Morgunblaðið - 28.11.2001, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Á FYRSTU níu mánuðumársins fjölgaði innlögnumá Reykjalund um 22% ogjafnframt því hafa 663
einstaklingar komið í endurhæfingu
á göngudeild á sama tíma, en slík
deild er nýlunda í starfsemi Reykja-
lundar. Þessi aukning hefur náðst
með mikilli hagræðingu í kjölfar
þjónustusamnings sem Reykjalund-
ur gerði við heilbrigðisráðuneytið í
ársbyrjun og segir Björn Ástmunds-
son, forstjóri Reykjalundar, að líkja
megi aukningunni við sprengingu í
starfsemi og þjónustu staðarins.
Uppgangurinn hefur orðið án um-
talsverðrar aukningar í fjölda starfs-
fólks eða stækkunar á húsnæði.
Nú er hins vegar verið að leggja
lokahönd á nýtt og glæsilegt 2.700
fermetra þjálfunarhús sem tekið
verður í notkun í byrjun næsta árs.
Þá mun rýmka verulega um starf-
semina og möguleikar aukast á því
að taka fleiri einstaklinga í endur-
hæfingu, enda ekki vanþörf á þar
sem um eitt þúsund manns eru á bið-
lista eftir meðferð á Reykjalundi.
Á 50 ára afmæli Reykjalundar 1.
febrúar árið 1995 var ákveðið að ráð-
ast í byggingu þjálfunarhússins.
Hinn 21. október 1999
tók forseti Íslands fyrstu
skóflustunguna að ný-
byggingunni, Suðurverk
hf. hóf framkvæmdir við
jarðvinnu 17. apríl árið
2000 og Kraftvaki hf. hóf bygginga-
framkvæmdir í ágúst sama ár. Áætl-
uð verklok eru nú í byrjun desember
og verður húsið vígt 4. janúar á
næsta ári. Framkvæmdir hafa geng-
ið hratt fyrir sig og segir Björn með
ólíkindum hversu vel hafi miðað við
byggingu hússins.
Til að rýma fyrir húsinu á lóð
Reykjalundar, þannig að hægt yrði
að tengja það sem best við bygging-
ar sem fyrir eru, þurfti að fjarlægja
um 9.000 rúmmetra af grjóti og jarð-
vegi úr brekku á bak við húsin á lóð-
inni. Þannig fellur reyndar þjálfun-
arhúsið vel inn í umhverfið og ber
lítið á því þegar komið er að Reykja-
lundi.
Heildarfjöldi fermetra er 2.700 og
í húsinu er 25 metra sundlaug auk 9
metra sundlaugar sem sérhönnuð er
fyrir mjög fatlaða einstaklinga og er
einn búningsklefi jafnframt hannað-
ur með þarfir slíkra einstaklinga í
huga. Þá er heitur pottur við laug-
arnar og fjórir aðrir búningsklefar
og þrír þjálfunarsalir sem samtals
eru 310 fermetrar. Í húsinu er auk
þess 510 fermetra íþróttasalur, 30 x
17 metrar, þar sem hægt er að
stunda boltaleiki. Auk þess er í hús-
inu góð starfsmannaaðstaða, tækni-
rými og geymslur. Húsið tengist
beint bæði við sjúkrahúsálmu og
endurhæfingardeild og sjúklingar á
göngudeild geta gengið beint inn í
húsið.
Hjördís Jónsdóttir lækningafor-
stjóri segir hönnun hússins ótrúlega
vel heppnaða og að staðsetning á lóð-
inni sé frábær, enda
verði margir undrandi á
því að ganga inn í svo
rúmgóða byggingu mið-
að við hve hún lætur lítið
yfir sér utan frá. „Það
verða alveg geysilega mikil viðbrigði
að fá nýja húsið og við fyllumst eig-
inlega bæði gleði og kvíða við að fara
inn húsið, því við verðum að nýta það
vel.“
Heildarkostnaður við byggingu
þjálfunarhússins er áætlaður 410 til
420 milljónir króna og er að mestu
fjármagnaður með happdrætti
SÍBS, en auk þess skilaði la
unin „Sigur lífsins“ í októ
1998 um 57 milljónum í by
sjóð. Þá átti Reykjalundu
milljónir sem safnað hafði v
með sölu á eignum. Engin
lög koma frá ríkinu og ti
ljúka framkvæmdum var á
SÍBS tæki langtímalán
helmingi kostnaðarins og g
borganir með rekstri hap
ins.
„Við erum að gera tilra
fyrirspurnum um það hvor
reiðubúið að styrkja ok
byggingaframlögum, en h
höfum við ekki gengið í ríki
ir einu eða neinu. Það er
farið sé af stað í framkvæ
þær stöðvist síðan þegar fj
er uppurið en hér var farin
leita eftir lánsfé til að ljú
kvæmdum í þeirri von
drættið myndi síðan standa
borgunum af þeirri lánsupp
er dálítið nýtt í þessu að það
sem tekur slíkt byggingarlá
að ljúka verkinu og síðan æ
að veðja á góða þátttök
manna í happdrættinu á næ
til þess að brúa þetta, auk
um við að fullnýta nýja húsi
leigu,“ segir Björn.
Göngudeild tekur til s
kjölfar þjónustusamn
Árið 1945 hófst atvinnule
hæfing berklasjúklinga á
lundi og stóð það starf yfir
Þá varð Reykjalundur alh
urhæfingarstofnun sem fé
lag frá ríkinu í formi dagg
stóð það fyrirkomulag yfir
2001 þegar gerður var
samningur við heilbrigðisrá
með skilgreindum verkefnu
segir að nú heyrist víða frét
urskurði og rekstrarvan
brigðisstofnana en hin
blómstri starfsemin á Re
og það megi rekja til
áhrifa þjónustusamningsins
„Í daggjaldakerfinu á sí
náðum við með fullum afk
hér um bil 100% nýtingu
taka hér 934 innlagnir. Þega
um yfir á þjónustusamning
innlagnir orðið 1.138 á fy
mánuðum ársins, sem er 2
ing.“
Þá segir Björn að sa
Framkvæmdum að ljúka við nýtt 2.700 fer
Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson
Iðnaðarmenn að störfum við heita pottinn í þjálfunarhúsinu.
Hjörd
Nýja þjálfunarhúsið st
Innlögnum
hefur fjölg-
að um 22%
á árinu
Um þessar mundir er verið að leggja loka-
hönd á nýtt og glæsilegt þjálfunarhús við
Reykjalund sem tekið verður í notkun í
janúar. Eiríkur P. Jörundsson ræddi við
forsvarsmenn Reykjalundar um nýja
húsið og þá miklu uppsveiflu sem orðið
hefur í starfsemi Reykjalundar á árinu.
Þúsund manns
eru á biðlista
eftir meðferð
ALÞINGI GÆTI AÐ
PERSÓNUVERNDARSJÓNARMIÐUM
SKEMMDARVERK UNGLINGA
Tvær fréttir af alvarlegum árásumunglinga á vegfarendur, sem birt-ust í Morgunblaðinu í gær, vekja
ugg og ótta um framferði og siðferði
æsku landsins. Í annarri fréttinni var
sagt frá því að unglingspiltar úr Haga-
skóla veittust að tveimur mönnum sem
starfa sem hljóðfæraleikarar í Sinfóníu-
hljómsveit Íslands fyrir utan Háskóla-
bíó. Árásin hófst með því að unglingarnir
létu snjóboltum og grjóti rigna yfir
mennina sem óskuðu eftir aðstoð lög-
reglu. Þegar hún kom á vettvang varð
hún einnig fyrir barðinu á unglingunum.
Hópurinn hafði þá gereyðilagt bifreið
mannanna með því að brjóta í henni
rúðu, rífa af henni bretti og rúðuþurrk-
ur, brjóta öll ljós og hella olíu inn í hana.
Í annarri frétt sagði frá því að 35–40
manna hópur unglinga hefði setið fyrir
bifreið öryrkja á sjötugsaldri og kastað í
hana snjóboltum. Konan óskaði eftir að-
stoð lögreglu sem kom fljótlega á vett-
vang.
Hvort hér sé um einstök dæmi að
ræða sem ber fyrir tilviljun upp á með
nokkurra daga millibili, eða vísbendingu
um að skemmdarverk af hálfu unglinga
séu að aukast er erfitt að segja til um.
Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í
Garðabæ, sagði þó í Morgunblaðinu í
gær að skemmdarverkum, sem ungling-
ar væru grunaðir um, hefði fjölgað í
haust frá sama árstíma á liðnum árum.
Undir þetta tók lögregluvarðstjórinn í
Hafnarfirði og sagði að tæpar 20 rúður
hefðu verið brotnar í Flataskóla í síðustu
viku og margir bílar rispaðir í október.
Skýrsla dómsmálaráðherra um mál-
efni ungra afbrotamanna, sem gefin var
út fyrir tveimur árum, rennir stoðum
undir þann grun að alvarlegum afbrot-
um unglinga hafi fjölgað hin síðustu ár. Í
skýrslunni segir að einstaklingum yngri
en 18 ára sem dæmdir voru í fangelsi
hafi fjölgað töluvert frá árinu 1996, eða
úr 44 í 76 árið 1997 og í 114 árið 1998. Við
þetta má bæta að átján ára og yngri
frömdu milli 30 og 40% allra afbrota árið
1998.
Það er von að menn velti fyrir sér or-
sökum slíkrar aukningar á afbrotum
meðal ungs fólks og spyrji í framhaldi
hver beri ábyrgð á vandanum?
Það er erfitt að benda á ákveðna aðila í
því sambandi en líklega bera foreldrar
og skólar landsins sameiginlega ábyrgð.
Lengi hefur verið rætt um agaleysi í ís-
lensku þjóðfélagi og í íslensku skóla-
kerfi. Það er augljóst að sá agi sem ríkti í
skólum fyrir nokkrum áratugum ríkir
þar ekki í dag. Uppeldi barna gerist jafn-
framt æ vandasamara. Erfitt er að verja
börn og unglinga fyrir áreiti af ýmsu
tagi, hvort sem það er í formi auglýs-
inga, kvikmynda, tölvuleikja eða fíkni-
efna sem boðin eru börnum allt niður í
grunnskólaaldur. Það umhverfi sem
börn alast upp í nú er gerólíkt því um-
hverfi sem kynslóðirnar á undan upp-
lifðu sem börn. Margt hefur breyst til
betri vegar en margt á verri veg.
Hvort virðingarleysi það sem ungling-
arnir í Vesturbæ og Garðabæ sýndu sak-
lausum vegfarendum og eigum þeirra
eru einstök dæmi eða vísbending til okk-
ar sem eldri erum; foreldra, kennara og
yfirvalda, um að við þurfum að standa
okkur betur í hlutverki uppalenda og
áhrifavalda á líf þessa unga fólks, er erf-
itt að segja til um. Hins vegar er ljóst að
bregðast þarf við atvikum sem þessum
af mikilli alvöru til þess að sýna að fram-
koma af þessu tagi verði ekki liðin.
Réttmætar athugasemdir hafa komiðfram af hálfu samtaka lækna og
Persónuverndar um 8. grein í frum-
varpi heilbrigðisráðherra um heilbrigð-
isþjónustu og almannatryggingar, sem
nú er til meðferðar á Alþingi. Í grein-
inni er gert ráð fyrir að Trygginga-
stofnun ríkisins verði veittur aðgangur
að sjúkraskrám sjúklinga „vegna
ákvörðunar um greiðslu bóta, endur-
greiðslur reikninga og vegna eftirlits-
hlutverks stofnunarinnar.“
Í athugasemdum með frumvarpinu,
eins og það var lagt fyrir Alþingi, segir
eingöngu: „Í frumvarpsgreininni eru
ákvæði þess efnis að heilbrigðisstarfs-
mönnum sé skylt að veita Trygginga-
stofnun þær upplýsingar sem stofnunin
þarf til að hún geti ákveðið réttar bæt-
ur til umsækjenda og að greiðslur
reikninga séu í samræmi við samninga
og veitta þjónustu. Jafnframt er tekið
fram að sé um að ræða upplýsingar úr
sjúkraskrám skuli þær einungis veittar
læknum eða eftir atvikum tannlæknum
stofnunarinnar. Einnig er ákvæði til að
tryggja aðgang að sjúkraskrám, sem
reikningsgerð á hendur stofnuninni er
byggð á.“
Þetta er allt og sumt – enginn frekari
rökstuðningur eða umfjöllun. Eins og
Sigurbjörn Sveinsson, formaður
Læknafélags Íslands, og Sigrún Jó-
hannesdóttir, forstjóri Persónuvernd-
ar, benda á í Morgunblaðinu í dag er
þetta allsendis ófullnægjandi. Á undan-
förnum árum hefur almenningur í vax-
andi mæli vaknað til vitundar um að
þrengt sé að persónuvernd og friðhelgi
einkalífs á ýmsum sviðum, ekki sízt
með skráningu alls kyns persónuupp-
lýsinga á vegum hins opinbera, sem oft
er óljóst hverjir geti fengið aðgang að
og hvernig megi nota. Löggjafinn hefur
verið á þeirri skoðun að vernda yrði
einkalífið og sett lög um persónuvernd
og jafnframt um réttindi sjúklinga í því
efni.
Það er ástæða til að túlka lagaákvæði
þröngt, þegar veita á aðgang að jafn-
viðkvæmum upplýsingum um einkahagi
fólks og finna má í sjúkraskrám. Um-
fram allt þarf að fara fram vönduð um-
ræða áður en nokkur slík ákvörðun er
tekin, þar sem færð eru fram rök með
og á móti og kannað hvort ná megi
sömu markmiðum með öðrum leiðum,
sem ekki þrengja að vernd einkalífs
fólks. Slíkt virðist ekki hafa verið gert í
þessu tilviki. Sigrún Jóhannesdóttir
bendir á að Tryggingastofnun eigi ýmis
önnur úrræði til að sinna eftirliti með
því að reikningar séu réttir en að krefj-
ast aðgangs að sjúkraskrám. Hún spyr
réttilega hvaða brýnu almannahags-
munir kalli á svo víðtækan aðgang að
jafnviðkvæmum upplýsingum.
Almenningur verður að geta treyst
því að þetta mál fái vandaða umfjöllun á
Alþingi og verði skoðað af gagnrýni og
frá öllum hliðum. Mál, sem snerta per-
sónuvernd, eru viðkvæm og ber ekki að
meðhöndla þau af neinni léttúð eða
flýta sér við meðferð þeirra.