Morgunblaðið - 02.12.2001, Side 23

Morgunblaðið - 02.12.2001, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 23 HVERNIG þætti þér að búa í munninum á ein- hverjum? Og þurfa sjálf/ ur að höggva þér hús í einni tönninni? Eða borða matarleifarnar sem fest- ast í tönnunum? Oj bara! Já, aumingja Karíus og Baktus! Þeir bjuggu í tönnunum hans Jens, og líkaði reyndar bara vel. Enda eru þeir ekki venju- legir karlar, heldur búa í tönnum fólks sem borðar bara sætindi. Og það gerði Jens. En það er ekki nema von að þeir bræður séu reiðilegir á svipinn á þessari mynd. Þeir höfðu komið sér notalega fyrir og höggvið hin fínustu hús. Þá varð Jens svo illt í tönnunum sínum að hann byrjaði að bursta þær, og eftir það er sko ekkert gaman. Nú fá þeir ekkert að borða, eru sí- fellt svangir, auk þess að þurfa alltaf að vera á hlaupum undan tann- burstanum. Eru Karíus og Baktus í þínum tönnum? En eftir allt jólanammið? Morgunblaðið/Kristinn Karíus: „Við viljum franskbrauð!“ Baktus: „Sjáðu, nú kemur það. Hann opnar munninn.“ Svangir bræður VEIGAR Örn Helgason verður þriggja ára eftir tólf daga. Hann fór með afasystur í fyrsta sinn í leikhúsið fyrir viku og sá þá fé- laga Karíus og Baktus í Þjóðleik- húsinu. „Það er gaman að horfa á Kar- íus og Baktus, þeir eru svo skemmtilegir. Lögin eru líka skemmtileg en mig langar frekar að eiga bókina um þá. Sum börn- in voru hrædd í leikhúsinu en ekki ég. Ég er stór og duglegur, og líka duglegur að bursta tenn- urnar mínar.“ Krakkarýni: Karíus og Baktus „Vil eiga bókina“ Morgunblaðið/Hildur Lofts Veigar Örn er duglegur að bursta tennurnar. ÞESSI kross- gáta er tileinkuð munninum og tönnunum okkar. Fylltu kross- gátuna út og finndu svo út hvað af þessu gæti laðað Kar- íus og Baktus að þínum munni. Er eitthvað sem er sérstaklega hollt og myndi reka þá í burtu? Þetta getur verið ögn snúið, en þá er bara að leggja heilann í bleyti og bíta á jaxlinn. Eða hvað? Krakkakrossgátan Lausn á jólasveinarugli eru sveinar númer eitt og þrettán. Nýi stíllinn keisarans - Vinningshafar Anna María Birgisdóttir, 10 ára, Drekagili 16, 603 Akureyri. Auður Franzdóttir, 4 ára, Gerðavegi 1, 250 Garði. Eldar Máni Gíslason, 2 ára, Barðastöðum 23, 112 Reykjavík. Fríða Theódórsdóttir, 7 ára, Esjugrund 35, 116 Reykjavík. Hanna Ágústa Olgeirsdóttir, 5 ára, Kjartansgötu 3, 310 Borgarnesi. Til hamingju krakkar! Helga Guðmundsdóttir, 8 ára, Safamýri 65, 108 Reykjavík. Hildur Kristín Kristjánsdóttir, 5 ára, Birkibergi 28, 220 Hafnarfirði. Inga Þórs Ingvadóttir, 7 ára, Lýsubergi, 815 Þorlákshöfn. Jón Ragnar Jónsson, 10 ára, Lerkiási 6, 210 Garðabæ. Sverrir Guðjónsson, 10 ára, Móabarði 8, 220 Hafnarfirði. Vinninga má nálgast í afgreiðslu Morgunblaðsins, Kringlunni 1, Reykjavík, alla virka daga milli kl. 8 og 17. Vinningshafar utan Reykjavíkur- svæðisins geta óskað eftir því að fá vinninga senda. Uppl. í síma 569 1324 eða 569 1384. Vinningar óskast sóttir innan mánaðar frá birtingu úrslita. Nafn: Heimilisfang: Staður: Aldur: Utanáskriftin er: Barnasíður Moggans, - Jólin okkar - Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Skilafrestur er til sunnudagsins 9. des. Nöfn vinningshafa verða birt sunnudaginn 16. des. _________ hét sá þriðji, stubburinn sá. Hann krækti sér í pönnu, þegar kostur var á. Hann hljóp mað hana í burtu og hirti agnirnar, sem brunnu stundum fastar við barminn hér og þar. Nú eru jólasveinarnir að búa sig undir að leggja af stað til byggða með alls konar skemmtilegt dót í pokunum sínum. Eins og þið munið eru sveinarnir 13 talsins, Stekkjarstaur kemur fyrstur, næstur Giljagaur og svo koll af kolli. Sá þriðji í röðinni er minnstur af bræðrunum. Manstu hvað hann heitir? Skrifaðu nafnið hans inn í vísuna hér að neðan, sendu okkur svarið og ef heppnin er með átt þú von á vinningi! Tíu heppnir krakkar fá bókina Jólin okkar eftir Brian Pilkington og Jóhannes úr Kötlum, þar sem lesa má um alla jólasveinana, Grýlu, Leppalúða og fleiri tröll.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.