Morgunblaðið - 28.11.2001, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN
32 MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÁLVER í Reyðar-
firði skapar ýmsa nýja
og spennandi mögu-
leika í atvinnumálum í
Fjarðabyggð og víðar á
Austurlandi. Andstæð-
ingar stóriðjunnar klifa
á að álver muni ógna
annarri atvinnustarf-
semi af því að fyrirtæki
á svæðinu, þar með talin
sjávarútvegsfyrirtæki,
geti ekki keppt við
Reyðarál um vinnuafl.
Þetta gæti reynst rétt í
einhverjum tilvikum.
Kjarni málsins er að
samkeppni um vinnuafl
er nú þegar fyrir hendi
en vissulega má gera ráð fyrir að um-
hverfið breytist og samkeppnin verði
harðari þegar nýtt og stórt fyrirtæki
kemur inn á vinnumarkaðinn á Aust-
urlandi. En einmitt þarna eru fólgin
tækifæri, ekki síst fyrir sjávarútvegs-
fyrirtækin, og því er hreint enginn
skrekkur í okkur sem störfum í sjáv-
arútveginum.
Ég sé marga góða kosti við að fá ál-
ver í samfélagið okkar hér eystra, ef
litið er á málið af sjónarhóli útgerðar
og fiskvinnslu. Auðvelt er að sjá fyrir
sér að sjávarútvegsfyrirtæki, á borð
við það sem ég starfa hjá, hagnist á
sambýli við stóriðjureksturinn. En
það er líka auðvelt að sjá fyrir sér að
stóriðjan hagnist á sambýli við sjávar-
útveginn. Niðurstaðan er þá sú að
samfélagið sjálft hagnist á öllu saman,
atvinnustarfsemin verði fjölbreyttari,
tekjur aukist í heildina og byggðin
styrkist.
Því er gjarnan haldið fram af and-
stæðingum og efasemdamönnum um
stóriðju á Austurlandi að álverið muni
ná til sín vélstjórum og iðnaðarmönn-
um í stórum stíl frá sjávarútvegsfyr-
irtækjunum. Álverið muni hreinlega
yfirbjóða þau fyrirtæki sem fyrir eru
eystra og hirða þá starfsmenn sem
það vilji á annað borð ráða til sín. Það
kann auðvitað að fara
svo að Síldarvinnslan
missi góða vélstjóra og
iðnaðarmenn til álvers-
ins þegar þar að kemur.
Einhverjir sjómenn
kynnu líka að vilja fara í
land og í vinnu í ál-
verinu eða í tengdum
rekstri. Er það endilega
slæmt til lengri tíma?
Launakjör sem
þekkjast víða í sjávarút-
vegi eru svo góð að ég
óttast satt að segja ekki
að álverið muni skáka
okkur í þeim efnum á
öllum vígstöðvum
vinnumarkaðarins.
Laun segja hins vegar ekki alla sög-
una og sjávarútvegsfyrirtækin gætu
til dæmis misst góða iðnaðarmenn og
vélstjóra til álvers í Reyðarfirði hvað
sem launakjörum líður. Menn kynnu
einfaldlega að vilja breyta til. En við
horfum þá einnig fram á að slíkum
störfum muni fjölga verulega hér á
svæðinu í heild. Sjávarútvegsfyrir-
tækin í Fjarðabyggð hafa t.d. iðnað-
armenn af ýmsu tagi í starfsmanna-
hópnum og kaupa einnig slíka
þjónustu af vélaverkstæðum og fleiri
slíkum fyrirtækjum í heimabyggð.
Ég sé fyrir mér að tilkoma álvers
muni skapa forsendur til að stækka
og efla þessi fyrirtæki þannig að þau
hafi á sínum snærum vélstjóra, iðn-
aðarmenn, rafiðnaðarmenn, verk-
fræðinga o.s.frv. og þjóni sjávarút-
veginum, álverinu og öðrum rekstri á
svæðinu.
Störfum til sjós hefur fækkað á
undanförnum árum og við hjá Síld-
arvinnslunni þekkjum að færri en
vilja komast í skipsrúm víða. Það get-
ur meira en verið að menn, sem hafa
verið lengi til sjós, hugsi sér til hreyf-
ings og vilji vinna í landi þegar álvers-
framkvæmdir hefjast eða álverið
sjálft hefur rekstur. Ungt fólk, sem
bíður nú eftir sínu færi, kemst þá í
skipsrúm í staðinn. Eru slíkar hreyf-
ingar á vinnumarkaðinum hérna þá
ekki bara til góðs?
Enn má nefna að því er haldið stíft
fram af sumum að álverið sé bara
vinnustaður karla. Konur verði engu
bættari í atvinnumálum með stóriðj-
unni. Aðstandendur álversins hafa
sjálfir bent á að álver í Noregi séu líka
vinnustaðir kvenna. Sama kom líka
skýrt fram hjá norskri konu, trúnað-
armanni í álveri þar í landi, sem var á
sínum tíma í heimsókn á Austurlandi.
Konur eru afar traust og gott vinnuafl
í fiskvinnslu. Í einhverjum tilvikum
kynni að koma upp sú staða að hjón
vildu flytjast austur, hann til að starfa
í álverinu eða tengdum rekstri en hún
til að vinna að hluta utan heimilis,
jafnvel árstíðabundið. Starf í fisk-
vinnslufyrirtækjum í Fjarðabyggð
gæti þar verið álitlegur kostur.
Þegar öllu er á botninn hvolft er
niðurstaða mín sú að nábýlið við
væntanlegt álver í Reyðarfirði muni
ekki ógna sjávarútvegsfyrirtækjum
og öðrum atvinnurekstri hér á Aust-
urlandi. Þvert á móti muni álverið
verða vítamínsprauta í atvinnumálum
og í samfélaginu yfirleitt.
Um sambýli sjávarútvegs
og álvers á Austurlandi
Jóhannes
Pálsson
Stóriðja
Álver mun ekki ógna
sjávarútvegsfyrirtækj-
um og öðrum atvinnu-
rekstri hér, segir
Jóhannes Pálsson, held-
ur verða vítamínsprauta
í atvinnumálum og í
samfélaginu yfirleitt.
Höfundur er framkvæmdastjóri
landvinnslu hjá Síldarvinnslunni hf. í
Neskaupstað.
SÖGULEG tíðindi
urðu á miðstjórnarfundi
Framsóknar um
helgina. Upplýst var að
helmingur þeirra 150
einstaklinga sem sæti
eiga í sjávarútvegs-
nefnd flokksins eru
fylgjandi því að afnema
gjafakvótann með því
að fara fyrningarleiðina
svokölluðu. Formaður
flokksins lýsti yfir að
hann gæti hugsað sér að
fara þá leið. Þrátt fyrir
það var niðurstaða
Framsóknar að lúta
kröfu samstarfsflokks-
ins í ríkisstjórn með því
að fara að sinni veiðigjaldsleiðina svo-
kölluðu, sem formaður þingflokksins
kallaði leið útgerðarinnar. Við núver-
andi aðstæður hefði annað augljós-
lega kallað á stjórnarslit. Loksins er
því í augsýn raunhæfur möguleiki á
að afnema gjafakvótann með fyrn-
ingu. Það er einungis Sjálfstæðis-
flokkurinn, og kverkatakið sem hann
hefur á samstarfsflokki sínum, sem
kemur í veg fyrir að farið sé að vilja
landsmanna í því efni.
Þjóðarsátt um auðlindina
Ég hef, ásamt formönnum hinna
stjórnarandstöðuflokkanna, lagt fram
tillögu á alþingi um að gerð verði
þjóðarsátt í deilunni um yfirráðin yfir
auðlindinni með því að aflaheimildir
verði innkallaðar í áföngum gegnum
fyrningarleiðina. Stjórnarandstaðan
er sameinuð og einhuga um þessa
meginreglu. Við erum reiðubúin til að
teygja okkur ákaflega langt til sam-
komulags, svo fremi afnuminn verði
núverandi einkaréttur
fámenns hóps til að nýta
fiskimiðin. Það er
grundvallaratriði.
Þetta er eina leiðin til
að ná sáttum meðal
þjóðarinnar. Reiði þjóð-
arinnar stafar af því að
tiltölulega fáir menn fá
að einoka fiskimiðin
sem lögin segja að hún
eigi sameiginlega, og
græða óhemju fjárhæð-
ir með því að selja afla-
heimildir, sem þeir eiga
ekki. Það liggur í aug-
um uppi að sáttin getur
aldrei falist í að festa í
sessi þá einokun, sem
barist er gegn. Fyrningarleiðin af-
nemur einkarétt útgerðarmanna á
kvótanum. Veiðigjaldsleiðin – leið
stórútgerðarinnar – festir hann hins-
vegar í sessi gegn því að útgerðin
greiði í staðinn málamyndagjald.
Þjóðarsátt um auðlindina verður því
að byggjast á því að kvótinn verði inn-
kallaður og dreift á grundvelli jafn-
ræðis með öðrum og réttlátari hætti.
Þessvegna er stjórnarandstaðan al-
gerlega einhuga um fyrningarleiðina.
Gjörbreytt staða
Ítrekaðar kannanir hafa sýnt, að
stór hluti Sjálfstæðisflokksins vill af-
nema gjafakvótann gegnum fyrningu.
Á landsfundi flokksins lagðist for-
sætisráðherra að sjálfsögðu á sveif
með stórútgerðinni, og lagði eindreg-
ið til við fundarmenn að veiðigjalds-
leiðin yrði farin. Þrátt fyrir brýningu
hans studdi fimmtungur fundar-
manna afnám gjafakvótans með
þeirri aðferð sem stjórnarandstaðan
er samþykk. Nokkrir þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins hafa jafnframt lýst
fylgi við fyrningarleiðina.
Yfirlýsing formanns Framsóknar-
flokksins um að hann geti hugsað sér
að fara leið fyrningar, og mikið fylgi
við þá leið í 150 manna forystuhópi
flokksins um sjávarútvegsmál gjör-
breytir stöðu málsins. Nú er upplýst
að það eru bullandi líkur á að hægt sé
að ná samstöðu um að leysa deiluna
um gjafakvótann í eitt skipti fyrir öll.
Eina ljónið í veginum er Sjálfstæð-
isflokkurinn. Hann berst fyrir hags-
munum stórútgerðarinnar, sem um
langt skeið hefur lagt til hundraðs-
höfðingja flokksins víða á lands-
byggðinni, þannig að hagsmuna-
tengslin vefjast ekki fyrir neinum.
Þjóðin á nú næsta leik. Í fyrsta
skipti um langt skeið á hún raunhæfa
möguleika til að kjósa sig frá gjafa-
kvótanum í næstu kosningum. Það
gerir hún með því að kjósa gegn leið
stórútgerðarinnar og Sjálfstæðis-
flokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn
stendur gegn sáttinni
Össur
Skarphéðinsson
Kvótinn
Í fyrsta skipti um langt
skeið, segir Össur
Skarphéðinsson, á þjóð-
in raunhæfa möguleika
til að kjósa sig frá
gjafakvótanum í næstu
kosningum.
Höfundur er formaður
Samfylkingarinnar.
NÝLEGA var skýrt
frá því, að Reykjavík-
urborg hefði keypt
gamla húsið Aðalstræti
10, eitt af húsum Inn-
réttinganna og hið eina
þeirra sem enn stendur
og líklegast elzta hús í
Reykjavík. Það hefur
síðan hýst margs konar
starfsemi, síðast veit-
ingastað. Það lætur að
líkum, að húsið hefur
tekið miklum breyting-
um í tímans rás, enda
var lengi vel ekki mjög
hirt um sögulegt eða
menningarlegt gildi
slíkra húsa, heldur var þeim um-
breytt sem þurfa þótti til þess sem
þau voru notuð hverju sinni.
Þessi kaup eru góð tíðindi og vafa-
laust er tilgangur borgarinnar með
þeim, að varðveita húsið og gera upp
sem því sæmir og hafa þar starfsemi,
sem samrýmist minjagildi þess og
sögu borgarinnar. Húsið þarf vafa-
laust að gera upp að verulegu marki.
Þótt grind og þakviðir kunni að vera
að miklum hluta upphafleg og verði
notuð áfram, eru gamlar innrétting-
ar löngu horfnar og útlit hússins í
reynd allt annað en það sem var í
öndverðu og lengi síðan.
1952 lét Reykvíkingafélagið setja
minningarskjöld á húsið. Má því
ætla, að þá hefði vaknað hugur yf-
irvalda til hússins og umhverfis þess.
En allt hefur sinn tíma.
Nú vil ég minna á, að mjög þarf að
fara varlega að viðgerð hússins.
Ekki hefur alltaf tekizt nógu vel til
þegar fornmerkum og jafnvel frið-
uðum húsum hefur verið breytt til
nútíðarnotkunar. Stundum skortir
jafnvel á að minjagildis þeirra sé
gætt, fornminjasjónarmið sé látið
gilda, hið gamla látið halda sér, gert
sé við í stað þess að „hreinsa burt“ og
endurnýja.
Þess verður stundum vart, að
menn telji í slíkum tilvikum nóg og
jafnvel aðalatriðið að láta hið ytra út-
lit, formið, halda sér, að hluturinn líti
„eins“ eða „svipað“ út og hann gerði í
öndverðu. Hafa því ekki allir húsa-
meistarar eða verktakar gætt þess,
að gamall hlutur hefur eigið gildi,
sem er sjálfur aldurinn.
Einu sinni hélt þekktur arkitekt
því fram á fundi, að form húsa væri
hið eina sem gildi hefði. Engu máli
skipti hvort hús væri gamalt eða nýtt
við gildismat þess. Formið væri hið
eina, og friða og varðveita bæri hús
út frá því sjónarmiði. Er ég ekki frá
því, að þetta sjónarmið heyrist
stundum enn.
Fyrir nokkru kom ég þar sem
smiðir voru að gera við gamalt og
merkilegt hús, á vegum opinberra
aðilja. Brá mér nokkuð við að sjá að
smiðirnir, sem ég vissi að höfðu til-
finningu fyrir verkinu, voru að setja
plötur yfir upphafleg spjaldaþil, sem
þar voru enn að hluta en samt nokk-
uð skemmd. Mér var tjáð, að þetta
væri gert að fyrirmælum eiganda.
Féð, sem veitt var til viðgerðar húss-
ins, hefði allt farið í viðgerð þess að
utan og til að rífa út úr því, og nú var
það upp urið. Því var ákveðið að
ljúka verkinu á sem ódýrastan hátt,
fella ódýrt efni yfir gamla smíðið.
Jafnframt kom í ljós, að viðgerðina
framan af hefðu verktakar unnið
samkvæmt einhvers konar tilboði,
og hefði lítt verið gætt nákvæmni í
niðurtöku gamalla parta í húsinu,
sumt eyðilagt með harkalegum að-
ferðum.
Þarna er komið að mikilvægu at-
riði, til slíkra viðgerða verður að fá
reynda menn, sem hafa sérþekkingu
og umfram allt tilfinningu fyrir verk-
inu. Hér á ekki við að bjóða út verk
og taka lægsta tilboði. Þá er hætt
við, að menn velji að komast sem
ódýrast og „hagkvæmast“ frá verk-
inu og að lítt verði fengizt um smáat-
riðin, jafnvel með þeirri hugsun að
útafbrigðin „sjáist ekki“. – Mörg
dæmi eru um að menn láta t.d. setja
rásaðar plastplötur í
stað panilþilja, skipt sé
um vandað efni fyrir
ódýrt og óvandað.
Það getur oft verið
ódýrara að smíða nýjan
hlut í gömlum stíl en að
gera við gamlan hlut og
ekta. Það er ódýrara að
renna nýjum planka
gegn um vél og hefla
hann í rétta þykkt með
gamaldags striki, en að
taka fúa úr gömlum
planka og fella þar í,
eða skeyta við enda á
fúnum burðarbita og
láta hann halda sér.
Þess vegna heyrist stundum sagt:
„það borgar sig ekki“ að gera við
þetta. – En það er ekki tilgangurinn í
þeim tilvikum að gera eitthvað sem
„borgar sig“. – Tilgangurinn er að
varðveita og eiga raunverulega hluti,
ekki eftirlíkingar. Nú virðist mikil
tízka að byggja eftirlíkingahús sem
víðast, og þeim er jafnvel meira
hampað en hinum sem eru raunveru-
leg.
Því vil ég beina því til þeirra, sem
sjá munu um viðgerð gamla hússins
við Aðalstræti, að þar verði farið að
með mestu varúð og verkið unnið svo
sem minjavernd sæmir, svo að menn
megi hafa ánægju og sæmd af.
Þarna steinsnar frá eru enn
merkilegri hlutir sem nú er mjög um
talað, rúst fornaldarskálans úr bæn-
um Vík í Reykjarvík. Víst datt fáum í
hug, að þarna kæmu í ljós svo merk-
ar og heillegar minjar sem á daginn
kom. Þetta verður að telja einhverj-
ar merkustu fornleifar landsins,
byggingarleifar frá frumbyggð í
landinu, og á þeim stað sem sögur
segja að einmitt hafi fyrst hafizt föst
byggð. Er sannarlega ánægjulegt,
að menn virðast sammála um að
þessi skálatóft skuli varðveitt og
verði sýnileg framvegis. Hvergi
meðal menningarþjóða mun mönn-
um nú á tímum detta í hug að eyða
slíkum hlutum, heldur finna ráð til
að varðveita þá og hafa almenningi
til sýnis eftir því sem aðstæður leyfa.
Í Austurlöndum sprengja menn
menningarminjar til að storka um-
heiminum.
Það hefur verið farið illa með mið-
borg Reykjavíkur á undanförnum
áratugum. Má minna á þá vondu af-
leiðingu, sem álitsgerð danska sér-
fræðingsins hafði, þess sem lagði til
að gera Túngötu að umferðaræð,
breikka Kirkjustræti yfir kirkju-
garðinn og út á Austurvöll, breikka
Amtmannsstíg og brjóta þá niður
Hegningarhúsið og breikka síðan
Grettisgötu, svo að umferðin úr
Vesturbænum og af Nesinu færi sem
greiðast gegn um miðbæinn. Annars
staðar voru menn þá farnir að reyna
að beina meginumferð kring um mið-
borgir. En fyrir vikið var þá mörgu
spillt í miðbænum, Uppsalir voru
rifnir og gamla apótekið við Aust-
urvöll og Amtmannshúsið við Ing-
ólfsstræti. Þau áttu hvort eð er að
víkja fyrir umferðaræðinni. Með-
ferðin á miðbænum einkennist enn
af vandræðaskap. Því miður hafa
mörg mannvirkin, sem komið hafa í
stað þess sem látið er fjúka, orðið lítt
til augnayndis. – Eða hvað segja
menn um Ingólfstorg og sum nývirk-
in þar, eða steinkúlurnar við Alþing-
ishúsið og Dómkirkjuna? Ekki er
þetta allt afskaplega smekklegt.
Hér þarf að
gæta vel að
Þór Magnússon
Höfundur er fv. þjóðminjavörður.
Minjar
Tilgangurinn er að
varðveita og eiga raun-
verulega hluti, segir
Þór Magnússon, ekki
eftirlíkingar.