Morgunblaðið - 02.12.2001, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 B 15
blasti við minnismerki um hermenn
sem féllu í bardögum við Þjóðverja
á fjallinu í seinni heimstyrjöldinni.
Þjóðverjar hertóku fjallið en þrátt
fyrir að það hefði aðeins táknræna
en ekki hernaðarlega þýðingu fórn-
uðu Rússar mörg hundruð her-
mönnum til að ná því aftur. Í dag er
það undarleg tilhugsun að fyrir 60
árum hafi menn barist um fjöll.
Næsti gististaður okkar var í
3.700 metra hæð í búðum sem
nefndar eru Barrels en við kölluðum
„rörin“. Þetta eru einhverjar sér-
kennilegustu byggingar sem ég hef
séð, einfaldlega risastór rör sem
innréttuð eru sem skálar. Við kom-
um okkur fyrir en héldum síðan í
aðlögunarferð upp í hlíðar Elbrus til
að venjast þunna loftinu. Ég var enn
slappur og varð að snúa við fyrr en
áætlað var. Um nóttina var ég veik-
ur og kastaði upp og daginn eftir
gat ég lítið borðað. Ástandið á mér
var því alls ekki gott en ég ákvað
samt sem áður að gera nú atlögu við
toppinn.
Lagt í hlíðar Elbrus
Við Ingvar vöknuðum um miðja
nótt og héldum af stað út í myrkrið,
upp hlíðar Elbrus. Eftir nokkurra
tíma göngu fór að birta af degi og
litadýrðin var engu lík. Morgunninn
var heiður og við okkur blöstu tind-
ar Kákasus í öllu sínu veldi. Ég var
mjög slappur og var í besta falli með
hálfa krafta mína en þar sem veðrið
var einstaklega gott píndi ég mig
áfram til að freista þess að ná tind-
inum.
Ég skjögraði upp brekkurnar og
var eflaust mjög aumkunarverður
að sjá. Þrátt fyrir ömurlegt ástand
mitt komst ég alla leið upp í Söð-
ulinn sem er rúmum 200 metrum
undir hæsta tindinum en þá voru
kraftarnir á þrotum. Ég var til-
neyddur að snúa við þó að sárt væri.
Ingvar var við hestaheilsu þó að
hann væri farinn að finna fyrir loft-
þynningunni og búinn að kasta upp.
Hann hélt áfram upp á við en ég
staulaðist niður í búðirnar. Það var
komið undir kvöld þegar Ingvar
kom niður glaður í bragði og búinn
að ná takmarki sínu. Ég samgladd-
ist með honum en þótti miður að
hafa ekki náð alla leið í fyrstu til-
raun. Ég var samt ekkert að ergja
mig á því. Það er einfaldlega eðli
fjallamennskunnar að stundum
gengur allt að óskum en á öðrum
stundum þarf að hafa fyrir hlutun-
um. Það er mikilvægast fyrir fjalla-
menn að vita hvenær er tími kominn
til að snúa við og sætta sig við það.
Daginn eftir fór Ingvar niður í
Baksan-dal en ég varð eftir í búð-
unum til að gera aðra tilraun við
tind Elbrus. Ég reyndi að borða og
hvílast til að safna kröftum. Ég fór
einn að sofa í galtómum skálanum
og það var ekki laust við að það
minnti mig á einveruna í norður-
pólsgöngunni. Um nóttina vaknaði
ég og gáði til veðurs. Mér leist ekki
á blikuna að sjá að eldingum sló
stöðugt niður í fjöllin í kring. Ég
hafði ekki mikinn áhuga á að klífa
fjallið í þrumuveðri enda hafði ég
frétt af dauðsföllum á svæðinu af
völdum eldinga. Ég beið átekta og
fylgdist grannt með framvindu
mála. Þegar tók að birta sá ég að
veðrið var að ganga hjá svo ég dreif
mig af stað. Heilsan var kominn í
lag og ég gekk af kappi upp brekk-
una.
Rússneskur ferðafélagi
Á aðeins þremur klukkutímum
var ég næstum hálfnaður. Það var
mjög hvasst á fjallinu og kalt. Það
höfðu fáir lagt á fjallið þennan dag
og flestir snúið við. Á rifi sem nefn-
ist Pastútsjkov-klettar hitti ég þó
fyrir ungan Rússa sem kynnti sig
sem Andrew á bjagaðri ensku. Við
spjölluðum saman stutta stund en
þegar ég spurði hann hvað hann
starfaði við var hann tregur til
svara. Á endanum dró ég það upp úr
honum að hann væri stundakennari
í ensku við háskóla í Moskvu. Hann
skammaðist sín augljóslega fyrir
slaka enskukunnáttu sína en tilfellið
er að flestir þeir Rússar sem ég hitti
töluðu alls enga ensku og var Andr-
ew því vel yfir meðallagi.
Ég hélt áfram og Andrew fylgdi
mér eftir. Við vorum einir á fjallinu,
allir aðrir höfðu snúið við vegna
kuldans. Ég var vel búinn en hafði
áhyggjur af Andrew sem var illa
klæddur og í raun var hann ekki
með neinn fjallgöngubúnað nema
broddana sem hann hafði tekið á
leigu. Hann bar sig þó vel og tók
ekki í mál að snúa við. Við náðum
upp í Söðulinn þar sem ég hafði snú-
ið við tveimur dögum áður. Eftir
stutta hvíld héldum við áfram. Nú
tók við brattasti hluti leiðarinnar,
upp á vestari tindinn. Broddar og
ísöxi var nauðsynlegur útbúnaður
hér. Andrew var eitthvað órólegur
og spurði hvernig við myndum kom-
ast niður. Hann var greinilega ekki
vanur brattlendi svo ég lofaði að sjá
til þess að hann kæmist niður. Við
héldum áfram til móts við tindinn. Á
endanum stóðum við á hæsta fjalli
Evrópu, vestari tindi Elbrus. Það
var hvínandi rok og kalt en heiður
himinn og frábært útsýni. Tak-
markinu var náð og ég gat ekki ann-
að en brosað breitt. Andrew réð
ekki við sig af gleði og lét það óspart
í ljós með því að baða út öllum öng-
um þegar ég tók myndir af honum.
Á tindinum var undarlegt minnis-
merki sem samanstóð af veðraðri
brjóstmynd af Lenín og álplötu þar
sem meðal annars var eftirlíking af
vélbyssu. Kommúnismi og stríð var
víðsfjarri mér á þessari stundu svo
ég velti þessu ekki mikið fyrir mér
heldur naut stundarinnar til hins
ýtrasta.
Það var komið myrkur þegar ég
náði loksins niður í Baksan-dal.
Þetta hafði verið langur og við-
burðaríkur dagur. Umfram allt var
ég ánægður með dagsverkið. Nú gat
ég haldið sáttur frá Kákasusfjöllum.
En ferðalaginu var ekki lokið því nú
var ferðinni heitið til Afríku til að
klífa Kilimanjaro en frá því verður
sagt síðar.
rus
Morgunblaðið/Haraldur Örn
http://www.7t.is/
Morgunblaðið/Haraldur Örn
Ingvar í einni ferðinni til að aðlagast hæðinni. Pastútsjkov-klettar t.v., Kákasusfjallgarðurinn í baksýn.
Morgunblaðið/Haraldur Örn
r Elbrus (5.642 m), sá sem félagarnir gengu á, er til vinstri.
Morgunblaðið/Ingvar Á. Þórisson
Haraldur Örn safnar kröftum í fyrri atlögu sinni að tindinum.