Morgunblaðið - 25.11.2001, Side 18
Jeep Liberty
210 hestafla.
Skemmtileg
hönnun og góður
í akstri utan vega
sem innan
SUZUKI er að kynna
Wagon R í nýrri útgáfu í
Japan þessa dagana.
Wagon R er mjög vin-
sæll bíll í Japan og einn
af söluhæstu bílunum
þar í landi. Nýi bíllinn kallast Wagon MR og hefur
fengið nútímalegra útlit. Farnar eru skörpu línurnar
og kassalagið. Fyrst um sinn er bíllinn boðinn með
tveimur mismunandi bensínvélum sem smíðaðar
eru að stærstum hluta úr áli. Þar er um að ræða 54
og 60 hestafla vélar. Þetta er lítill og afar hentugur
borgarbíll með beygjuhring upp á aðeins 4,2 metra.
Ekki er ljóst hvenær nýi bíllinn verður seldur í Evr-
ópu. Líklegt þykir þó að frumkynning á bílnum verði
einhvern tíma á næsta ári.
Nýr Wagon R
FLESTIR sem fylgjast með bílum vita að von er
á nýjum Range Rover snemma á næsta ári. Færri
vita hins vegar að tilbúinn Range Rover af nýju
kynslóðinni var fluttur hingað til lands í haust og
ljósmyndaður í íslenskri náttúru fyrir auglýsingar.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Land Rover kýs Ís-
land sem verustað því sl. haust var efnt til kynn-
ingar meðal bandarískra bílablaðamanna á Land
Rover Freelander V6.
Auglýsingar gerðar á Íslandi
OPEL Vivaro var kjörinn sendibíll ársins 2002 í
Danmörku á dögunum. Vivaro og systurbíllinn Ren-
ault Trafic fengu 108 stig af 110 stigum mögulegum
en fyrir valinu stóð ellefu manna dómnefnd Félags
danskra bílablaðamanna. Vivaro fékk 52 stigum
meira en næstu bílar. Opel Combo varð síðan í
þriðja sæti í valinu. Leyfileg heildarþyngd hins nýja
Vivaro er 2,8 tonn og ber hann allt að 1,2 tonn. Í
umsögn dómnefndar sagði m.a. að bíllinn hefði
aksturseiginleika eins og fólksbíll.
Vivaro sendibíll ársins
í Danmörku
PEUGEOT 307 hefur verið val-
inn bíll ársins 2002 í Evrópu.
Þetta er eftirsóttasti titill sem
bílaframleiðendum stendur til
boða í Evrópu og rós í hnappagat
Peugeot. Í næstu tveimur sætum
voru Renault Laguna og Fiat
Stilo. Síðan komu Mini Cooper,
Honda Civic, Citroën C5 og Jag-
uar X-type.
Í fyrra var Alfa Romeo 147 val-
inn bíll ársins í Evrópu og hafði
sigur af Ford Mondeo með einu
stigi. 29 bílar kepptu um útnefn-
inguna að þessu sinni en á end-
anum voru 7 bílar eftir. Mæli-
kvarðarnir eru verð og nýjungar
á sviði öryggis, umhverfisvernd
og daglegt notagildi. Í dómnefnd
eru 56 bílablaðamenn frá flestum
löndum Evrópu.
Peugeot 307, bíll ársins í Evr-
ópu 2002, er að mörgu leyti ein-
hver mest spennandi bíll síðari
ára. Í umsögn um bílinn á þessum
síðum í ágúst sl. var þess m.a. get-
ið að við hönnun bílsins tókst að
skapa fremur lítinn bíl með mjög
mikið innanrými, meira en í
mörgum stærri bílum. Auk þess
er bíllinn afar þægilegur í allri
umgengni og auðvelt að stíga inn
og út úr honum. Hann skortir í
engu rómaða aksturseiginleika
Peugeot og veggrip. Eftirtektar-
vert er t.d. hve þetta hár bíll er
reistur í beygjum og laus við að
leggjast til. Hann er sömuleiðis
vel búinn og vandaður frágangur
blasir hvarvetna við. Með 1,6 l vél
kostar fimm dyra gerðin af Peug-
eot 307 frá 1.699.000 kr.
Peugeot 307 – bíll ársins í Evrópu
Morgunblaðið/Jim Smart
Peugeot 307, bíll ársins í Evrópu.
Peugeot 307 – 286 stig.
Renault Laguna – 244 stig.
Fiat Stilo – 243 stig.
Mini Cooper – 213 stig.
Honda Civic – 174 stig.
Citroën C5 – 119 stig.
Jaguar X-type – 96 stig.
Sjö efstu
bílarnir
Verð: 1.699.000 kr.
Vél: 4 strokkar,
1.587 rsm, 110
hestöfl við 5.750
sn./mín., 147 Nm
tog við 4.000 sn./
mín.
Hröðun: 11,6 sek-
úndur úr kyrrstöðu í
100 km/klst.
Hámarkshraði: 190
km/klst.
Eyðsla: 7,2 lítrar í
blönduðum akstri.
Lengd: 4,20 m.
Hæð: 1,51 m.
Breidd: 1,75 m.
Þyngd: 1.310 kg.
Tölur um Peugeot
307 XR 1,6
DÍSILBÍLAR eru að meðaltali um 50 kg þyngri en bensínbílar en þeir
eyða engu að síður að meðaltali 28,6% minna af eldsneyti en bens-
ínbílar. Í samantekt Bílgreinasambandsins sést að meðaleyðsla bensínbíla
1.528 kg til 2.095 kg þungra er 10,15 lítrar á hverja 100 km meðan með-
aleyðsla dísilbíls er 7,52 lítrar á hundraðið. Eyðsla miðað við hvert kg er
m.ö.o. að jafnaði 0,0063 lítrar hjá bensínbílum en 0,0045 lítrar hjá dís-
ilbílum. Auk þess leiðir skoðun Bílgreinasambandsins til þeirrar nið-
urstöðu að mun minna magn af koltvísýringi er í útblæstri dísilbíla en
bensínbíla. Að jafnaði blása dísilbílar frá sér 199 grömmum af koltvísýr-
ingi á hver ekinn kílómetra en bensínbílar 243 grömmum.
Dísilbílar
eyða og menga
minna
!
"!
"
#$%
"
"
#
$$
"
!!
&$
&
& !
&#
!
!%!
!&
%!$
%#
'!!
!" "#$%
'
(
!
!!!%!
!!!%$
!!!
!!!%
!!!%!
!!!%
!!!%$
!!!%$
!!!%#
!!!%#
!!!%#
&"!'#"#$%
'
)
$
!!!"#
!!!"
!!!"!
!!!""
!!!"!
!!!"%
!!!"
!!!"&
!!!"%
!!!!
!!!"
'!!