Morgunblaðið - 20.11.2001, Síða 47

Morgunblaðið - 20.11.2001, Síða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2001 47 H A L O G E N P E R U T Í Ð SJÁÐU HEIMINN Í NÝJU LJÓSI Árvirkinn Austurv. 9/Eyrarvegi 29, Selfossi Geisl i Flötum 29, Vestm.eyjum G.H.LJÓS Garðatorgi 7, Garðabæ Ljósgjafinn Glerárgötu 34, Akureyri Ljós & Orka Skeifunni 19, Reykjavík Glitnir Brákarbraut 7, Borgarnesi Lónið Vesturbraut 4, Höfn Rafþj. Sigurdórs Skagabraut 6, Akranesi Rafbúð R.Ó. Hafnargötu 52, Keflavík Straumur Silfurtorgi 5, Ísafirði S.G. Raftækjaverslun Kaupvangi 12, Egilsstöðum PERUBÚÐIR Minni hiti Meiri ending Meira ljós Halostar 10-50 W Tilboð 145 kr. Decostar 20-50 W Tilboð 290 kr. OSRAM Gefðu UM helgina voru 15 öku- menn grunaðir um ölvun við akstur en 35 um of hraðan akstur. Nokkuð var um ölvun, innbrot og slagsmál um helgina auk þess sem hafa þurfti afskipti af börnum sem ekki höfðu aldur til að vera ein á ferli að næt- urlagi. Síðdegis á föstudag fór grunsam- legur aðili inn í bifreið í miðborginni og ók af stað. Stuttu síðar var bif- reiðin stöðvuð og skipt um ökumann en fyrri ökumaðurinn gekk á brott. Hann var handtekinn vegna gruns um ölvunarakstur en bifreiðin flutt á lögreglustöð þar sem vafi reyndist á eignarhaldi hennar. Síðla nætur aðfaranótt sunnudags var tilkynnt um hugsanlega ölvaðan ökumann á leið frá Hveragerði. Reynt var að stöðva akstur bifreið- arinnar á Suðurlandsvegi en án ár- angurs og þar mátti litlu muna að ökumaður æki niður lögreglumann sem var að reyna að stöðva akstur bifreiðarinnar. Bifreiðinni var ekið á mikilli ferð og misstu lögreglumenn sjónar á honum í töluverðan tíma. Bifreiðin fannst stuttu síðar á hvolfi utan vegar á Elliðavatnsvegi. Öku- maður var handtekinn og færður til blóðtöku og síðan vistaður í fanga- geymslu. Gekk út með vörur án þess að borga Síðdegis á laugardag var tilkynnt um konu sem yfirgaf verslun í aust- urborginni með vörur fyrir talsverða upphæð. Hún kvaðst ætla að borga með greiðslukorti en sagðist hafa gleymt því hjá manni sínum úti í bíl. Konan fór með vörurnar og kom ekki aftur en til eru myndir af henni. Þá var mótmælaganga undir heitinu „Gegn ofbeldi og stríði“ og voru um 60 manns í göngunni frá Hallgríms- kirkju að Lækjartorgi. Fundurinn stóð til kl. 16 og fór friðsamlega fram. Talsvert fleira fólk var í miðborg- inni aðfaranótt sunnudags en nóttina áður og ölvun var talsverð. Þurfti lögregla að hafa nokkur afskipti af fólki af þeim sökum og í nokkrum til- fellum að skilja menn að vegna slags- mála en meiðsli voru minniháttar. Þá var sérstakt eftirlit með ungmenn- um er ekki höfðu aldur til útivistar og stóðu að því, ásamt lögreglu á vakt, starfsmenn ÍTR, Félagsþjón- ustu og lögreglumenn frá forvarna- deild. Allmörg börn voru flutt í at- hvarf. Slökkvilið og lögregla fór á veit- ingastað í miðborginni vegna vatns- leka. Vatnsúðari á klósetti losnaði og fór vatn um allt gólf og lak niður á næstu hæð. Staðnum var lokað og vatnið tekið af húsinu. Þá var til- kynnt um innbrot í verslun í aust- urborginni. Þar mun hafa verið stolið einhverju af hljómtækjum. Einnig var farið inn á veitingastað í mið- borginni og stolið skiptimynt. Mikill erill var hjá lögreglu á sunnudagsmorgun við að sinna ölv- uðu fólki sem var til vandræða. Um kvöldmatarleytið á sunnudag var ek- ið á gangandi vegfarenda í Fákafeni. Kenndi hann sér eymsla í hægri öxl og síðu og var fluttur á slysadeild með lögreglu. Aðfaranótt mánudags var tilkynnt um innbrot í hús við Laugaveg. Þar var stolið verðmæt- um hljóðfærum. Úr dagbók lögreglu 16.–19. nóvember Of ung börn í miðbænum MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Högna Óskarssyni geðlækni: „Undanfarna tvo daga hefur birst í fjölmiðlum yfirlýsing frá Lúðvík Ólafssyni, settum landlækni í „pró- fessorsmálinu“ svokallaða. Í yfirlýs- ingu sinni kveðst Lúðvík ekki hafa brotið stjórnsýslulög með birtingu sinni á greinargerð sinni um meint brot mín á læknalögum. Þetta styður hann þeirri staðhæfingu að ég hafi notið andmælaréttar meðan á með- ferð máls stóð og vitnar til greinar- gerðar minnar frá 20. nóvember árið 2000 og svo til 13. gr. stjórnsýslu- laga. Hér fer Lúðvík rangt með. Í 13. gr. stjórnsýslulaga segir að aðili máls skuli eiga þess kosts að tjá sig um efni máls áður en stjórnvald tek- ur ákvörðun í því. Í bréfi sínu þ. 1. október 2000 óskaði Lúðvík Ólafsson eftir athugasemdum mínum við greinargerð, sem átti að vera sér- fræðileg gagnrýni á álitsgerð mína, sem nú er deilt um. Höfundur þeirr- ar greinargerðar er Bogi Andersen, sérfræðingur í lyflækningum og sameindaerfðafræði innkirtlasjúk- dóma. Í sama bréfi neitaði Lúðvík að verða við ósk minni um að kæruatriði yrðu skilgreind og svaraði því til að „því verður ekki endanlega svarað fyrr en að verklokum“. Greinargerð mín frá 20. nóvember 2000 varð þannig aðeins almenn umfjöllun. Hef ég því aldrei fengið tækifæri til að koma að athugasemdum um hin eig- inlegu kæruatriði sem Lúðvík Ólafs- son tók til meðferðar og eru nú fyrst skilgreind í greinargerð hans frá 5. nóvember s.l. Þetta viðurkennir hann í raun í bréfi til mín frá 8. þ.m., en þar segir hann: „Í bréfi mínu til yðar dagsettu 5.11.2001 láðist að geta þess frests sem yður er veittur til andmæla.“ Af þessu er ljóst að tilraun Lúð- víks Ólafssonar til að afneita broti sínu á 13. gr. stjórnsýslulaga er full- komlega marklaus. Sérkennileg og röng túlkun Lúð- víks Ólafssonar á stjórnsýslulögum er áhyggjuefni. Þetta, og málsmeð- ferð hans öll, vekja upp áleitnar spurningar um hvort hann sé fær um að valda því hlutverki sem honum hefur verið falið sem settum land- lækni í þessu kærumáli, þ.e. að skoða málsatvik af hlutlægni og réttsýni. Mun ég ekki fjalla frekar um þennan þátt málsins, heldur snúa mér að því sem mestu skiptir, en það eru hin efnislegu rök.“ Svar vegna yfirlýsingar setts landlæknis HANNES Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, flytur erindi á hádegisfundi Félags stjórn- málafræðinema í stofu 301 í Árna- garði þriðjudaginn 20. nóvember kl. 12.05-13. Erindið nefnist: „Hvernig getur Ísland orðið ríkasta land í heimi?“ Hannes Hólmsteinn ræðir um hvernig þjóðir verða ríkar, hvers vegna Ísland var í þúsund ár eitt fá- tækasta land í Evrópu, hvers vegna landið varð ríkt þrátt fyrir fremur slaka hagstjórn á tuttugustu öld og hvað Ísland geti gert til þess að verða ríkasta land í heimi. Hann ræðir meðal annars nýjar mælingar á atvinnufrelsi í einstökum löndum, rannsóknir sagnfræðinganna Gísla Gunnarssonar, Guðmundar Hálf- danarsonar og Guðmundar Jónsson- ar, kvótakerfið í sjávarútvegi, virkj- anir á hálendinu og möguleika Íslands á að verða alþjóðleg fjár- málamiðstöð, segir í fréttatilkynn- ingu. Félag stjórn- málafræði- nema fundar Mannréttindaskrifstofa Íslands efnir til opinnar málstofu um heimsráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna um kynþáttafordóma, sem haldin var dagana 31. ágúst til 8. september sl. í Durban í Suður- Afríku. Málstofan verður í Litlu- Brekku, einum sala Lækjarbrekku við Bankastræti, miðvikudaginn 21. nóvember kl. 17. Framsögumenn verða Berglind Ásgeirsdóttir, ráðuneytisstjóri í fé- lagsmálaráðuneytinu, Haukur Ólafsson, sendifulltrúi hjá utanrík- isráðuneytinu, og Bjarney Frið- riksdóttir, framkvæmdastjóri Al- þjóðahúss. Þau voru öll í sendi- nefndinni sem ráðstefnuna sat af hálfu Íslands. Umræður verða að loknum erindum. Bjarney Friðriksdóttir sat ráð- stefnuna í Durban fyrir Mannrétt- indaskrifstofu Íslands, sem hún hefur stýrt undanfarin fjögur ár, en hefur nú tekið við forstöðu hins nýja Alþjóðahúss í Reykjavík. „Við framkvæmdastjórn Mannréttinda- skrifstofunnar hefur tekið Margrét Heinreksdóttir, þjóðréttarfræðing- ur með megináherslu á mannrétt- indi,“ segir í fréttatilkynningu. Málstofa um ráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna Ágúst en ekki Katrín er formaður Það var ranglega fullyrt í frétt um landsfund Samfylkingarinnar, sem birtist í sunnudagsblaðinu, að Katrín Júlíusdóttir væri formaður Ungra jafnaðarmanna. Hið rétta er að Ágúst Ólafur Ágústsson er núverandi for- maður Ungra jafnaðarmanna. Katrín er hins vegar fyrrverandi formaður félagsins. Auk þess var félagsskapur- inn ranglega nefndur Samband ungra jafnaðarmanna í fréttinni, en félagið heitir Ungir jafnaðarmenn. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Rangur myndatexti Rangur myndatexti birtist með frétt um dag íslenskrar tungu á bls. 6 í Morgunblaðinu laugardaginn 17. nóvember. Réttur texti er: Ráðherra heilsar upp á nemendur og kennara Kleppjárnsreykjaskóla í Borgarfirði. Í myndatextanum var ranghermt að myndin væri frá Grundaskóla á Akranesi. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT Kynningarfundur um Skuggahverfi Í frétt af skipulagstillögu Skugga- hverfis sem birtist í blaðinu á laug- ardag var misræmi milli texta og millifyrirsagnar um fundartíma kynningarfundar fyrir íbúa. Hið rétta er að fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 27. nóvember næst- komandi í Tjarnarsal Ráðhússins og hefst hann klukkan 17. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi tilkynning frá Félagi heyrnarlausra: „Félag heyrnarlausra vill koma því á framfæri við almenning að fé- lagið standi aðeins fyrir sölu jóla- korta og happdrættismiða um þessar mundir. Félagi heyrnarlausra hafa borist tilkynningar um að penna og annað sé verið að selja í nafni félags- ins og biður félagið almenning að hafa í huga að hér eru ekki á ferðinni sölumenn frá félaginu.“ Selur aðeins jóla- kort og happ- drættismiða

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.