Morgunblaðið - 28.11.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.11.2001, Blaðsíða 16
AKUREYRI 16 MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MENNTASMIÐJAN mun á kom- andi vorönn bjóða upp á nýjung í starfsemi sinni en þá verður í fyrsta sinn í boði Menntasmiðja unga fólks- ins. Um er að ræða dagskóla sem stendur frá miðjum janúar næstkom- andi og fram í maí eða í 14 til 16 vikur alls. Þríþætt nám Þorbjörg Ásgeirsdóttir forstöðu- freyja Menntasmiðjunnar sagði að þetta nýja verkefni hefði verið í und- irbúningi frá því í haust en byggt væri á sömu hugmyndum og reynslu og hjá Menntasmiðju kvenna, þ.e. um væri að ræða nám í lífsleikni. Mennta- smiðja unga fólksins er ætluð fólki á aldrinum 17 til 25 ára og er námið þrí- þætt; sjálfsstyrking, hagnýt og skap- andi fög. „Við höfum lengi verið að skoða þessa hugmynd ásamt fjölskyldudeild bæjarins og Kompaníinu, sem er fé- lagsmiðstöð ungs fólks og nú í haust kom fram vilji félagsmálaráðs að hrinda þessu verkefni af stað,“ sagði Þorbjörg. Starfshópur sem skipaður var til að gera tillögur að náminu hef- ur nú lokið störfum og verður það kynnt á næstunni. Skjólstæðingar Svæðisvinnumiðlunar og fjölskyldu- deildar hafa forgang að sögn Þor- bjargar, en að öðru leyti er það öllum á áðurnefndu aldursbili opið. Gert er ráð fyrir að 12 til 13 manns muni verða teknir inn á vorönn, en Þorbjörg sagði að gert væri ráð fyrir einhverju brottfalli og því búist við að í endanlegum hópi yrðu um 10 manns. Markmiðið að styrkja sjálfsmynd nemendanna „Menntasmiðja unga fólksins verð- ur valmöguleiki fyrir fólk sem ekki hefur mótað sína framtíð, margt fólk á þessum aldri er stefnulaust. Eftir þetta nám vonumst við til að fólk sjái hvar styrkur þess liggur. Markmið okkar með námi er að nemendur styrki sjálfsmynd sína, læri að þekka sína sögu, lífsgildi og rétt sinn og skyldur og verði því færara um að móta sína framtíðarstefnu,“ sagði Þorbjörg. Auk þess sem mikið verður lagt upp úr sjálfsstyrkingu, hagnýtum fögum og skapandi vinnu verður farið í kynnisferðir, t.d. á ýmsar stofnanir bæjarins. Þá verður möguleiki á starfskynningu í eina viku á tíma- bilinu og loks má nefna að fengnir verða gestir til að halda fyrirlestra um afmarkað efni. Menntasmiðja unga fólksins LIONSKLÚBBURINN Hængur afhenti nýlega fjóra styrki til góðra mála og fór afhendingin fram í Hestavöruverslun K. Jensen á Ak- ureyri. Styrkþegar að þessu sinni voru Áslaug Kristjánsdóttir og Jónsteinn Aðalsteinsson sem hlutu 100 þúsund króna gjafabréf í áð- urnefndri verslun vegna starfsemi þeirra að hestamennsku fyrir fatl- aða. „Áslaug og Jónsteinn hafa síð- ustu ár starfað með fötluðum að hestamennsku og þótti okkur um lofsvert framtak þeirra að ræða sem vert væri að styðja við,“ sagði Stefán Vilhjálmsson, formaður Hængs. Þá styrkti klúbburinn íþróttafélögin Akur og Eik með 50 þúsund króna framlagi til hvors fé- lags, en Hængur tengist félögun- um sterkum böndum og hefur stað- ið fyrir Hængsmótum. Hið 20. í röðinni verður haldið næsta vor og verður veglegt að sögn Stefáns. Loks afhentu lionsmenn fulltrú- um Mæðrastyrksnefndar á Akur- eyri 100 þúsund króna styrk. „Þetta er sá árstími sem hvað mest kveður að nefndinni og hennar góðu störfum, þannig að okkur langaði að leggja henni lið,“ sagði Stefán. Lionsklúbburinn Hængur Styrkir til góðra mála FYRIRTÆKIÐ Kraftbílar ehf. á Akureyri fagnar fimm ára afmæli um þessar myndir og af því tilefni var haldin bíla- og vélasýning í og við starfstöð fyrirtækisins að Draupnisgötu 6 sl. laugardag. Til sýnis voru m.a. 57 manna lúxus hópferðabíll af MAN gerð og einnig öflugur MAN drátt- arbíll, traktorsgrafa og smágrafa frá FIAT-Hitachi, Deutz og John Deere dráttarvélar, heyvinnu- vélar og fleira. Norðurmjólk hefur fest kaup á nýjum og öflugum mjólkurbílum af MAN gerð og var annar bíllinn afhentur fyrirtækinu á sýning- unni. Við það tækifæri sagði Odd- geir Sigurjónsson forstöðumaður tæknisviðs Norðurmjólkur að nýju mjólkurbílarnir myndu leysa af hólmi fjóra eldri bíla. Oddgeir sagði að Norðurmjólk væri með ódýrustu mjólkurflutn- inga á landinu og að með kaupum á nýju bílunum væri ætlunin að ná enn betri árangri á því sviði. Fyrirtækið hefur verið með MAN bíla í sinni þjónustu í tugi ára og sagði Oddgeir að reynslan af þeim hafi verið góð. Tímamót hjá Kraft- bílum Morgunblaðið/Kristján Þorsteinn Þ. Jósepsson, framkvæmdastjóri Kraftbíla, t.v., afhendir Odd- geiri Sigurjónssyni, forstöðumanni tæknisviðs Norðurmjólkur, lyklana. EYFIRSKIR vélsleðamenn stóðu fyrir sýningunni Vetrarsporti í Íþróttahöllinni á Akureyri um síð- ustu helgi. Sýning sem þessi hefur verið árlegur viðburður síðustu ár en að þessu sinni sýndu yfir 30 aðilar hvað þeir hafa upp á að bjóða. Sýningin hefur vaxið og dafnað með hverju árinu en að þessu sinni mátti m.a. sjá þar vélsleða af ýmsum stærðum og gerðum, stóra fjalla- jeppa, útivistarfatnað og öryggis- og fjarskiptabúnað. Þá kynnti Akureyr- arbær þá góðu aðstöðu sem býðst til iðkunar vetraríþrótta í bænum, m.a. hina nýju fjögurra sæta stólalyftu í Hlíðarfjalli sem tekin verður í notk- un í næsta mánuði. Að auki voru vél- sleðakeppnir vetrarins kynntar. Vélsleði af gerðinni Yamaha Sw 440 árgerð 1975 vakti nokkra athygli á sýningunni. Sá sleði leit út eins og nýr en hann fannst á ónefndum sveitabæ vafinn inn í lak. Sleðinn sem keyptur var nýr á sínum tíma er nánast ónotaður og aðeins ekinn 144 km. Er þetta trúlega eini sleðinn sinnar árgerðar í heiminum sem er eins lítið notaður og lítur eins vel út og þessi. Á þriðja þúsund gestir lögðu leið sína á sýninguna sem þótti heppnast með ágætum en veðrið setti þó strik í reikninginn á sunnudag. Morgunblaðið/Kristján Vélsleðar af ýmsum gerðum voru til sýnis á sýningunni Vetrarsporti og þar á meðal þessi, sem yngsta fólkið sýndi töluverðan áhuga. Margt að sjá á sýningunni Vetrarsporti í Höllinni SKÓLABÖRN í Grímsey notuðu tækifærið nú á dögunum, milli rokhrina, að hlaupa norræna skólahlaupið. Tólf börn hlupu að þessu sinni. Byrjaði hlaupið suður við Greni- víkurfjöru og var hlaupið eftir eyjunni að sundlauginni og end- að í Múla þar sem skólinn er. Allt gekk þetta ljómandi vel fyrir sig og hlupu skólabörnin samtals 83 kílómetra, þar af hlupu fjórir drengir sína 10 kílómetrana hver. Norræna skólahlaupið er samnorrænt átak og hefur verið hlaupið á öllum Norðurlöndunum – nú í 17. skiptið. Ekki er um beina keppni milli landa að ræða heldur fyrst og fremst gott, ár- visst, samræmt haup skólabarna í hverju landi fyrir sig. Takmark- ið er að sem allra flest skólabörn hlaupi og er það vel þekkt að margir skólar nái 100% þátttöku. Morgunblaðið/Helga Mattína Skólabörn í Grímsey í startholunum fyrir norræna skólahlaupið. Hlupu 83 kíló- metra samtals Grímsey Norrænt skólahlaup í Grímsey

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.