Morgunblaðið - 20.11.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.11.2001, Blaðsíða 36
Toppárangur með þakrennukerfi þakrennukerfi Fagm enns ka í fyrir rúmi BLIKKÁS EHF. SKEMMUVEGUR 36 200 KÓPAVOGUR SÍMI 557 2000 - FAX 557 4111 Söluaðilar um land allt UMRÆÐAN 36 ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ VIÐ Íslendingar eig- um ef til vill ekki mörg listaverk á alþjóðavísu, en þeim fer þó vissulega fjölgandi. Íslenskri kvikmyndalist vex stöð- ugt fiskur um hrygg og það hratt. Ein af ann- arri sjá þær dagsins ljós kvikmyndirnar, sem eiga fullt erindi á al- þjóðlegar kvikmynda- sýningar. Leikstjórar okkar íslenskir öðlast nafn erlendis, andlit og fas leikara okkar fá sess í huga leiklistargagn- rýnenda úti í heimi og smátt og smátt erum við að verða gjaldgeng á kvikmynda- sýningum erlendis. Við, lítil þjóðin, metum gjarnan frammistöðu okkar í samanburði við aðra og er það vissulega eðlilegt því að samanburðurinn hér heima er oft erfiður vegna einhæfni þeirra verka, sem unnt er að bera sig saman við. Það er því með sérstöku hugarfari að við förum á íslenskt bíó. Verður það fyndið og skemmtilegt, fræðandi, krefjandi, hrollvekjandi eða hvað? Það kemur í ljós. Ég fór með blendnum huga í bíó á fimmtudaginn var til að sjá mynd Er- lendar Sveinssonar um lokaár föður hans, Sveins Björnssonar málara. Hvernig ætlar handritshöfundur og leikstjóri að halda athygli bíógesta í næstum tvo tíma, þegar sagan fjallar um málara, sem kominn er á efri ár og lifir að mestu einn í af- skekktu húsi í Krýsuvík? Erlendur hefur að vísu oft áður komið á óvart með lifandi myndum af hversdagsleikanum á þann hátt að það gleymist seint, en sú ætlun son- arins að fylgja föðurnum eftir á síð- ustu árum ævinnar hlaut að vera erfitt verk í listrænum skilningi. En aldrei hefur Er- lendi tekist betur upp. Þráður myndarinnar, vitund söguhetjunnar um dauðann og trú hans á almættið, er spunninn saman á listilegan hátt við íslenska þrjósku og þolgæði við að koma sem mestu í verk áður en kallið kemur. Lista- maðurinn, málarinn, hefur þegar lifað tvö sérstök myndskeið sín og komist vel af við aðdáendur sína, en skynjar nú sterka þörf til að hefja list sína á enn annað stig og kúvenda í sköpun sinni. Það veldur aðdáendum hans vonbrigðum og honum sjálfum sársauka á sýningu í Kaupmanna- höfn, borginni, sem hafði hampað honum svo oft áður. Þau vonbrigði þvælast samt ekki fyrir honum stundinni lengur og hann heldur ótrauður áfram, helsjúkur, við að reyna að ljúka myndum við Pass- íusálmana og öðrum þeim verkum, sem hann á ólokið hér á jörðu. Það tekst með sérstökum hætti og áhorf- endum líður betur. Lokaatriðið um tilurð altaristöflu í Krýsuvíkurkirkju er bæði tilkomu- mikið og tilfinningaríkt. Þessi kvikmynd er listaverk í aug- um leikmanns, allt í senn, einlæg, sterk, hlý og sönn. Ást höfundar handritsins á söguhetjunni leynir sér ekki, en hetjan er samt ekki hafin yfir gagnrýni og myndin skilur eftir sig margar áleitnar spurningar í huga áhorfenda, spurningar um lífið og til- veruna, hugrekki þess og þor, sem stendur nánast á degi hverjum frammi fyrir skapara sínum. „Aðalleikari“ myndarinnar, sögu- hetjan Sveinn Björnsson, „leikur“ sjálfan sig á þann hátt, sem seint gleymist. Hver pensilstroka og hvert augnblik virðast skipta máli og sam- ofin tónlist og hljóðsetning myndar- innar gefa henni það ríkulega gildi, sem til þarf til að hefja hana til vegs. „Leikur“ Sveins er enginn leikur, heldur alvara hversdagsins og hátíð- arstundarinnar, eftir því sem við á. Orð hans og athugasemdir eru eins og listilega samsett litróf á milli marglitra pensilfara á striga, þessa striga, sem stundum var vinur hans og stundum óvinur. Síðustu myndskeiðin, þegar málar- anum og sviðshetjunni er orðið vel ljóst að hverju stefnir, eru einstök, grimm og blíð í senn. Hin einstaka myndataka Sigurðar Sverris Pálssonar verður lengi í minnum höfð og aldrei hefur mér fundist honum takast betur upp. Það er eins og málarinn hafi aldrei af hon- um vitað í kringum sig og jafnvel ýkt- ustu nærmyndir verða persónulegar en ekki nærgöngular. Ég var farinn að kunna vel við mig í bláa húsinu í Krýsuvík í miðri mynd. Vinátta og samvinna þeirra félaga, Erlendar, Sigurðar Sverris og Þór- arins Guðnasonar hefur nú þegar skilað okkur Íslendingum miklum gersemum á sviði kvikmyndanna og vonandi verður svo enn um langan aldur. Erlendi, fjölskyldu hans og sam- starfsmönnum öllum, óska ég til ham- ingju með stórkostlegan árangur á 12 ára vinnuferli við að koma þessu lista- verki á „striga“. Friðrik Pálsson Höfundur er áhugamaður um kvikmyndagerð. Kvikmyndalist Þessi kvikmynd er lista- verk í augum leik- manns, segir Friðrik Pálsson, allt í senn, ein- læg, sterk, hlý og sönn. Málarinn og sálmurinn hans um litinn BROTTKAST hefur enn á ný heltekið fjöl- miðla og umræðu á milli manna. Enn á ný keppast „málsmetandi“ menn við að koma að þeirri skoðun sinni að lögbrot sé hægt að réttlæta ef það skapar brotamanninum efna- hagslegan ávinning. Enn á ný er það talið jafngilda sakaruppgjöf að játa á sig lögbrot í fjölmiðlum og enn á ný er gengið út frá því að siðferðiskennd þeirra, sem nýta lifandi auð- lindir hafsins, sé á svo lágu plani að þeim sé ekki treystandi til þess verkefnis. Hvatinn að þessari um- ræðu er fréttamynd umdeilds frétta- manns, sem hefur nánast játað op- inberlega að hann sé í trúboði gegn núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Af þessu tilefni er nærtækt að spyrja fréttastofur Ríkisútvarpsins hvort það sé almenn skoðun þar á bæ að umfjöllun þeirra gefi raun- sanna mynd af brottkasti á Íslands- miðum? Trúa fréttamennirnir að fréttir stöðvarinnar um brottkast á undanförnum árum gefi þjóðinni rétta mynd af því hvernig íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið vinnur? Eða er æsifréttafíkn fréttamann- anna orðin svo sterk að raunveru- leikinn skiptir ekki lengur máli? Brottkast fisks á Íslandsmiðum er staðreynd. Það er að hluta til vegna aðstæðna sem erfitt er að varast. Það vandamál verður að leysa. Brottkast er að hluta til vegna sið- ferðisbrests einstakra þátttakenda í atvinnuveginum. Slíka menn er að finna í öllum atvinnugreinum. Erfitt er að bregðast við vanþroska af því tagi, en það verður að gera. En brottkast er fyrst og fremst ekki jafn algengt og al- mennt og ætla má af túlkun fréttastofu Rík- isútvarpsins. Þeir sem þekkja vel til í íslensk- um sjávarútvegi hljóta að hafa misst traust á fréttastofum Ríkisút- varpsins undanfarin misseri. Íslenskum sjó- mönnum og útvegs- mönnum er þrátt fyrir allt ágætlega vel treystandi til þess að annast nýtingu þessar- ar sameiginlegu auðlindar okkar. Mikill meirihluti þeirra er heiðarlegt fagfólk sem vinnur innan þess ramma sem lög og reglugerðir marka. Auðlindin í hafinu er sameign þjóðarinnar og brottkast fisks er misnotkun á þessari sameign. Það er ef til vill vert að benda á að Rík- isútvarpið er líka sameign þjóðar- innar. SÞ misnotaðar – brottkast og fréttastofur Pétur Bjarnason Kvótinn Er æsifréttafíkn frétta- mannanna orðin svo sterk, spyr Pétur Bjarnason, að raun- veruleikinn skiptir ekki lengur máli? Höfundur er framkvæmdastjóri Fiskifélags Íslands. ÞAÐ er gott að vera Íslendingur í Dan- mörku. Þrátt fyrir „sjarmerandi“ hreim eru Íslendingar næst- um álitnir danskir. Það á ekki við um þá útlend- inga sem koma frá menningarsvæðum sem eru ólík því danska. Því geta fylgt vandamál og árekstrar. Í stað þess að líta á þau hvert fyrir sig eru inn- flytjendur og flóttafólk sett undir sama hatt: „útlendingavandamál- ið“. Í hinni skörpu kosn- ingabaráttu síðastliðinna daga höf- um við því báðar fengið óbragð í munninn. Fyrir fimm árum sagði Pia Kærsgaard sig úr flokki Glistrups. Nú stefnir þjóðernisflokkur hennar í að fá 11% fylgi. Það er áhyggjuefni enda mun Anders Fogh Rasmussen, formanni Venstre, varla takast að mynda hægristjórn án stuðnings Piu sem hefur tekist að stýra umræðunni þannig að „útlendingavandamálið“ kemur upp aftur og aftur. Hörð gagnrýni á kosningabarátt- una hefur borist bæði frá norskum og sænskum hægriflokkum og sænskir sósíaldemókratar tala um nýnazískan áróður. Í Danmörku heyrast líka gagnrýnisraddir, ekki síst frá þeim Marianne Jelved for- manni Radikale Venstre og Mimi Jakobsen formanni CD. Danir, sem eru þekktir fyrir um- burðarlyndi, hafa sýnt að þeir eiga sér aðra og dekkri hlið. Vonandi vakna þeir upp í dag og átta sig á því að nýju fötin hennar Piu klæða þá ekki vel. Anna Benkovic Kosningar Nú er svo komið, segja Anna Benkovic Mikaelsdóttir og Ingibjörg Stefáns- dóttir, að hægriflokk- urinn Venstre hefur tekið upp þann harða tón í garð útlendinga, sem hefur einkennt þjóðernisflokkana. Anna Benkovic er erfðatæknir. Ingibjörg er háskólanemi. Þær eru búsettar í Danmörku. Hvað er rotið í Danaveldi? Meira á mbl.is/aðsendar greinar Ingibjörg Stefánsdóttir Nærir og mýkir NÆRINGAROLÍA Í MORGUNBLAÐINU 14. þ.m. birtist ritdómur Sigurjóns prófessors Björnssonar um bækling minn Slettireku, sem farið hefur á stjá í 2. útgáfu; en þar er fjallað um nokkrar fornar vísur, eins og þær eru prentaðar með útskýringum í hinni miklu og vönduðu útgáfu Fornritafélags- ins. Ég flyt Sigurjóni Björnssyni hjartanlega þökk fyrir lofsamleg ummæli um þessa leikmanns- þanka. Þar drepur hann á fáein dæmi um vinnubrögð mín, sem einatt ganga í berhögg við fyrri skýringar, taka í lengstu lög mark á handritum og forðast að „leiðrétta“ þau nema augljós rök til þess blasi við. Fráleitt væri að ætlast til þess, að í blaðagrein væru raktar rök- semdir mínar í einstökum atrið- um, en án þeirra geta niðurstöður verið býsna tortryggilegar. Á stöku stað örlar á lítils háttar misskilningi, sem vissulega stafar af óljósu orðalagi mínu. Orðleys- an „grasena“ í vísu Gunnlaugs er ekki ágizkun mín, heldur stendur hún í handriti samkvæmt skýr- ingum Fornritafélagsútgáfunnar. Og það sem í inngangi er gasprað um fljótaskrift lækna, er aðeins léttur aulabrandari, sem vita- skuld kemur fornum skáldskap í handritum ekkert við. Ég get ekki stillt mig um að votta próf. Sigurjóni sérlegar þakkir fyrir þá dirfsku að fallast á mín sjónarmið, því enginn fræði- maður í þessari grein hefur, svo ég viti, talið lítandi við neinni af tillögum mínum á þeirri hálfu öld sem þær hafa verið til sýnis í 1. útgáfu. Enginn á þeim bæ hefur á þær minnzt utan dyra, hvorki til þess að sýna fram á að þar sé allt eins og það leggur sig sprottið af fáfræði og misskilningi, né heldur til þess að viðurkenna, að eitthvað sem máli skiptir kunni að vera þar nýtilegt innan um og saman við. Enda hefur allt sem mest er um vert af kveðskap þessum síðar verið út gefið hvað eftir annað á vegum fræðanna óbreytt frá fyrra fari. Þetta veit ég að marg- ur hefur undrazt. Mér kemur í hug sú glettna speki, sem höfð er eftir gaman- sömum fræðimanni, að til þess að ráða niðurlögum fræðilegrar villu, sem náð hafi að hreiðra um sig, þyrfti að koma fyrir kattarnef a.m.k. þremur kynslóðum fræði- manna, sem sé þeim sem villunni hratt á flot, lærisveinum hans, og þeirra lærisveinum. Hitt er svo annað mál, að Slettireku munar ekkert um að doka svo sem eitt eða tvö hundruð ár eftir því að all- ir sjái, að hún hefur býsna oft á réttu að standa. Reyndar skil ég það vel, að virðulegum lærdómsmönnum þætti sér lítt sæmandi að hlaupa upp til handa og fóta, ef ómerk- ingur af götunni kastar fram kenningum sem kynnu að draga niður í ljósi vísindanna yfir nokkru af því merkasta sem Ís- lendingar hafa kveðið fyrr á tíð. En hvað sem öðru líður, þakka ég hispurslaus viðbrögð Sigur- jóns prófessors Björnssonar. Helgi Hálfdanarson Fornar vísur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.