Morgunblaðið - 25.11.2001, Side 5

Morgunblaðið - 25.11.2001, Side 5
tökustöðum. Sum atriðanna voru tekin við Gloucester-dómkirkju og Durham-dómkirkju, en þær eru báð- ar frá um 1100. Christ Church Col- lege við Oxford-háskóla kom einnig við sögu. Oxford Divinity School er í hlutverki skólaspítalans og Bodleian- bókasafnið breyttist í bókasafn Hogwarts-skóla. Kastali hertogans af Norðumbralandi og skógarnir á landareigninni eru einnig áberandi í myndinni. Breska ferðamálaráðið ætlar að nýta sér vinsældir Harry Potter og hefur látið útbúa sérstakt kort, þar sem merkt er við helstu tökustaðina. Hins vegar var megnið af myndinni tekið í risastóru kvik- myndaveri. Auk barnanna leikur fjöldinn allur af þekktum, breskum leikurum í myndinni. Í þeim hópi eru t.d. Rich- ard Harris, sem leikur Dumbledore skólastjóra, Zoë Wanamaker leikur fröken Hooch, kennara í töfrakúst- flugi og Quidditch dómara, Robbie Coltrane leikur Rubeus Hagrid skógarvörð, og Maggie Smith leikur McGonagall prófessor, sem kennir ummyndun. Höfundurinn, Joanne Kathleen Rowling, átti stærstan hlut í að velja þessa leikara, því hún lét kvikmynda- gerðarmennina fá lista yfir þá sem henni fannst best passa í hlutverkin. Þeir sem unnu að myndinni segja að hún hafi ótrúlega yfirsýn yfir allar söguhetjur bóka sinna. Það hafi kom- ið oftar en einu sinni fyrir að hún hafi bannað kvikmyndagerðarmönnun- um einhverjar smávægilegar breyt- ingar, með vísan til þess að þá gengi söguþráðurinn í sjöttu eða sjöundu bók ekki upp. Sjö ára skólaganga Potters virðist því nánast fullmótuð í huga rithöfundarins, þótt ekki séu komnar út bækur nema um fyrstu fjögur árin. Sú fimmta kemur út á næsta ári. Hvernig er neistaflug úr töfrasprotum? Að sama skapi komu kvikmynda- gerðarmennirnir aldrei að tómum kofunum hjá Rowling um önnur at- riði, til dæmis hvaða litur ætti að vera á keppnisbúningum Quidditch-lið- anna eða hvernig neistar kæmu úr töfrasprotum. Ýmislegt, sem líklega mun aldrei koma fram í bókunum, er fullmótað í huga hennar. Hún hefur til dæmis skýrt frá því að hún viti ná- kvæmlega hvernig æska Severus Snape var, en hann kennir töfra- drykkjagerð við Hogwarts. Steve Kloves handritshöfundur sagðist hafa spurt hana um móður Harry Potters og fjölskyldu hennar og feng- ið greið svör. Í blaðaviðtölum hefur hún sagt að það sé henni eðlilegasti hlutur í heimi að móta ævi söguhetja sinna frá vöggu til grafar, þótt hún riti aðeins um hluta hennar. Með þessu móti nái hún að setja sig í fót- spor söguhetjanna og það tryggi að hún geti ritað um viðbrögð þeirra við hverju sem á dynur. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2001 B 5

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.