Morgunblaðið - 28.11.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.11.2001, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2001 33 ✝ VilhelmínaKristín Þórdís Sumarliðadóttir fæddist á Ísafirði 27. október 1910. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 23. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sumarliði Vil- hjálmsson og Sól- veig Silfá Gestsdótt- ir. Vilhelmína giftist 12. des. 1932 Einari Thorberg Guð- mundssyni sjó- manni, f. 15. febr. 1910, d. 12. júní 1978. Börn þeirra eru Bára, f. 1933, maki Sigurhans Þorbjörnsson, f. 1931, Erna, f. 1935 maki Gunnar Odd- steinsson, f. 1932, d. 1979, Reyn- ir, f. 1939, maki María Maack, f. 1940, d. 2001, Sig- rún Konný, f. 1944, maki Hilmar Guð- mundsson, f. 1943, þau skildu, Hrönn, f. 1946, maki Sigfús Örn Sigurhjartar- son, f. 1947, Guð- mundur, f. 1947, maki Auður Ósk- arsdóttir, f. 1951, Vilhelm, f. 1950, maki Margrét Haf- steinsdóttir, f. 1954. Barnabörnin eru 26, langömmubörnin eru 43, langalangömmubörnin eru 2. Útför Vilhelmínu fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Mamma tilkynnti okkur að amma Villa væri dáin. Amma var orðin 91 árs gömul. Þegar mamma sagði okk- ur hvernig hún hefði dáið, þá var eitt- hvað svo fallegt við það. Það ríkti einskonar friðsemd og hlýja yfir öllu. Nú getur amma Villa farið til afa Ein- ars eftir 23 ára bið. Amma skilur eftir sig tómarúm sem ekki er hægt að fylla. Það er svo margt sem kemur upp þegar maður fer að láta hugann reika um þær stundir sem við áttum með ömmu Villu. Amma átti sjö börn og var hún höfuð fjölskyldunnar. Við munum aldrei gleyma þeim stundum sem við áttum á Hagamelnum. Alltaf tóku amma og afi á móti manni með bros á vör og alltaf var jafngaman að koma í heimsókn til þeirra og jafnvel að fá að gista hjá þeim. Amma var alltaf með svo gott að borða og mun- um við aldrei gleyma því þegar amma eldaði gellur handa okkur. Við vorum ungir strákar þá og þetta var uppá- haldsmaturinn okkar. Oftar en ekki fór Eyþór í keppni við afa um hvor gæti borðað fleiri gellur. Þetta fannst ömmu gaman og hún hló mikið þegar við vorum með fullan munninn af gellum. Eftir mat var iðulega spilað eða farið í göngutúra eða labbað út í Vesturbæjarlaug. Þessum stundum munum við aldrei gleyma. Nú fer að nálgast tími jólanna og þá rifjast alltaf upp jólin á Hagameln- um. Þar var alltaf kátt á hjalla enda safnaðist saman mikið af fólki, um 50 manns þegar best lét. Á jóladag valdi maður uppáhalds jólagjöfina sína til þess að taka með sér á Hagamelinn. Þar voru bornar saman jólagjafir og skipst var á að leika með gjafirnar, mikið var spilað og jafnvel dansað og sungið. Á borðum var heitt kakó með rjóma og kökur – ekta ömmukakó. Þetta var sannkölluð hátíðarstund eins og hún gerist best. Amma Villa var alltaf svo barngóð, svo hlý og góð, jafnvel þegar leikurinn stóð sem hæst, þá var hún alltaf jafnróleg og þægileg og aldrei nokkurn tíma missti hún stjórn á skapi sínu. Enda leið ömmu alltaf best þegar mikið af fólki var í kringum hana. Amma var vön því að hafa sitt fólk í kringum sig og allir vildu hafa ömmu hjá sér. Amma, þú skilur eftir þig stórt tómarúm sem fyllt verður með minn- ingum frá öllum þeim gleðistundum sem við áttum saman. Birgir, Eyþór og Sigurhjörtur. Nú ertu, elsku langamma Villa, bú- in að yfirgefa þennan heim. Þótt það sé erfitt að sætta sig við það að þú sért farin frá okkur þá vitum við það innst inni að þú ert komin á miklu betri stað og búin að hitta afa Einar aftur eftir langa bið. Þegar maður sest niður og reynir að rita nokkur orð um þig veit maður ekki hvar mað- ur á að byrja, það rifjast svo mikið gamalt og gott upp, og á því augna- bliki veit maður að það eru hlutir sem eiga eftir að lifa í minningunni alla tíð. Það var svo gaman að koma til þín og þú hafðir alltaf frá einhverju skemmtilegu að segja. Þegar þú bjóst í Fannborginni þá fór ég oft í göngutúr til þín þegar ég var í Kópavoginum og fékk stundum frænkur mínar til þess að labba með mér og alltaf var tekið hlýlega á móti okkur og með bros á vör. Það var þess vegna sem var svo gott að koma til þín, maður fann alltaf að maður var velkomin og ekki brástu útaf venjunni að eiga eitthvað gott í skápnum. Þú varst nú búin að lifa tímana tvenna elsku amma mín og það var svo gaman þegar þú sagðir mér eitt sinn sögu frá því þegar þú varst lítil stelpa, ekki gat mig órað fyrir því hvernig lífi fólkið lifði í þá daga. Svo kom að því að það væri kominn tími til að þú færðir þig um set yfir á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þar leið þér rosalega vel og varst í öruggum höndum. En það kom nú samt stund- um uppúr þér að þú þyrftir nú ekkert að vera þarna því að þú gætir nú al- veg bjargað þér og séð um þig sjálf. Það sem mér fannst bara alltaf svo fyndið var að þú fylgdist með Ná- grönnum, Leiðarljósi og Glæstum vonum í sjónvarpinu alveg frá því þættirnir byrjuðu held ég. Og af því að ég fylgdist nú með Nágrönnum líka þá höfðum við nú nóg að tala um og ef maður missti af einum þætti þá gat maður alltaf komið til þín og feng- ið að vita hvað hafði skeð og það var bara alveg eins og þátturinn hefði verið tekin upp, frásögn þín var svo ítarleg og nákvæm. Nú verður minningin um góða og frábæra ömmu bara að lifa með okk- ur sem eftir sitjum með tárin í aug- unum og einhvern veginn verðum við að fylla þetta tómarúm sem eftir sit- ur. Elsku amma, takk fyrir allar góðu stundirnar sem við höfum átt saman, megi englarnir fylgja þér í faðm Ein- ars afa. Þín langömmustelpa, Helga Sólveig. VILHELMÍNA SUMARLIÐADÓTTIR ✝ María SigríðurÞorbjörnsdóttir fæddist í Steinadal 10. september 1915. Hún lést á sjúkra- húsinu á Hólmavík 10. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Þor- björn Jónsson bóndi og Guðrún Bene- diktsdóttir. María Sigríður giftist 17. ágúst 1935 Þórði Gísla Bjarnasyni bónda á Ljúfustöðum, f. 22. september 1908, d. 6. júlí 1983, og bjuggu þau þar allan sinn bú- skap. Börn þeirra eru: 1) Jón Andrés Hjörtur, f. 24. janúar 1936. 2) Herselía Guðrún, f. 17. janúar 1939, gift Einari Magn- ússyni, börn þeirra eru Hugrún Herselía, Sigríður, Gísla Björg og Magnús. 3) Andvana stúlku- barn, f. 10. nóvember 1944. 4) Benedikta Oddný, f. 9. júní 1949, gift Jóni Þorsteinssyni, börn þeirra eru Ey- steinn Þór, Þórður Már, Eiríka Sigur- jóna og María Jóna. 5) Bjarney Þor- björg, f. 5. febrúar 1953, gift Guðbirni Jóni Jónssyni, börn þeirra eru Valgerð- ur Kristín, Guðjón Björn, María Sig- ríður, Hulda Ósk og Þórður Gísli. 6) Þorbjörn Valur, f. 10. nóvember 1954, kvæntur Ragnheiði Hönnu Halldórsdótt- ur, börn þeirra eru Þröstur Snær og Smári. 7) Guðmundur Heiðar, f. 28. desember 1956. Barnabarnabörn Maríu Sigríðar eru orðin 14. Útför Maríu Sigríðar fór fram frá Kollafjarðarneskirkju 17. nóvember. Það er erfitt að trúa því að þú sért dáin, þótt maður væri farinn að búast við þessum tíðindum. Það var alltaf tilhlökkun hjá okkur systkinunum að fara í sveitina til þín, fá að leika okkur í gömlu bílunum hjá þér, þar gat maður dundað sér í lang- an tíma, þetta var alveg eins og keyra alvöru bíla, hægt var að skipta um gíra og allt, að fá að vera á verkstæð- inu hans Nonna frænda, hoppa í heyinu, sjá nýju lömbin fæðast og horfa á hvernig á að mjólka kýrnar og ekki má gleyma því að hoppa í lækinn og reyna að ná fiskunum, sem ég og Eiríka systir sáum alltaf, við vorum kannski nýbúnar að skipta um föt og þá vorum við aftur komnar ofaní læk- inn. Ekki má heldur gleyma súkkul- aðinu fræga sem þú bjóst alltaf til handa okkur systkinunum, besta súkkulaðið sem enginn getur búið til nema amma, það sagði maður vinum sínum allavega. Þegar þú komst til okkar gistir þú alltaf í herberginu mínu og þá voru spilin sko dregin upp og við spiluðum rommý í langan tíma og alltaf vannst þú á endanum. Í svarta veskinu þínu var alltaf fullt af nammi. Það var líka alltaf jafngaman að mæla hversu stór við systkinin værum og það var mikil fögnuður þegar við náðum hæðinni þinni. Þá fannst okkur við vera svo stór, þótt þú værir svo lágvaxin, ekki nema um 150 cm, enda kölluðu lang- ömmubörnin þín þig alltaf stutt- ömmu. Ekki gleymi ég heldur síða hárinu þínu, sem mér fannst vera eins og silki og strauk það oft eins og þú værir kisa og ég sagði vinkonum mín- um að ég ætti ömmu með sítt hár sem næði alveg niður að rassi. Þú greiddir það sjálf og fléttaðir hárið, notaðir aldrei hárteygju heldur bast hárið alltaf með hári, þetta hef ég engan séð gera nema þig. Einu sinni fór ég með vinkonu minni vestur og kom við hjá þér á leiðinni, þú áttir ekkert von á mér og táraðist þegar þú faðmaðir mig og eins ég á móti, það þótti mér svo gott. Ég gat ekki stoppað lengi og af því að við vildum ekki mjólk, stakkstu nokkrum sælgætismolum í vasa okkar, svona varstu alltaf að reyna að gefa manni sem mest. Langömmubarnið þitt hún Kristín Rut, sem er aðeins 6 ára, sagði mér að stuttamma væri dáin en það væri allt í lagi því henni liði miklu betur þarna uppi, það er alveg örugglega satt hjá henni því nú ertu búin að hitta Þórð afa aftur og bið ég góðan Guð að geyma ykkur. Bless, elsku amma mín, ég mun hitta þig einhvern tímann seinna. Ömmu- og langömmubörnin þín hér í Njarðvík sakna þín sárt. Elsku mamma, Nonni, Gummi, Hedda, Bjarney, Valur og fjölskyldur ykkar, ég bið góðan Guð að styrkja ykkur öll í sorginni. Þitt ömmubarn, María Jóna Jónsdóttir. MARÍA SIGRÍÐUR ÞORBJÖRNSDÓTTIR                                     !" #$%&''&  '$(  ) %( &&'$$(  *+  %' *+ ,' -  &&'$$(   % *+ (','  '' &&'$,'  % . /( &'$$(  0- ' ,%  '% 0- '"                  *122  3 4   5 ' %    ! !   " #  $   %&'   1%4 #&$ *+$(  %& (' - ',' &&'$& *+ *+,'  %'$ 2 $(  0 ' 0- ' ,%  '"     62 3  7! 89 &   !   ()   )    *      %,'   '' - % - '$( " -       :3 ;: , & <2 '$ &   )   * +)  ) .  "+)  /'   ' /0'11' % !& ; '$(  # $& '( ,' &!' ; '$(  ;  ; ','  '$! 5  $(  1$! ; '$(  /(  3 ,' ,% ='$ '"            >#2 23:: & 74   + # !  %-& ?@ &   !   /2'   3       + +   ' (7$& ; $(  /, % '% !,' /( 7$& %& 0- '$(  &&'$& #" &'' ,' 0 ' 0- ' ,% 0 ' 0 ' 0- '" 6 :3:: ! A8   ! !   " #  $   %%'   4     5   ) 6   "   %2'   ' /7'71' (+     *+ 5 ! '',' &&'$& ',',' #' " 2($( 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.