Morgunblaðið - 20.11.2001, Blaðsíða 41
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2001 41
Ég er þessar línur
rita minnist með hlý-
hug sumra æsku minn-
ar vestur á fjörðum,
tveggja sumra á Þing-
eyri hjá móðursystrum mínum, er
sáu um sjúkrahúsið þar. Einnig
sumra í Önundarfirði og á Flateyri.
Minnisstæðir eru bæir svo sem
Kirkjuból í Korpudal, Vífilsmýrar,
Kroppsstaðir, Ytri-Hjarðardalur og
PÁLL RÓSINKRANS
SÆMUNDSSON
✝ Páll RósinkransSæmundsson
fæddist í Ytri-Hjarð-
ardal í Önundarfirði
1. febrúar árið 1932.
Hann lést í Reykja-
vík 28. október síð-
astliðinn og fór útför
hans fram frá Foss-
vogskirkju 6. nóvem-
ber.
fleiri. Flestir eru nú
þessir bæir komnir í
eyði.
Það var lán mitt að
fá að kynnast þessari
vestfirsku byggð og
því fólki er þar bjó.
Nokkrir frændur
mínir þaðan féllu frá á
besta aldri, þeir Guð-
mundur Skúlason, Páll
Halldórsson, Jóhann
Ragnarsson og Hösk-
uldur Stefánsson.
Nú áratugum síðar
einnig Páll R. Sæ-
mundsson.
Ekki skal hér rifjað upp lífshlaup
Páls. Þó er þar af mörgu að taka.
Aðeins þó þetta: Er ég bjó í
Kaupmannahöfn á tímabili þá er
það sumarið 1954 að Páll var vél-
stjóri á skipi, sem sigldi til Kaup-
mannahafnar. Undirbjó hann þá
brúðkaup sitt til Bjarneyjar Sig-
hvatsdóttur. Við Erna konan mín
vorum með honum er hann keypti
ýmsa hluti til væntanlegs heimilis
þeirra. Þetta sama sumar lést faðir
hans, Sæmundur, 6. júlí. Einnig
minnist ég þess að Eirný systir Páls
kom frá Svíþjóð er þetta gerðist, og
var á heimleið. Sumarið 1946 vorum
við frændur, ég, Páll og Guðmundur
Skúlason, samskipa á varðskipinu
Ægi, messaguttar. Þetta var
skemmtilegt og eftirminnilegt sum-
ar.
Páll og Bjarney slitu samvistum.
Þeirra hjónaband leiddi til efnilegra
afkomenda.
Heimsóknir mínar á Bergþóru-
götuna til Páls voru ætíð gleði-
stundir.
Minningin um þennan hugljúfa
frænda minn er björt og fögur.
Hygg ég að svo sé öllum er honum
kynntust. Hann var hrekklaus mað-
ur og skemmtilegur.
Við hjónin vottum fjölskyldu hans
okkar dýpstu samúð.
Páll Vígkonarson.
Elsku Indíana, nú
ert þú farin og við sitj-
um eftir hljóð.
Við kynntumst fyrr
á þessu ári þegar við
ákváðum að fara að
læra NLP hjá Hrefnu Birgittu.
Hópurinn okkar samanstóð af 17
manns sem komu sinn úr hverri
áttinni, með ólíkan bakgrunn, flest-
ir meðhöndlarar á einhvern máta
og svo við sem fórum í námið til að
vinna í okkur sjálfum. Þessi hópur
small mjög vel saman og áður en
varði vorum við sem ein eining.
Veikindi þín voru mikið áfall fyr-
ir okkur öll, en við sáum þig takast
á við þau með miklum innri styrk
og vissum hvað námið okkar hjálp-
aði þér í afstöðu þinni til veikind-
anna.
Það hjálpaði þér að líta á baráttu
þína sem verkefni til þroska og trú
þín var líka ómetanleg hjálp. Þú
INDÍANA MARGRÉT
JAFETSDÓTTIR
✝ Indíana MargrétJafetsdóttir
fæddist 22. nóvem-
ber 1962. Hún lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 22. októ-
ber síðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Kópavogs-
kirkju 30. október.
varst ákveðin í að
berjast því þú varst
ekki tilbúin að yfirgefa
Guðjón þinn og börnin
þín – þú áttir svo
margt eftir að gera.
Við ræddum þetta allt
saman oft í síma og
líka eftir tímana þína
hjá Sirrýju og þau
samtöl gleymast ekki,
vinkona.
Hópurinn fylgdist
með hetjunni sinni og
við fengum krafta-
verkafréttir og síðan
aðrar ekki góðar.
Bænir okkar og hugur voru með
þér allan tímann.
Þú varst með okkur í útskriftinni
okkar, alveg ákveðin í að klára með
næsta hópi og auðvitað gerirðu það
– bara í annarri mynd. Í okkar
huga útskrifaðistu með okkur því
þú varst búin að tileinka þér þá
hluti sem þú þurftir á að halda.
Við kveðjum þig, kæra vinkona,
og erum þakklát fyrir að hafa feng-
ið að kynnast þér og þakklát fyrir
minningarnar sem þú gafst okkur.
Guð geymi Guðjón og börnin þín
og styrki þau í sorginni og mér er
minnisstæð skilgreiningin á sorg
sem við fórum einmitt í gegnum í
einum NLP-tímanum því að fyrir
mér er hún svo rétt – þú fyllist sorg
þegar þú þarft að kveðja einhvern
sem þú ert ekki tilbúinn að kveðja.
F.h. NLP-hópsins,
Guðrún B. Harðardóttir.
Mig langar til að minnast hennar
elsku Indu með þessu ljóði:
Við andlátsfregn þína
allt stöðvast í tímans ranni.
Sorgin mig grípur,
en segja ég vil með sanni,
að ósk mín um bata þinn
tjáð var í bænum mínum,
en guð vildi fá þig
og hafa með englunum sínum.
Þó sorgin sé sár
og erfitt sé við hana að una,
við verðum að skilja
og alltaf við verðum að muna,
að guð, hann er góður
og veit hvað er best fyrir sína.
Því treysti ég nú
að hann geymi vel sálina þína.
Þótt farin þú sért
og horfin burt þessum heimi.
Ég minningu þína
þá ávallt í hjarta mér geymi.
Ástvini þína ég bið síðan
guð minn að styðja,
og þerra burt tárin,
ég ætíð skal fyrir þeim biðja.
(Bryndís Jónsdóttir.)
Elsku Guðjón og fjölskylda, megi
algóður guð styrkja ykkur og
hugga í þessari miklu sorg.
Arndís.
Nú er langri og
strangri baráttu Sig-
ríðar Karlsdóttur
(Siggu eins og hún var
kölluð) lokið.
Áratugabaráttu sem tekist var á
við með kjarki, þrautseigju, æðru-
leysi og þolinmæði, svo að maður
reyni að nota nógu sterk orð til að
lýsa hvernig Sigga tókst á við veik-
indi sín og líf sitt.
En andlegur styrkur Siggu var
alltaf til staðar og hvernig svo sem
henni leið líkamlega mætti manni
einlægt og heiðarlegt bros beina leið
frá hjartanu. Svo tóku við spurning-
ar um hvernig maður og manns nán-
ustu hefðu það og ekki var verið að
spyrja fyrir kurteisissakir heldur af
alvöru, umhyggju og hlýju. Og ef
SIGRÍÐUR
KARLSDÓTTIR
✝ Sigríður Karls-dóttir fæddist í
Brekku í Sogamýri í
Reykjavík 24. nóv-
ember 1928. Hún lést
á Hjúkrunarheim-
ilinu Skógarbæ 8.
október síðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Grafarvogs-
kirkju 17. október.
maður var ekki of upp-
tekinn af að tala um
sjálfan sig og sína og
spurði Siggu hvernig
hún hefði það, þá svar-
aði hún lágt: „Ágætt,“
og hélt svo áfram að
spyrja.
Mislangt var á milli
þess sem maður hitti
Siggu en það var eins
og það skipti hana litlu
máli. Aðalmálið var að
hittast og ekki var
verra ef hægt var að
hlæja og brosa og fara
yfir stöðuna í lífinu.
Sigg var sönn í framgöngu og ekk-
ert að leika annað en hún var. Giftist
ung honum Einari, móðurbróður
mínum, og þau eignuðust börnin
Pétur, Sigríði og Þórhalla. Duglegar,
atorkusamar og hlýjar manneskjur.
Sönn frændsystkini og vinir í blíðu
og stríðu, sem þau og þeirra hafa svo
miðlað áfram með glæsibrag til af-
komenda sinna.
Með Einar í fararbroddi hefur
fjölskyldan svo stutt og styrkt Siggu
í hverju og einu og ekki vikið frá
henni í hennar ströngu og löngu
veikindabaráttu. Þeim stuðningi er
einnig varla hægt að lýsa með orð-
um.
Það var fyrir löngu sem lítill strák-
ur kom einu sinni sem oftar í búðina
til Siggu og Einars á Álfhólsvegin-
um, en þá búð áttu þau og ráku lengi
og mörgum gömlum Kópavogsbúan-
um er hún af góðu kunn. Strákurinn
skimaði af undrun og aðdáun hátt og
lágt í búðinni og við augum hans
blöstu alls konar spennandi hlutir,
sem hafði verið raðað upp af smekk-
vísi húsráðenda. Fljótt kom Sigga
brosandi, strauk lítilli kinn blíðlega,
laumaði góðgæti í hönd og spurði
frétta. Strákurinn trúði henni fyrir
því leyndarmáli að nú þyrfti að finna
góða jólagjöf fyrir mömmu hans og
hann hafði ákveðinn hlut í huga.
Ekki var Sigga lengi að aðstoða við
gjafavalið, pakkaði gjöfinni inn og
bauðst til að geyma hana til jóla, svo
að mamman myndi nú ekki finna
pakkann og svo var pakkinn keyrður
heim til stráksins á aðfangadag.
Ég veit að það eru miklu fleiri sem
eiga fjölda fallegra minninga um
hana Siggu og hennar atferli. Sögur
um manneskju, manneskju sem gaf
og þáði, sanna nærveru og vináttu.
Það er erfitt og sárt að geta ekki
fylgt henni Siggu til grafar. Atlants-
hafið skilur okkur nú að um tíma en
hugur minn, Ingu Rutar og Kristins
Arnar og bænir eru hjá Einari, Pétri,
Sigríði, Þórhalla og öllu þeirra fólki.
Guð blessi minningu góðrar konu.
Sigurður Arnarson.
&
-
-
')'.#/0
%#$1 #
" ' ( )
*
-%2"!"" '('!',3"
'"!"" '('!',-
4'5%+"!"" 5'6#*
+'" )7"
$+#"!"" 8 8
**+)***+,
& !
!!
!
-4-9 4:
51,1'"$
5)!;<
+
*
3" :,8!""
8
-"!"" -&8$=(
**+)***+,
& !
!!
!
-:6 -
4'"(=>
3?1)
,
4=&"!""
+5"5=!"" ,8
8","5=
)''),"5=!"" 3'"$"
**+)***,
-!
-
5%1,#?"$
./
,
!1
$
:%"
$
$
$
6
$
'')
$!""
) '
$!""
8
$
)5$+#%!',
0
46
4 6
! /!" *
1!" !2!
!")
34
44
5
!6
6 (2
6
6('!'- +54='!""
!'
%$5!"",
%$5' )2& )'!!""
'6('!!"" -&!(
4=' ''-!""
)5.!%"#,
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins
í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf-
undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli
að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða
2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.