Morgunblaðið - 25.11.2001, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2001 B 21
bílar
Marmofloor,
það nýjasta
í náttúrulegum
gólfefnum
Marmofloor fylgja skýr fyrirmæli um lagningu og hægt er
að leggja það í einni svipan, af því að plöturnar eru límbornar
— og nú þarf ekki að bíða þess að límið þorni.
Marmofloor er hið ákjósanlega parketgólf,
klætt náttúrulegu Marmoleum.
Marmofloor fæst í 18 nýjum litum
Klappað
og
klárt-Beint á gólfið
KJARAN EHF • SÍÐUMÚLI 14 • 108 REYKJAVÍK
SÍMAR 510 5510 • 510 550
WWW.KJARAN.IS
DAIHATSU og Toyota hafa með sér
samstarf og gestir á bílasýningunni
í Tókýó sáu það glöggt að ágætt
samkomulag er þar á milli. Sýning-
arsvæðin voru samhliða og runnu
meira að segja saman þar sem
væntanlegir sportbílar voru sýndir,
þ.e. Toyota FXS og Daihatsu
Copen.
Daihatsu er einkum þekkt fyrir
framleiðslu á smábílum en sýndi á
sér alveg nýja hlið í Tókýó með
Copen, opna smábílnum. Hann er
reynar með stáltoppi en hann er
niðurfellanlegur í skottið, líkt og
Toyota MR2. En Copen er smábíll
þrátt fyrir allt. Hann er 3,40 m á
lengd og honum er greinilega ætlað
að etja kappi við bíla eins og Ford
StreetKa og Seat Tango. Bíllinn
kemur á markað í Evrópu seint á
næsta ári.
Vélin er ekki nema 660 rúm-
sentimetrar að slagrými en hún er
með forþjöppu og skilar að hámarki
66 hestöflum. Hann er sagður mun
aflmeiri og skemmtilegri í notkun
en hestaflatalan segir til um.
Þetta helgast að stórum hluta af
því hve léttbyggður bíllinn er. Allt
er gert til að spara vigt. Hann er
ekki með hliðarbelgjum og áklæði
eru efnisrýr. Hann er þó ekki illa
búinn að öðru leyti. Staðalbúnaður
er t.a.m. loftkæling, rafstýrðar rúð-
ur og rafstýrt þak. 25 sekúndur
tekur að breyta bílnum úr kúpubak
í opinn blæjubíl.
Daihatsu segir að með Copen
hafi verið gerð lítil eftirmynd af
Mercedes-Benz SLK. Ekki er þó
víst að forsvarsmenn Daimler-
Chrysler séu sama sinnis.
Daihatsu áætlar að selja allt að
20 þúsund bíla á ári og hefst salan
fyrst í Japan áður en bíllinn verður
boðinn í Evrópu.
Sýningarbíllinn var með rauðu leðri og sportlegur í útfærslu.
Copen á mark-
að í Evrópu
Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson
Daihatsu Copen er með opnanlegu þaki og 660 rsm vél.
STÖÐUGT er að bætast við ný tækni í
bíla sem krefst sífellt meiri orku. Bíla-
framleiðendur og birgjar virðast á einu
máli um að full þörf sé fyrir nýja gerð raf-
kerfis fyrir bíla af þessum sökum, þ.e. 42
volta kerfi. Birgjar áætla að rafbúnaður í
millistærðarbíl noti að meðaltali um 2 kW
af rafmagni. Því er spáð að árið 2010
verði raforkuþörf millistærðarbíls orðin
tvisvar sinnum meiri og í sumum tilfellum
allt upp í 10 kW.
Þrjár stoðir rafkerfisins eru rafallinn,
rafgeymirinn og sjálft dreifikerfið. Sjónir
framleiðenda hafa í auknum mæli beinst
að hagkvæmni sambyggðs startara og
rafals. En 42 volta kerfið gerir jafnframt
kröfu um nýja kynslóð af vélum, rofum og
skynjurum.
Með 42 volta rafkerfi er öll hefðbundin
notkun rafbúnaðar í bílum tryggð en auk
þess skapast tækifæri til að nýta rafmagn
til að knýja ýmsan annan búnað, eins og
t.d. stýrisvélar og vatnsdælur. Sumir hlut-
ir, eins og t.d. glóvír í ljósaperum, verða
þó enn um sinn að fá 14 volta spennu. Af
þessum sökum er líklegast talið að nýtt
42 volta kerfi verði einnig að bjóða upp á
breytilega spennu niður í 14 volt.
Bílaiðnaðurinn virðist hafa komist að
þeirri niðurstöðu að næsti staðall verði
42 volta kerfi en sem býður einnig upp á
14 volta spennu fyrst um sinn. Líklegast
mun tvívirkt rafspennukerfi af þessu tagi
(14 volt-42 volt) fyrst koma í dýra lúx-
usbíla en ætti síðan að verða algengara
þegar frá líður í ódýrari bílum. Búist er
við að tvívirka kerfið verði tekið í notkun
strax á næsta ári en fáeinir bílaframleið-
endur íhuga að kynna bíla með einungis
42 volta kerfinu frá og með árinu 2007.
42 volta kerfi
á döfinni