Morgunblaðið - 28.11.2001, Blaðsíða 19
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2001 19
Lagersala á Fiskislóð 73
(úti á Granda), 101 Reykjavík.
Miðvikudaga kl. 14:00 til 18:00
Fimmtudaga kl. 14:00 til 18:00
Föstudaga kl. 14:00 til 18:00
Laugardaga kl. 12:00 til 16:00
Outlet
Mikið úrval af skóm á ótrúlegu verði !!!
Opnunartími:
● FJÁRMÁLAMENN í City í London
efast um að Baugur geti fjármagnað
yfirtöku á Arcadia, að því er fram
kemur á fréttavef The Times. Þar
kemur einnig fram að ólíklegt er að
formlegt tilboð í Arcadia berist frá
Baugi fyrr en eftir áramót.
Vitnað er í heimildarmenn sem
telja ólíklegt að formlegt tilboð verði
sett fram í þessari viku eða næstu
og af því er dregin sú ályktun að til-
boð komi ekki fram fyrr en í janúar.
Heimildarmennirnir segja einnig
að fjármögnun Baugs gangi sam-
kvæmt áætlun. The Times telur að
hugsanlegir fjárhagslegir bakhjarlar
tilboðsins muni krefjast upplýsinga
um viðskipti félaganna í jólamán-
uðinum í smáatriðum áður en þeir
samþykkja fjármögnun.
Formlegt
tilboð eftir
áramót
● ÁKVEÐIÐ hefur verið að halda
kynningarfundi með þeim kjölfestu-
fjárfestum sem lýstu áhuga á kaup-
um á umtalsverðum hlut í Lands-
bankanum og verður þeim gefinn
kostur á að kynnast rekstri bankans.
Frestur sem HSBC ráðgjafi við
einkavæðingu Landsbankans veitti
kjölfestufjárfestum til að tilkynna um
áhuga sinn á kaupum á hlut í bank-
anum er nú liðinn. Þátttakendur ósk-
uðu eftir nafnleynd og hefur einka-
væðingarnefnd fallist á það að höfðu
samráði við HSBC.
Rekstur Lands-
bankans kynnt-
ur fjárfestum
hlutabréfa 56 milljónir króna og
óinnleyst gengistap 1.984 milljónir
króna. Á tímabilinu voru keypt
hlutabréf fyrir 545 milljónir króna
og seld fyrir 339 milljónir króna.
Gengistap félagsins vegna er-
lendra lána nam 245 milljónum
króna. Í lok tímabilsins nema eign-
ir Þróunarfélagsins 4.951 milljón
króna. Eigið fé félagsins nemur
1.697 milljónum króna, eða um
34,2% af heildareignum. Langtíma-
skuldir félagsins nema 2.204 millj-
ónum króna.
Hlutafé félagsins er 1.100 millj-
ónir króna en hluthafar félagsins
eru 457 talsins. Meðal stærstu
hluthafa eru Lífeyrissjóður versl-
unarmanna, Sameinaði lífeyris-
sjóðurinn, Lífeyrissjóðurinn Fram-
sýn, Burðarás hf., Nýsköpunar-
sjóður atvinnulífsins og Lífeyris-
sjóðurinn Lífiðn.
ÞRÓUNARFÉLAG Íslands hf.
skilaði 1.585 milljóna króna tapi á
fyrstu níu mánuðum ársins 2001,
samkvæmt uppgjöri félagsins. Tap
samkvæmt sex mánaða uppgjöri
var 1.409 milljónir króna. Í til-
kynningu frá félaginu kemur fram
að tekið var tillit til tekjufærslu
tekjuskatts að fjárhæð 809 millj-
ónir króna vegna lækkunar á
tekjuskattsskuldbindingu félagsins
sem myndaðist af miklum hagnaði
síðustu ára. Af þeirri fjárhæð stafa
92 milljónir af boðaðri lækkun
tekjuskattshlutfalls úr 30% í 18%.
Verðlækkun hlutabréfa í eigu fé-
lagsins var 35,7% á tímabilinu og
verðlækkun hlutabréfa Þróunar-
félagsins sem skráð eru á Aðallista
Verðbréfaþingsins var 43,4%.
Gengistap hlutabréfa nam alls
1.928 milljónum króna, þar af er
innleystur hagnaður vegna sölu
Tap Þróunarfélags-
ins 1,6 milljarðar
VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ aftur-
kallaði í gær starfsleyfi verðbréfa-
fyrirtækisins Burnham Internation-
al á Íslandi hf. að tillögu Fjár-
málaeftirlitsins og hefur skrifstofum
fyrirtækisins verið lokað. Forsvars-
menn fyrirtækisins lýstu sig sam-
mála ákvörðuninni, og að sögn Guð-
mundar Franklín Jónssonar, stjórn-
arformanns Burnham International
á Íslandi, var afturköllun starfsleyf-
isins óumflýjanleg.
Ástæða afturköllunar starfsleyfis
er að eiginfjárhlutfall fyrirtækisins
var undir lágmarkskröfum laga um
verðbréfaviðskipti, en þar er þess
krafist að eigið fé fyrirtækis í verð-
bréfaþjónustu skuli á hverjum tíma
ekki nema lægri fjárhæð en sem
svarar til 8% af áhættugrunni.
„Að undanförnu hafa komið í ljós
erfiðleikar í rekstri Burnham Int-
ernational á Íslandi hf., m.a. vegna
verðfalls á verðbréfaeign félagsins,“
segir í fréttatilkynningu frá við-
skiptaráðuneytinu. Ennfremur seg-
ir: „Stjórn félagsins hefur á und-
anförnum vikum leitað leiða til að
koma eigin fé félagsins í lögmælt
horf og hefur Fjármálaeftirlitið veitt
félaginu svigrúm í því sambandi [...]
Tilraunir félagsins hafa ekki borið
árangur.“
Í framhaldi af afturkölluninni
mun viðskiptaráðuneytið leggja
fram beiðni til Héraðsdóms Reykja-
víkur um slit á félaginu í samræmi
við 62. gr. laga um verðbréfavið-
skipti nr. 13/1996.
Skrifstofum Burnham Internat-
ional á Íslandi hf. hefur verið lokað.
Mun skipaður skiptastjóri, Sigur-
mar Albertsson hrl., taka við rekstri
félagsins og standa vörð um hags-
muni þeirra sem réttindi eiga á
hendur félaginu, þ. m. t. séreign
fjárvörsluþega, að því er fram kem-
ur í fréttatilkynningunni frá við-
skiptaráðuneytinu.
Sigurmar Albertsson hrl. segir í
samtali við Morgunblaðið að ákvörð-
un um hvert viðskiptavinir Burn-
ham geta snúið sér til að nálgast
verðbréf sín muni liggja fyrir á
næstu dögum. Hann segir viðskipta-
vini Burnham ekki verr setta eftir
afturköllun starfsleyfisins þar sem
eignir séu aðgreindar í bókhaldi
Burnham.
Langvarandi tap af rekstrinum
Guðmundur Franklín Jónsson er
stjórnarformaður Burnham Inter-
national á Íslandi. Hann leggur
áherslu á að afturköllun starfsleyfis
Burnham sé leiðinleg staðreynd,
sérstaklega vegna þess að átta
starfsmenn Burnham International
á Íslandi missa vinnuna. Hann segir
fyrirtækið hafa átt gott samstarf við
Fjármálaeftirlitið allt þetta ár en
afturköllun starfsleyfisins sé
óumflýjanleg. Allt frá því mikið tap
af rekstri Burnham International á
Íslandi á síðasta ári kom í ljós, hefur
verið reynt að bæta stöðuna en ekki
tekist, að sögn Guðmundar.
Hann segir fyrirtækið hafa gengið
ágætlega í byrjun síðasta árs en
markaðsþróunin hafi síðan farið á
móti fyrirtækinu. Þegar ársuppgjör-
ið lá fyrir var ljóst að eiginfjárstað-
an væri á niðurleið. Við sex mánaða
uppgjör í sumar lá fyrir að Burnham
var á mörkunum með að ná lág-
markseiginfjárhlutfallinu og við níu
mánaða uppgjör var fyrirtækið
komið undir viðmiðunarmörkin.
„Tap af rekstrinum hefur verið
langvarandi og eiginfjárhlutfall fór
undir viðmiðunarmörk og þá mátt-
um við ekki starfa áfram sem þing-
aðili. Við höfðum reynt að bæta
ástandið allt þetta ár en eins og
markaðurinn hefur verið, og sér-
staklega eftir 11. september, var
það mjög erfitt. Við reyndum allt
sem við gátum en urðum að skila
leyfinu inn til að fara eftir lögum og
reglum. Það virðist ekki vera að rofa
til á markaðnum.“
Guðmundur starfar sem einn af
framkvæmdastjórum Burnham Sec-
urities í New York, en það fyrirtæki
á 36% í Burnham International.
Guðmundur Franklín á 40% í Burn-
ham International á Íslandi og um
61 smærri hluthafi á það sem eftir
stendur. Þar á meðal eru fyrrver-
andi eigendur Handsals en Burn-
ham International á Íslandi var
stofnað upp úr því.
Tapa ekki verðbréfasafni sínu
Aðspurður segir Guðmundur að
hann sjálfur og Burnham Securities
sem stærstu hluthafar tapi öllu sem
þeir hafi lagt í fyrirtækið. Afturköll-
un starfsleyfis Burnham Inter-
national á Íslandi hefur ekki áhrif á
rekstur Burnham Securities í New
York. Starfsmenn Burnham Secur-
ities eru um 80 talsins.
Guðmundur segir að viðskiptavin-
ir Burnham á Íslandi muni ekki
skaðast af slitum á félaginu. Við-
skiptavinirnir muni ekki tapa verð-
bréfasafni sínu sem er í fjárvörslu
Burnham International á Íslandi. Þó
svo að verðbréf hafi verið keypt í
nafni félagsins, eru þau merkt við-
skiptavinunum og tapast því ekki.
Starfsleyfi Burnham International á Íslandi hf. hefur verið afturkallað
Viðskiptavinir
skaðast ekki af
slitum félagsins
Morgunblaðið/Golli
♦ ♦ ♦