Morgunblaðið - 02.12.2001, Side 11

Morgunblaðið - 02.12.2001, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 B 11 ritavalsnefndinni, sem þá var við lýði, og allir tóku til við að lesa. Mönnum líst svo vel á að ákveðið er að taka verkið til sýningar. Ragnar Jóhannesson er fenginn til að þýða. Þorsteinn Ö. Stephensen, sem sæti átti í leikritavalsnefndinni, kveður upp úr þegar talið berst að leikstjórn á þessu: – Úr því þér finnst þetta svona fyndið, Jón, vilt þú þá ekki bara leik- stýra þessu sjálfur? Ég hafði aldrei leikstýrt nema áhugafólki uppi í Borgarnesi og ekki látið mér detta í hug að leggja slíkt fyrir mig. En ég slæ til. Þetta var „Tannhvöss tengdamamma“ eins og það hét í íslensku útgáfunni hjá Ragnari. Þessi gamanleikur sló öll aðsóknarmet og gerði gríðarlega lukku. Sýningarnar urðu hundrað og svo var farið í leikferð um land allt, byrjað í Vestmannaeyjum og endað á Bíldudal. Þetta er einhver best mannaða sýning sem ég hef sett upp. Það pössuðu allir svo vel í hlutverkin. Brynjólfur Jóhannesson var þarna og Emelía Jónasdóttir sem lék tengdamömmuna og hafði aldrei gert betur. Áróra Halldórsdóttir var í rullu sem hentaði henni ákaflega vel. Áróra var ekki ýkja há í loftinu. Í einu atriði leiksins þegar allir eru sestir að tedrykkju við stórt borð og Áróra á að sækja koll fram í eldhús til að sitja á finnur hún engan koll- inn. Hún hafði auðvitað lítinn tíma til umhugsunar og grípur það sem hendi er næst að tjaldabaki sem var sjópoki annars sjóliðans og arkar með hann framan á sér inn á svið, setur hann fyrir aftan borðið og tyllir sér þar sem hún blasir við áhorfend- um. Sjópokinn var auðvitað hálftóm- ur og eftir því sem líður á atriðið síg- ur Róra neðar og neðar á pokanum uns hún hverfur nánast bak við borð- ið. Þetta var undir lok fyrsta þáttar en þá var tjaldið dregið fyrir, sem betur fer, því að í þetta sinn voru það ekki aðeins áhorfendur sem hlógu, heldur sprungu allir leikararnir líka. Ég var frammi í miðasölu og stóð meðan þetta gekk yfir aftast í saln- um. Leikstjórinn var auðvitað með blendnar tilfinningar. Atvikið var ekki hannað af honum. Ég gat þó ekki annað en brosað. Þetta var óborganlega spaugilegt en var ekki endurtekið. Kollurinn varð eftir kvöldið áður á Raufarhöfn ef ég man rétt svo þetta hefur þá gerst á Vopnafirði. Nína Sveinsdóttir var einnig í þessari sýningu. Þetta voru allt róm- aðar gamanleikkonur og þær urðu frægar sem tríó þessar þrjár, Emelía, Nína og Áróra, og skemmtu víða um land, meðal annars með Sig- fúsi Halldórssyni tónskáldi, og tróðu upp undir heitinu „Frúrnar þrjár og Fúsi“. Unga fólkið léku Sigríður Hagalín, Þóra Friðriksdóttir, Guðmundur Pálsson, Árni Tryggvason og Stein- dór Hjörleifsson. Þetta var hlut- verkaskipanin og féll eins og flís við rass. Í leikferðinni tók ég við hlut- verki Steindórs og keyrði líka bílinn – eins og fyrri daginn. Í þetta sinn hafði ég fengið leigðan bíl hjá rútu- fyrirtæki í Reykjavík. Þetta hlut- verk, sem ég tók við, kom ekki við sögu fyrr en leið á verkið svo ég gat auk þess séð um miðasöluna. Það var auðvitað ekkert verið að fara með aukamannskap til þess arna. Ég hef kannski lent í svipuðu og Guðmundur, vinur minn, Pálsson, þegar hann hafði álíka embætti síð- ar. Hann var gjarnan fararstjóri og sá um miðasölu og uppgjör á leik- ferðum Leikfélagsins. Og einhverju sinni þegar hann birtist svo á svið- inu, uppdubbaður í sinni rullu, þá stynur einn áhorfenda stundarhátt: – Nei, nei, ósköp þurfa þeir að spara hjá Leikfélaginu, er nú karlinn úr miðasölunni kominn upp á svið? Gummi var oft að grínast með þetta og vitna í þennan ágæta áhorfanda. En ég var sem sagt karlinn í miðasöl- unni þarna. Bókin Sú dimma raust, þar sem Jón Sigurbjörnsson segir frá ferli sínum, er eftir Jón Hjartarson. Útgefandi er Ið- unn. Bókin er 184 bls. að lengd og prýdd fjölda ljósmynda. Leikfélagið stóð fyrir ýmsum uppákomum á sjötta og sjöunda áratugn- um til þess að afla fjár og vekja athygli á leikhúsbyggingu sinni. Hér er Jón í gervi hins kostulega kóngs úr „Yvonne“ eftir Witold Gombrowicz. Kristín dóttir hans fær sér far með kónginum. Hergilseyjarbóndinn í dyrunum á Helgastöðum. Jón safnaði þessu mikilúðlega skeggi fyrir kvikmyndina „Útlagann“ þar sem hann lék Ingjald í Hergilsey.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.