Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ferðalög Hver er eftirminnilegasta ferðin? Við hjónin fórum til Krítar í lok ágúst ásamt syni okkar. Við höfðum áður farið til Korfú með breskri ferðaskrifstofu og heilluðumst af Grikkjum og grískri menningu. Okkur langaði því að fara á fleiri staði á þessum slóðum og ákváðum að fara til Krítar. Hvað er sérstakt við Krít? Það er svo margt. Þarna er ekki þetta mikla áreiti eins og er orðið á svo mörgum ferðamannastöðum í heiminum. Á Krít fær maður frið. Mér finnst fólkið einlægt og elskulegt og yfirleitt mjög heiðarlegt. Ef maður gleymdi einhverju á veitingastöðum var hægt að ganga að því vísu daginn eftir. Hvernig var gistingin? Við gistum á Hótel Ikarus sem er rétt fyrir utan borgina Chania. Þetta er 10 íbúða hótel og íbúðin sem við bjuggum í var 3ja herbergja. Hún var mjög rúmgóð og það kom reyndar á óvart hversu mikið plássið var. Auð- veldlega hefði verið hægt að hýsa helmingi fleira fólk. Þarna var eldunar- aðstaða og við vorum ánægð með hótelið. Hvernig var maturinn? Við erum mjög hrifin af grískri matargerð og hvarvetna var hægt að fá hefðbundinn grískan mat. Á borðum er auðvitað margt sem við erum ekki vön, t.d. skinnlaus svið, kindaheili og kolkrabbi svo eitthvað sé nefnt. Ég smakkaði kolkrabba, en hann var misjafn. Hann er eins og skötuselur að það má alls ekki ofsjóða hann þá verður hann seigur. Af gríska matnum fannst mér best að fá hrísgrjón vafin í vínviðarlauf. Þá var grillaði sverð- fiskurinn mjög góður og allur fiskur góður og nýr. En þarna eru auðvitað margir góðir veitingastaðir. T.d. fórum við á einn góðan ítalskan þar sem ég smakkaði besta sjávarréttarpasta sem ég hef nokkurn tíma fengið. Mér varð aldrei illt af matnum, en ég er sérstaklega viðkvæm fyrir mat. Hvað gerðuð þið ykkur til afþreyingar? Við fórum auðvitað á ströndina sem var ágæt, en þó verð ég að segja að hreinlætið er ekki eins mikið og t.d. á Spáni og Ítalíu. Einnig sást mikið af fjúkandi drasli meðfram vegum, alveg upp í fjöll. Þá eyddum við þremur dögum í að ferðast um Krít og þar er margt að skoða. Krít á sér langa sögu og eyjarskeggjar hafa haft marga slæma húsbændur í gegnum tíð- ina. Við skoðuðum t.d. uppgröft 4000 ára gamallar hallar sem hafði sitt eigið vatnsveitukerfi og skólpleiðslur. Ég hafði mjög gaman af að ferðast þarna um fjöll og þorp, en ekki þýðir að spyrja mig um næturlífið. Það heillar mig ekki. Er gott að versla á Krít? Ekki föt, nema ef maður hittir á sérstakar búðir, en þá eru þau líka dýr. Það sama má segja um skó. Fallegir skór eru dýrari en hér. Aftur á móti eru margar gullbúðir á Krít og þar er hægt að kaupa skartgripi á góðu verði. Mælir þú með ferð til Krítar? Já, svo sannarlega. Þar er margt að skoða og fólkið hjálplegt og gott. Veðrið var í heitari kantinum þegar við vorum þarna eða hátt í 40°. Ég má til með að benda fólki á að nöfn á söfnum og ýmsum stöðum eru skrifuð á grísku og getur því verið erfitt að finna staði. En Krítverjar eru hjálplegir og margir tala ensku og því ekkert mál að spyrja til vegar. Kristín Fjólmundsdóttir naut friðarins, veðursins og þess að ferðast um Krít þegar hún fór í eftir- minnilega ferð þangað í sumarlok. ÞORPIÐ Saint-Émilion er í suðvest- urhluta Frakklands í Gironde-hér- aðinu, um hálftíma akstur í norðaust- ur frá borginni Bordeaux. Þorpið stendur á kletti sem rís upp úr Saint- Émilion-sléttunni og þar blasa við ræktaðar vínekrur hvert sem litið er. Engin spilda er látin ónotuð og í þorpinu sjálfu hafa menn búið og sest að á kalkklettinum frá því snemma á miðöldum. Það er sérstök lífsreynsla að sækja heim þetta fallega þorp og færir mann nær fortíðinni. Í sólskini skín gullinn bjarmi af ljósum steini húsanna og ber þar hæst kirkjuturna og Konungsturninn (Tour du Roi), sem er það eina sem eftir er af höll sem byggð var hér á þeim tíma er Aquitaine-héraðið tilheyrði ensku krúnunni (1152–1453). Öll húsin, sem standa við þröngar brattar götur þorpsins, eru byggð úr steininum sem brotinn var innan úr kalkklett- inum og unun er að sjá hversu mikið samræmi ríkir í byggingarstíl, sem ekki síst er að þakka einsleitu bygg- ingarefninu. Þorpið var nefnt eftir munki að nafni Émilion sem flúði hingað um miðja 8. öld til að leita einveru. Hann bjó sér stað í helli í klettinum, skírði menn til kristni, og eins og svo oft var um helga menn, segir að hann hafi gert kraftaverk. Hann á að hafa læknað augnveika og gefið blindri konu sjón. Vegna máttar hans tók lind að renna um hellinn þar sem hann hafði búið sér skjól og segir sag- an, að ef hárnálar, sem ungt fólk kastiar í lindina, lendi í kross, muni það giftast á árinu. Augnsjúkt fólk, sem kemur í hellinn, sækist eftir vatni úr lindinni, því sú er trú manna að enn fylgi kraftaverkamáttur Émil- ions-staðnum og enginn vafi þykir leika á því að Émilion hafi skírt menn úr þessari lind. Helli Émilions, sem er elsta mannvirki þorpsins, geta menn skoðað. Eftir búsetu Émilions í klettinum hófst í raun saga þorpsins og þegar Émilion lést árið 767 var þorpið á klettinum nefnt eftir honum. Þegar hróður Émilions tók að berast út sóttust munkar eftir því að flytjast hingað. Þeir byggðu klaustur sem fylgdi Benediktsreglu og hófu undir lok 8. aldar að hola kalkklettinn innan og gera þar kirkju, hið mesta mann- virki sem hægt er að skoða. Hún er ýmist kölluð „einsteinungskirkjan“ eða „neðanjarðarkirkjan“ og ber heiti bæði af efninu og staðnum. Þessi kirkja er feiknastór þótt hún láti vissulega lítið yfir sér að utan, reyndar er hún stærsta einsteinungs- kirkja í Evrópu, þrískipa og rúmir 36 m á lengd, breidd kirkjunnar er um 20 m og lofthæð hvorki meira né minna en 53 metrar. Kirkjan er lítið skreytt, nokkrir englar og merki stjörnuhringsins eru í hvelfingu hennar og á súlum, höggnir í stein- inn, en allar freskumyndir voru eyði- lagðar á tímum frönsku byltingarinn- ar. Í raun er hálf óhrjálegt að litast um þar inni en það breytir því ekki að sá sem gengur um þessa þrískipa kirkju stendur agndofa yfir tilhugs- uninni um alla vinnuna sem munk- arnir lögðu af mörkum á þeim þrem- ur öldum sem tók að fullgera hana. Til skamms tíma voru oft haldnir hér tónleikar, enda er hljómurinn í kirkjunni næsta guðdómlegur. Því miður hefur þurft að fylla miðkirkj- una af miklum járnsúlum og grindum til að koma í veg fyrir að steinloftið hrynji. Ofan á klettinum stendur nefnilega hár klukkuturn, byggður á tímum endurreisnar, sem hvílir að- eins á tveimur og hálfri súlu mið- skipsins. Eitthvað hefur mönnum legið á að hefja kirkjuna upp til him- ins og lítið hugsað um eðlisfræðileg- an útreikning á undirstöðum turns- ins. Unnið er nú að því að leysa þetta vandamál svo að kirkjuna megi á ný nota til messu- og tónleikahalds. En kletturinn geymir fleira en þessa stóru kirkju, sjálfar vistarver- ur Émilions og þar eru óralangir gangar frá þeim tíma er grjót úr klettinum var notað til að byggja þorpið í kring. Katakombur eru í næsta nágrenni við sali kirkjunnar og þar má líta á mörgum hæðum leg- staði kristinna manna, sem minna um margt á hinar einu og sönnu kata- kombur Rómaborgar, þótt þær síð- astnefndu séu mun eldri og eigi sér á vissan hátt aðra sögu. Kirkjugarð- arnir voru beinlínis grafnir upp og beinin flutt niður í klettinn til að rýma fyrir húsum, þannig skapaðist sú venja sem lengi ríkti á þessum stað, að búa mönnum legstað í rang- ölum klettsins. Ekki má heldur gleyma öllum þeim vínkjöllurum sem Rauðvín og steinn – þorpið Saint Émilion Ljósmyndir/Jerome Soret St. Émilion í samnefndu vínræktarhéraði í Frakklandi. Allir þeir sem áhuga hafa á góðum rauðvínum þekkja St. Émilion-vínin frá Frakklandi. Þau eru flutt út um allan heim, þykja ljúfur lystauki og upp- hefja góða máltíð, segir Harpa Þórsdóttir, sem fjallar hér um sögu St. Émilion og markverða viðkomustaði. Hátíðleg ganga „Jurade“-manna um götur St. Émilion. ÉG BÝST við að nú í mesta skamm- deginu sé ég ekki ein um að láta hug- ann reika til hlýrri og sólríkari landa. Ég læt mig dreyma um hvíta strönd með tærum sjó þar sem sól skín í heiði. Þarna mega ekki vera of margir ferðamenn og ekki of mikill hávaði. Og þegar ég hugsa betur um það þá passar þessi lýsing einmitt við stað sem ég hef komið á. Staðurinn fyr- irheitni er Perhentian-eyjur, 20 km undan ströndum meginlands Malasíu í Suður-Kínahafi. Perhentian-eyjur eru örsmáar og þaktar skógi. Á milli skóganna og klettanna prýða langar hvítar strend- ur fjöruborðið þar sem hægt er að liggja dögum saman í aðgerðarleysi. Eyjurnar eru tvær og svipaðar í út- liti, munurinn á þeim felst hins vegar í stemmningunni. Stærri eyjan, Besar, býður upp á örlítið dýrari og fínni gististaði og hana sækir fjölskyldu- fólk og eldri ferðamenn. Minni eyjan, Kecil, býður hins vegar upp á ódýrari og ófullkomnari gistingu, og höfðar sérstaklega til ungra og fátækra bak- pokaferðalanga. Flestir koma í þeim tilgangi að kafa og eru nokkrir skólar á eyjunni sem kenna helstu grunn- atriði köfunar og fara með þá sem lengra eru komnir í erfiðari ferðir. Þar sem eyjurnar eru mjög afskekkt- ar og umferð um þær tiltölulega lítil er sérstaklega mælt með eyjunni fyr- ir kafara. Skyggni er gott og dýralíf óspillt. Þar má t.d. sjá hákarla og skjaldbökur svamla um. Fagurt landslag neðansjávar Þrátt fyrir að á Kecil séu reknir nokkrir köfunarskólar og þónokkur gistihús, er þjónustan sem þar er veitt nánast upptalin. Þangað liggja hvorki síma- né rafmagnslínur frá meginlandinu en farsíma má nota þar. Þeir virka þó ekki þegar veður er vont og þá er nánast sambandslaust út í eyjuna. Viðbragðsgóðir kaup- sýslumenn sáu tækifæri í ferða- mannastraumnum og opnuðu net- kaffi þar sem þeir bjóða upp á nettengingu fyrir fremur hátt verð, enda með einokun á markaðnum. Rafmagn á eyjunni er af skornum skammti enda kemur það úr litlum og hávaðasömum færanlegum rafstöðv- um sem ferðaþjónustuaðilar hafa fest kaup á, hver fyrir sig. Oftast er ekk- ert rafmagn síðdegis og stundum er það tekið af alla nóttina – ekki hægt að ganga að neinu vísu með ljós og viftur. Aðgengi að eyjunum er í stíl við þá litlu þróun sem þar hefur átt sér stað í ferðamennsku (sem betur fer). Bátar ganga daglega frá meginlandinu (1.200–2.000 kr) en þegar að eyjunum Hugurinn reikar til heitari landa … Mæli með köfunarskóla Coral Sky á Perhentian Kecil. Nám- skeið sem veitir PADI- réttindi kostar rúm 20 þúsund, núna á meðan krónan er svona veik (750RM). Besti tíminn til að heimsækja Perhentian-eyjur er mars/apríl, eftir að regntímanum lýkur og áður en helsta ferðamanna- tímabilið hefst í maí. 1 malasískt ringgit = 29 íslensk- ar krónur Tenglar: Allar upplýsingar: www.perhentianferry.com.my www.passplanet.com/Malaysia/ perhentian_islands.htm                 MolarFróðleiksmolar ferðalangsins Ragna Sara Jónsdóttir rsj@mbl.is Hvaðan ertu að koma? Á Krít fær maður frið fyrir áreiti Upplýsingar um Krít: www.uch.gr/crete/CRETE.html

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.