Morgunblaðið - 25.11.2001, Qupperneq 24
Ungu kvenstirnin á
Hollywood-hvelfingunni
Þær krefjast
milljón dollara
á hlutverk.
Að áliðnum vetri
munu Sambíóin frum-
sýna nýjustu spennu-
mynd leikstjórans
Camerons Crowe,
sem vakti athygli með
myndunum Jerry
Maguire og Almost
Famous. Sú nýjasta
nefnist Vanilla Sky og
er Hollywood útgáfa
Opnaðu augu þín, eftir Spánverjann
snjalla, Alejandro Amenábar (The Oth-
ers). Aðalhlutverkin eru í höndum Tom
Cruise og spönsku fegurðardísarinnar
Penélope Cruz. Hún lék einnig í frum-
myndinni, sem sýnd var ekki alls fyrir
löngu í Bíóborginni. Meðal annarra leikara
má nefna Kurt Russell og Cameron Diaz.
Cruz og Cruise
Tom Cruise og
Penelope Cruz:
Saman í end-
urgerð.
Smárabíóog Regnbog-
inn frumsýna á fyrstu mán-
uðum næsta árs gam-
anmyndina Joe
Somebody, eina jólamynd-
anna vestra. Með titilhlut-
verkið fer gamanleikarinn
Tim Allen, sjónvarpsþátta-
og kvikmyndaleikarinn vin-
sæli. Joe er fráskilinn, dug-
lítil og lítilsigld blók hjá
stórfyrirtæki. Þegar hann
er lúbarinn útaf bílastæði af vinnufélaga
sínum, og að dóttur sinni ásjáandi, ákveður
hann að roluhátturinn geti ekki gengið
lengra. Botninum sé náð. Jim Belushi leik-
ur fyrrverandi B-myndaleikara, núverandi
kennara í austrænum bardagíþróttum,
sem skólar Joe til, svo eitthvað rætist úr
honum. Leikstjóri er John Pasquin, sem
hefur reynslu af því að stjórna Allen í gam-
anmyndunumThe Santa Clause, Jungle
2Jungleog slatta af sjónvarpsþáttum
leikarans um Handlaginn heimilisföður.
Jói svarar fyrir sig
Tim Allen:
Rola snýr
vörn í sókn.
Sambíóinog Há-
skólabíó frumsýna eftir
áramótin gamandramað
The Majestic, nýjustu
mynd leikstjórans
Franks Darabont, sem
gert hefur stórmyndir úr
tveimur af skáldsögum
Stephen King; The
Shawshank Redempt-
ion og The Green Mile. Að þessu sinni
víðsfjarri hrollvekjunni, The Majestic dreg-
ur nafn sitt af kvikmyndahúsi sem rekið er
af manni sem álítur minnislausan mann
(Jim Carrey), son sinn, sem féll í Kór-
eustríðinu. Náunginn lenti hinsvegar í bíl-
slysi með þessum afleiðingum, í nágrenni
bæjarins þar sem The Majestic er mið-
punktur alls, enda gerist myndin á önd-
verðum fimmta áratugnum. Martin Land-
au leikur bíóeigandann, en með önnur
hlutverk fara m.a. Bob Balaban, Catherine
Dent, Hal Holbrookog James Whitmore.
Carrey og minnisleysið
Stephen King:
Gamandrama,
ekki hrollvekja.
Á vetrarmánuðum
munu Sambíóin frum-
sýna Disneymyndina
Snow Dogs, með Cuba
Gooding Jr., í aðal-
hlutverki, spennumynd
um Iditarod, hina
heimsfrægu hunda-
sleðakeppni á milli
Nome og Anchorage í
Alaska. Hún tekur oftast lungann af þrem
vikum, við hrikalegustu aðstæður á norð-
urhveli jarðar. Ofviðri, stórhríðar, myrkur
og mannskæða úlfa á næsta leiti. Gooding
leikur harðgeran son fyrrverandi sig-
urvegara í keppninni, sem er holdiklæddur
af James Coburn. (Það liggur í augum
uppi að móðirin hlýtur að vera afró-
amerísk). Myndin er byggð á bókinni
Winterdance: The Fine Madness of
Running the Iditarod, eftir Gary Paulsen,
sem byggist á eigin reynslu. Leikstjórn
annast Brian Levant (Jingle All the Way,
The Flintstones), sem að þessu sinni ein-
beitir sér að átökum og spennu.
17 dagar á hundasleða
Cuba Gooding,
Jr.: Keppni í
óblíðri náttúru.
ÁHUGAMENN um kvik-
myndir, ekki síst aðdáendur
leikarans Jims Carrey, eru á
því að hann eigi að fá að reyna
sig við dramatískari hlutverk í
framtíðinni. Vilja meina að hann
sé alhliða leikari sem kerfið er
að njörva niður í gamanleik og
tragikómedíur. Þeim til óbland-
innar ánægju hefur leikarinn
lokið við hina hádramatísku
The Majestic (sjá frétt ann-
arsstaðar á síðunni), sem frumsýnd verður í des-
ember. Á dögunum hóf hann undirbúning að tökum
The Children of the Dust Bowl, annarri mynd á al-
varlegu nótunum. Hún fjallar, einsog nafnið bendir
til, um fórnarlömb þurrkanna í Oklahoma og víðar, á
fjórða og fimmta áratugnum.
Carrey fæst við dramatíkina
Jim Carrey: Al-
varlegur í bragði?
GAMLIR sjónvarps-
þættir hafa oftar en
ekki orðið að vond-
um, óvinsælum kvik-
myndum. Svo var þó
ekki hvað snertir
Charlie’s Angels,
sem naut umtals-
verðrar aðsóknar eft-
ir kvikmyndalega
meðferð í Hollywood.
Leikstjórinn McG,
mun væntanlega
gera framhaldið og
viðræður standa yfir
við sjálfa englana, Cameron Diaz, Drew Barry-
more og Lu Liu.
Englar snúa aftur
Barrymore, Diaz og Liu:
Til í nýtt tusk?
HINN heimsþekkti kvik-
myndaframleiðandi, Ismail
Merchant, er að undirbúa gerð
stórmyndar, byggðrar á lífi þjóð-
skálds Indverja, nóbelsskáldsins
Rabindranath Tagore. Beng-
alski leikarinn Soumitra Chatt-
erjee, sem fer með hlutverk
ljóðskáldsins góða, er kunn-
astur fyrir leik í nokkrum mynda
Satyiats Ray. Kvikmyndatakan
hefst í næsta mánuði. Félagar
Merchants til fjölda ára, Jhabavala og Ivory,
verða ekki samstarfsmenn hans að þessu sinni.
Tagore vann Nóbelinn fyrir ljóðabókina Gitanjali.
Merchant myndar
höfuðskáld Indverja
Ismail Merch-
ant: Ævi
Tagores.
KUNNARA en frá þurfi að
segja að jafnvel heimskunnum
leikritaskáldum hefur mislukk-
ast að gera garðinn frægan í
kvikmyndaborginni. Til und-
antekninga teljast Arthur Mill-
er og Harold Pinter sem hefur
farnast þokkalega. Engum
gengur betur en David Mamet,
sem m.a. skrifaði handrit The
Postman Always Rings
Twice, The Verdict, The
Untouchables og Glengarry Glen Ross, þá síðast-
nefndu eftir eigin leikriti. Hann leikstýrði og skrifaði
House of Games, Things Change, Homicide, The
Spanish Prisoner og State and Main. Nýjasta verk
skáldsins/leikstjórans nefnist The Heist og verður
frumsýnt um helgina.
Hollywood og leikritaskáldin
David Mamet:
Frumsýnir
spennumynd.
FRUMSÝNINGU nýjustu
spennumyndar fyrrverandi of-
urstjörnu harðhausamynd-
anna, Arnolds Schwarzenegg-
er, hefur verið margseinkað.
Verkið, sem nefnist Collateral
Damage, átti fyrst að koma
fyrir sjónir manna í haust, síð-
ustu fréttir herma að enn hafi
myndinni verið seinkað; nú
fram í febrúar að ári. Ástæðan
er að Arnold leikur slökkviliðs-
mann í Los Angeles, sem gríp-
ur til eigin ráða er fjölskyldu hans er rænt af
hermdarverkamönnum. Kvikmyndaframleiðend-
urnir vildu leyfa löndum sínum að jafna sig á voða-
verkunum 11. september.
Arnold og skæruliðarnir
Arnold
Schwarzenegger:
Bíður og bíður...
FYRIRKOMULAGIÐ hef-ur sína kosti og galla. Þaðhefur oft verið rætt um
vanda Kvikmyndahátíðar á
þessum stað, góð vísa er aldrei
of oft kveðin; Kvikmyndahátíðin
er í fjárþröng. Ef ekki kæmi til
þessi samvinna við bíóin væri
hún einfaldlega dauð, eða á
grafarbakkanum. Gallarnir eru
einnig áberandi. Veislan er nú
dreifð í nokkur kvikmyndahús
útum allan bæ, þar með skapast
ekki gamla, góða Kvik-
myndahátíðarstemningin, sem
þeir sakna sem kynntust henni.
Ekkert kaffihús sem þjónar
hlutverki miðstöðvar hátíð-
arinnar. Engar myndir frá fjar-
lægum heimshornum einsog
Afríku, S.-Ameríku, gömlu
Austur-Evrópu. Íslenskir kvik-
myndahátíðargestir hafa ekki
grænan grun um hvað er að
gerast í Rússíá, Tékklandi, á
Balkanskaga, Ungverjalandi,
frekar en Brasilíu til Burkina
Faso. Áður fyrr varpaði hátíðin
nauðsynlegu ljósi á kvikmynda-
gerð í framandi löndum. Þaðan
barst ekki eintóm snilld, sem
aldrei var meiningin, heldur var
forvitninni svalað. Um stund
fengum að kíkja á landakort
kvikmyndaheimsins. Af þessum
og ýmsum öðrum ástæðum, fer
aðsóknin dvínandi.
Alls voru sýndar rösklega tutt-
ugu myndir á mörgum, dreifðum
sýningum, á tíu dögum. Auk-
inheldur verða allnokkrar þeirra
sýndar áfram, þannig að flestir
höfðu tækifæri til að sjá alla titl-
ana sem freistuðu þeirra. Það er
skref fram á við; á tímum Kvik-
myndahátíðar Listahátíðar, var
slík yfirferð nánast óhugsandi,
enda titlarnir gjarnan helmingi
fleiri. Meira en helmingur mynd-
anna í ár er bandarískur. Síðan
kom ein mynd frá Ítalíu, Ind-
landi, Þýskalandi og Frakklandi,
tvær frá Spáni, Noregi og Bret-
landi. Þar með er ekki öll sagan
sögð, margar þessarra mynda
voru gerðar fyrir bandarískt fé.
Af hinum bandarísku voru
nokkrar ósviknar hátíðamyndir
einsog Chuck and Buck, Sögur –
Storytelling og Síamstvíburarnir
– Twin Falls Idaho, sem allar eru
litlar og óháðar gæðamyndir,
sem hefðu örugglega ekki verið
sýndar á tjaldi ef hátíðarinnar
nyti ekki við. Sama máli gegnir
um nokkur verk á borð við
Hriktir í stoðum – The Cradle
Will Fall, Í skugga blóðsug-
unnar – Shadow of the Vampire,
Kviksyndi – Deep End, Pollock,
og Sálumessu draums – Re-
quiem for a Dream, sem allt eru
metnaðarfullar myndir af þeim
toga sem bíóstjórar hræðast
meira B-blóðhroll, þann fimm-
tánda í röðinni. Síðan slæðast
með myndir einsog Maðurinn
sem grét – The Man Who Cried
og Hinsta óskin – Last Orders.
Goya, sem var fyrst og fremst
eftirminnileg fyrir handbragð
ítalska snillingsins, kvikmynda-
tökustjórans Vittorios Storaro, var
ósvikin hátíðarmynd af gamla
skólanum, sama máli gegnir um
þá frönsku Harry kemur til
hjálpar – Harry, un ami qui vo-
us veut du bien, bandarísk-
indversku Stormasamt brúð-
kaup – Monsoon Wedding; sú
mexíkóska Og mamma þín líka
– Y tu Mama Tambien, og
ítalska gamanmyndin Brauð og
rósir – Pani Y Tulipani. Aðrar
eiga undanbragðalaust heima á
almennum sýningum. Í þeirra
hópi eru gæðamyndirnar Þögn-
in eftir skotið – Die Stille nach
dem Schluss, Skuldbindingin –
The Pledge, Elling, Miðja al-
heimsins – The Center of the
World (Wang er vinsæll á Ís-
landi), að ekki sé talað um
snjallt og skemmtilegt verk
Coenbræðra, Ósýnilega manninn
– The Man Who Wasn’t There,
sem umbar hans eru að rembast
við að láta standa undir nafni
hérlendis.
Skemmtileg hátíð
Stormasamt brúðkaup: Eina
asíska myndin þetta árið.
Síamstvíburarnir: Tæplega sýnd
utan Kvikmyndahátíðar.
Lokið er góðri Kvikmyndahátíð í
Reykjavík, sem skapar þáttaskil í
sögu hennar. Myndavalið er nánast
allt úr geymslum innlendra kvik-
myndainnflutningsaðila.
SJÓNARHORN
Sæbjörn Valdimarsson
UM tíu þúsund manns sóttu
Kvikmyndahátíð í Reykjavík
sem lauk um síðustu helgi og
stóð í níu daga. Vinsælasta
mynd hátíðarinnar var Elling
frá Noregi, síðan komu ind-
verska myndin Stormasamt
brúðkaup, þá Sálumessa
draums frá Bandaríkjunum,
Brauð og túlípanar frá Ítalíu
og Skuggi vampírunnar frá
Bandaríkjunum. Aðsóknin er
minni en í fyrra, en Anna
María Karlsdóttir, fram-
kvæmdastjóri hátíðarinnar,
segir hana samt viðunandi
„miðað við búskapinn í bíóun-
um núna“; árstíminn sé erfið-
ari en í fyrra þegar hátíðin
hófst snemma hausts. Hins
vegar sé nú að hefjast vinna
við að marka framtíðarstefnu
og -starfsemi hátíðarinnar.
„Það hefur orðið að sam-
komulagi að setja á fót vinnu-
hóp skipaðan fulltrúum úr
stjórn Kvikmyndahátíðar og
frá Reykjavíkurborg og
menntamálaráðuneyti,“ segir
Anna María. „Við teljum
nauðsynlegt að efla hátíðina
og styrkja starfsemina svo
hún geti betur gegnt því hlut-
verki að kynna Íslendingum
kvikmyndir, sem ella væru
tæplega sýndar hér. Eins og
fjárhag okkar er nú háttað
verðum sem næst eingöngu að
treysta á gott samstarf við þá
dreifingaraðila sem fyrir eru í
landinu. Við getum ekki flutt
inn myndir og erlenda gesti að
vali stjórnar. Hátíðin starfar í
raun aðeins nokkrar vikur á
ári vegna fjárskorts en við
teljum nauðsynlegt að geta
haldið úti starfsemi allt árið
við undirbúning og öflun fjár-
magns. Hugmyndir eru uppi
um aukið samstarf við ýmsa
aðila, sem starfa að skyldum
málum, eins og Kvikmynda-
sjóð Íslands, Listahátíð og
jafnvel fleiri menningarhátíð-
ir, sem hér eru haldnar, en um
slíkt samstarf eru mörg dæmi
erlendis. Þar gæti komið til
samnýting húsnæðis og
starfskrafta að einhverju leyti.
Einnig kæmi til álita samstarf
við erlendar kvikmyndahátíðir
og kvikmyndastofnanir, ekki
síst norrænar. Það þarf að
finna rekstrargrundvöll, sem
ekki er of kostnaðarsamur, og
jafnframt leita að nýjum fjár-
mögnunarleiðum. Til þess þarf
starfsemi árið um kring. Nú
fer þessi hugmyndavinna í
gang, en ljóst er að hátíðin get-
ur ekki vaxið og dafnað nema
að starfsemi hennar og hlut-
verk séu skilgreind upp á nýtt-
.“Þess má geta að nokkrar af
vinsælustu myndum hátíðar-
innar nú verða sýndar áfram,
Elling, Stormasamt brúðkaup,
Sálumessa draums, Skuggi
vampírunnar, Svalir og geggj-
aðir, Brauð og túlípanar, Sög-
ur og Og mamma þín líka. Þá
verður Ósýnilegi maðurinn
frumsýnd aftur 7. desember
með íslenskum texta, Skuld-
bindingin 21. desember, og
Harry kemur til hjálpar og
Miðja alheimsins eftir áramót.
Vinna hefst við framtíðarstefnumótun Kvikmyndahátíðar
Elling
vinsæl-
asta
myndin Norski smellurinn slær í gegn á Íslandi: Elling og Kjell Bjarne.