Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 B 25
bíó
SKOTINN Robbie Coltrane er búinn að
vera góður kunningi íslenskra sjón-
varpsáhorfenda um árabil. Þessi stóri
og stæðilegi gæðaleikari hefur einnig
verið iðinn við kolann á hvíta tjaldinu
þar sem hann er eftirsóttur í vandasöm
skapgerðarhlutverk í flestum greinum
kvikmynda. Nú síðast fékk hann frá-
bæra dóma sem hálftröllið Hagrid, sem
er eitt aðalhlutverkanna í hinni feiki-
vinsælu Harry Potter og viskusteinn-
inn. Myndin var frumsýnd hérlendis
um helgina, því ætti að vera auðvelt að
ganga úr skugga um árangurinn.
Hlutverk hans í bresku lögregluþátt-
unum Cracker færði Coltrane mikla
frægð innan sem utan Bretlands.
Frammistaðan slík að hinn ábúðarmikli
Skoti vann verðlaun bresku akadem-
íunnar (’94), fyrir vikið. Þau eru þung í
honum 300 pundin en Coltrane er vand-
aður og metnaðarfullur fagmaður sem
kastar aldrei til höndunum.
Sem fyrr segir er Coltrane skoskur í
húð og hár, fæddur í Rutherglen í há-
löndunum, smábæ, sem þekktastur er
fyrir maltviskíið sitt, miklar guðaveigar.
Hann gerðist þó ekki bruggari, heldur
hélt til menningarborganna Glasgow og
Edinborgar. Nam leiklist við Listaskóla
Glasgow og lék talsvert á sviði í borg-
unum báðum, m.a. Traverne leikhúsinu
í Edinborg.. Réttur maður á réttum
tíma, því á níunda áratugnum var
óhemju uppgangur í skoskri kvik-
myndagerð, þar sem hver stórstjarnan
á eftir annarri skaust fram í sviðsljósið.
Hver kannast ekki við nöfn einsog Ewan
MacGregor, Jim White, Oor Wullie, Dougie
Donnelly, Billy Connolly, Archie McPherson,
Gavin Hastings, Robbie Coltrane, Rab C.
Nesbitt og Robert Carlyle?
Fyrstu árin hélt Coltrane sig að mestu
leyti við gamanleik, uppistand og
skemmtiatriði á næturklúbbum. Með-
leikararnir voru ekki af verri endanum,
m.a. Emma Thompson og Billy Connolly.
Um 1980, er Coltrane stóð á þrítugu,
fóru kvikmyndatilboðin að berast.
Fyrst í smáhlutverkum í myndunum
Flash Gordon og Brittania Hospital
(’80); þá brá honum fyrir í Scrubbles
(’82), Krull (’83), og Defence of the
Realm (’85). Hlutverkin fótu stækkandi
í National Lampoońs European Vac-
ation (’85), Mona Lisa (’86), Caravaggio
og Absolute Beginners (’86). Vakti m.a.
athygli Monty Python gengisins, sem
réð hann í The Secret Policeman Other
Ball (’87), og Kenneth Branagh fékk hann
í hlutverk Falstaffs, í hina vel lukkuðu
kvikmyndagerð Henry V. (’89). Ári síðar
fór Coltrane með annað aðalhlutverkið í
Nuns on the Run, sem náði aðeins tak-
mörkuðum vinsældum beggja vegna
Atlanshafsins, þrátt fyrir hressileg til-
þrif okkar manns.
Jafnframt velgengni í karakter-
hlutverkum, varð Coltrane sífellt vin-
sælli sjónvarpsstjarna. Á ferlinum hef-
ur hann leikið í mýgrút sjónvarps-
mynda, -þátta, og -þáttaraða. Það voru
fyrrnefndir Cracker þættir sem komu
honum á framfæri vestan hafs, og
færðu honum Cable Ace verðlaunin. Í
kjölfarið fékk Coltrane hlutverk í Disn-
eymyndinni Ævintýri Stikilsberja
Finns (’93). Nú er hann fastamaður í
Bondbálknum, kom fyrst fram í Gold-
eneye (’95), og stal senunni í The World
is Not Enough (’99).
Þrátt fyrir ótvíræða hæfileika og lík-
amsburði, náði hvorugt að hjálpa hið
minnsta uppá skelfinguna Message in a
Bottle (’99). Hinsvegar fær Coltrane
mikið hrós fyrir þrjár síðustu mynd-
irnar; From Hell (’91), fokdýrri stór-
mynd um Kobba kviðristi; gaman-
myndinni On the Nose (’01), þar sem
hann leikur húsvörð, haldinn ólæknandi
veðmálafíkn. Og nú síðast sem hálf-
tröllið, lyklavörð galdraskólans og
verndara Harry litla Potters.
stærir sig af því að það hafi ekki verið stærðin
sem færði honum hlutverk risans Hagrids í Harry Potter og visku-
steinninum, heldur fríðleikinn. Coltraie var fyrsta val höfundar bók-
arinnar, J.K. Rawling, í hlutverkið. „Hún hafði jafnan séð Hagrid fyrir sér
sem afburða fagran mann, ungan Brando, eða ámóta glæsimenni“, sagði
gamanleikarinn geðþekki á blaðamannafundi. „Hún sagði að það kæmi
aðeins einn leikari til greina, ég.“
Robbie Coltrane
Hálftröllið Coltrane
Sæbjörn Valdimarsson
SVIPMYND