Morgunblaðið - 20.11.2001, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 20.11.2001, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2001 51 DAGBÓK VELOUR - GALLAR NÝ SENDING Sendum í póstkröfuNóatúni 17, sími 562 4217Gullbrá, Gullsmiðja Hansínu Jens Seljum eingöngu smíðað af Hansínu og Jens Guðjónssyni Laugaveg 20b v/ Klapparstíg sími 551 8448 Íslenskt handverk Smáskór Suðurlandsbraut 52, Bláu húsin við Faxafen, sími 568 391, fax 581 3919 Opið 10 til 18, lau. 11-15 Teg. ZIDER Dökkblátt og vínrautt leður, svart lakk Stærðir 17-20 Verð 4.390 Teg. BONNIE Svart og vínrautt leðurlakk Stærðir 20-24 Verð 5.290 Full búð af jólaskóm á börnin Útsölumarkaður á Langholtsvegi 130 Opið mánudaga til föstudaga frá kl. 12.00-18.00 Buxna- dagar • • •mkm v i ð Ó ð i n s t o r g 1 0 1 R e y k j a v í k s í m i 5 5 2 5 1 7 7 20-50% afsláttur Misstu ekki af! Óðum fækkar lausum tímum í barna- og fjölskyldumyndatökur fyrir jól. Myndir í nýju ökuskírteinin alla virka daga, opið í hádeginu. Ljósmyndastofan Mynd, sími 565 4207. Ljósmyndastofa Kópavogs, sími 554 3020. LJÓÐABROT HEIMURINN OG ÉG Þess minnist ég, að mér og þessum heimi kom misjafnlega saman fyrr á dögum. Og beggja mál var blandið seyrnum keimi, því báðir vissu margt af annars högum. Svo henti lítið atvik einu sinni, sem okkur, þessa gömlu fjandmenn sætti: að ljóshært barn, sem lék í návist minni, var leitt á brott með voveiflegum hætti. Það hafði veikum veitt mér blessun sína og von, sem gerði fátækt mína ríka. Og þetta barn, sem átti ástúð mína, var einnig heimsins barn – og von hans líka. Og við, sem áður fyrr með grimmd í geði gerðum hvor öðrum tjón og falli spáðum, sáum það loks í ljósi þess, sem skeði, að lífið var á móti okkur báðum. Nú ölum við ei lengur beiskju í barmi né byrgjum kala neinn í hjörtum inni, því ólán mitt er brot af heimsins harmi og heimsins ólán býr í þjáning minni. Steinn Steinarr 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6. Bg5 e6 7. Dd2 a6 8. O- O-O Bd7 9. f3 Hb8 10. g4 b5 11. Be3 Rxd4 12. Bxd4 b4 13. Re2 e5 14. Ba7 Hb7 15. Be3 Be6 16. Kb1 a5 17. g5 Rd7 18. f4 g6 19. h4 a4 20. h5 b3 21. cxb3 axb3 22. a3 d5 Árangur íslensku sveit- anna í Evrópukeppni lands- liða í Leon á Spáni var með ágætum. Báðar sveitirnar voru ungar að árum svo að reynsla sem þessi á fyrr eða síð- ar eftir að skila sér í framförum. Árangur Hannesar Hlífar Stefánssonar og Hörpu Ingólfsdóttur stóð upp úr. Hannes náði þriðja besta ár- angri allra kepp- enda á fyrsta borði og Harpa atti kappi við margar þekktar og sterkar skákkonur en náði engu að síður 50% vinn- ingshlutfalli. Staðan kom upp á mótinu. Jón Viktor Gunnarsson (2386) hafði hvítt gegn Rui Damaso (2414) 23. f5! Bb4 24. Dd3! dxe4 25. Da6 og svartur lagði niður vopnin. Íslenska liðið í opnum flokki fékk 18 vinninga af 36 mögulegum og lenti í 21. sæti af 35 keppnisþjóðum. Íslenska kvennasveitin fékk 7½ vinning og lenti í 26. sæti af 32 keppnisþjóðum. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. ESTHER Jakobsdóttir og Ljósbrá Baldursdóttir unnu kauphallartvímenning Bridsfélags Reykjavíkur – þriggja kvölda keppni sem lauk síðastliðinn þriðjudag. Haukur Ingason og Sigurð- ur B. Þorsteinsson urðu í öðru sæti, en Ásmundur Örnólfsson og Gunnlaugur Karlsson í því þriðja. Kaup- hallartvímenningur er reikn- aður út í IMP-stigum eins og sveitakeppni og því telja „stóru“ spilin mest. Þetta var vafalítið mesta sveiflu- spil síðasta spilakvölds: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ 1072 ♥ -- ♦ ÁK108764 ♣Á86 Vestur Austur ♠ -- ♠ K93 ♥ 107543 ♥ ÁKD98 ♦ 9532 ♦ G ♣K972 ♣DG54 Suður ♠ ÁDG8654 ♥ G62 ♦ D ♣103 NS-pörin spiluðu allt frá fjórum spöðum og upp í sjö spaða. Með útspili í hjarta eru þrettán slagir auðteknir – hjarta er trompað og spaðatíu svínað. En útspil í laufi er óþægilegt og nokkrir sagnhafar töpuðu hálf- slemmunni eftir þá byrjun. Þeir tóku á laufás og spiluðu strax trompi á ásinn. Mein- ingin var að skilja tromp- kónginn einan eftir úti og fara svo í tígulinn. En legan var of slæm – trompið 3-0 og tígullinn 4-1. Austur gat strax trompað tígul með kóng og tryggt vörninni slag á hjarta eða lauf. Eftir laufútspil kemur önnur áætlun til greina, sem hefði reynst betur í þessari legu: Trompið er látið eiga sig og tígli spilað á drottn- ingu í öðrum slag. Síðan er hjarta trompað og laufi hent í tígulás. Því næst er lauf og hjarta trompað á víxl í tví- gang. Ef allt gengur að ósk- um þarf loks að spila tígli úr blindum. Ef austur fylgir lit verður að trompa með gosa eða drottningu, en þá tapast tveir slagir á litinn þegar trompið liggur 3-0. Svo þessi leið er varla betri. Í kvöld hefst fjögurra kvölda hraðsveitakeppni hjá BR og verður spilað í Hreyf- ilshúsinu við Grensásveg. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla Ljósmynd/Sigríður Bachmann BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 4. ágúst sl. í Dæli, Víðidal, af sr. Guðna Þór Ólafssyni Elín Björk Ragn- arsdóttir og Einar Örn Sig- urðsson. Heimili þeirra er í Klukkubergi 13, Hafnarf. Ljósmyndaverið Skugginn BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 4. ágúst sl. í Háteigs- kirkju af sr. Sigurði Arnar- syni Margrét Leósdóttir og Kristján Bragason. Hlutavelta Morgunblaðið/Kristján Þessar ungu stúlkur héldu nýlega hlutaveltu á Akureyri til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðust 2.757 krónur. Þær heita María Jóhannesdóttir, Sigurbjörg Lind Ellerts- dóttir og Eva Björk Jóhannesdóttir. STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake SPORÐDREKI Afmælisbarn dagsins: Þú ert hraustur og hug- djarfur og tekur oftar en ekki málstað þeirra sem minna mega sín. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Sláðu ekki á hönd þess sem vill sýna þér örlæti. Þú átt að vera maður til þess að þekkja hvað að baki býr og geta því dæmt um hvað þarna er á ferðinni. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það er nauðsynlegt að taka sér hlé og hvílast eftir sér- hvert áhlaup því enginn getur staðið hvíldarlaust í hverri orrustunni á fætur annarri. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Láttu ekki tilboð fjármála- markaðarins trylla þig heldur haltu sönsum og veltu fyrir þér staðreyndum mála svo þú tapir engu á græðgi eða gá- leysi. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú ættir að leita uppi ókunn- ar slóðir og njóta þeirrar reynslu sem af því hefst. Leyfðu öðrum að njóta ánægjunnar með þér því fé- lagsskapurinn gleður. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Mundu að gjalda keisaranum það sem keisarans er því að öðrum kosti átt þú á hættu að lenda í alls kyns erfiðleikum sem miklu betra er að vera án. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þeir menn eru óþolandi sem setja út á alla hluti og sjá ekk- ert nema neikvætt við þá. Vert þú opinn og fordómalaus gagnvart nýjungum og fram- andi fólki. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Sýndu samstarfsmönnum þínum lipurð því þótt þú þurf- ir ekki á þeim að halda núna getur sá tími komið að það sé betra að hafa þá með sér en á móti. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er í góðu lagi að láta sig dreyma um fjarlæg lönd og álfur ef þú bara manst að hafa báða fætur á jörðinni hér heima við. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Láttu það ekki koma flatt upp á þig þótt einhver rétti eitt- hvað að þér í dag. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Farðu þér hægt í öllum fjár- festingum því þótt margir lofi þér gulli og grænum skógum er fyrirhyggjan og varkárnin það sem á að sitja í fyrirrúmi. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það er rangt af þér að loka á tækifærin að óathuguðu máli. Það er aldrei að vita hvar lyk- illinn að framtíðinni leynist og þér ber að skoða alla hluti vandlega. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Gerðu þér eitthvað til gleði í dag því verður er verkamað- ur launa sinna og þú hefur lagt þig hart fram að undan- förnu. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. SILFURBRÚÐKAUP. Í dag þriðjudaginn 20. nóvember eiga 25 ára hjúskaparafmæli hjónin Steinunn Guðmunds- dóttir og Skarphéðinn Rún- ar Pétursson, Háseylu 24, Innri-Njarðvík. Ég er hættur að reykja, en ég hef fundið nokkuð annað í staðinn...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.