Morgunblaðið - 20.11.2001, Síða 34

Morgunblaðið - 20.11.2001, Síða 34
UMRÆÐAN 34 ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ S æl góða og gott að vita af þér í öruggri höfn, fjarri holskeflum bóka- tíðarinnar. Vonandi saknarðu einskis enda einskis að sakna, bara þessi vana- lega rómantík sem heltekur menn á þessum tíma. Déskotans róm- antíkin ætlar ekki að láta undan á þessu landi, eins og Jónas sé gróinn inn í sálarlífið – Huldukon- an kallar og öll þjóðin svarar: Skáld er eg ei, og heldur svo áfram að yrkja eitthvað ljóðrænt og flott, og eddurnar gleypa við því, þessar ömmur íslenskra bók- mennta, allar ættaðar úr nítjándu öldinni, hrörlegar og þrautpíndar af þessu eilífa stagli sem Guðbergur segir réttilega að hafi tekið við af stuðl- unum, ljóð- rænt stagl, staglrænt ljóð. Þetta er ljóðrænt og andríkt, sagði gamla skáldið við það unga, eins og þú manst, ljóðrænt og flott eins og hjá Jónasi. Sjónasl, sagði ungskáldið og lagði handritið á hilluna. Þessi rómantík er að drepa mig. Hún er að drepa ís- lenskar bókmenntir úr hátíðleika og það veit ungskáldið jafnvel og þú – ef það er ljóðrænt og flott er best að farga því. Býst þess vegna við að þú munir farga þessum bálki sem þú sagðir mér frá – mel- ankólía um turkisblátt haf og köld hús er glæpsamlegur kveðskapur nú um stundir; gefð’ann djúpinu áður en þú kemur. En þetta geta auðvitað ekki öll skáld vitað. Þess vegna er enn ort um vorið sem vaknar og laufin sem falla, fjöllin og fossana, tung- una, hetjurnar og vitundina sem ekkert hefur breyst í þúsund ár, þúsund ára vit-und, blá eins og landið. Þess vegna eru enn ort ljóð eins og Jónas gerði fyrir meira en 150 árum, nema Steinn sem var síðasta stráið í þessu bókmennta- lega dalverpi: „Skáld er ég ei, og innblástrunum fækkar, / andagift minni er löngum þungt um vik. / Mun ég þó yrkja, meðan krónan lækkar / og mæddur bóndi nær sér ögn á strik.“ Og það er kannski eðlilegt að Jónas sé annars enn í öllu því menn vilja sín ljóð og ljóð eiga að hafa líkingar og myndhvörf og samþjöppun í máli, eins og gagn- rýnandi DV segir í dómi um nýja ljóðabók Guðbergs, Stíga, í gær. Ljóð Guðbergs eru öðruvísi og því ekki ljóð, þau hafa ekki líkingar og myndhverfingar né heldur stuttar línur. Þau eru margorð og oft í löngum línum og lýsa hugmyndum og kennisetningum eða upplif- unum. Að mati gagnrýnandans eru þetta því textar eða hugleið- ingar, ekki ljóð. Gott og vel. Ef það eru textar eða hugleiðingar eru það að minnsta kosti góðir textar og góðar hugleiðingar, á köflum hreinasta afbragð. Og þarf þá ekki að kalla það ljóð frekar en hvað annað. Nei mín kæra, íslensk bók- menntaumræða á í sinni venjulegu kreppu og ég vildi að ég væri aftur kominn þarna suður eftir til þess- arar þjóðar sem var eins og öll á þermistiginu og aftansöngurinn var eina ljóðið sem máli skipti, svo heilnæmt og hljómmikið: „Menjar be i cagar fort / I no tingues por de la mort.“ En hér sit ég og get ekki annað, skemmti mér þó reglulega við að tala um póstmódernisma sem aldrei hefur farið jafnmikið í taug- arnar á hinum menntuðu og ein- mitt nú. Það er þessi kvíði sem leggst á fólkið þegar orðið er nefnt sem ég skemmti mér yfir, andlit aflagast og hendur skjálfa og yfir mann dynja hefðbundin mótmæli en á þeim kunna fleiri skil nú en umræðuefninu sjálfu: Þetta er vonlaus afstæðishyggja, segja þau, tómhyggja og blaðurhyggja, sem mér þykir nú vænst um því ég á svo erfitt með að blaðra, eins og þú veist, nema þá við sjálfan mig og póstinn. Og svo eru það enda- lokaspámennirnir sem allir upp- lifðu dauða þessa leiðinda-isma einhvern tímann á sjöunda ef ekki sjötta áratugnum og segja að það sé auðvitað enginn að tala um þetta nema í kuldanum og myrkr- inu hér uppi á Fróni. Þetta fólk hefur ekki farið í bókabúð nýlega. Ég hef aldrei skilið hvers vegna það má ekki tala um þessa fortíð hér heima eins og hverja aðra for- tíð, því ekki hefur hún minna að segja um það hvernig hlutirnir eru í dag en til að mynda módernism- inn sem allir hafa talað sig tóma um. Og hvað hefur svo sem breyst. Það eina sem hefur breyst frá því að Pynchon og DeLillo og Lyot- ard, Foucault og Baudrillard skrifuðu þessi erkipóstmódern- ísku verk sín er að sögur þeirra og kenningar hafa nú orðið að veru- leika. Þess vegna vilja sumir tala um póst-póstmódernisma, en hvers vegna þetta stagl? En hvað er ég að þreyta þig með þessu hjali, þú verður að af- saka en öll rómantíkin orsakar jöt- unlegt húmorsleysi, eins og þú þekkir af umræðunni. Hafðu samt ekki áhyggjur, hér mun ekkert gerast því menn trúa enn á Hegel og bíða eftir andanum. Þetta er auðvitað geggjun en kerfið þarf sitt markmið, sitt yfirskin svo allir haldi ró. Kannski þeir tali sig í hel og þá loks getum við kvatt þessa rómantík. Far vel. Vona að þú hafir það gott í suðr- inu sæla, laus við alla þessa ömm- urómantík. Það er mesta lygin að skáld verði til úr ömmum, hvað heldurðu að ömmur séu alltaf að blaðra við börnin, segja þeim bara að þegja og haga sér skikkanlega, eða gefa þeim brjóstsykur og kók, ef ekki Mars og Snikkers, eða eitt- hvað annað sem alls ekki er ömmulegt, og heldurðu svosem að þær hafi gert þetta öðruvísi fyrir hundrað árum, skamm og svei og pönnsur kannski eða slátur, hver verður bókmenntamaður á því, eða skáld. Nei, þú skalt bara halda þínu striki og hugsa ekki um róm- antíkina í gömlu skáldunum sem allt er að drepa, ekki ljóðrænu eða andríki, ekki þessa upphöfnu feg- urð sem hefur fyllt íslenska menn- ingu af svo miklu lofti að hún hef- ur aldrei náð að tylla niður tánni. Og hananú. Bréf til skálds Déskotans rómantíkin ætlar ekki að láta undan á þessu landi, eins og Jónas sé gróinn inn í sálarlífið – Huldukonan kallar og öll þjóðin svarar: Skáld er eg ei, og heldur svo áfram að yrkja eitthvað ljóðrænt og flott. VIÐHORF Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is STRÍÐIÐ um fisk- veiðistjórnina er nú skollið á fyrir alvöru. Þá rennur allt í einu upp fyrir manni, að rökræða á ekki við, því að þetta stríð er ekki háð í raunheimi. Það fer allt fram í Undra- landi. Hann Árni upp- lýsti landsfund Sjálf- stæðisflokksins um, að kvótakerfið hefði reynst vel. Sú yfirlýs- ing stenst hvergi nema í Undralandi, því að á tíma kvótakerfisins hefur afrakstur af botnfiskveiðum við Ís- land helmingast eða svo í magni. Ætli skuldir útgerðar og fiskvinnslu hafi ekki tvöfaldast á sama tíma? Árni í Undralandi hefur líka þess- ar vikurnar komið veiðum margra smábáta svo kænlega fyrir, að þeim er ekki aðeins fyrirmunað að veiða fiskinn, sem þeim er bannað að veiða, heldur líka fiskinn, sem þeim er leyft að veiða! Þetta gerði hann með því að kvótasetja löngu, keilu og skötusel án þess að setja í leiðinni réttar reglugerðir, sem upplýsa þessar fisktegundir um hvaða króka þær mega bíta á og hverja ekki. En Árni í Undralandi er ekki einn valdur að þessu vandamáli, því að í Undralandi gerast undraverðir hlutir eins og vænta má. Fyllist ekki allur sjór fyr- ir vestan, norðan, inn um alla firði og austur fyrir Langanes slíkri mergð af ýsu, að elstu sjómenn hafa ekki kynnst öðru eins. Þessi ýsa hlýtur að mestu leyti að vera afturgengin, því að hún átti mestan part ekki að vera til skv. reiknilíkönum Hafró. Þetta er eitt af því forvitnilega, sem gerist í Undralandi, og síst af öllu kemur til álita að veiða þessa ýsu. Í því landi er það orðið viðtekið, að fisk skuli frek- ar friða en veiða, jafnvel þótt mikið sé af honum, enda gæti reiknings- haldið hjá Hafró ruglast, ef þar kæmi fram fiskur, sem ekki er til. Almennt á Hafró vel heima í Undralandi. Hvergi nema þar þætti svosem ekkert umtals- vert að týna ár eftir ár hundruðum þúsunda tonna af þorski og segja til skýringar aft- ur og aftur, að mæling- in í fyrra hafi verið öll í plati, en mælingin í ár sé fín. Undraland er að sjálfsögðu hluti af þjóð- sagnaveröld lands- manna, svo þorskurinn bara hverfur, rétt eins og þegar huldukona gengur inn í klett. Meirihluti LÍÚ í sáttanefndinni um auðlindir Undra- lands í hafinu lék sitt forritaða hlut- verk í stríðinu eins og umbjóðend- urnir ætluðust til. Hún vill að nafninu á þróunarsjóðsgjöldum út- gerðarinnar verði breytt í „veiði- leyfagjald“ með óverulegum viðbót- um. Þá steytir LÍÚ görn skv. handritinu, en Morgunblaðið hrópar húrra fyrir viðleitninni til að nálgast stefnu blaðsins. LÍÚ ryðst svo fram og fær mikla umfjöllun í fjölmiðlum um útreikninga á því hvernig deila má byrðum landsbyggðarinnar af veiðileyfagjaldi á íbúafjölda hinna ýmsu sjávarbyggða. Það upphlaup átti vel heima í Undralandsstríðinu, því að röksemdafærslan varð ekki skilin öðruvísi en að sjávarbyggðirn- ar væru þeim mun betur settar sem þær hafa misst meira af kvótanum sínum og þær þá best, sem misst höfðu hann allan. Þær þyrftu ekkert að borga ríkinu, en þeim mun meira til sægreifanna, sem ekki sjá ástæðu til að gera út. Minnihlutarnir í sáttanefndinni tóku þátt í þessu Undralandsævin- týri, sennilega undir áhrifum kvóta- karla í sínum eigin röðum. Þeir buðu fram lausnir, sem ættu að gera eitt- hvert gagn eftir 30–50 ár, en án tillits til þess, sem gerast mundi fram að því. Þessi Undralandslausn er því af- ar vel við hæfi í svona Undralands- stríði, þar sem allt er í plati hvort eð er. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins komu fram hugmyndir um Undra- landslausnir í sama dúr, en voru stráfelldar. Í Undralandsstríðinu hefur allt þetta leitt til þess, að víglínurnar eru dregnar eins og kostirnir séu tveir – auðlindagjald eða „fyrningarleið“. Báðir kostirnir miðast í sönnum Undralandsstíl við það, að eitthvert vit sé í kvótasetningu með núgildandi aðferðum. Í Undralandi er kvótinn ákveðinn þannig, að Hafró gefur út, að veiðistofninn af þorski sé t.d. 1 milljón tonna. Með afar lærðum reiknikúnstum þýðir þetta, að með mismiklum prósentulíkum gæti þessi veiðistofn verið hvar sem er á bilinu 750–1.250 þús. tonn eða svo. Í Undralandi er litið fram hjá þessari óvissu og ákveðið að veiða 250 þús. tonn eins og stofninn sé milljón tonn, sem enginn veit hvort er rétt. Þeim, sem ekki eru innvígðir í veröld Undralands, er fyrirmunað að skilja, að það eigi að veiða jafnmikið af þorski, hvort sem veiðistofninn er 750 eða 1.250 þús. tonn. Þessi skort- ur á skilningi er þjóðsagnakyns, því að Hafró hefur alltaf talið, að þorsk- inn megi að skaðlausu geyma í sjón- um. Hinir óinnvígðu halda, að hann geti gengið í hamra eins og huldu- konan. Reynsla síðustu ára bendir til, að þá hafi aldeilis ótrúlegt magn af þorski gengið í hamra eða á ein- Er þetta ekki indælt stríð? Jón Sigurðsson Fiskveiðistjórnun Meðan við bíðum þess, sem verða vill, segir Jón Sigurðsson, tökum við hverri nýrri sögu úr Undralandi með fögnuði. HEILL og sæll, Jón Axel, og takk fyrir bréf- ið hér á síðum Morgun- blaðsins. Eitthvað hefur þú misskilið pistil minn undir nafninu Tónlist- arútvarp. Ég kallaði þig ekki neinum nöfnum í honum en ég notaði myndlíkingu sem var kannski ósmekkleg að þínu mati. Ég sagði línuritin ganga um í Armaní-jakkafötum, vaðandi kúbverskan vindlareyk. Ég býst ekki við að þú lítir á sjálfan þig sem línurit þótt svo mætti ætla af svari þínu. En ef þér hefur mislíkað það og þú tekið það til þín þá bið ég þig afsökunar. Og takk fyrir að benda mér á hrok- ann, þann lúmska skratta. Jú, víst er hann að finna innra með mér og ég er alltaf að glíma við hann með misjöfn- um árangri. Eitt langar mig að vita, Jón Axel. Hvert er hlutfall íslenskrar tónlistar í spilun á Bylgjunni? Getur verið að það sér um það bil 5 til 10 prósent? Og ef svo er, ertu stoltur af því? Ekki reyna að telja mér eða landsmönnum trú um að það hafi áhrif til hins verra á rekstur Bylgjunnar að þar sé spiluð íslensk tónlist. Þó hef ég heyrt að svo sé. Sala á íslenskri tón- list er um það bil 42 prósent af markaðnum. Hvers vegna er ekkert samræmi milli þess og spilunar íslenskrar tón- listar á Bylgjunni? Það væri klárlega í sam- ræmi við vilja íslenskra hlustenda og plötu- kaupenda að íslensk tónlist væri 42 prósent af spilaðri tónlist á Bylgjunni? Það er heldur ekki nóg að að setja íslensk lög í spil- un á kvöldin og nótt- unni, eins og þið gerðuð í fyrra eftir harða gagnrýni sem þið fenguð á ykkur. Það var ekkert annað en bragð til að blekkja og geta sýnt að hlutfall ís- lenskar tónlistar væri hærra á Bylgj- unni. En á þeim tímum sem Bylgjan hefur hvað mesta hlustun var ekki svo mikla breytingu að heyra. Hvernig stendur á því að útvarps- stöð sem vill láta taka sig alvarlega afneitar íslenskri tónlist eins og Bylgjan klárlega gerir. Ég veit að þið þurfið að selja auglýsingar, eðlilega. Og ég veit að línuritin sýna árangur, en hvar er stoltið? Ef stoltið nær bara til þess að þið seljið auglýsingar er illa komið fyrir ykkur og það er heldur ekki nóg að auka aðeins spilun í desember til að róa plötufyrirtæki Norðurljósa og önnur plötufyrirtæki. Málið er að um leið og plötuvertíð lýkur, ef þið þá hafið spilað eitthvað meira, þá fallið þið í sama farið. Ís- lensk tónlist er ekki boðleg á Bylgj- unni. Mín skoðun og flestra annarra ís- lenskra tónlistarmanna, sem ég hef talað við, er sú að Bylgjan afneiti ís- lenskri tónlist og, kæri minn, ég er ekki að fara fram á að mín tónlist sé spiluð á Bylgjunni, þó svo hafi verið í byrjun. Ég meira segja gekk svo langt að tala við toppinn í fyrirtækinu og kvarta. En meðan á því ströggli stóð uppgötvaði ég að úr því að starfsmenn Bylgjunnar, og þú veist við hverja er átt, töluðu um að gít- arinn væri of bjagaður í þessu eða hinu laginu til þess að hann hentaði spilunarlista Bylgjunnar, þá væri Bubbi Morthens Útvarp Mín skoðun og flestra annarra íslenskra tónlistarmanna, sem ég hef talað við, er sú, segir Bubbi Morthens, að Bylgjan afneiti íslenskri tónlist. Íslensk tónlist – það er málið, Jón!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.