Morgunblaðið - 28.11.2001, Blaðsíða 23
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2001 23
Starfsnám fyrir
leiðsögumenn
Nýir kennsluhættir – ný námsskrá
Námið hefst í janúar 2002
Innritun í Leiðsöguskóla Íslands stendur yfir. Um er að ræða tveggja anna
nám byggt á traustum grunni eldra náms. Kennt er eftir nýrri námsskrá
menntamálaráðuneytisins fyrir leiðsögunám.
• Umsækjendur skulu vera orðnir 21 árs og hafa stúdentspróf eða
sambærilega menntun. Þeir skulu, auk íslensku, hafa gott vald á a.m.k.
einu erlendu tungumáli.
• Umsækjendur skili umsóknum eigi síðar en 7. des. nk. og skrái sig í
viðtal og inntökupróf fyrir sama tíma. Inntökuprófið er munnlegt og fer
fram á því erlenda tungumáli sem umsækjandi velur.
• Heimilt er að takmarka fjölda nemenda ef umsóknir verða fleiri en
skólinn annar.
• Bókleg kennsla fer fram mán. – mið. frá kl. 17:30 en vettvangsferðir
verða á laugardögum.
• Námið er lánshæft hjá LÍN, auk þess veita mörg stéttarfélög
námsstyrki.
Umsóknarfrestur er til 7. desember
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans eða
á vefsíðunni mk.ismennt.is
Nánari upplýsingar veitir umsjónarmaður skólans í síma 594 4025
Leiðsöguskóli Íslands, Menntaskólanum í Kópavogi,
Digranesvegi 51, sími 594 4025.
HUNDRUÐ bandarískra land-
gönguliða bjuggu sig í gær undir
stríðsaðgerðir sem miða að því að
hrekja talibana og liðsmenn al-
Qaeda, samtaka Osama bin Ladens,
út úr fylgsnum sínum í grennd við
Kandahar, síðustu borgina sem er
enn á valdi talibana. Bandarískar
herflugvélar héldu áfram hörðum
sprengjuárásum á skotmörk á svæð-
inu. Norðurbandalaginu tókst að
kveða niður uppreisn 600 erlendra
málaliða og félaga í al-Qaeda, sem
höfðu verið teknir til fanga, í virki í
norðurhluta Afganistans. Norður-
bandalagið sagði að enginn fang-
anna hefði komist lífs af.
Um 500 bandarískir landgöngulið-
ar voru fluttir með þyrlum á eyði-
merkurflugvöll í grennd við Kand-
ahar í fyrradag og hermt var að
rúmlega 500 landgönguliðar til við-
bótar hefðu verið sendir þangað í
gær.
Skömmu eftir komu landgöngulið-
anna tóku þyrlur þeirra þátt í loft-
árás á fimmtán brynvagna talibana í
grennd við Kandahar. Nokkrir
þeirra voru eyðilagðir.
Talibanar sögðust ætla að berjast
til síðasta blóðdropa í Kandahar.
Talsmaður þeirra sagði að múllann
Mohammed Omar, leiðtogi talibana,
væri enn í borginni.
Háttsettir embættismenn Norð-
urbandalagsins í Kabúl sögðu að bin
Laden væri einnig í Kandahar en
bandarískir embættismenn stað-
festu það ekki.
Pastúnar nálgast
Kandahar
Richard Myers, forseti banda-
ríska herráðsins, varaði við of mikilli
bjartsýni og kvaðst ekki búast við
skjótum sigri á talibönum. „Við telj-
um að þeir veiti mótspyrnu og berj-
ist ef til vill þar til yfir lýkur,“ sagði
hann.
Hersveitir Pastúna, sem hafa
lagst gegn talibönum, nálguðust
Kandahar og náðu að minnsta kosti
einum bæ við þjóðveg milli borg-
arinnar og landamæranna að Pak-
istan. Veginum var lokað til að koma
í veg fyrir að talibanar og liðsmenn
al-Qaeda gætu flúið til Pakistans.
Fregnir hermdu að talibanar í
Kandahar og nágrenni hefðu einnig
misst fjarskiptasamband við önnur
héruð í suðurhluta Afganistans
vegna sprengjuárása bandarískra
flugvéla.
Hermt var að Pastúnar hefðu
einnig náð Spin Boldak, mikilvæg-
um bæ við landamærin að Pakistan,
en talibanar neituðu því.
Talið er að talibanar og liðsmenn
al-Qaeda hafi safnast saman í Kand-
ahar og nágrenni eftir flótta þeirra
frá norðurhluta Afganistans á síð-
ustu tveimur vikum. Síðasta vígi
þeirra í norðurhlutanum, Kunduz,
féll í fyrradag eftir að um 5.750 tal-
ibanahermenn gáfust þar upp um
helgina. Hermenn Norðurbanda-
lagsins lögðu Kunduz undir sig eftir
hörð átök við talibana sem neituðu
að gefast upp. Um 100 talibanar og
tíu hermenn Norðurbandalagsins
lágu í valnum.
Fréttamenn sáu hermenn Norð-
urbandalagsins hefja skothríð á
særðan talibana og draga talibana
út úr húsum í Kunduz til að berja
þá. Hermennirnir fóru einnig ráns-
hendi um borgina og tóku aðallega
bíla sem þeir sögðu hafa verið í eigu
talibana.
Hundruð fanga
liggja í valnum
Um það bil 600 erlendir liðsmenn
talibana og al-Qaeda, sem voru
teknir til fanga í Kunduz, gerðu
uppreisn í fangelsisvirki í norður-
hluta Afganistans á sunnudag og
Norðurbandalagið sagði í gær að
hún hefði verið bæld niður. „Átök-
unum er lokið,“ sagði einn herfor-
ingja bandalagsins. „Við ætlum þó
að bíða með að fara inn í virkið þar
til á morgun þar sem við óttumst að
nokkur líkanna séu með sprengi-
gildrur.“
Bandarískar herflugvélar höfðu
gert sprengjuárásir á virkið. Norð-
urbandalagið sagði að allir fangarnir
600 og allt að 50 hermenn Norður-
bandalagsins hefðu fallið í átökun-
um.
Fimm bandarískir hermenn særð-
ust alvarlega þegar sprengja frá
bandarískri herflug lenti of nálægt
þeim í loftárás á virkið. Þeir voru
fluttir á herflugvöll í Úsbekistan og
þaðan á hersjúkrahús í Þýskalandi.
Talið er að enginn þeirra sé í lífs-
hættu, að sögn talsmanns banda-
ríska varnarmálaráðuneytisins.
Hermt er að einn af njósnurum
CIA hafi beðið bana í átökunum við
fangana en bandarískir embættis-
menn sögðu að ekki væri vitað um
afdrif hans.
Geoffrey Hoon, varnarmálaráð-
herra Bretlands, sagði í fyrradag að
fjórir breskir hermenn hefðu særst í
hernaðaraðgerð með bandarískri
hersveit í Afganistan. Hann vildi
ekki skýra frá því hvers konar að-
gerð þetta var eða hvort hermenn-
irnir hefðu særst alvarlega. Þeir
hafa verið fluttir á sjúkrahús í Bret-
landi.
! " # $%## &
$ $ % #&'&
# $ ( # )
!"#
$
%& "' # &
''
(
) *
+
,
-.
-..
! *+ *
/ !"#
01
Uppreisn stríðsfanga
lyktar með blóðbaði
Reynt að hrekja
liðsmenn al-
Qaeda úr fylgsn-
um sínum í Suð-
ur-Afganistan
AP
Hermaður Norðurbandalagsins við virki nálægt borginni Mazar-e-Sharif í norðurhluta Afganistans þar sem er-
lendir liðsmenn talibana og al-Qaeda hófu uppreisn á sunnudag eftir að hafa verið teknir til fanga.
Kabúl. AFP, AP, The Washington Post.
FJÓRAR afganskar sendinefndir,
sem taka þátt í sögulegum viðræðum
í Bonn í Þýskalandi, samþykktu í
gær að stefna að samkomulagi um
myndun bráðabirgðastjórnar í Afg-
anistan innan þriggja til fimm daga.
Ahmed Fawzi, talsmaður Samein-
uðu þjóðanna, sagði að sendinefnd-
irnar hefðu einnig samþykkt þrjú
meginatriðin í áætlun Sameinuðu
þjóðanna um pólitíska framtíð Afg-
anistans. Samkvæmt henni verður
myndað svokallað „æðstaráð“, eða
bráðabirgðastjórn sem verður skipuð
allt að 20 fulltrúum afganskra fylk-
inga og á að vera við völd í þrjá til sex
mánuði. Síðan er gert ráð fyrir stofn-
un breiðari og fjölmennari sam-
steypustjórnar, sem Fawzi líkti við
þjóðþing, og að lokum verður stofnað
svokallað „Loya Jirga“, eða öldung-
aráð með aðild hinna ýmsu þjóð-
flokka Afganistans. Öldungaráðið á
að koma saman í mars eða apríl á
næsta ári til að semja nýja stjórn-
arskrá.
Bjartsýni á fyrsta
fundinum
Alls taka 28 fulltrúar í fjórum
sendinefndum þátt í viðræðunum í
Bonn og margir þeirra sögðust vera
vongóðir um að samkomulag næðist
um myndun bráðabirgðastjórnar.
Yunus Qanooni, innanríkisráð-
herra Norðurbandalagsins, laus-
tengds bandalags Tadsjika, Úsbeka
og Hazara, sagði það ekki vilja sitja
eitt við stjórnartaumana þrátt fyrir
sigra þess á talibönum á síðustu vik-
um.
Stjórnarerindrekar, sem fylgjast
með ráðstefnunni, sögðu fréttamönn-
um AFP að almenn sátt ríkti um
Zahir Shah, 87 ára fyrrverandi kon-
ung Afganistans, sem leiðtoga bráða-
birgðastjórnar. Erindrekarnir segja
að helsta ágreiningsefnið sé hver eigi
að vera forsætisráðherra, og hverjir
gegni embættum varnarmála, innan-
ríkis- og fjármálaráðherra.
Afganskar sendinefndir hefja viðræður um nýja stjórn
Stefnt að samkomu-
lagi á næstu dögum
Bonn. AFP.