Morgunblaðið - 25.11.2001, Page 17
Gönguleyfi eru nauðsynleg.
Þau má kaupa í Kathmandu
eða Pokhara fyrir helmingi
minni upphæð en ef greitt er
fyrir þau í fyrsta gönguþorpi.
Besti tíminn til að ferðast um
Nepal er í október/nóvember
þegar regntímanum er nýlokið.
Febrúar til apríl er næstbesti
tíminn.
Tímamunur eru 5 klst. og 45
mínútur.
Vegabréfsáritanir eru nauð-
synlegar og fást við komu á
flugvellinum í Kathmandu.
1 nepölsk rúpía = 1,47 krónur.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2001 B 17
ferðalög
njóta fegurðar fjallanna í Nepal.
Leiðin er vel þekkt og vinsæl þannig
að auðvelt er að rata hana, ef menn
vilja ganga á eigin vegum. Auk þess
eru mörg þorp á leiðinni og margir
heimamenn á ferð sem hægt er að
spyrja til vegar. Samt sem áður get-
ur líka verið hentugt að ganga þessa
leið með burðarmanni og leiðsögu-
manni til að fá fróðleikinn um svæðið
beint í æð og sleppa við að bera
þungan bakpokann í þunnu fjalla-
loftinu.
Ég læt Harald Örn Ólafsson um
að ganga upp í
grunnbúðir
Everest fjalls og
þaðan upp á tind,
en sjálf sá ég um
að fljúga upp til
Jomsom, sem er
í 2.700 metra
hæð, og ganga
þaðan til byggða.
Leiðin liggur þá að mestu leyti á
jafnsléttu eða niður á við að unda-
skildum einum degi þar sem gengið
er frá þorpinu Tatopani, sem er í
1.180 metra hæð, að þorpinu Ghor-
apani í 2.775 metra hæð, en í Tatop-
ani eru meðal annars heitar lindir.
Gengnir eru u.þ.b. 20–25 km á hverj-
um degi. Ef menn kjósa, geta þeir
bætt tveimur dögum í gönguna með
því að ganga frá Jomsom til Mukt-
inath, sem er áfangastaður píla-
gríma af Búdda- og Hindúatrú. Í
gömlu musteri í Muktinath brennur
hinn eilífi logi og er hann meðal þess
NEPAL hefur verið vinsælt meðal
ferðamanna undanfarin ár. Morðin á
konungsfjölskyldunni fyrr á þessu
ári og óstöðugt pólitískt ástand hafa
þó haft einhver áhrif á fjölda ferða-
manna sem þangað hefur komið í ár.
Nýlega voru þó gefnar út yfirlýsing-
ar um að ástandið væri öruggt fyrir
ferðamenn og ætti því að vera óhætt
að fara þangað á næstunni.
Flestir ferðamenn koma til Nepal
til að fara í gönguferðir um magnað
fjalllendi landsins. Vinsælustu
gönguferðirnar eru annars vegar
þriggja vikna
gönguferð upp að
grunnbúðum
Everest og hins
vegar þriggja
vikna hringferð í
grennd við Ann-
apurna-fjallgarð-
inn. Síðarnefnda
kostinn þarf
reyndar ekki að ganga allan og það
er einmitt val sem margir nýta sér. Á
miðri leið, í smáþorpinu Jomsom, er
flugvöllur, en margir nýta sér að
hefja gönguna þaðan eftir að hafa
flogið þangað – eða ljúka henni þar
og fljúga heim. Með því fæst u.þ.b.
sex til sjö daga löng gönguferð um
hásléttur og fjallgarða Nepals.
Áfangastaður pílagríma
í 3.800 metra hæð
Gönguferðin er mjög hentug fyrir
þá sem ekki hafa tíma til að ganga í
þrjár vikur, en vilja samt sem áður
sem dregur trúaða pílagríma og
þreytt göngufólk upp í 3.800 metra
hæð.
Gönguferð frá Muktinath um Kali
Gandaki-dalinn og niður til borgar-
innar Pokhara er bæði fögur og
hæfilega erfið. Á milli þess sem mað-
ur nýtur guðdómlegrar náttúrufeg-
urðar innan um hvíta tinda Annap-
urna-fjallgarðsins stoppar maður í
litlum þorpum til að gista og fá sér að
borða. Þorpin eru oft mjög forvitni-
leg og falleg auk þess sem þau eru
mörg mjög gömul. Íbúar þeirra taka
ferðafólki oftast mjög vel þrátt fyrir
að flestir tali litla eða enga ensku.
Sumir eru þó greinilega orðnir
þreyttir á stöðugum straumi vel bú-
inna vestrænna göngugarpa og
nenna ekki lengur að kasta kveðju á
þá eða leyfa þeim að taka myndir af
sér.
Gisting og matur eru mjög ódýr á
þessum slóðum og mun ódýrari en í
höfuðborginni Kathmandu. Sé
ferðast með ferðaskrifstofu má gera
ráð fyrir að borga töluvert hærri
upphæð fyrir ferðina en ef ferðast er
á eigin vegum.
Það sem mesta undrun vekur á
þessari leið er að mæta mjóslegnum
mönnum með heilt hænsnabú á bak-
inu eða litlum börnum með stóra
kassa – og að minnsta kosti fimm
kílómetrar í næsta þorp.
Þótt náttúrufegurð Nepal sé ótrú-
leg og nánast engu lík verðskuldar
skrautleg menningin einnig athygli
og gott að gera ráð fyrir viku eða
meira til að sinna henni alfarið.
Morgunblaðið/Ragna Sara
Landslagið í Nepal er yfirþyrmandi, hrikalegt og fallegt. Hér hvílist þreyttur
burðarmaður og nýtur útsýnisins yfir Annapurna-fjöllin.
Hátindar Nepals
Tenglar: Allar praktískar
upplýsingar:
www.trekinfo.com
www.travel-nepal.com
Fréttir:
www.nepalnews.com
Fróðleiksmolar
ferðalangsins
Ragna Sara Jónsdóttir rsj@mbl.is
MOLAR
fiú safnar punktum hjá okkur...
me› flví a› nota Fríkorti› á næstu vikum.
En flú getur líka unni› utanlandsfer› fyrir
200.000 krónur e›a vöruúttekt fyrir jólin.
Í hvert sinn sem flú framvísar kortinu á tímabilinu 20.nóv. til 23.des.
fer nafni› flitt í pott. Ef flú framvísar flví tíu sinnum áttu tíu „mi›a“ í
pottinum flegar a›alvinningurinn ver›ur dreginn út á fiorláksmessu.
Aukavinningar ver›a dregnir út vikulega.
fiú safnar au›vita› punktum
Alveg gæti ég flegi› utanlandsfer› fyrir
fjölskylduna me› flví a› safna punktum. Nú
e›a vöruúttekt fyrir 10.000 krónur! Svo má
tvöfalda möguleikana me› flví a› svara
nokkrum spurningum á www.frikort.is
Lífi› á sína gó›u punkta!
Váá!