Morgunblaðið - 25.11.2001, Page 4

Morgunblaðið - 25.11.2001, Page 4
4 B SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fjöldi nemenda í Hogwarts: 400. Fyrsti skóladagur: 1. september. Fjöldi stiga í Hogwarts: 142. Bókasafninu í Hogwart er lokað: klukkan 20. Fjöldi knúta í silf- ursikku: 29. Fjöldi silfursikka í galleon: 17. Hæð Hagrids: 2,44 metrar. Árið sem drekar voru bann- aðir: 1709. Nafn drekans hans Hagrids: Norbert. Tegund dreka: Norskur rákdreki. Nær- ing norskra rákdrekaunga: Koníak og kjúklingablóð á hálftíma fresti. Kötturinn hans Filch hús- varðar: Frú Norris. Bankinn þar sem Harry á peninga: Gringott bankinn. „MÉR finnst mjög gaman að bókunum um Harry Potter og er núna að ljúka við þá fjórðu,“ segir Stefán Ásgríms- son blaðamaður og starfsmaður FÍB. Stefán segist að hann hafi seilst í bækurnar hjá syni sínum og það hafi kona hans líka gert. „Bækurnar eru fyrst og fremst mjög skemmtilegar. Í þeim er sérkenni- legur hugarheimur sem að hluta til er skyldur íslensku þjóðsögunum, með álfum, tröllum og huldufólki. Þær eru mjög vel skrifaðar og höfundinum tekst vel að halda í alla þræði.“ Stefán segir að andi bókanna sé jákvæður, hið góða sigri hið illa. Hann gefur lítið fyrir kenningar um að svartagaldursboðskapur og djöflatrú ráði ríkjum hjá höfundinum. „Fólk getur auðvitað teygt sig ansi langt í skýringunum ef það ætlar að finna eitthvað ámælisvert við bækurnar.“ Stefán ætlar ekkert að flýta sér á bíómyndina. „Ég ætla fyrst að heyra hvað aðrir hafa um mynd- ina að segja, því stundum eyðileggja kvikmyndir góðar bækur. Ég sé Harry og félaga hans ljóslifandi fyrir mér og vil ekki láta skemma þá mynd. Fyrir nokkrum árum varð ég fyrir miklum vonbrigðum með kvikmyndina Jurassic Park, hún var fjarri því að ná sömu hughrifum og bókin. En ef fólk er á einu máli um að kvikmyndin standi ekki bókinni að baki, þá vil ég gjarnan sjá hana.“ Þrátt fyrir hrifningu sína á Potter kveðst Stefán ekki eiga neinn Potter-varning eða föt, enda orðinn of gamall fyrir slíkt. Hann aki að vísu um á mótorhjóli, en það hafi hann gert áður en hann las um ferðir Hagrids skóg- arvarðar á slíku far- artæki. Stefán Ásgrímsson, 55 ára Potter-aðdáandi Skyldleiki við íslensku þjóðsögurnar Morgunblaðið/RAX skikkju og lærir að spila Quidditch, sem er kappleikur þar sem leikmenn fljúga um loftin blá á galdrakústum. Og hann lendir í útistöðum við sjálfan Voldemort, þar sem barist er um viskusteininn. Harry Potter-bækurnar hafa selst í 110 milljón eintökum í 200 löndum, á 47 tungumálum. Gífurlegar vinsældir bókanna vöktu að sjálfsögðu athygli kvikmyndagerðarmanna. Höfundur- inn, J. K. Rowling, var ekkert sér- staklega spennt fyrir hugmyndinni um kvikmyndun ævintýra Harrys og neitaði fjölmörgum tilboðum. Sagan segir að hún hafi m.a. verið lítið hrifin af hugmyndum um að Steven Spiel- berg leikstýrði myndinni, en hann er sagður hafa ætlað að flytja sögusvið- ið til Bandaríkjanna og láta Potter ganga í framhaldsskóla þar í landi, með klappstýrum og öllu tilheyrandi. Spielberg lýsti því svo yfir að hann ætlaði að vinna að öðru verkefni, sem var kvikmyndin A.I. Joanne Rowling ákvað hins vegar að láta slag standa þegar Warner Bros. lofaði að fylgja bókinni út í ystu æsar, hafa alla leikara breska og fá Chris Columbus til að leikstýra. Að sjálfsögðu þurfti að sleppa ýmsu því sem var í bókinni, enda hefði myndin annars orðið fjögurra eða fimm tíma löng, en hún er um 2½ tími. Vart hægt að bæta um betur Leikstjórinn, Chris Columbus, sagði í viðtölum að hann sæi enga ástæðu til annars en að fylgja bók- inni, enda hefði hún, og næstu þrjár bækur, öðlast slíkar vinsældir að vart væri hægt að bæta um betur. Þegar ákveðið var að gera myndina gaf hann sig strax fram, enda mikill Pott- er-aðdáandi. Honum féll því illa þeg- ar svo virtist sem Spielberg hreppti hnossið, en kættist þeim mun meira þegar Spielberg hætti við. Ekki var nú aðdáun Columbusar á Potter eina trygging þess að hann fylgdi bókinni, því hann hefur viður- kennt að hafa verið undir ströngu eftirliti 12 ára dóttur sinnar, sem hefði aldrei fyrirgefið neinar breyt- ingar, enda hefði hún haft mjög sterkar skoðanir á því hvaða hlutar bókarinnar mættu alls ekki missa sín í myndinni. Leitin að rétta leikaranum í hlut- verk Harrys tók marga mánuði. Í fyrstu vissu menn vart hvar átti að byrja, enda hafa verið dregnar upp margar og ólíkar myndir af Harry á bókakápum um víða veröld. Þúsundir drengja fóru í prufutökur, en í júlí í fyrra, eftir níu mánaða leit, var aðal- leikarinn enn ófundinn og tökurnar áttu að hefjast í september. Chris Columbus sagði að leikarinn yrði að hafa sams konar sál og Harry, hann yrði að hafa meiri dýpt en algengt væri með 11 ára stráka. Davis Heyman, framleiðandi mynd- arinnar, og Steve Kloves, handritshöf- undur, voru orðnir heldur örvænting- arfullir. Kvöld eitt ákváðu þeir að skreppa í leikhús og þar rak Heyman augun í dreng, sem honum fannst vera hinn eini sanni Potter. Í ljós kom að Heyman kannaðist við föður drengs- ins og hann heilsaði upp á þá feðga fyrir sýninguna. Honum reyndist erf- itt að hafa hugann við leiksýninguna, enda var hann alltaf að líta um öxl á drenginn, Daniel Radcliffe. Radcliffe fór í fjórar prufutökur og var svo valinn til að leika þetta eft- irsótta hlutverk. Hann er enginn ný- græðingur í leiklistinni, lék til dæmis David Copperfield í breskri sjón- varpsmynd. Hann hafði sýnt áhuga á hlutverki Potters, en foreldrar hans töldu nóg komið af leiklistinni í bili og vildu því ekki að hann sæktist eftir hlutverkinu. En þá sóttist hlutverkið bara eftir honum. Rowling lýsti því svo, þegar hún sá prufuupptöku með Radcliffe, að líðan hennar hafi verið eins og hún hefði endurheimt glat- aðan son. Það er heldur enginn vafi, þegar horft er á myndina, að Daniel Radcliffe er Harry Potter. Þau Emma Watson og Rupert Grint, sem leika Hermione og Ron, höfðu ekki leikið áður en þau fengu hlutverkin í myndinni, en standa sig bæði eins og þaulvanir leikarar. Auk krakkanna þriggja í stærstu hlutverkunum tóku um tvö þúsund önnur börn þátt í myndinni í smærri hlutverkum. Þessi barnafjöldi skap- aði sérstakan vanda, því bresk lög kveða á um að barnungir leikarar megi ekki vinna meira en fjóra tíma á dag og kvikmyndaverið verður að sjá þeim fyrir kennslu, í minnst þrjá en mest fimm tíma á dag. „Mjólkurflöskur í skóm“ Börnin sköpuðu annan vanda, sem ástralski kvikmyndatökumaðurinn John Seale var óvanur að fást við. Bresku börnin eru nefnilega miklu fölari en jafnaldrar þeirra í Ástralíu og Bandaríkjunum. „Mjólkurflöskur í skóm“ mun vera lýsingin sem Seale gaf þeim. Honum líkaði ekki hvítur húðliturinn, en sá við því með því að setja sérstaka síu á linsu kvikmynda- vélarinnar. Kvikmyndagerðarmennirnir leit- uðu vítt og breitt um Bretland eftir Harry, Hermione og Ron horfast í augu við þríhöfða hundinn Hnoðra. Potter-molar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.