Morgunblaðið

Dagfesting
  • fyrri mánaðurindesember 2001næsti mánaðurin
    mifrlesu
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Morgunblaðið - 02.12.2001, Síða 26

Morgunblaðið - 02.12.2001, Síða 26
BÍÓ 26 SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ HÖRÐUSTU aðdáendurbóka J. K. Rowlings, ogþar á meðal eru ótrúlegamargir ótrúlega harðir, höfðu áhyggjur af því að þessi banda- ríski leikstjóri aðsóknarsmella á borð við Home Alone og Mrs. Doubtfire og skella á borð við Bicentennial Man væri ekki rétti maðurinn til að flytja ævintýrið upp á tjaldið. Einn aðdá- andinn skrifaði á Netið undir fyrir- sögninni „Neiiiiii“ og lagði til að myndin yrði ekki kölluð Harry Potter og viskusteinninn heldur „Harry Potter og ofvaxna miðjumoðs pen- ingadraslið“. Tæplega hefur nokkur bíómynd fengið aðra eins fyrirframauglýsingu og Harry Potter og viskusteinninn; áróðurs- og kynningarvél framleið- enda hefur ummyndast í einhvers konar skrímsli sem gleypir allt sem fyrir verður. Stundum er erfitt að sjá hvar gildi verksins endar og sefjunar- gildið byrjar. En það fer ekki milli mála, að myndin hefur staðið undir væntingum varðandi aðsókn og einn- ig, að stærstum hluta, varðandi við- tökur gagnrýnenda. Sumir hafa að vísu fjasað um að Columbus hafi þrátt fyrir fagmannleg vinnubrögð glatað þeim galdri sem sögur Rowlings búi yfir og víst er að fyrri myndir hans hafa ekki verið rismikil kvikmynda- list; Columbus hefur ekki áður sýnt stíltilþrif eða dirfsku í myndmáli. Hann er hinn dæmigerði Hollywood- leikstjóri sem tekur litla áhættu en veit upp á hár hvað má bjóða almenn- um áhorfendum. Myndir hans falla því sjaldan gagnrýnendum í geð; þeim finnst hann spila á tilfinninga- semi á hinni öruggu markaðsmiðju. Öfugt við nafna sinn landkönnuðinn, sem á að hafa fundið Ameríku, nemur Chris Columbus ekki ný lönd í kvik- myndalistinni. En hann þekkir sitt heimafólk. Leiðin til Hollywood Sú bíómynd, sem varð Chris Col- umbus hvati til að leggja kvikmynda- gerð fyrir sig, var þó allt öðruvísi en hans eigin verk, þ.e. Guðfaðirinn eftir Coppola. Þá var hann 15 ára. Núna, þegar hann stendur óneitanlega á há- tindi ferils síns, er hann orðinn 43 ára. Hann fæddist í Spangler í Pennsylv- ania en ólst upp í Youngstown í Ohio, þar sem faðir hans var kolanámumað- ur. Ungur að aldri var Columbus, eins og margir af starfsbræðrum hans, heillaður af amerískum hasar- og myndasögublöðum, og fór sjálfur að fást við slíkar teikningar. Þær eru í raun ekki ósvipaðar og myndstiklur eða „storyboard“ kvikmyndagerðar- manna, eins konar undirstaða fyrir tökuvinkla og sviðsetningar. Columb- us hóf að gera 8 mm kvikmyndir og teiknaði eigin myndstiklur, rétt eins og hann gerir enn í dag. Columbus stundaði kvikmynda- nám við New York-háskóla og skrif- aði sitt fyrsta handrit um reynslu sína af verksmiðjustörfum, tókst að selja það en myndin var aldrei gerð. Annað handrit hans, Jocks, var kvikmyndað en endurskrifað mörgum sinnum af öðrum höfundum. Þótt útkoman þætti ekki merkileg var Columbus kominn með fótinn milli stafs og hurðar í Hollywood-gættinni. Fjórða handrit hans var Gremlins, grínhroll- vekja sem Columbus kveðst hafa byggt á perlunni It’s a Wonderful Life eftir Frank Capra. Gremlins eru lítil skrímsli, getin af gæludýrum, sem leggja undir sig bandarískan smábæ. Steven Spielberg keypti handritið, skar burt mesta óhugnað- inn, fékk Joe Dante til að leikstýra og myndin gekk vel í miðasölunum árið 1984. Spielberg fékk Columbus til að skrifa fyrir sig tvö handrit til viðbót- ar, The Goonies og Young Sherlock Holmes (1985). Spielberg og Hughes Nú fékk Columbus tækifæri til að leikstýra sjálfur og skrifaði ekki handritið; hann hefur aðeins skrifað handrit tveggja leikstjórnarverk- efna sinna síðan. Myndin hét Ad- ventures In Babysitting og var frumsýnd 1987 við miðlungs mót- tökur. Þetta er nokkuð fjörleg tán- ingamynd um barnfóstru sem lendir úti á lífinu með skjólstæðinga sína, borin uppi af fínum leik Elizabeth Shue í fyrsta aðalhlutverki sínu. Þótt ekki markaði þessi mynd þáttaskil í kvikmyndasögunni mark- aði hún þó upphaf af samstarfi Col- umbus við meistara bandarískra tán- inga- og gamanmyndasmella, John Hughes. Að sumu leyti minnir Ad- ventures In Babysitting á Ferris Bueller’s Day Off eftir Hughes, en er ekki eins vel heppnuð. Eiginlega má segja að Chris Columbus dragi sem kvikmyndagerðarmaður dám af þess- um tveimur helstu samstarfsmönn- um sínum gegnum tíðina, Steven Spielberg og John Hughes. Hann hefur eins og þeir báðir áhuga á bandarísku hversdagsfólki, körlum, konum og börnum, borgaralegum fjölskyldum, sem eru að basla við að lifa af í síbreytilegum nútíma. Hann hefur manneskjulega hlýju Spiel- bergs en ekki myndtöfra hans. Hann hefur gamansemi Hughes en ekki hið háðska sjónarhorn hans. Hann hefur tilfinningasemi beggja og markaðs- tilfinningu. En myndir hans skortir persónuleika. Næsta samstarfsverkefni þeirra Columbus og Hughes kom þeim fyrr- nefnda í framlínu Hollywood-leik- stjóra. Þetta var hin óborganlega Home Alone, sem var vinsælasta gamanmynd ársins 1990 og hefur grætt um 300 milljónir dollara um heim allan. Þarna var enn fjallað um skort á ábyggilegum barnapíum og Macaulay Culkin í hlutverki stráksins sem er einn heima varð stærsta barnastjarna sögunnar frá því Shirley Temple var upp á sitt besta. Sjálfsagt hefur hæfileiki Columbus til og reynsla af að leikstýra börnum fært honum Potter-verkefnið. Home Alone er óneitanlega vel hönnuð skemmtun með broddhvössu handriti Hughes. Tveimur árum síðar gerðu þeir félagar framhaldsmynd, sem einnig gekk vel. Í millitíðinni leik- stýrði hins vegar Columbus eigin handriti sem heitir Only the Lonely og er hans besta og næmasta verk, með John heitinn Candy í fínu formi sem einmana, feitlaginn mömmu- strákur og Maureen O’Hara ekki síðri sem hin yfirþyrmandi móðir. Síðan hefur Columbus sent frá sér vinsælar en flatneskjulegar gaman- myndir eins og Mrs. Doubtfire með Robin Williams (1993) og Nine Months með Hugh Grant (1995) og hinar hræðilegu Stepmom (1998) og Bicentennial Man (1999). Með þetta veganesti hefur hann nú ráðist í Harry Potter-bálkinn. Samið hefur verið við Columbus um að leikstýra myndum eftir öllum bókunum og hann er fluttur til London ásamt fjöl- skyldu sinni, eiginkonunni Monicu Devereux og börnunum þremur, þar sem hann er núna tekinn til við að leikstýra mynd númer tvö. Heldur sá næstbesti en ... Lengi vel var reiknað með því að Steven Spielberg leikstýrði Harry Potter og viskusteininum. Hann fór að lokum að gera A.I. í staðinn og fjórir leikstjórar voru fengnir í eins konar prufu til að sannfæra framleið- endur um að þeir réðu við verkefnið. Þessir fjórir voru Columbus, Ivan Reitman, frekar klunnalegur gaman- myndaleikstjóri (Ghostbusters), Brad Silberling (Casper, City Of Angels), sem ekki hefur sannað getu sína að ráði, og Terry Gilliam, hinn súrrealíski og myndríki Monty Pyth- on-maður, sem á nokkur mögnuð kvikmyndaverk að baki (Brazil, The Fisher King, Twelve Monkeys). Hvers vegna í ósköpunum aðeins þessir fjórir komu til greina er ekki vitað, en af þeim er Gilliam djarfasti og mest spennandi valkosturinn. En auðvitað tóku framleiðendur enga sénsa og veðjuðu á þann næstbesta. Kannski er það skiljanlegt; Gilliam hefði sjálfsagt gert bókina að sinni og stuðað aðdáendur hennar en Columb- us gerir mynd á forsendum bókarinn- ar, ekki sínum eigin.„Um leið og ég las bókina,“ segir Columbus, eins og hann sé enn að reyna að sannfæra framleiðendurna, „sá ég hana fyrir mér. Ég sá kvikmyndina fyrir mér og vildi gera hana og var gagntekinn af því. Ég sagði þrennt við framleiðand- ann: Ég vil albreskan leikhóp, töku- staði í Englandi og eins mikinn trún- að við bókina og tíminn leyfir.“ Krúttlegur og tilfinningasamur? Handritið að Harry Potter og visk- usteininum skrifaði Steve Kloves, sem á m.a. að baki handritið að The Wonder Boys og leikstýrði hinni van- metnu The Fabulous Baker Boys. Potter-sérfræðingar telja hann hafa skilað vönduðu verki og sjálfsagt hef- ur skipt miklu að höfundur bókanna, J. K. Rowling, fylgdist náið með framvindunni og var sjálf til staðar við tökurnar. Columbus, sem sagður er ljúfur og hlédrægur maður, kveður hana þó ekki hafa verið með frekju eða yfirgang. „Við ráðfærðum okkur við hana eins og samstarfsmann. Nærvera hennar virkaði ekki þrúg- andi á mig sem listamann. Þvert á móti létti hún af mér áhyggjum. Sem leikstjóri þurfti ég upplýsingar. Hún veitti þær. Hún er einhver besti sam- starfsmaður sem ég hef haft.“ Fregnir af tökustað herma að Col- umbus hafi beitt sér af meiri ákveðni sem leikstjóri en hann hafi áður gert. „Allir héldu að ég væri svona krútt- legur, tilfinningasamur gaur,“ var ný- lega haft eftir honum. „Myndir mínar hafa til þessa verið mikið lýstar og aldrei eins spennandi frá myndræn- um sjónarhóli og ég hefði óskað. Ég veit ekki hvers vegna... Mig langaði til að hafa þessa myrkari.“ Og svo bætti hann við: „Ekki það, að við séum að endurgera Seven!“ Aðstandendur myndarinnar prufu- sýndu hana fyrir valinn hóp fólks, sem samsettur var til helminga af les- endum bókanna og fólki sem ekki hafði lesið þær. „Aðdáendur bókar- innar elskuðu myndina,“ segir Col- umbus í viðtali við BBC, „jafnvel þótt í henni séu atriði sem ekki eru í bók- inni. Hinir voru líka hrifnir og sögð- ust ætla að kaupa bókina og lesa. Það er frábært. Kvikmyndin bætir við bókina en kemur ekki í staðinn fyrir hana.“ Þegar Chris Columbus er spurður hvernig hann fann starfsorku til að hefja tökur á næstu mynd aðeins þremur dögum eftir að Harry Potter og viskusteinninn var frumsýnd segir hann það lykilatriði að vinna aftur með sama leikhóp og starfsliði. „Ég nýt þess að starfa með þessu fólki vegna þess að það hefur orku og ástríðu sem smitar út frá sér. Ég lít- heldur ekki á næstu mynd sem fram- hald. Hver þessara bóka hefur eigið gildi. Ég hlakka því til vinnunnar. Og ég hlakka til að vinna þá þriðju ef ég hef líkamlegt þrek til þess.“ Columbus nemur Potterland „Æi, nei! Ekki Chris Columbus!“ ýlfruðu sumir af þeim hundrað milljón manns sem keypt hafa bæk- urnar um Harry Potter þegar tilkynnt var hver yrði leikstjóri fyrstu bíómyndarinnar um Potter, skrifar Árni Þórarinsson. Nú liggur útkoman fyrir. Og milljónirnar flykkjast í bíó, ekki síður en bóka- búðir, þar af þúsundir á Íslandi þessa helgina. Daniel Radcliffe sem Harry Potter: Algjör trúnaður við bókina og enskur leikhópur var markmið bandaríska leikstjórans (t.v.). Jim Spellman/WireImage.com

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: Morgunblaðið B (02.12.2001)
https://timarit.is/issue/250043

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

Morgunblaðið B (02.12.2001)

Gongd: