Morgunblaðið - 02.12.2001, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 02.12.2001, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 B 19 bílar Ný og betri húð! Total Turnaround Visible Skin Renewer er upphafið að endurnýjun húðarinnar. 100% ilmefnalaust w w w .c lin iq ue .c o m Þessi nýjung innan húðhirðunnar færir þér á augabragði hressari og bjartari húð, sem geislar af nýrri fegurð. Hún verður mýkri og sléttari og smáhrukkurnar deyfast. Total Turnaround Visible Skin Renewer hjálpar húðinni til að losa sig við frumur sem búnar eru að skila hlutverki sínu og flýtir fyrir myndun nýrrar og sterkrar húðar. Hún öðlast heilbrigðara útlit og á auðveldara með að standast áreiti umhverfisins. Bygginga- og tækjasjóður RANNÍS Umsóknarfrestur til 15. janúar 2002 Bygginga- og tækjasjóður RANNÍS hefur það hlutverk að styrkja tækjakaup og uppbyggingu á aðstöðu til rann- sókna í vísindum og tækni. Árlega eru veittir styrkir úr sjóðunum til opinberra vísinda- og rannsóknastofnana. Við mat á umsóknum er tekið mið af stefnu Rannsóknar- ráðs Íslands um eflingu samstarfs milli háskóla, rann- sóknastofnana og atvinnulífs og áherslum ráðsins árið 2001. Helstu kröfur sjóðsins eru ·  Að samstarf verði um nýtingu aðstöðu og/eða tækja milli stofnana og atvinnulífs með fyrirsjáanlegum hætti.  Að fjárfestingin skapi nýja möguleika sem ekki voru áður fyrir hendi.  Að möguleiki sé á samfjármögnun þannig að framlag Bygginga- og tækjasjóðs greiði aðeins hluta kostnaðar við fjárfestinguna.  Að styrkir til tækjakaupa tengist verkefnum sem aðrir sjóðir RANNÍS styrkja. Nánari upplýsingar um Bygginga- og tækjasjóð og eyðu- blöð sjóðsins eru á heimasíðu RANNÍS www.rannis.is. Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2002 VÖRUBÍLAR lenda líka í slysum og Volvo fyrirtækið stofnaði fyrir þrem- ur áratugum rannsóknanefnd sem sinnir eingöngu slysum þar sem vöru- bílar koma við sögu. Hafa 1.400 slys verið rannsökuð. Við hönnun nýju vörubílalínunnar var öryggismálum gefinn gaumur og meðal nýjunga eru rafeindastýrð hemla- og stöðugleika- kerfi (ESP), ný árekstravörn að fram- an og bætt útsýni úr bílstjórahúsi. Volvo hefur löngum lagt mikla áherslu á öryggismál bæði fólksbíla sinna og vörubíla og sendir fyrirtækið rannsóknamenn sína á slysavettvang þegar Volvobílar koma við sögu. Þar fyrir utan er háum fjárhæðum varið í árekstraprófanir við hönnun hvers nýs bíls. Segja talsmenn Volvo að til dæmis hafi frágangi stýrisstangar vörubíla verið breytt eftir að rann- sóknir sýndu að bílstjórar hlutu alvar- leg meiðsl við að lenda á stýrinu. Hef- ur síðan dregið úr þessum meiðslum. Rannsóknir hafa einnig sýnt að í 94 árekstrum þar sem líknarbelgur var fyrir hendi hefur hann dregið úr meiðslum og öryggisbelti segja þeir að dragi úr líkum á meiðslum um 60% og séu þau því langmikilvægasti ein- staki þátturinn í öryggisatriðum bíls- ins. Aðstaðan skiptir máli Þriggja punkta belti eru nú stað- albúnaður í öllum vörubílum Volvo. Þá segja þeir atriði eins og gott út- sýni, góða lýsingu og stóra og góða spegla og góða loftræsingu eða mið- stöð lykilatriði. Á löngum ferðum sé nauðsynlegt að veita bílstjóra sem best atlæti til að halda honum árvökr- um við aksturinn og því séu öryggi og þægindi að mörgu leyti samtvinnuð. Þetta segja þeir að eigi einnig við um allan tæknibúnað bílsins, þ.e. að vél sé hljóðlát, rafeindatæknin sé not- uð til að fá fram sem besta hemlun og auka stöðugleika. Í nýju vörubílalínunni er boðið uppá stöðugleikakerfi (ESP) sem hef- ur í för með sér að taki bíllinn að rása hemlar hann sjálfkrafa og er hemlun á hverju hjóli stjórnað sérstaklega um leið og dregið er úr afli á viðkomandi hjól. Þetta dregur úr hættu á skriki, veltu eða útafakstri. Flest slys á vörubílum sem Volvo hefur rannsakað gegnum árin verða við útafakstur eða 35%. Um 20% verða vegna aftanákeyrslu, 12% þeg- ar vörubílar velta, 10% við árekstur þegar vörubílar mætast og um 10% þegar vörubílar og fólksbílar mætast. Morgunblaðið/jt Aðstaða ökumanns og aðbúnaður eru einnig talin skipta máli þegar öryggi er annars vegar, m.a. vegna árvekni hans við allt sem lýtur að umferðinni. Rafeindatækni og góð loftræsting auka öryggi STEINGRÍMUR J. Sigfússon, al- þingismaður og formaður Vinstri grænna, er mikill áhugamaður um bíla. Farkostirnir á heimili hans eru tveir, annars vegar dísilknúinn jeppi og hins vegar Volvo 142 árgerð 1971, sem Steingrímur segir að sé sérlega vel heppnaður og góður bíll. „Bíllinn var í eigu móðurbróður konu minnar og við keyptum hann af dánarbúi hans. Þess vegna höldum við enn meira upp á hann. Þetta er þrítugur gæðingur,“ segir Steingrímur. Hann segir að vel sé farið með bíl- inn. Steingrímur átti sjálfur Volvo 142 á sínum námsárum og var hann af ár- gerð 1972. „Þetta voru og eru gull- fallegir og sterkir bílar og framúr- stefnubílar á margan hátt þegar þeir komu. Það er einfalt en sterkt gang- verkið og mér finnst tveggja dyra Volvo frá þessum tíma með fallegustu bílum sem ég sé og 142-línan ber af þeim. Mér finnst hún sportlegust af þeim öllum. Hún er svolítið í áttina meira að segja að Mustang,“ segir Steingrímur. Hann kveðst vera dálítið veikur fyrir bílum. Í nokkur ár starfaði hann sem atvinnubílstjóri; gerði út vörubíl og vann fyrir sér í gegnum skóla með þeim hætti. „Ég gerði við hann á nótt- unni og keyrði hann á daginn. Ég reyni líka að druslast til að hirða þá að einhverju leyti sjálfur.“ Ekkert blýbensín á Volvo-inn Steingrímur kveðst hafa gaman af því að fylgjast með framþróun í bílaframleiðslu. „Ekki er síst ánægju- legt að sjá hvað bílar eru orðnir miklum mun sparneytnari og að því leyti umhverfisvænni en þeir voru.“ Hann hefur tekið þátt í vangavelt- um um vetnisnotkun í yfir aldarfjórð- ung enda fyrrverandi nemandi Braga Árnasonar prófessors. „Ég hef alltaf verið hrifinn af hans eldmóði í þeim efnum. Ég er viss um að það eigi fyrir mér og minni kynslóð að liggja að aka um á vetnisbíl,“ segir Steingrímur. En er verjandi fyrir þingmann að aka um á gömlum bíl sem ekki er með mengunarvarnarbúnað? „Þetta er nú sparneytinn bíll að upplagi. Nú er ég líka hættur að nota blýbensín og set bara blýbæti á tank- inn. Það ku vera skaðlaust umhverf- inu. Svo er Volvo-inn að mestu leyti varabíll hér innanbæjar en fer þó í einstaka ferðir til Keflavíkur eða austur fyrir fjall þegar vel viðrar,“ segir Steingrímur. Morgunblaðið/Sverrir Steingrímur J. Sigfússon við þrítugan gæðinginn á bílastæði Alþingis. Þrítugur gæðingur Steingríms

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.