Morgunblaðið - 28.11.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.11.2001, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2001 35 ✝ Þór Birgir Þórð-arson vélstjóri fæddist á Ísafirði 13. desember 1923. Hann lést á Land- spítala í Fossvogi 28. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þórður Þórðarson frá Neðri-Bakka í Langadal í Norður- Ísafjarðarsýslu og Sigþrúður Guð- mundsdóttir frá Ísa- firði. Þór Birgir kvæntist eftirlifandi konu sinni, Ernu Jó- hannsdóttur frá Fremri-Langey í Breiðafirði, 1. janúar 1949. Börn þeirra eru Helga Þóra, f. 9. mars 1956, gift Inga Þór Björnssyni rafvirkja, og Leifur kjötiðnaðar- maður, f. 5. febrúar 1960, um- sjónarmaður með Gullfossi, verslun Sláturfélags Suðurlands í Danmörku, kvæntur Helgu Stefánsdóttur. Þór Birgir lauk prófi frá gagn- fræðaskóla Ísafjarð- ar árið 1940, frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1944, vélvirkjanámi í vélsmiðjunni Steðja við Skúla- götu í Reykjavík ár- ið 1946, tók vél- stjórapróf við Vélskólann í Reykjavík 1948 og lauk rafmagnsdeild skólans árið 1950. Hann var vélstjóri á Hvassa- fellinu og á togurum í sumar- og skólaleyfum fram til ársins 1949 en þá réðst hann til Eimskipa- félags Íslands og starfaði þar þangað til hann hætti sjó- mennsku vegna aldurs árið 1989. Útför Þórs Birgis fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þór Birgir var fjölhæfur maður til vinnu og vann við ýmislegt ann- að en vélstjórn. Hann var í stjórn Vélstjórafélags Íslands í 20 ár og var um skeið skrifstofustjóri félags- ins og hafði þá mikil samskipti við félagsmenn. Var það verk vand- meðfarið því marga þurfti að tala við og veita upplýsingar um ým- islegt. Allt þetta leysti hann af stakri prýði og gat gert félagsmenn ánægða. Hann sat í samninga- nefndum og var fulltrúi FFSÍ í 9 ár. Hann var fulltrúi Farmanna- og fiskimannasambandsins í stjórn Lífeyrissjóðs Eimskipafélags Ís- lands og leysti þar ýmsan vanda fyrir félagsmenn. Var gott að hafa þar mann sem gaf greinargóðar upplýsingar og var hægt að treysta. Hann hlaut heiðursmerki sjó- mannadagsins árið 1995. Hann vann ákaflega mikið fyrir Vél- stjórafélags Íslands, var í ýmsum nefndum þess og í stjórn félagsins í 20 ár. Hvíldi oft mikið á þeim mönnum sem voru í stjórn hjá svo stóru félagi sem Vélstjórafélagið er, enda mörg mál sem berast þar inn á fundi þar sem alltaf er verið að gera eitthvað til hagsbóta fyrir félagsmenn. Hann var þar í far- arbroddi eins og ævinlega ef hann tók eitthvað að sér. Ég kynntist Þór Birgi fyrir um 40 árum og bræðrum hans Sigurjóni og Jens. Allir urðu þeir bræður vélstjórar og fór gott orð af kunnáttu þeirra við vélstjórn enda vildu þeir hafa vélar í góðu ástandi og höfðu góða um- sjón með að svo væri. Þeir voru eft- irsóttir til starfa hjá útgerðarmönn- um. Það er mikill ávinningur að hafa fengið að kynnast og hafa átt samleið með svo vel gerðum manni sem Þór Birgir var. Hann var einn af þeim mönnum sem eru nærgætn- ir við aðra og lagði öllum gott eitt til. Ég sendi Ernu, börnum þeirra og aðstandendum samúðarkveðjur. Jón Júlíusson. ÞÓR BIRGIR ÞÓRÐARSON Kæri Smári minn nú ertu farinn og maður spyr hvers vegna al- mættið kallar til sín svo góðan mann. Því verður víst ekki svarað en eitt er víst að tilgangurinn hlýtur að vera mikill, því að tilgangur þinn hér á jörðu var okkur öllum sem að þekktu þig ekki síður mikilvægur og lærdómsríkur. Mikið hefur þú gefið mér Smári minn. Fyrir rúmum átta árum kynntist ég yndislegri dóttur þinni Ástu Báru og þá kynntist ég þér og þinni yndislegri eiginkonu Sigrúnu sem að staðið hefur svo vel við hlið þér í gegnum þessi miklu veikindi þín. Þið tókuð veikindi þín alltaf með stakri ró og festu og hélduð alltaf ótrauð áfram fram á síðustu stund. Ég gerði mér grein fyrir að ég hafði ekki bara eignast yndislega konu heldur hafði ég eignast nýja fjöl- skyldu og minn besta trúnaðarvin í SMÁRI AÐALSTEINSSON ✝ Smári Aðal-steinsson fæddist í Reykjavík 20. júní 1946. Hann lést á Landspítala í Foss- vogi föstudaginn 9. nóvember síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Kópavogs- kirkju 15. nóvember. kaupbæti einsog þú hefðir orðað það sjálf- ur. Þessi átta ár sem ég hef þekkt þig hafa verið skemmtileg og ekki síður lærdómsrík, því þú varst heill haf- sjór af fróðleik, hvort sem var um hið dag- lega líf, pólitík, íþróttir, músík eða bíla. Mikið á ég eftir að sakna okkar góðu stundir fyrir framan sjónvarpið að horfa á ensku knatt- spyrnuna, þar sem þú sagðir alltaf að megi bara betra liðið vinna og skaprauna- ðir oftar en ekki mér með því en svona varst þú bara alltaf, sann- gjarn og hvers manns hugljúfi. Allt- af gat maður leitað til þín með hvaða erfiðleika, hvort sem var um mig persónulega eða við Ásta saman. Það skipti ekki máli hvað maður sagði þér þá fór það aldrei neitt lengra og eftir að maður hafði rætt við þig, hvort sem maður var alveg sammála þér eða ekki var maður alltaf öruggari að taka ákvarðanir í lífinu á eftir. Já þú varst traustari en nokkur maður sem ég hef kynnst. Þetta hefur verið yndislegur tími með þér og ég á eftir að sakna þess sárt að geta ekki ráðfært mig við þig um lífið og tilveruna. Ég vona bara að ég geti miðlað minni reynslu og fróðleik sem að þú hefur kennt mér til nafna þíns og barna- barns Smára Magnússonar sem að veitti þér svo mikla ánægju og skemmtun. Síðast þegar fundum okkar bar saman, einum degi áður en að þú lagðist inn á spítalann sátum við saman og horfðum á uppáhalds fé- lögin okkar í ensku knattspyrnunni, Leeds, félagið þitt og Liverpool, fé- lagið mitt, sem að endaði með jafn- tefli og við skildum sáttir og glaðir. Þennan dag óttaðist ég að gæti orðið okkar síðasti dagur saman, þegar ég horfði á þig sá ég að þú varst orðinn mjög veikur en þar bar fyrir sterkan mann sem vissi hvert stefndi og það var undravert hversu vel þér tókst að sjá skoplegu hliðar tilverunnar og hvað þú gast gripið á lofti atvik líðandi stundar með meinfyndnum athugasemdum. Þú barst þig alltaf vel allt fram á síðustu stund. Ég vil þakka vini mínum Smára Aðalsteinssyni, traustið og sam- fylgdina. Nú þegar hann er kominn á æðra tilverustig eigum við allar minningarnar sem að aldrei gleym- ast. Megi Guð varðveita þig og styrkja fjölskyldu þína á erfiðum stundum. Hversu lengi auðnast manni að lifa þegar alls er gáð? Lifir hann þúsund ár, eða aðeins eitt? Lifir hann viku eða um aldir? Hve lengi er maður að deyja? Hvað táknar alltaf? (Pablo Neruda.) Magnús Helgason. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090.                    1 2:) ! D   !" 9!      9  -)          *7  *: " # (  % 4' /, 0- '$(  + '% & )' $(  1 + + $(   '' + ,' % !& " # %% $(   ' '%$ 0- ' ,% 0 ' 0- '" ;           3 2 - '' D   )   5   )   %2'   ' /7'71' 8  )         " #  6 #   )  )   6 ' (+   )   ('$(  /, '' $& ,' %$! $& $(  = $& ,' #% $& ,' 1%4 $& $( " ;            /3 E3:: #  0 & AA # '   +& ( 0  F0   )   $  )   )   %2'   ' /7'71' 1 ' " ) !,' &0- % 1 ' $(  % 4 (7 '',' 1 ' /( % 4,' ,' -%% % 4$( " 9+          G 23::  '  ''   !   %%'     )   *   )  %2'   ' //'11' 4     <)    )' -               )          *.& &'' &%,' #%  -  (7 '' /( (7 '',' ',  %& 7  ,'  /, '$(  & 4' %& 7  $(  '%( & (',' % 4' %& 7  $(  3 # H( ,' ,% 0 ' 0 ' 0- '" $)   +       1) ) #+&7! 8B"  ! /& !& ! $(  ;  !'  '$! 1% $(  )' ,+,'  '' 1% ,' '%0- % # $( $(   %'$ 1% $(  /, '' =&'$,' '7$& 1% $(  )' 1% ,' % *  ' )%$( ,% 0 ' 0- '" MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama ein- stakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfi- lega línulengd, - eða 2.200 slög. Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Birting afmælis- og minningargreina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.