Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 B 5
OD
DI
H
F
H
79
79
73.900 kr. stgr.
Kæli- og frystiskápur
KG 31V420
Nýr glæsilegur skápur.
190 l kælir, 90 l frystir.
H x b x d = 175 x 60 x 64 sm.
79.900 kr. stgr.
Eldavél
HL 54023
Keramíkhelluborð, fjórar hellur,
fjölvirkur ofn, létthreinsun.
64.900 kr. stgr.
Bakstursofn
HB 28024
Fjölvirkur bakstursofn með létthreinsikerfi.
Sannkallaður gæðaofn frá Siemens.
14.700 kr. stgr.
Nýr þráðlaus sími
Gigaset 4010 Classic
Númerabirtir. DECT/GAP-staðall.
Einstök talgæði. Siemens færir þér draumasímann.
49.900 kr. stgr.
Helluborð
ET 72654EU
Keramíkhelluborð með áföstum rofum.
Flott helluborð á fínu verði.
59.900 kr. stgr.
Þvottavél
WXB 1060BY
Frábær ný rafeindastýrð þvottavél
á kostakjörum. 1000 sn./mín.
9.900 kr. stgr.
Ryksuga
VS 51B22
Kraftmikil 1400 W ryksuga,
létt og lipur, stiglaus sogkraftsstilling.
64.900 kr. stgr.
Uppþvottavél
SE 34234
Ný uppþvottavél.
Einstaklega hljóðlát
og sparneytin.
Fjögur þvottakerfi,
tvö hitastig.
Umboðsmenn um land allt.
ÉG VAR að lesa um þáBakkavararbræður, að égheld í öllum blöðum umsíðustu helgi. Og þótt víð-ar væri leitað. Þetta eru
menn að mínu skapi. Vaxa upp úr
engu, beita hyggjuviti og frumkvæði
og eru orðnir stórgrósserar áður en
þeir vita af. Og án þess að þjóðin viti
af. Það var ekki fyrr en þeir keyptu
sig inn í grísk-breska verslunar-
keðju, (svona með annarri hendinni),
sem þjóðin hrökk upp við það að
þetta væru stærstu kaup sinnar teg-
undar sem Íslendingar þekktu til.
Það er gaman að þessu og ég óska
þeim til hamingju, bræðrunum. Þó
eru þeir ekki einu sinni orðnir fer-
tugir! Hvað var ég að gera á þeirra
aldri? Af hverju
fann ég ekki upp á
því að selja hrogn?
Það var nóg af
hrognum í þá daga
og maður hefði
jafnvel getað fengið
þau fyrir ekki neitt,
vegna þess að útgerðin nennti yf-
irleitt að ekki að hirða innyflin og öllu
gumsinu hent í sjóinn. Enda var
þetta löngu fyrir kvóta! Svo eru þess-
ir menn orðnir bullandi ríkir, kvóta-
lausir strákar úr Bakkavörinni.
Enn og aftur til hamingju. Ekki er
ég að öfunda þá, þegar ég segi að það
hefði verið skömminni skárra að
halda sig við hrognin og innyflin á
mínum ungdómsárum heldur en hitt,
að hanga niðri á Alþingi (sem var mín
atvinna) og lepja dauðann úr skel.
Maður var varla matvinnungur í
þingmennskunni. Ef ég bara hefði, já
ef ég bara hefði …
Já, það er margt sem sjá má eftir
og það er einmitt vandinn við það að
vera vitur eftir á. Maður veit aldrei
sína ævina fyrr en öll er. Og þá er of
seint að iðrast.
Ekki það að mér hefði sennilega
aldrei dottið í hug að græða á hrogn-
unum og sjálfsagt ekki talið það nógu
menntað fyrir mig, enda með há-
skólapróf upp á vasann, sem hefur
reynst mörgum manninum dýrkeypt
í lífsbaráttunni. Þá verða menn of
fínir fyrir slorið.
Ég hef líka tekið eftir því, að þeir
skólabræður mínir, frá því í gamla
daga, sem annaðhvort nenntu ekki
eða gátu ekki eða vildu ekki ganga
langskólaveginn, hafa yfirleitt plum-
að sig betur á lífsleiðinni en við hinir,
sem héldum að skólagráður væru
lykillinn að auðlegðinni. Að minnsta
kosti ef miðað er við efnahag og af-
komu og vergar þjóðartekjur.
Hitt er aftur annað mál, hvernig
okkur líður eða vegnar, þegar kemur
að öðru en buddunni einni saman.
Það er jú rétt að það er erfitt að vera
fátækur en ég held að það sé ekki
minni vandi að vera ríkur. Þetta get-
ur verið djöfuls púl að koma sér í
efni. Það er ónæði að því og fyrirhöfn
að mæta sífellt til vinnu, vera í
vinnunni, hugsa um vinnuna, hafa
áhyggjur af afkomunni, sökkva sér í
debet og kredit og hafa fyrir því að
verða ríkur. Og svo þegar millj-
ónirnar eru loksins í höfn, þá minnka
ekki áhyggjurnar vegna þess að það
er ekki sama hvað gert er við auðinn.
Ímyndið ykkur áföllin og andvök-
urnar, þegar hlutabréfin taka að
lækka á verðbréfamarkaðnum og
engum vörnum verður við komið. Ég
frétti um daginn af manni, sem tapað
hefur rúmlega hundrað og fimmtíu
milljónum króna, við það eitt að
hlutabréfin hrundu. Og þó gerði
hann ekkert annað af sér en að sitja
heima í sófanum og horfa upp á þessi
ósköp. Með hendur í skauti.
Svo er hitt, sem er dálítið skrítið.
Um leið og maður er orðinn ríkur af
einhverju, hvort heldur peningum,
börnum, fasteignum eða árangri á
einhverju sviði, þá leitar hugurinn sí-
fellt á önnur mið. Einhverju sem
maður hefur ekki. Grasið er alltaf
grænna hinum megin lækjarins.
Auðurinn getur verið jafnmikið
tómarúm og allsleysið, ef maður
kann ekki með peningana að fara,
eða veit ekki hvað gera skal við þá.
Ég tala nú ekki um, ef öll önnur lífs-
fylling hangir á horriminni, af því
viðkomandi kann ekkert og veit ekk-
ert nema það sem snýr að því að
eignast peninga.
Ekki það að mér finnist þau súr,
eplin hjá þeim í Bakkavör, eða ég sé
að öfundast út í gott gengi þeirra
bræðra. Öðru nær, mér sýnist og
heyrist á öllu að þeir kunni bæði að
græða og gefa, hagnast og njóta þess
sem þeir hafa unnið til.
Ég er bara að reyna að segja, að
ekki er allt gull sem glóir og ham-
ingjan geti leynst víðar og í fleiru en
því sem felst í bókhaldinu. Ég er eig-
inlega að koma þeim skilaboðum á
framfæri til ykkar, allra hinna, sem
ekki hafið dottið í lukkupotta auð-
legðarinnar, að auðurinn er af-
stæður. Enga öfund, takk fyrir. Þið
eruð líka rík.
Mamma sagði alltaf: minn auður
felst í afkomendunum. Ætli ég reyni
ekki að halda mig við þessa kenn-
ingu, sjö barna faðir í álfheimum.
Einhvern veginn verður maður að
réttlæta þau mistök að verja bestu
árum ævi sinnar í hangs og hégóma, í
stað þess að græða á gargandi snilld
og spekúlasjónum, meðan maður er
nógu fífldjarfur til að takast á við æv-
intýrin, sem verða til í Bakkavörum
og Bónusum, allt í kringum landið.
Og lenda svo í hópi Bakkabræðra
fyrir vikið.
Eða eins og sagt var um Lata Geir:
Lá þar fram á lækjarbakka
lá þar til hann dó
vildi ekki vatnið smakka
var hann þyrstur þó.
Auðna manns og örlög ráðast ekki
af ytri aðstæðum, nema að litlu leyti.
Hvort heldur í auðlegð eða hamingju.
Þau eru undir því komin að nýta þau
tækifæri sem gefast, ráða sinni eigin
för, grípa gæsina þegar hún gefst.
Opna fyrir sólargeislana og hleypa
þeim inn. Það var einmitt það sem
þeir gerðu, bræðurnir úr Bakkavör,
meðan bræðurnir frá Bakka, Gísli,
Eiríkur og Helgi, og við öll hin höfum
verið að bera inn sólskinið, í staðinn
fyrir að opna upp á gátt. Meira þarf
nú ekki til. Það hafa þeir sýnt fram á,
þessir dugnaðarforkar, sem eru að
leggja undir sig heiminn í krafti
hrognanna, sem hent var í sjóinn,
þegar aðferðir Bakkabræðra tíðk-
uðust hér á landi. Það er ekki sama
hvort maður kemur frá Bakka eða
Bakkavör.
HUGSAÐ
UPPHÁTT
Eftir Ellert B.
Schram
ebs@isholf.is
Frá Bakka
í Bakkavör
Teikning/Andrés