Morgunblaðið - 20.11.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.11.2001, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2001 35 f y n d n a r b æ k u r „Sagan er vel upp byggð, rennur hratt og örugglega ... Bók þessi er hin besta gleðipilla í skammdeginu.“ Kristín Heiða Kristinsdóttir, strik.is „... glæsileg frumraun, mjög skemmtileg lesning.“ Páll Baldvin Baldvinsson, Stöð tvö „Þarna er geggjað hugmyndaflug á ferðinni ... Adda Ísabella er dásamleg, snarklikkuð, en maður nauðaþekkir hana. Þessi bók er meinfyndin og frábærlega kaldhæðnisleg. Ég hló oft upphátt ...“ Edda Björgvinsdóttir leikari s a l k a f o r l a g . i s Sjávarútvegsráðherrann hefur all- ar götur frá því að auðlindanefnd skil- aði af sér fyrir ári síðan reynt að halda eftirfarandi útskýringu á niðurstöðu nefndarinnar að þjóðinni: 1. Nefndin hafi skilað tillögu að tveim jafngildum leiðum, veiðigjaldsleið og fyrningarleið. 2. Nefndin hafi verið einhuga um veiðigjaldsleiðina. 3. Skiptar skoðanir hafi verið um fyrningarleiðina og tveir nefndar- menn hafi lýst yfir fullri andstöðu við hana með bókun. Þetta eru óvenju ósvífnar blekking- ar í afar mikilvægu máli og engum ráðherra sæmandi. En þessu hefur ráðherrann hamrað á og ofan í kaupið hefur hann vænt þá sem hafa haldið fyrningarleiðinni fram um óheilindi í starfi endurskoðunarnefndarinnar sem nýlega skilaði sinni niðurstöðu og að þeir hafi eyðilagt sáttastarf í þeirri nefnd með því að hlaupa frá frá nið- urstöðum auðlindanefndarinnar. Staðreyndir málsins Þeir sem sátu í auðlindanefnd voru níu. Þeir hafa ekki allir tjáð sig um niðurstöðu nefndarinnar frá því að hún kom fram. Afstaða nokkurra þeirra hefur þó komið fram opinber- lega. Í umræðum á Alþingi fyrir nokkr- um dögum gerðu Svan- fríður Jónasdóttir og Lúðvík Bergvinsson sem sátu bæði í nefnd- inni mjög skíra grein fyrir skoðunum sínum á niðurstöðu hennar. Það hafa þau gert áður og fyrir liggur að Margrét Frímannsdóttir sem átti einnig sæti í nefndinni er sama sinnis. Þau staðfestu í þess- um umræðum að það hafi verið skilningur nefndarmanna að al- mennur fyrirvari sem fram kemur í skýrsl- unni, en hann gerir grein fyrir því að nokkrir nefndarmenn geti einungis sætt sig við aðra leiðina, hefði átt að tryggja að allir nefndar- menn gætu skrifað undir skýrsluna. Þau írekuðu þann skilning sinn að að- alniðurstaða nefndarstarfsins var að fara ætti fyrningarleið og að setja ætti nýtingu þessarar auðlindar í venjulegt viðskiptaumhverfi, þ.e. að leigumarkaður sem allir útgerðar- menn hefðu jafnan aðgang að leysti úr því hverjir fái að nýta auðlindina. Þetta er algerlega hliðstæð niður- staða við þá sem nefndin komst að við umfjöllun um allar aðrar auðlindir í þjóðareign. Eiríkur Tómasson, sem átti sæti í nefndinni fyrir Framsóknarflokkinn, lýsti því yfir á ráð- stefnu um auðlindir Ís- lands í Háskólanum 13. þessa mánaðar að hann væri fylgjandi fyrning- arleið. Þeir Ari Edvald og Guðjón Hjörleifsson sem vildu fara veiði- gjaldsleið sættu sig ekki við fyrrnefndan fyrirvara og gerðu sér- bókun um að þeir gætu einungis sætt sig við veiðigjaldsleið. Þetta eru þær stað- reyndir málsins sem staðfestar hafa verið opinberlega. Fjórir sem vilja fyrningarleið og tveir sem vilja veiði- gjaldsleið. Sex af níu vildu fyrningarleið Undirritaður telur sig hafa fulla vissu fyrir því að sex af níu nefnd- armönnum auðlindanefndar aðhyllist fyrningarleið og að þeir hafi talið að hinn almenni fyrirvari sem var í álit- inu gerði þeim fært að skrifa undir þó báðar leiðirnar væru settar þar fram. Það væri svo verkefni stjórnmála- manna að vinna úr niðurstöðum nefndarinnar. Sjávarútvegsráðherra er örugglega kunnugt um að fyrning- arleiðin hafði yfirburðastuðning í nefndinni. Ráðherrann sýnir því póli- tíska óbilgirni af versta tagi og óheið- arlegan málflutning með því að væna menn um að standa ekki við eitthvert samkomulag sem einungis hefur orð- ið til í hans eigin hugarheimi. Fullyrð- ingar ráðherrans sem ég kom að í upphafi eru því alrangar. Það er hins vegar orðið alveg ljóst af gangi mála frá því að auðlindanefnd skilaði af sér að veiðigjaldsleiðin sem ráðherrann talar fyrir hefur orðið til í bakher- bergjum stjórnarflokkanna og sáttin sem talað var um átti að felast í því að aðrir sættu sig við þá niðurstöðu sem þeir Davíð og Halldór komust að. Að væna þá um svik og að hlaupa frá samkomulagi sem ekki segja já og amen við slíkum vinnubrögðum er ekki sæmandi neinum stjórnmála- manni. Jóhann Ársælsson Auðlindanefnd Þetta eru óvenju ósvífnar blekkingar í afar mikilvægu máli, segir Jóhann Ársæls- son, og engum ráðherra sæmandi. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. Sannleikurinn og sjávarútvegsráðherrann hvern stað, sem er ígildi þess. Annað, sem þvælist fyrir hinum óinnvígðu í þessu Undralandsstríði, er, að þorskkvótanum skuli úthlutað í einu lagi eins og þorskstofninn sé einn. Það hlýtur að vera svo í Undra- landi. Í landi okkar hinna liggur fræðilega fyrir í doktorsverkefni ungrar vísindakonu, sem rannsakaði þorskinn sunnanlands, að svo er ekki, jafnvel þar. Önnur vísindakona hjá Hafró hefur sýnt fram á marga staðbundna hrygningarstofna þorsks víðsvegar kringum landið. Þessi þekking er ekki til í Undra- landi. Loks loka Undralandsmenn aug- unum fyrir því, að þeir vita ekki hversu stórir veiðistofnar fiskteg- unda við Ísland eru. Auðvitað á að nýta veiðiaðferðir, sem gefa afla eftir því hversu fiskgengd er mikil, og láta heildarafla að miklu leyti ráðast af því. Kvótasetning í tonnum stenst ekki rökhugsun við núverandi þekk- ingarstig. Togveiðiskipin finna fisk með hátæknibúnaði þar sem hann er og sópa honum upp. Línuveiðar strandveiðiflotans ná fiskinum því aðeins, að hann sé ekki í nægu æti og þess vegna ekki í góðum vexti. Þegar fiskurinn er í góðu æti og þar með í góðum vexti tekur hann illa eða alls ekki línuna. Undralandsliðið skilur ekki, að línuveiðar gefa náttúrunni færi á að verja sig, sem togveiðar gera ekki. Fiskvernd kallar því eftir forgangi krókaveiða umfram tog- veiðar. Niðurstaða landsfundar Sjálf- stæðisflokksins um þessi efni reynd- ist öll í Undralandi, þar sem engin skynsemi og engin rök ná til vörslu sérhagsmuna stóru útgerðarfyrir- tækjanna í landinu. Þar sást þeim Undralandsmönnum yfir, að útgerð- in er rekin í raunheimum, en ekki í Undralandi þar sem kvótakaup á ruglverði og skuldasöfnun er hag- ræðing. Fyrir þá, sem kjósa að heyja sín stríð og verja hagsmuni innan landamæra Undralands, mun árang- urinn blasa við fyrr en síðar. Áfallið mun lenda á lánastofnunum, hluthöf- um og þjóðinni allri. Hún er þegar farin að greiða reikninginn með stór- felldu gengisfalli. Meðan við bíðum þess, sem verða vill tökum við hverri nýrri sögu úr Undralandi með fögnuði. Okkur þyk- ir þetta svo indælt stríð, eða hvað? Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri. EITT af hlutverkum foreldra er að gera börn sín það sjálfbjarga að þau geti haldið af stað út í lífið og tekið þar virkan þátt. Þetta á þó ekki við alla foreldra. Þeir for- eldrar sem eignast fötl- uð börn þurfa oft að horfast í augu við annan veruleika. Oftast þarf annað foreldrið, eftir lögbundið fæðingaror- lof, að hverfa út af vinnumarkaði. Þetta er nauðsynlegt til þess að hægt sé að veita barninu þá umönnun og stuðning sem fatlaðir þurfa á að halda eins og sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og talþjálfun. Þannig líða árin og eftir leikskóla með stuðningi er farið í sér- skólann, eða í almennan grunnskóla með frekari stuðningi. Síðan eiga fatl- aðir rétt á fjögurra ára námi við fram- haldsskóla. En hvað tekur svo við hjá foreldrum fatlaðra þegar þessu fram- haldsnámi er lokið? Þótt fatlaðir ein- staklingar dvelji oftast lengur í for- eldrahúsum en aðrir kemur að því í lífi þeirra eins og annarra að fara að heiman. Það kemur því oftast í hlut foreldra þeirra að leita að framtíðar- heimili fyrir þau. En hver eru búsetuúræði þessa fólks? Möguleikarnir eru sambýli, leiguíbúðir, áfangastaðir eða vist- heimili. Fram að þessu hefur ekki verið hægt að veita öllum þeim fötl- uðu einstaklingum sem þurft hafa bú- setuúrræði lausn sinna mála. Því hafa myndast langir biðlistar. Nú bíður 201 einstaklingur lausnar sinna mála í Reykjavík og á Reykjanesi. Eðlilegt væri að halda að á þeim ár- um sem uppgangur hefur verið á öll- um sviðum samfélagsins hefði þess- um biðlistum verið eytt. En því miður hefur það ekki verið raunin. Biðlist- arnir lengjast ár frá ári. Tvisvar frá árinu 1998 hefur félagsmála- ráðherra sett á fót nefndir sem farið hafa yfir hvernig hægt væri að eyða þessum biðlist- um. Athugað hefur ver- ið hversu margir voru á listunum og hversu mikið fjármagn þyrfti til að eyða þeim. Einnig var sett á stofn ein nefndin enn til þess að athuga hversu mikið það kostaði ríkið að flytja málaflokk fatl- aðra yfir til sveitarfé- laganna. Í þeirri nefnd var líka athugað hversu mikið það kostaði að eyða þessum biðlistum. Þrátt fyrir að í þessum nefndum sæti meira eða minna sama fólkið komst það að mismunandi niðurstöðu. Það var niðurstaða seinni biðlistanefndar- innar, sem skilaði af sér í september árið 2000, að það þyrfti 96 milljóna króna rekstrarfjárframlag á ári næstu fimm árin auk 1 milljarðs króna í stofnkostnað til að eyða bið- listunum og að á biðlistum væru 175 einstaklingar. Í þessari skýrslu kemur meðal ann- ars fram að fötluð börn með umönn- unarmat voru 733 í lok árs 1999. Það er að meðaltali 46 börn í árgangi. Þau börn sem eru mest fötluð eru 377 og gera má ráð fyrir að þau þurfi umtals- verðan stuðning til búsetu á fullorð- insárum. Þetta er aðeins hluti af þeim hópi sem þarf búsetuúrræði á næstu árum. Á fjárlögum fyrir árið 2002 er gert ráð fyrir 23 milljónum til að reka tvö ný sambýli seinnihluta ársins 2002. Fjárframlög til rekstrar samkvæmt frumvarpinu duga til þess að reka hvort heimili fyrir sig í þrjá mánuði. Þetta leysir vanda tólf einstaklinga. Samkvæmt báðum skýrslum bið- listanefnda er gert ráð fyrir að fleiri bætist á biðlistann á hverju ári. Ef fram heldur sem horfir halda biðlistarnir áfram að lengjast. Evr- ópuár fatlaðra er árið 2003. Er það ekki eðlileg og sanngjörn krafa að stjórnvöld breyti forgangsröð sinni og leysi þetta brýna réttindamál þeirra sem minnst mega sín í sam- félaginu? 201 á biðlista Anna Kristinsdóttir Fatlaðir Ef fram heldur sem horfir, segir Anna Kristinsdóttir, halda biðlistarnir áfram að lengjast. Höfundur er formaður foreldrasamtaka fatlaðra. þetta ekki bara ég, heldur þorri ís- lenskra tónlistarmanna sem liði fyrir það að séníin á stöðinni vissu betur hvernig lög listamannanna áttu að hljóma til þess að þau gætu fengið spilun (fyrirgefðu hrokann!). Ég get sagt þér líka að ég hef talað við starfsmann, sem að vísu starfar ekki lengur hjá ykkur, en hann sagði mér að hann hefði fengið tiltal fyrir að spila tónlist mína, hvort sem þú trúir því eða ekki. Formatið sem þið notið til að setja upp spilunarkerfi ykkar er erlent og byggist á allt öðrum forsendum en ís- lenskum aðstæðum. Íslenskur tón- listarmarkaður er ekki svo stöndug- ur að hann þoli að útvarpsstöð, sem víst hefur hlustun, afneiti honum á þann máta sem þú og þitt fólk gerir. Ég var að koma frá Svíþjóð, Finn- landi og Danmörku. Sænskum tón- listarmönnum er svo sannarlega gert hátt undir höfði, það veit ég af eigin reynslu. Það sama má segja um Dan- ina og Finnana. Ég var í útvarpsvið- tölum í hverju landi og spurði þá um hlutfall innlendrar tónlistar. Ég get sagt þér að ef hlutfallið væri jafnlágt þar og á Bylgjunni þá væri útvarps- leyfi viðkomandi stöðvar í hættu. Að lokum þá get ég ekki séð, þótt ég reyni með miðilshjálp að skilja þig, hvað edrúmennska mín kemur Bylgjunni eða Rás 2 við. En ég skal glaður ganga til samstarfs við þig og stöðina, ekki bara til þess að útgáfu- fyrirtæki mitt fái peninga til baka og hlustendur fái eitthvað fyrir sinn pening, heldur til þess að íslensk tón- list njóti sannmælis, hvort sem það er rokk, popp, klassík eða pönk, og verði spiluð á Bylgjunni. Bestu vinarkveðjur. Höfundur er tónlistarmaður. stretch- gallabuxur Kringlunni, sími 588 1680 v/Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680. iðunn tískuverslun 3 skálmalengdir RIFJÁRN PIPAR OG SALT Klapparstíg 44  Sími 562 3614 Rifjárn fyrir parmesan, hnetur, súkkulaði o.fl. Verð 1.495
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.