Morgunblaðið - 02.12.2001, Side 22

Morgunblaðið - 02.12.2001, Side 22
Ein gáta ... Annar flýr þegar hinn sýnir sig og þannig gengur það viku eftir viku, mánuð eftir mánuð og ár eftir ár. Hverjir erum við? – Dagur og nótt. Jólaljósin fögur – og eldhættan! HVAÐAN haldið þið aðöll leikföngin komisem jólasveinarnir færa ykkur á jólum? Brasað skyr? Þau eru nefnilega búin til af fimm litlum jólaálfum sem búa í fjallinu. Þeir heita Skinni, Hrasi, Þrasi, Sveppi og Brasi og eru svolítið skrýtnir gaur- ar. Brasi sér t.d um að búa til matinn handa þeim og á það til að brasa allt, meira að segja skyrið þeirra. Segjast Búa jólaálfar í fjallinu? verður að bræður hans eru ekki sérstaklega hrifnir af því. Sem skiljanlegt er – eða hvað? Þeir ferðast um allan heim að ná í hitt og þetta til að búa jólagjaf- irnar til og alls staðar biður fólk um jólakveðjur til íslenskra barna. Bók handa veikum börnum Nú er komin út bók um þessa skemmtilegu álfa og heitir hún einmitt Jólaálfarnir í fjallinu. Hún er til styrktar krabbameinssjúk- um börnum. Hjá veikum börnum geta jólin verið svolítið dapurleg. Sum þeirra þurfa að vera á sjúkra- húsi, og önnur eru jafnvel svo veik að þau eru sofandi á jólunum. Við skulum bara vona að jólaálf- arnir verði svo snjallir að láta jóla- sveinana fá fullt af bókum um sjálfa sig til að gefa börnunum, og þannig safnast mikill peningur til að lækna krabbameinssjúk börn. Jólapúsl ALLIR kannast við að vera búnir að týna nokkrum bitum úr púsluspilinu sínu og þá er ekkert gaman lengur að púsla það. Eða kannski að það er bara orðið smá- barnalegt og alltof létt fyrir mann. En hverjir vita að það er hægt að breyta púslbitum í fínustu jólagjafir? Það vitið þið núna, þegar þið verðið búin að kíkja á þessar föndurhugmyndir. **COLR**Myndarammi eða jólakrans úr púsli Það sem til þarf: ✔ Púslbitar ✔ Græn úða- eða föndurmálning ✔ Lím ✔ Borði í fallega slaufu ✔ Mjór borði til að hengja upp með ✔ Pappaspjald ✔ Skæri ✔ Grænn föndur- pappír ✔ Blýantur ✔ Tveir misstórir hringlaga hlutir (sjá leiðbein- ingar) ✔ Rauður glanspenni ✔ Ljósmynd eða teiknuð mynd. Það sem þarf að gera: 1) Úða eða mála púslbitana og láta þorna. 2) Klippa út úr græna föndurpappírnum 5 sm breiðan hring eða ferhyrn- ing, eftir smekk, þannig að myndin passi inn í gatið. 3) Líma nú púslbitana í tveimur lögum á hringinn/ ferhyrninginn. 4) Ef þið viljið hafa mynd límið hana á bakvið svo hún sjáist í gegnum gatið. 5) Taka mjóa borðann og hengja lykkju aftan á til að hengja rammann/kransinn upp. 6) Klippa aftur út stærri hringinn/ferhyrning- inn úr pappaspjaldinu og líma aftan á ef mynd er inni í. 7) Búa til fallega slaufu úr borðanum og líma á rammann. 8) Skrifa ártal á rammann, eða bara nafn og dagsetningu þess sem er á myndinni eða teikn- aði hana. 9) Hengja upp á vegg eða hurð. F jö r að f ön dr a F jö r að f ön dr a töfrandi. Það snjóar og snjóar hvað eftir annað. Nú er að koma kvöld, mamma segir að ég eigi að fara að sofa. Nú er kominn morg- unn og best er að und- irbúa sig strax og drífa sig því að amma kemur á hverri stundu að sækja mig. BANK, BANK, BANK, BANK! Jæja kemur amma. Amma segir að ég eigi að flýta mér vegna þess að frænkur mínar bíða. Nú erum við komin til ömmu. Við leikum okkur á meðan hún býr til deigið. Amma kallar á okkur og segir að deigið sé tilbúið. Nú eigum við að nota form og búa til myndir úr deiginu. Að því loknu fer ég heim. Þegar ég kem heim kallar pabbi á mig að við séum að fara að kaupa jólatré. Við förum í fína búð og kaupum jólatré. Við keyptum stórt jólatré. Dagarnir líða og nú eru komin jól. Mamma er í eld- húsinu að elda matinn. Bræður mínir eru með pabba í jólasveinabíltúr að leita að jólasveinum og ég er í jólabaði. Svona endar þessi jóla- saga. Ágústa Dúa Oddsdóttir, 9 ára Viðarrima 55 112 Reykjavík Takk Ágústa að senda okkur svona skemmtilega sögu sem lýsir vel und- irbúningi jólanna og til- hlökkuninni alveg fram á aðfangadag. Það er líka mjög sniðugt að senda jólamyndina sem Fríða er að lita í sögunni, því þá geta lesendur barnablaðs- ins litað hana líka! HALLÓ ég heiti Fríða. Það eru að koma jól. Ég hlakka rosalega mikið til því á morgun baka ég piparkökur með ömmu og frænkum mínum. En í dag er mamma að baka smákökur. Þær eru ROSALEGA góðar skal ég nú segja ykkur. Eða verða það núna, því að seinustu jól voru þær þunnar því að mamma setti ekki mikið af súkkulaðimolum í þær. En nú gerir hún það. Ég sit hér við borðið og er að lita jólamynd. Hún er með snjókarli og jólasveini. Jólin koma eftir eina viku eða svo, allt er svo fallegt. Meira að segja snjórinn glitrar úti svo J Ó L I N K O M A ALLIR vita að jólasveinarnir eru þrettán – nema hvað? En þessi jólasveinn sem er að skreyta jóla- tréð sitt með myndum af sér og bræðrum sínum, er greinilega eitthvað byrjaður að kalka, því hann hefur hengt fjórtán sveina á tréð! Greyið karlinn. Nú verðið þið að hjálpa honum að finna út hvaða svein hann hengdi tvisvar á tréð. Lausn á næstu síðu. Jólasveinarugl Þegar jólamánuðurinn desember gengur í garð, taka börn og fullorðnir upp kerti að kveikja á til að gera svolítið jólalegt í kringum sig. Þetta er svo gaman, en þetta er líka HÆTTU- LEGT. Við verðum að passa okkur á að setja aldrei logandi kertaljós í glugga, því það getur kviknað auðveldlega í gardínunum. Öruggari aðventukransar Aðventukransar geta líka verið stórhættuleg- ir, og eiginlega var ekki nógu sniðugt að hafa föndurhugmynd að aðventukransi í síðasta barnablaði sem er með slaufur neðst á kert- unum. Allir vita að það býður hættunni heim, kertin bráðna og eldurinn læsir sig í slaufurnar. En það eru ráð við því. 1) Notið sjálfslökkvandi kerti, sem slokknar á áður en þau brenna niður að slauf- unum. Miklu betra er þó: 2) Að vefja borðanum utan um kransinn eins- og myndin hér að ofan sýnir. En ennþá sniðugra er: 3) Að nota alls ekki borða held- ur búa til skraut úr trölladeiginu, t.d. litlar kúlur og hjörtu. Líka er gott að nota smákökuform til að skera út mátulega stóra stjörnu til að láta kertin standa í. Gleðilega aðventu! Jólin koma

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.