Morgunblaðið - 28.11.2001, Blaðsíða 24
LISTIR
24 MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Listaháskóli Íslands, Skipholti 1
Páll Bjarnason arkitekt og deild-
arstjóri í Árbæjarsafni fjallar um
verndun gamalla húsa í Reykjavík,
Torfusamtökin o.fl. kl. 12.30.
Norræna húsið Kventettinn leikur
á Háskólatónleikum kl. 12.30. Flutt
verða verk eftir Ewald, Cheetham,
Nagle, Debussy, Joplin og Handy.
Kventettinn skipa Karen J. Stur-
laugsson (trompet), Ásdís Þórð-
ardóttir (trompet), Lilja Valdimars-
dóttir (valdhorn), Vilborg Jónsdóttir
(básúna) og Þórhildur Guðmunds-
dóttir (túba).
Flutningurinn tekur um 30 mín.
Þjóðmenningarhúsið við Hverf-
isgötu Fyrirlestur um Býsanska
ríkið í sögu Evrópu verður haldinn
kl. 20.30. Fyrirlesari er Maurizio
Tani, ítalskur sagn- og listfræð-
ingur. Hjalti Rögnvaldsson leikari
les úr Gleðileiknum guðdómlega eft-
ir Dante í þýðingu Böðvars Guð-
mundssonar. Það er Stofnun Dante
Alighieri á Íslandi sem stendur að
fyrirlestrinum sem fluttur verður á
ensku.
Leiðsögn verður um sali Þjóðmenn-
ingarhússins og endar hún á Vík-
ingasýningu sem nú stendur yfir í
húsinu og tengist efni fyrirlestrar
Maurizio Tani. Leiðsögnin kostar
500 krónur
Nýlistasafnið, Vatnssíg 3b Ný
heimildarmynd um Megas verður
sýnd kl 21. Myndin er sýnd í
tengslum við sýninguna Omdúrman
Margmiðlaður Megas í Nýló sem
stendur yfir í safninu.
Sýningin er opin milli kl. 12 og 17 og
henni lýkur á laugardag.
Í DAG
FREYJA (Oddný Kristín Guð-
mundsdóttir) er að fá á sig hnapp-
helduna; samkvæmt nýlegri sið-
venju heldur gamli vinkonuhópur-
inn henni „gæsapartí“, síðustu
frímínútur hinnar „lausu og liðugu“.
Síðan tekur hjónabandið, skuld-
bindingarnar, öll heila katastrófan
við, einsog Zorba gamli sagði.
Myndin hefst á partídaginn, falleg-
an hásumardag í dýrðlegum Borg-
arfirðinum. Ekki er kvennablóminn
síðri, um hálfur tugur eldhressra
stúlkna sem haldið hafa hópinn frá
áhyggjulausum bernskuárum
mömmuleikja og sunnudagsskóla.
Gæsapartí eru sögð (hef sjálfur
ekki, af líffræðilegum ástæðum,
tekið þátt í slíkum fagnaði), líkt og
steggjapartí karlanna, groddalegar
samkundur, með tilheyrandi klám-
kjafti og brennivínsþambi. Hvort-
tveggja er mjög áberandi í loka-
veislunni hennar Freyju, sem
haldin er á vegamóteli við Borgar-
fjörðinn. Alvöruleysið ræður ríkj-
um, a.m.k. á yfirborðinu. Gellurnar
spriklandi af lífsgleði, áfengisáhrif-
um og karlmannsleysi, nema
Freyja. Brúðurin væntanlega er
kvíðafull undir niðri, smeyk við að
njörva sig niður, hverjum hún á að
þóknast. Alvaran minnir einnig á
sig í persónu Kristjáns (Magnús
Jónsson), bróður brúðarinnar og
trúbróður brúðgumans (sem aldrei
sést), í halelújahrópandi sértrúar-
söfnuði. Hann festir veisluna á
filmu. Tvær vinkvennanna eru einn-
ig haldnar yfirþyrmandi guðsótta.
Þegar stórt er spurt er fátt um
svör, segir máltækið. Bak við gals-
ann spyr Gæsapartí hvort við eigum
okkar líf, líkt og Óðal feðranna,
önnur og heilsteyptari mynd sem
gerðist á sömu slóðum á öðrum tíma
er átthagafjötrarnir voru enn hin
ískalda krumla veruleikans sem
vofði yfir ungu fólki í sveitum lands-
ins. Freyja finnur sitt svar en það
er fjarri því að vera yfirvegað og lít-
ið meira en augnablikslausn á til-
vistarkreppu persónunnar. Gæsa-
partí virkar best sem svört gam-
anmynd um lífið og tilveruna,
bregður einnig upp afturhvörfum til
æskuáranna þegar við vissum öll
rétta svarið og vandamálin voru svo
léttvæg.
Þótt Gæsapartí kryfji ekki málin
djúpt er hún engu að síður áhuga-
verð og nýstárleg „tilraun“ í ís-
lenskri kvikmyndagerð. Tekin fyrir
smámynt á methraða, sex dagar
fóru í tökurnar, og svo virðist sem
leikararnir fái óvenju frjálsar hend-
ur til að móta persónur sínar og
spinna textann að meira eða minna
leyti. Að ramma atburðarásina inn
á Mótel Venus, af öllum stöðum, er
bráðsnjallt í sjálfu sér og hentar vel
andrómantíkinni í myndinni. Þá er
leikur þessa ófaglærða og alls óvana
kvennahóps athyglisverður. Sund-
urleitar manngerðirnar falla einsog
flís við rass svo úr verður trúverð-
ugur þverskurður kvennaklúbbs á
landsbyggðinni. Þær eru enn á
besta skeiði, hafa gaman af að lifa
og vera til, ekki síst að skvetta hinu
og þessu í sig. Þær eru ósviknar,
þessar elskur. Minna á sveitaböllin í
den. Sjálfsagt hefur Böðvar notið
góðs af samvinnunni við hinn þaul-
vana leikhúsmann og leikara Árna
Pétur Guðjónsson í því að laða fram
leik kvennanna, finna rétta tóninn í
tjáningu þeirra í orði og æði. Sú
sem slasar sig í fjörunni á trúverð-
ugan sprett, ekki síst er hún orgar,
blindfull, útí nóttina. Böðvar hefur
gert athyglisverðar stutt- og heim-
ildarmyndir. Þrátt fyrir góða þætti
og líflega spretti er Gæsapartí of
einhæf, flaustursleg og þunnur lop-
inn teygður um of, einkum eftir
miðbikið, til þess að úr verði um-
talsverð kvikmynd í fullri lengd.
Drottinn blessi
heimilið
KVIKMYNDIR
Háskólabíó
Leikstjóri: Böðvar Bjarki Pétursson.
Handritshöfundar: Böðvar Bjarki Pét-
ursson, Pétur Már Guðmundsson. Tón-
skáld: Guðmundur Pétursson. Kvik-
myndatökustjóri: Guðmundur
Bjartmarsson. Aðstoðarleikstjóri: Árni
Pétur Guðjónsson. Aðalleikendur: Oddný
Kristín Guðmundsdóttir, Magnús Jóns-
son. Sýningartími 90 mín. Íslensk. 20
geitur. 2001.
GÆSAPARTÍ Sæbjörn Valdimarsson
HEIMILISSTÖRFIN, hvers-
dagslegt umhverfi, athafnir og þarfir
eru umfjöllunarefni Ilmar Maríu
Stefánsdóttur. Með því að nota ríkt
hugmyndaflug sitt leikur hún sér að
því að snúa út úr hlutum sem við
þekkjum og kynna nýjungar til sög-
unnar.
Hægt er að skipta verkunum á
sýningunni í þrjá flokka. Í fyrsta lagi
er um að ræða fyndnar en gagnlegar
uppfinningar eins og t.d. „Borð fyrir
tvo – tilvalið í teiti“ sem er hattur
sem jafnframt er borð fyrir þann er
situr fyrir ofan. Í þessum flokki er
einnig „Upphitari – vermir sitjanda“,
sem er stóll með hitaelementi í miðj-
unni sem hitar upp sitjandann.
Í öðru lagi er um að ræða verk sem
sýna hversdagsleg störf unnin á fá-
ránlegan hátt. Dæmi um það er t.d.
verkið „Dinner Party“ sem er vel
heppnað verk þar sem vísað er til
matreiðsluþátta í sjónvarpinu á lát-
lausan og spaugilegan hátt. Þar
bregður Ilmur sér í hlutverk eldhúss-
kokks (a la Jamie Olivier) sem notar
grófgerða sög til að skera tómata,
fótanuddtæki til að „sjóða“ kartöflur
og svo framvegis. Í þriðja og síðasta
lagi eru verk sem bjóða upp á upp-
lifun á andlega sviðinu eins og „Upp-
örvari – bjarta framtíð“. Þau verk má
skilja sem háðsádeilu á námskeið og
tæki sem eiga að færa fólki sálarfrið.
Einnig er vert að minnast á verkið
„Parsími – skrefið er frítt“, en það
eru tvö símtól tengd með gúmmírör-
um en þeir sem tala saman þurfa að
standa nánast hlið við hlið. Þarna á
sér stað samtal listamannsins við
samtíma sinn, GSM-æðið og auglýs-
ingarnar sem eru sí og æ að reyna að
telja okkur trú um að allt sé ókeypis
eða í það minnsta ódýrara.
Uppsetning sýningarinnar er lát-
laus í stíl við verkin. Merkingar eru
hæfilega blátt áfram og upphengið
sömuleiðis.
Í sýningarskrá er tilvitnun í bók
dr. Olivers Sacks um mann með
skaddaðar sjónstöðvar í heilanum en
þrátt fyrir að sjónin væri í lagi sá
hann og túlkaði hlutina vitlaust. Til
dæmis greip hann um höfuð konu
sinnar sem hann hélt að væri hattur
og ætlaði að setja hann upp. Sagan er
góð viðbót við sýninguna enda verið
að fjalla um sömu hlutina.
Verk Ilmar hafa bæði skemmti-
gildi og brodd af ádeilu. Þau eru auð-
skiljanleg og haganlega smíðuð og
þjóna því tilgangi sínum. Takmark
Ilmar er án efa að fá áhorfandann til
að gefa umhverfi sínu og athöfnum
nánari gaum og tekst henni þar vel
upp.
Þóroddur Bjarnason
Kartöflur
í fótabaði
MYNDLIST
Gallerí Hlemmur
Opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl.
14–18. Til 2. desember.
BLÖNDUÐ TÆKNI
ILMUR MARÍA STEFÁNSDÓTTIR
„Uppörvari II – lýsir upp dag-
inn“ eftir Ilmi Stefánsdóttur.
EFLAUST var það í Norræna
húsinu sem undirritaður sá Megas
fyrst og misminni hann ekki herfi-
lega var það í upphafi áttunda ára-
tugarins. Meðan hann spilaði og
söng sneri hann frá áhorfendum og
starði upp að vegg. Ófáir áhorfendur
kvörtuðu undan því hve erfitt væri
að greina textann í meðförum söngv-
arans en flestir voru ánægðir með
tónleikana, enda voru þeir ókeypis
eins og svo margt í menningunni á
þeim árum hárprúðs hippabúskapar.
Fæstir gáfu sér þó nægilegt tóm
til að hugleiða erindi Megasar, eða
um hvað hann var að fást í söng sín-
um. Hér var kominn maður sem
gerði sér til dæmis mat úr Ófelíu
Shakespeares, trúlega fyrstur allra
íslenskra söngvara, enda voru þeir
áreiðanlega ekki margir sem vissu
hver hún var stúlkan sú sem endaði
svo hrapallega langt fyrir aldur
fram. Megas var með öðrum orðum
hvergi banginn við að vitna í heims-
bókmenntirnar í textum sínum þótt
einsýnt væri að hann var síst að
smjaðra fyrir bókmenntaheiminum.
Til þess þótti hann of óskáldlegur í
fasi og framkomu.
Með honum var komin ný tegund
af Íslendingi sem ekki vílaði fyrir
sér að fara eigin götur, þótt allt frá
söguöld væri mörlandanum uppá-
lagt að ríða með öðrum í flokki en
treysta ekki um of á eigið móa-
sprang. Megas var frá upphafi laus
við að leita á náðir hópþægindanna
og það sem meira var; hann villti á
sér heimildir með því að búa um sig í
þeim hluta menningarmengisins
sem skarast við önnur mengi; þar á
meðal yfirlýst ómenningarmengið.
Það var frægt þegar Bob Dylan
yfirgaf amerísku þjóðlagadeildina
undir miðjan sjöunda áratuginn og
fór að blanda rokki í sarpinn, við lít-
inn fögnuð sinna fyrri aðdáenda. Það
er oftar en ekki til marks um sjálf-
stæði manna og áræði þegar þeir
slíta barnsskónum og hlaupa útund-
an sér. Þetta hefur verið regla hjá
Megasi fremur en undantekning og
ber hugrekki hans fagurt vitni. Hon-
um kemur ekki til hugar að vera var
um sig eða hafa vaðið fyrir neðan
sig. Sennilega er það þess vegna
sem honum hefur tekist að ganga
hvað eftir annað í endurnýjun líf-
daga eins og kötturinn, sem ætíð fer
sína leið.
Þetta er öðru fremur það sem
sýningin í Nýlistasafninu endur-
speglar. Hún gerir skil hinum ýmsu
hliðum þessa ólíkindatóls sem alltaf
kemur samferðamönnum sínum á
óvart með nýjum hrekkjum í formi
frábærra ballöðusöngva þar sem
hinu ylhýra eru engin grið gefin
heldur teygt og togað eins og ólseigt
blöðrutyggjó. Megas virðist sér þess
svo blessunarlega meðvitandi að
tungumálið og tungutakið verða
ekki varðveitt með því að sitja á því
eins og keti sem látið er slá í, svo
tekin sé myndlíking úr venjupússi
Atla Húnakonungs og riddara hans.
En auk allrar þeirrar endurnýj-
unar sem Megas hefur pínt upp á ís-
lenska tungu hefur hann gert annað
sem ekki er minna um vert. Hann
hefur þorað að takast á við breysk-
leika og brotgirni mannlegs hlut-
skiptis í gnægtasamfélagi okkar
með svo mikilli mennsku og innsæi
að vart verður betur gert. Skilji
menn hvað Megas er að fara þurfa
þeir varla að spyrja heimskulegra
spurninga eins og þeirrar hví Íslend-
ingar bryðja meira af hæs-, dans- og
gleðipillum en frændur þeirra á
Norðurlöndum – að Finnum ef til vill
undanþegnum. Finnar eru að
minnsta kosti ekki eins undrandi yf-
ir háttalagi sínu og við erum. Þeir
virðast þekkja betur innviði sína en
við okkar eigin bresti. Ef ekki væri
fyrir Megas er þó trúlegt að við vær-
um enn ógagnsærri sjálfum okkur.
Skipuleggjendur og stjórnendur
sýningarinnar virðast skilja vel mik-
ilvægi Megasar fyrir samtímamenn-
ingu okkar. Afbragðsfín sýningar-
skrá og fjörleg uppsetning, ásamt
reglulegri leiðsögn um list og lífs-
hlaup þessa mikla trúbadúrs, gerir
Omdúrman – en svo nefnist sýningin
– bersýnilega að einni vinsælustu
sýningu ársins.
Maggi hinn
mikli
MYNDLIST
Nýlistasafnið
Til 30. nóvember. Opið þriðjudaga til
sunnudaga frá kl. 12–17.
BLÖNDUÐ TÆKNI,
HLJÓÐ OG MYNDIR
MEGAS (MAGNÚS ÞÓR JÓNSSON)
Á sýningunni Omdúrman í Nýlistasafninu, sem helguð er Megasi, kenn-
ir margra og áhugaverðra grasa í myndlist, tónlist og heimildum.
Halldór Björn Runólfsson
LAXNESSNEFND og Skólaskrif-
stofa Mosfellsbæjar halda um þessar
mundir námskeið fyrir kennara um
Halldór Laxness og er það í tilefni
þess að á næsta ári, 23. apríl, eru 100
ár frá fæðingu skáldsins. Á nám-
skeiðinu er lögð sérstök áhersla á
tengsl hans og verka hans við Mos-
fellssveit og -bæ.
Í samvinnu við grunn- og leikskóla
er stefnt að því að grunnskólanem-
endur og leikskólabörn læri um Nób-
elsskáldið, verk hans og þýðingu fyr-
ir byggðarlagið. Gert er ráð fyrir að
allir nemendur vinni ýmiskonar
verkefni tengd Halldóri Laxness á
vorönn 2002.
Í apríl verður svo gert ráð fyrir
sérstakri Laxnesshátíð í bænum og í
tilefni hennar munu nemendur í
grunn- og leikskólum sýna/flytja af-
rakstur vinnu sinnar.
Til að undirbúa þessa vinnu hefur
skólaskrifstofan skipulagt námskeið
fyrir starfsfólk skólanna í Mos-
fellsbæ. Námskeiðið ber yfirskrift-
ina „Skáldið og sveitin“. Þá er fyr-
irhugað að verja hluta af starfsdegi
kennara í janúar til þess að undirbúa
viðfangsefni nemenda. Um miðjan
janúar mun Halldór Guðmundsson
bjóða upp á fyrirlestur og umræður
um „Skáldið og sveitina“.
Námskeið um Halldór Laxness