Morgunblaðið - 25.11.2001, Side 16

Morgunblaðið - 25.11.2001, Side 16
16 B SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ferðalög Hver er eft- irminnilegasta ferðin þín? Ég fór til Moskvu núna í nóvember með ferða- klúbbi þrennra hjóna sem ég hef verið félagi í í um 12 ár. Við höfum farið í borgarferðir vítt og breitt um heiminn. Í hvert skipti er einn valinn borgarstjóri og ræð- ur hann hvert ferðinni er heitið og skipuleggur ferðina. Í þetta sinn var ég borgarstjóri og héldu margir að ég væri orðin eitthvað skrýtin þegar ég valdi að fara til Moskvu og það í nóvember. En ég stóð fast við þessa ákvörðun. Hvað kom mest á óvart? Ég bjóst satt að segja við að sjá gamlar konur í vatteruðum kápum með klúta á höfði í biðröðum úti um alla borg. En það var öðru nær. Í mínum huga er Moskva stórkostleg borg með fallegum byggingum og götum og þar sem við fórum um var ákaflega snyrtilegt. Fólkið á göt- unum var glæsilega klætt. Konur oft í síðum kápum með loðkraga eða síðum leðurkápum og leðurstígvélum og karlarnir í síðum frökkum eða leðurfrökkum. Ég hef heimsótt margar borgir að vetri til og hvergi séð eins fallega klætt fólk. Ég geri mér samt grein fyrir að margt fólk í Moskvu býr við örbirgð, en við sáum það ekki á ferðum okkar um borgina. Hvernig var gistingin? Við gistum á Hótel Arbat sem var í eigu kommúnistaflokksins á sínum tíma. Ég valdi þetta hótel sérstaklega til þess að reyna að komast sem næst andrúmsloftinu í borginni því hún er orðin mjög vestræn á síð- ustu árum. Hótelið var mjög gott og starfsfólkið einnig. Staðsetningin var einnig góð því stutt var fyrir okkur að komast á aðalgöngugötuna, Ulitsa Arbat. Þá var einnig stutt að fara til Kreml og á Rauða torgið. Hvernig var maturinn? Allur matur sem við fengum var mjög góður. Ég hafði fengið Hauk Hauksson, sem býr í borginni, í lið með mér því mig langaði til að fá að smakka rússneskan mat. Hann kom okkur inn í einkaklúbb þar sem við fengum marga kalda rússneska rétti, meðal annars kavíar og blini. En fjölmargt annað var á borðum og minnti margt mig á þorramatinn okkar. Þá fengum við líka nautatungu, reyktan fisk og reykt kjöt og mér kom á óvart hvað þetta var allt bragðgott. Við fórum líka að borða á veitingahúsinu Samovar sem er svona venjulegt veitingahús með alls konar réttum sem við erum vön, svo sem steikum, andakjöti og fleiru, en maturinn þar var mjög fínn. Fjölbreytnin er orðin mikil í Moskvu og fyrsta kvöldið fengum við okkur til dæmis bara pítsu því við komum svo seint til borgarinnar. Hver var helsta dægradvölin? Við fórum í útsýnisferð, en Íslendingurinn sem ég nefndi áðan útveg- aði okkur litla rútu til fararinnar. Einnig prófuðum við að fara í spilavíti þar sem ein konan úr hópnum vann dágóða upphæð. Þetta voru rúbl- ur sem ekki má fara með úr landi svo hinir ferðafélagarnir fengu lán- að hjá viðkomandi og svo var bara að eyða afganginum. Við fórum einnig í Bolshoj-leikhúsið og sáum óperuna Boris Gudunov. Er gott að versla í Moskvu? Ég get nú varla sagt það. Þó er hægt að fá föt á svipuðu verði og hér heima. Ef fólk hefur áhuga á að kaupa rússneska hluti eru þeir á sanngjörnu verði. Við fórum reyndar í GUM-verslunarmiðstöðina en þar er verðlag svimandi hátt. Ég mátaði mjög fallegan gallajakka sem var fóðraður með kanínuskinni og með loðkraga úr refaskinni og kost- aði hann litlar 150.000 krónur. Flíkur fóru alveg upp í 200.000 krónur og vel það. Mundir þú mæla með svona ferð? Alveg hiklaust. En það þarf að undirbúa ferðina mjög vel. Í fyrsta lagi þarf að sækja um vegabréfsáritun með löngum fyrirvara. Við flugum með Flugleiðum til Stokkhólms og þaðan með SAS til Moskvu. Á heimleiðinni fórum við um Kaupmannahöfn. Allar upplýsingar er hægt að fá á Netinu, til dæmis með því að leita að Moscow, en bestu upp- lýsingarnar er í raun að fá í hvítu ferðahandbókinni um Moskvu frá Eywitness sem fæst í bókaverslunum. Einnig ber að hafa í huga að einhver kunnátta í rússneska stafrófinu er nauðsynleg því enskukunnátta er ekki mikil. Starfsfólk hótelsins skrifaði gjarnan áfangastaði okkar á miða á rússnesku sem við gát- um afhent leigubílstjórunum. Svo fundum við leigubílstjóra sem talaði ensku og pönt- uðum hann og félaga hans eftir það. Flest kom á óvart í Moskvu Hrafnhildur Sigurð- ardóttir, grafískur hönnuður, er ný- komin heim úr eft- irminnilegri ferð til Moskvu. Borgin var allt öðruvísi en hún hafði búist við og flest sem fyrir augu bar kom á óvart. Hvaðan ertu að koma? KOMIÐ er fram yfir miðjan dag og tapasbarirnir orðnir fullir af fólki. Það er sunnudagur og ferðinni er heitið á nautaat, hina umdeildu þjóð- aríþrótt Spánverja suður í Andalús- íu. Þjóðaríþrótt er þó kannski ekki réttnefni á viðburðinum, því að í um- fjöllun blaðanna daginn áður var ekki fjallað um nautaatið á íþrótta- síðunum, heldur á menningarsíðun- um. Nautaat er umdeilt. Í huga margra er erfitt að fella sig við að það teljist skemmtun að eyða nærri hálftíma í að drepa nautið. Það sé ekkert annað en ill og ómannúleg meðferð á dýrum. Aðrir benda á að nautaat sé aldagömul hefð samofin þjóðarvitund Spánverja. Að auki séu nautin alin við bestu hugsanleg skil- yrði í 2–3 ár, sérstaklega til að taka þátt í atinu. Aðbúnaður slíkra nauta, toro bravo, sé allt annar og betri en í hefðbundinni nautgriparækt. Þar að auki séu þau síðan drepin í einvígi þar sem líf nautabanans er lagt undir og að síðustu endi kjötið á markaði. En þrátt fyrir að nautaatið sé um- deilt eru vinsældir þess óumdeilan- legar og aðsókn jafnan mikil. Við vorum búin að verða okkur úti um þokkaleg sæti á nautaat í litlum hring skammt utan við borgina Se- villa. Þetta var snemma vors, áður en hið eiginlega nautaatstímabil byrjar í Sevilla. Svona öt eru kölluð novedil- las en þar koma oft fram þekktir nautabanar til þess að hita upp fyrir aðaltímabilið, auk þess sem minna þekktir menn úr viðkomandi þorpi fá að spreyta sig. Á dagskrá voru nokkrir nautabanar og ætlunin að þeir myndu fella samtals 8 naut þennan sólríka sunnudagseftirmið- dag. Það er hefðbundinn tími fyrir nautaat, en þá er brennandi sólin far- in á lækka á lofti. Nafn bókar Ernest Hemingway, Dauðinn um nónbil (Death in the Afternoon) þar sem hann lýsir nautaati á Spáni er ein- mitt skírskotun til tímasetningarinn- ar. Bókin er afar góður leiðarvísir að því sem fram fer og gagnleg lesning til þess að skilja gang mála í hringn- um. Í nágrenni nautaatshringja eru jafnan fjölmargir tapasbarir þar sem segja má að fyrsti kafli nautaatsins fari fram. Barirnir fyllast af fólki nokkru áður en atið hefst. Þar er ver- ið að spá í dagsform nautabananna, hvaða nauti eigi að etja gegn þeim og aðra slíka hluti, ásamt því að fá sér hressingu. Við lentum til að mynda í miðjum samræðum um hornstýfingu nautanna. Sá siður var tekinn upp fyrir nokkrum áratugum að snyrta horn nautanna þannig að þau séu ekki eins hvöss og haf þeirra minna. Þetta var gert af öryggisástæðum fyrir nautabanana. Um þetta voru viðmælendur okkar á barnum ekki sammála. Sumum fannst þetta vera sjálfsagt til að minnka hættu á slys- um en öðrum fannst þarna verið að gera leikinn ójafnan. Möguleikar nautsins að stanga af sér nautaban- ann væru minni. Eftir nokkrar sneið- ar af Jamon-skinku ásamt ljúffengu Tio Pepe fino sérríi á tapasbarnum var klukkan farin að nálgast sex og tímabært að fara í hringinn. Einn þekktasti nautabani Spánar Stemmningin var orðin góð á pöll- unum þegar við komum þangað og atið að hefjast. Nautaat er flókið fyr- irbæri. Nautið og nautabaninn eru auðvitað aðalpersónurnar, en að auki taka fjöldamargir aðstoðarmenn þátt í atinu. Gegna þeir mismunandi hlutverkum við að þreyta nautið og veikja, meðal annars með því að særa það í hnakkavöðvana. Fyrstur á dagskrá var nautabaninn Enrique Ponce, sem er í dag einn þekktasti nautabani Spánar. Gerði nautið ítrekaðar atlögur að honum, en hann sýndi snilli sína með því að smjúga naumlega undan með úthugsuðum hreyfingum. Þannig minnti hann oft mest á listdansara og því nær sem hann straukst við nautið, því hærra ¡olé! hrópuðu áhorfendurnir. Þegar nautið virtist aðframkomið stillti Enrique sér upp fyrir banastunguna. Hann stóð teinréttur með sverðið hátt á lofti andspænis nautinu, sem drúpti höfði helsært vegna þess sem á undan var gengið. Síðan keyrði hann sverðið á kaf ofan í hnakka nautsins. Segja sumir að banastung- an skilji á milli góðs og slæms nauta- bana. Takist honum ekki að drepa nautið í einni stungu er yfirleitt pú- að. Okkar maður gerði þetta hins vegar einstaklega snyrtilega, ein stunga og nautið lyppaðist niður steindautt. Nautshræið var síðan dregið í snarheitum út úr hringnum. Þegar búið var að losna við hræið gekk Enrique Ponce nautabani sig- urhring og tók við fagnaðarlátum áhorfenda. Síðan hófst nýtt at með nýju nauti og öðrum nautabana. Jón Geir Pétursson og Kristín Lóa Ólafsdóttir fjalla um hina umdeildu þjóðaríþrótt á Suður-Spáni Illmennska eða aldagömul hefð Enrique Ponce nautabani drepur eitt nautið með snöggri banastungu, en Ponce er einn sá þekktasti í sinni grein á Spáni. Hotel Arbat Plotnikov Pereulok 12 Moskva Sími: 244 7635. Samovar 13 Myasnitskaya Ulitsa Moskva Sími: 921 4688 Tenglar: Þeir sem eru áhuga- samir um nautaat ættu að skoða þessar vefsíður: http:// www.torosensevilla.com http://mundo-taurino.org/ Þessar síður eru með miklu af upplýsingum um nautaat. Þar er einnig að finna dagskrá nau- taata á Spáni. LESTARSTÖÐVAR neðanjarðar í Madrid eru ekki eins og fólk á að venjast, segir Antor Travelguide. Hægt er að sækja listviðburði, hlusta á tónleika eða horfa á ballett- eða danssýningar neðanjarðar, sem mun hafa notið mikillar hylli meðal farþega í fyrra. Sýnd voru verk eftir Picasso, Juan Gris og Chillida og efnt til mikillar tónlistarhátíðar, svo eitthvað sé nefnt. Auk þess að njóta menningarviðburða geta lestarf- arþegar þjálfað skrokkinn meðan þeir bíða eftir fari, sýnist þeim svo, segir Antor enn- fremur, því Nike hefur sett upp líkamsræktarmiðstöð á Ciudad Universitaria- viðkomustöðinni þar sem aðgangur er ókeypis. Meðal þess sem hægt er að leggja stund á er þolfimi, tai-chi og suður-amerískir dansar. Loks er þess getið að frá og með árinu 2003 geta far- þegar nýtt neðanjarðarlest- ina til þess að komast út á flugvöll án þess að þurfa að skipta þrisvar um lest. Einnig verð- ur hægt að innrita farangur á lest- arstöðvunum í stað þess að þurfa að burðast með hann í lestina og alla leið út á flugvöll, segir loks. Listviðburðir og leikfimi á lestarstöðv- um í Madrid Ljósmyndir/Jón Geir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.