Morgunblaðið - 25.11.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.11.2001, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SKÁLPANES OG ÞINGVELLIR, HJALTEYRI OG SUÐURSVEIT Tyllt niður tánni HJALTEYRI er um það bil miðja vegu milli Akureyrar og Dalvíkur, en sést hinsvegar ekki frá aðalveginum. Þangað liggur malbikaður 3 km afleggjari og það er vel þess virði að leggja lykkju á leið sína og sjá þau mögnuðu mannvirki síldaráranna, sem þar standa; gríðarleg steinsteypuhús, tanka og hinn mynd- arlega reykháf. Það var útgerðarfélagið Kveldúlfur sem byggði síldarverksmiðjuna og hófust framkvæmdir veturinn 1936. Mikið var í húfi að verksmiðjan yrði tilbúin í júní vorið eftir. En því aðeins var hægt að nota veturinn til að koma verksmiðjunni upp, að hægt væri að hita steypuna. Það var gert þarna í fyrsta sinn á Íslandi; sjór hitaður upp í 35 gráður í gufukatli og steypan var 20 gráðu heit þegar hún var sett í mótin og það dugði. Stóðst á endum, að verksmiðjan var tilbúin þegar fyrsti síldarfarmurinn kom, en því miður stóð ævintýrið ekki lengi. Hluti húsanna er nú nýttur undir lúðueldi. Síldin kom og síldin fór – á Hjalteyri HAUSTSVIPURINN er allsráðandi í þessar birkið í Bláskógaheiðinni hefur að fullu og öll haustlitanna og fyrstu snjókornin hafa fallið á Kálfstinda- og Tindaskaga. Fegurðin ríkir en er annars konar fegurð en að sumarlagi. Myn stígnum sem liggur upp að Öxarárfossi og þa skóginn, sem verið hefur eins lengi í þessari h muna, en aldrei orðið eðlilegur hluti af þessu Umdeildur b TILRAUNIR í þá veru að endurvekja burstabæjarstílinn í sveitum eftir að steinsteypa koma til sögunnar voru gerðar á nokkrum stöðum, en náðu ekki fót- festu. Eftirtektarvert er að í Suðursveit var byggt upp á fjórum bæjum í þessum stíl: Í Hala, Borgarhöfn, Reynivöllum og á Breiðabólstað. Þarna voru á ferð- inni áhrif frá Guðjóni Samúelssyni, en í Suðursveit var stíllinn ekki kenndur við hann, heldur Jónas Jónsson frá Hriflu; kallaður Jónasarstíll. Burstabærinn í Hala stendur enn í góðu gildi; elzta burstin byggð 1934, tvær til viðbótar 1937–38 og síðar voru fjós og hlaða byggð í sama stíl. Að þessum byggingum stóð Steinþór Þórðarson, bóndi í Hala, bróðir Þórbergs rithöfundar. Bænum var breytt að innanverðu 1938 og nokkrum sinnum síðar. Uppi undir súðinni eru 6 svefnherbergi og sérstætt var, að þaðan var innangengt í fjósið, sem var í burstunum lengst til vinstri á myndinni. Hér hefur tekizt vel að end- urvekja burstabæjarstílinn; bærinn er reisulegur, en sama verður því miður ekki sagt um skúrbyggingar sem risu á fjölda sveitabæja á næstu áratugum. Hali í Suðursveit

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.