Morgunblaðið - 28.11.2001, Blaðsíða 13
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2001 13
SAMKVÆMT frumvarpi heilbrigðis-
ráðherra til breytinga á lögum um
heilbrigðisþjónustu og almanna-
tryggingar, sem er til meðferðar hjá
heilbrigðisnefnd Alþingis, er heil-
brigðisstarfsmönnum skylt að veita
Tryggingastofnun ríkisins, TR, upp-
lýsingar úr sjúkraskrám „vegna
ákvörðunar um greiðslu bóta endur-
greiðslu reikninga og vegna eftirlits-
hlutverks stofnunarinnar“, eins og
segir í frumvarpinu. Í umsögn sinni
um frumvarpið gera samtök lækna
athugasemdir og telja þessa grein
frumvarpsins stangast á við lög um
réttindi sjúklinga og persónuvernd.
Persónuvernd gerir sömuleiðis at-
hugasemdir en forstjóri stofnunar-
innar átti fund með heilbrigðisnefnd
Alþingis á mánudag.
Í frumvarpinu segir ennfremur að
upplýsingar úr sjúkraskrám skuli að-
eins veittar læknum Tryggingastofn-
unar eða tannlæknum þegar það eigi
við. Þá sé læknum TR, eða tannlækn-
um, heimilt að skoða sjúkraskrár sem
reikningsgerð á hendur stofnuninni
byggist á.
Læknafélag Íslands, Læknafélag
Reykjavíkur, Sérfræðingafélag ís-
lenskra lækna og Félag íslenskra
heimilislækna skiluðu inn sameigin-
legri umsögn um frumvarp heilbrigð-
isráðherra. Vegna 8. greinar frum-
varpsins, þar sem kveðið er á um
aðgang Tryggingastofnunar að
sjúkraskrám, benda læknasamtökin
á lög um réttindi sjúklinga þar sem
segi m.a. að þess skuli gætt við að-
gang að sjúkraskrám að þær hafi að
geyma viðkvæmar persónuupplýs-
ingar sem séu trúnaðarmál. Persónu-
vernd sé heimilt samkvæmt lögum að
veita aðgang að sjúkraskrám vegna
vísindarannsókna. Læknar segja að
samkvæmt þessu sé aðgangur að
sjúkraskrám óheimill nema þeim
heilbrigðisstarfsmönnum sem þurfi
að nota skrárnar starfa sinna vegna
og þeim sem hafi fengið leyfi Per-
sónuverndar til vísindarannsókna.
Umrædd samtök lækna benda einnig
á lög um persónuvernd og vekja at-
hygli á að í athugasemdum við þessa
grein frumvarpsins sé enga umfjöllun
að finna um að litið hafi verið til per-
sónuverndarsjónarmiða við gerð
þess. Læknar telja eðlilegt að laga-
ákvæðinu sé sniðinn þrengri stakkur
en eftir sem áður sé hægt að taka tillit
til eftirlitshagsmuna Tryggingastofn-
unar.
Sigurbjörn Sveinsson, formaður
Læknafélags Íslands, sagðist vona að
heilbrigðisnefnd tæki athugasemdir
lækna til greina, sem settar hefðu
verið fram með málefnalegum rökum.
Læknafélagið væri meira en tilbúið til
viðræðna og skoðanaskipta um málið.
„Lögfræðingar okkar benda á að
tillaga að þessari lagabreytingu sé
gerð án þess að álitamálin séu reifuð.
Við viðurkennum möguleika á eftir-
liti, og höfum átt samstarf við Trygg-
ingastofnun í þeim efnum, en í ljósi
nýrra laga um réttindi sjúklinga og
persónuvernd kann þetta að vera í
ólagi,“ sagði Sigurbjörn sem gagn-
rýndi jafnframt málsmeðferðina á Al-
þingi. Þar væri skammur frestur gef-
inn til athugasemda á sum þingmál
sem komin væru langt á veg.
Ekki gert ráð fyrir samráði
við hina skráðu
Forstjóri Persónuverndar, Sigrún
Jóhannesdóttir, átti sem fyrr segir
fund á mánudag með heilbrigðis-
nefnd Alþingis um frumvarpið en
stofnunin fékk það í hendur til um-
sagnar í síðustu viku eftir að það hafði
farið í gegnum fyrstu umræðu á Al-
þingi. Í samtali við Morgunblaðið
sagðist Sigrún setja ýmis spurninga-
merki við 8. grein frumvarpsins þar
sem kveðið er á um aðgang Trygg-
ingastofnunar að upplýsingum úr
sjúkraskrám sjúklinga.
„Aðgangurinn sem þessi stofnun á
að fá virðist vera mjög víðtækur.
Ekki verður ráðið af athugasemdum
með frumvarpsgreininni hvaða brýnu
almannahagsmunir kalli á svo víð-
tækan aðgang að jafn viðkvæmum
upplýsingum og er að finna í sjúkra-
skrám. Tryggingastofnun hefur til
þessa getað leitað til Ríkisendurskoð-
unar, átt kost á að fá upplýst sam-
þykki bótaþega eða eftir atvikum
læknisvottorð. Í frumvarpinu er ekki
gert ráð fyrir neinu samráði við hina
skráðu,“ sagði Sigrún.
Hún sagðist ekki gera mál úr því að
umsagnar Persónuverndar hafi ekki
verið leitað fyrr en í síðustu viku, eftir
að frumvarpið var farið í gegnum
fyrstu umræðu á Alþingi. Kjarni
málsins væri sá að í sjúkraskrám
gætu verið mjög viðkvæmar upplýs-
ingar og Tryggingastofnun væri ekki
aðili sem veitti heilbrigðisþjónustu
heldur heilbrigðisstofnun og greiðslu-
aðili sem gæti leitað annarra úrræða,
svo sem liðsinnis Ríkisendurskoðun-
ar, ef eitthvað óeðlilegt virtist vera á
ferðinni.
„Menn verða að fara sér mjög hægt
og sýna fram á ríka þörf sem ekki
verði fullnægt með öðrum hætti til
þess að veittur verði svo víðtækur að-
gangur að viðkvæmustu einkalífsupp-
lýsingum fólks,“ sagði Sigrún.
TR fær aðgang að sjúkraskrám samkvæmt frumvarpi
Læknasamtökin
gera athugasemd
BARBARA J. Griffiths, sendi-
herra Bandaríkjanna á Íslandi,
sagði á fundi Alþjóðamálastofn-
unar Háskóla Íslands í gær að
það væri undir Afgönum sjálfum
komið hvort varanlegur friður og
pólitískur stöðugleiki kæmist á í
landinu. Afganar mættu hins veg-
ar vita að þeir gætu átt von á
stuðningi erlendra ríkja tækist
þeim vel upp í þeim efnum.
Griffiths var frummælandi á
málþingi Alþjóðamálastofnunar
um baráttuna gegn hryðjuverka-
mönnum og stríðið í Afganistan.
Þakkaði hún þann árangur sem
þegar hefði náðst þeirri breiðu
samstöðu sem náðst hefði meðal
þjóða heims, þ.m.t. Íslendinga.
Hún sagði að nokkuð hefði borið
á gagnrýnisröddum í garð Banda-
ríkjamanna fyrir að vera ekki
vandir að vinum sínum í barátt-
unni gegn hryðjuverkum. Menn
gætu hins vegar treyst því að
Bandaríkin myndu ekki loka aug-
unum fyrir mannréttindabrotum,
sem framin væru í sumum ríkj-
um, jafnvel þó að þau ríki hefðu
upp á síðkastið veitt Bandaríkja-
mönnum aðstoð.
Bandaríkjamenn myndu áfram
halda uppi merkjum mannrétt-
inda og lýðræðis í heiminum.
Aðrir sem tóku til máls á mál-
þinginu voru John Culver, sendi-
herra Bretlands, Louis Bardollet,
sendiherra Frakklands, Hendrik
Dane, sendiherra Þýskalands, og
Timo Koponen, sendiherra Finn-
lands og talsmaður Evrópusam-
bandsins á Íslandi. Á eftir fram-
sögum stýrði Gunnar G. Schram
prófessor almennum umræðum.
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Framhaldið
undir Afgönum
sjálfum komið
GUNNAR Karl Guðmundsson, að-
stoðarforstjóri Skeljungs, segir að
verðlækkanir á dísilolíu á síðustu 12
mánuðum séu mjög sambærilegar á
Íslandi við lækkanir í öðrum lönd-
um. Hann vísar fullyrðingum Sam-
taka iðnaðarins á bug en þau full-
yrtu í Morgunblaðinu í gær að
álagning á dísilolíu hefði farið stig-
hækkandi síðasta árið.
Gunnar Karl sagði að í saman-
burði Samtaka iðnaðarins væri ver-
ið að bera saman fob-verð á gasolíu í
Bandaríkjunum við dæluverð á Ís-
landi sem væri allt annar hlutur.
Hann sagði að eðlilegt hefði verið að
Samtök iðnaðarins leituðu upplýs-
inga og skýringa hjá okkur á töl-
unum í stað þess að beina þeim til
Samkeppnisstofnunar.
Gunnnar Karl benti á að reglu-
lega væri gerður samanburður á
gasolíuverði af óháðum aðila, Int-
ernational Energy Agency. Þar
kæmi fram að dísilolía hefði lækkað
á einu ári um 24,2% í Bandaríkj-
unum. Í Kanada væri lækkunin
15,6% og Þýskalandi 19,3%. Lækk-
unin í öðrum Evrópulöndum væri
nokkru minni. Lækkunin á Íslandi á
þessu sama tímabili væri 19,1%.
Lækkun dísilolíu hér á landi væri
því síst minni en í nágrannalöndum
okkar.
Geir Magnússon, forstjóri Olíufé-
lagsins, sagðist ekki vilja munn-
höggvast við Samtök iðnaðarins um
olíuverð á opinberum vettvangi.
Hann sagði að búið væri að kæra ol-
íufélögin til Samkeppnisstofnunar-
innar og hún myndi væntanlega
kalla eftir rökstuðningi þeirra fyrir
verðlagningu olíuvara. Olíufélagið
myndi senda stofnuninni greinar-
gerð um málið eins og það hefði
raunar gert áður. Samkeppnisstofn-
un hefði áður skoðað verðlagningu
olíuvara án þess að hún hefði séð
ástæðu til að bregðast við ásökun-
um um óeðlilega viðskiptahætti
enda hefðu þær ásakanir ekki átt
við rök að styðjast.
Sambærilegar
lækkanir á dísilolíu
hér og erlendis
GUÐFRÆÐISTOFNUN Há-
skóla Íslands gengst fyrir mál-
þingi föstudaginn 30. nóvember
sem tileinkað er dr. Sigurbirni
Einarssyni biskupi í tilefni af
níræðisafmæli hans 30. júní sl.
Málþingið verður haldið í Há-
tíðarsal Háskóla Íslands kl. 14–
17. Yfirskrift málþingsins er:
Trúarbragðafræði við dögun
21. aldar.
Erindi halda: Pétur Péturs-
son, Þorsteinn Gylfason, Krist-
ín Loftsdóttir, Jón Ma. Ás-
geirsson, Haraldur Ólafsson og
Sigurbjörn Einarsson,
Fundarstjóri verður Gunn-
laugur A. Jónsson. Allir vel-
komnir.
Málþing
um trúar-
bragða-
fræði