íslendingar
hafi verulegan áhuga á að geta átt
víðtæk samskipti við annarra þjóða
menn. Þó væri hugsun og þekking á
móðurmálinu forsenda þess að
hugsa á öðru tungumáli, líkt og Þor-
steinn Gylfason heimspekingur
hefði fært rök fyrir.
Ræddi Björn í kjölfarið það starf
sem unnið hefur verið á vegum
menntamálaráðuneytisins við að
styrkja stöðu íslenskunnar svo Ís-
lendingum yrði mögulegt að glíma
við öll viðfangsefni nútímaþekkingar
á móðurmálinu. Nefndi hann m.a.
átak um nýtingu upplýsingatækni í
þágu íslenskrar tungu, gerð
kennsluvefja á Netinu og útgáfu
margmiðlunardisksins Alfræði ís-
lenskrar tungu. Þá minnti ráðherra
á verkefni á sviði tungutækni, fjár-
hagslegan stuðning ríkisstjórnar-
innar vegna íslenskukennslu við er-
lenda háskóla og eflingu íslensku-
náms nýbúa á framhaldsskólastigi
og víðar. „Tungan er ekki safngripur
heldur lifandi tæki, sem við eigum að
nýta á skapandi hátt á mörgum svið-
Tungumálamiðstöðvar HÍ v
í því markmiði. Þá ítrekaði
mikilvægi þess að íslensk
menn héldu því aðgengi
hefðu að norrænum háskólu
þekkingar á Norðurlandam
Hvað viðskipti Íslending
lendar þjóðir varðar, sagði
taka yrði tillit til opnunar m
Asíu. Í því sambandi væri v
huga að kínverska væri það
flestir íbúar heims hefðu a
máli, hindí kæmi þar á eftir
enska og þá spænska. Því v
synlegt að Íslendingar ættu
trúa er gætu átt samskip
versku og indversku, þó sv
krafa yrði vitanlega ekki alm
Málstefna á nýrri ö
Að loknu hléi flutti Kristj
son formaður Íslenskrar m
ar erindi er hann nefndi „M
nýrrar aldar“ en Íslensk
vinnur um þessar mundir a
lagna um opinbera stefnum
að lútandi.
Benti Kristján í fyrstu á
ar íslenskrar málræktar he
til þessa beinst fyrst og f
svokölluðum formvanda, þ
ingum um ræktun forms tu
ins með setningu málsta
kveði t.d. á um hvort rétta
segja mig langar, en „mér
Nú væri hins vegar tími ti
að horfast í augu við hinn
meiri vanda sem blasir við
málrækt í dag, en hann
spurningum um stöðu tu
hvers gagnvart öðru og mæ
við umdæmisvanda. Ættu t
t.d. á hættu að missa umd
að hætt væri að nota þau ve
að þar skorti m.a. íðorð y
fjölda fræði- og tæknigre
væru í sókn í samtímanum.
Í nánari umfjöllun um
vanda, vísaði Kristján í nýj
Ara Páls Kristinssonar
manns Íslenskrar málstöð
unnin var um efnið fyrir
ráðherranefndina. Af fimm
sviðum sem rannsóknin be
þ.e. skólum, stjórnsýslu, fjö
háskólastarfi og vísindum
vinnulífi, væri ástæða til
mestar áhyggjur af tveimu
nefndu sviðunum, einku
varðaði tæknigreinar. Í sér
hugun sem gerð var á star
lenskrar erfðagreiningar
komið í ljós að enska væri j
uð þegar einn hinna 80
starfsmanna fyrirtækisins
staddur, og stundum grip
ingarnir til ensku í samræð
milli sem krefðust vísindal
kvæmni. Dró Kristján þá á
hér mætti lýsa umdæmisv
lenskunnar í hnotskurn,
gripið væri til ensku þega
orð vantaði.
Kristján sagði kostina s
við í þróun íslenskunnar á 2
um. Alþjóðlegur skilningur á gildi
þess að standa vörð um tungumál til
að varðveita menningarlega fjöl-
breytni er meiri en nokkru sinni og
við Íslendingar eigum að nýta okkur
tækifærin sem í því felast,“ sagði
Björn Bjarnason menntamálaráð-
herra.
Ari Arnalds formaður verkefnis-
stjórnar um tungutækni hélt því-
næst erindi sem hann nefndi:
Tæknimenn, tungan og tækni. Gerði
Ari grein fyrir verkefni um tungu-
tækni sem unnið er á vegum
menntamálaráðuneytisins og hefur
það markmið að tryggja, með nýt-
ingu tungutækni, að íslenskan verði
áfram lifandi tungumál íslensku
þjóðarinnar í upplýsinga- og þekk-
ingarsamfélagi 21. aldarinnar.
Sem dæmi um tungutækni nefndi
Ari smíði ýmiss konar forrita er lúta
að sambúð tungumáls og tölvu-
tækni, s.s. gerð talgervla og forrita
er nema talað mál og gerð vélrænna
þýðinga er felast í því að hugbún-
aður tekur við texta á einu tungu-
máli og skilar honum á öðru. Þannig
er verkefnisstjórn um tungutækni
ætlað að stuðla að því að til verði
nauðsynleg tungutækni verkfæri
fyrir þann tæknibúnað sem notaður
verður í daglegu lífi og starfi á Ís-
landi, að skapa grundvöll fyrir
tungutækniiðnað á Íslandi og út-
flutning íslenskrar iðnaðarfram-
leiðslu og þekkingar í tungutækni.
Varðandi þær leiðir sem hafnar
væru til markvissrar uppbyggingar
tungutækniiðnaðar á Íslandi nefndi
Ari undirbúning að meistaranámi í
tungutækni við Háskóla Íslands og
styrkveitingu menntamálaráðu-
neytis til að örva þróun og fram-
leiðslu tungutækniverkfæra. Hvatti
Ari að lokum þá sem vildu fræðast
meira um tungutækniverkefni
menntamálaráðuneytisins að kynna
sér vef verkefnisins, www.tungu-
taekni.is.
Framtíð tungumálakennslu
Í fyrirlestrinum „Að tala tungum“
ræddi Auður Hauksdóttir lektor í
dönsku við Háskóla Íslands um
þekkingu Íslendinga á erlendum
málum. Benti hún á að taka yrði tillit
til fjölmargra þátt við ákvörðun þess
hvaða tungumál yrðu kennsluskyld í
íslensku skólakerfi í framtíðinni.
Þannig yrði að tryggja aðgengi ís-
lenskra námsmanna að öðrum er-
lendum háskólum með því að hlúa að
tungumálakennslu en stofnun
„Tungan er ekki s
ur, heldur lifand
Morgunblaðið/J
Guðlaugur Björgvinsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, af
Finni Friðrikssyni, doktorsnema í málvísindum við Gautabor
skóla, verkefnastyrk Mjólkursamsölunnar á málræktarþin
Á málræktarþingi
sem haldið var í
Hafnarfirði á laug-
ardaginn var rætt
um stöðu íslensk-
unnar á evrópsku
tungumálaári og
framtíðarstefna í ís-
lenskri málrækt
vegin og metin.
Heiða Jóhanns-
dóttir hlýddi á mál
manna á þinginu.
’ Verði teknir hérupp erlendir mál-
staðlar verður Ís-
land jaðarsvæði án
miðju. ‘
NÚTÍMALEG STJÓRNSÝSLA
Það var að frumkvæði Árna M.Mathiesen, sjávarútvegsráð-herra, sem haldið var sérstakt
fyrirspurnarþing um stofnstærðarmat
þorskstofnsins á föstudag og laugar-
dag. Á þinginu var meðal annars rætt
um og deilt um aðferðir Hafrann-
sóknastofnunar við stofnstærðarmatið
og ólík sjónarmið voru reifuð um hvort
auka beri sókn í smáþorsk til upp-
byggingar stofnsins eða hvort halda
eigi áfram á þeirri braut að friða ókyn-
þroska fisk. Sjávarútvegsráðherra,
Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Haf-
rannsóknastofnunar og bandaríski
vísindamaðurinn Andrew Rosenberg
lýstu allir þeirri skoðun sinni á þinginu
að of mikið veiðiálag væri skýringin á
slakri stöðu þorsksins og vísuðu á bug
kenningum um grisjun á fiskistofnum
til að auka afrakstur þeirra.
Fyrr í haust gekkst Hafrannsókna-
stofnun fyrir fundaröð um haf- og
fiskirannsóknir og ráðgjöf stofnunar-
innar í bæjar- og sveitarfélögum við
sjávarsíðuna.
Forsvarsmenn Hafrannsóknastofn-
unar greindu frá því við upphaf funda-
raðarinnar snemma í októbermánuði,
að tilgangur hennar væri að styrkja
tengsl stofnunarinnar við þá sem
vinna við sjávarútveg, útskýra eðli
rannsókna, niðurstöður og ráðgjöf
stofnunarinnar. Jafnframt gáfu þeir
til kynna að ekki væri síður nauðsyn-
legt að vera í lifandi sambandi við þá
sem sækja sjóinn, svo virkja mætti
þekkingu þeirra í fiskirannsóknum.
Hér hafa Árni Mathiesen, sjávarút-
vegsráðherra, ráðuneyti hans og Haf-
rannsóknastofnun, sem einnig heyrir
undir sjávarútvegsráðherra, bryddað
upp á nýjung, sem ber að fagna og
virða. Vinnubrögð sem þessi bera vott
um nútímalega og lýðræðislega stjórn-
sýslu, sem hvetja ber til á sem flestum
sviðum og mætti verða öðrum til eftir-
breytni.
Á undanförnum vikum hafa birst
frásagnir hér í Morgunblaðinu frá
nokkuð mörgum fundanna sem Haf-
rannsóknastofnun efndi til. Ef marka
má frásagnir af þessum fundum, hafa
þeir verið mjög vel sóttir, umræðan
verið lífleg og málefnaleg og að
nokkru marki einnig upplýsandi.
Auðvitað er það svo, og kom skýrt
fram, bæði á fundum Hafró og fyrir-
spurnarþingi sjávarútvegsráðuneytis-
ins, að afstaða manna til aðferðafræði
stofnunarinnar við stofnstærðarmat
þorsksins, er mjög mismunandi og þar
takast á ólík sjónarmið, sem hvað eftir
annað hafa verið reifuð, án þess að
menn kæmust að sameiginlegri niður-
stöðu.
Það er í sjálfu sér hvorki aðalatriði
né nýnæmi, heldur hitt, hvernig staðið
er að því, af hálfu ofangreindra aðila,
að efna til frjórrar og málefnalegrar
umræðu um þessa undirstöðu-
atvinnugrein Íslendinga, sjávarútveg-
inn, fiskirannsóknir, verndun og upp-
byggingu þorskstofnsins.
Þessi háttur leiðir þá saman, sem
starfa í atvinnugreininni, sjómenn, út-
gerðarmenn og fiskvinnslufólk, svo og
þá sem hafa áhuga á atvinnugreininni
og vilja taka þátt í umræðum um hana.
Á slíkum vettvangi, þar sem saman
eru komnir þeir sem atvinnugreinina
stunda og þeir sem eru sérfróðir um
fræði greinarinnar, gefst tækifæri til
umræðna og skoðanaskipta, sem hlýt-
ur að efla sambandið og treysta sam-
starfið á milli vísindamannanna og at-
vinnugreinarinnar og stuðla að því að
sambandið verði gagnvirkara en það
hefur oft reynst vera. Það er markmið
sem eðlilegt og rétt er að stefna að.
SKIPULAG Í SKUGGAHVERFI
Stundum skilar barátta einstaklingavið kerfið árangri. Dæmi um slíkt
má sjá í nýrri tillögu að deiliskipulagi
Skuggahverfis, sem fjallað var um í
Morgunblaðinu sl. laugardag, og á að
kynna fyrir íbúum hverfisins á næst-
unni.
Í apríl og maí sl. voru kynnt áform
borgaryfirvalda um að rífa 40 hús í
Skuggahverfi til að rýma fyrir ný-
byggingum. Augljóslega voru gerð
mistök í samskiptum við íbúa hverf-
isins í þessu máli, enda bundust þeir
samtökum og mótmæltu harðlega
áformum um að rífa eða flytja húsin
þeirra án þess að þeir væru spurðir
álits.
Í greinum og viðtölum hér í blaðinu
líktu sumir íbúa Skuggahverfis þessu
við að þeir byggju á hamfarasvæði og
fengju engu ráðið um framvindu mála.
Aðrir bentu á að þótt hverfið þyrfti
vissulega upplyftingu hefði það verið í
talsverðri uppbyggingu undanfarin ár
með því að fólk hefði keypt þar hús-
eignir og gert upp. Sumt þetta fólk
fékk hins vegar að vita að erfiði þess
væri unnið fyrir gýg; húsið sem það
hefði lagt vinnu í að gera upp væri fyr-
ir nýju skipulagi og ætti að víkja.
Nú virðist ljóst, af þeirri tillögu sem
lögð hefur verið fram, að tekið hafi
verið mark á mótmælum og gagnrýni
íbúanna að verulegu leyti. Tillagan
virðist jafnframt í mun betra samræmi
við áherzlu borgarstjórnarmeirihlut-
ans á vernd eldri hverfa borgarinnar
en fyrri áform.
Fram kemur í viðtali við einn af
hönnuðum tillögunnar, Ögmund
Skarphéðinsson arkitekt, hér í blaðinu
á laugardag að nú er lögð meiri áherzla
á að varðveita það byggðarmynztur,
sem fyrir er á svæðinu, m.a. með því að
láta Vatnsstíginn halda sér í stað þess
að flytja götuna. „Það verður ekki eitt
einasta hús fjarlægt, rifið eða flutt
nema eigendur séu sammála því og það
verður ekki farið í neina eignaupptöku
eða slíkt,“ segir Ögmundur. Einnig
kemur fram að það er eigendum húsa í
hverfinu í sjálfsvald sett hver verða ör-
lög þeirra: „Þeir sem vilja taka þarna
þátt í uppbyggingu geta gert það og
þeir sem vilja það ekki ráða því þá.
Þannig að á endanum getur þetta leitt
til þess að þeir sem eiga þarna eldri
hús kjósi að fjarlægja þau eða flytja og
byggja ný hús á lóðunum og þá er þeim
möguleika haldið opnum. Það er þá al-
gerlega ákvörðun íbúanna sjálfra.“
Gangi þetta eftir er það augljóslega
mun þekkilegri framkoma við íbúa
Skuggahverfis og vilja þeirra í málinu
en áður stefndi í. Íbúarnir eiga eftir að
segja sitt álit á skipulagstillögunni, en
svo virðist sem hún geri ráð fyrir að
hverfið geti gengið í nauðsynlega end-
urnýjun lífdaga með þátttöku og sam-
vinnu núverandi íbúa þess og án þess
að fótunum sé kippt undan framtíðar-
áformum fólks.