Morgunblaðið - 07.02.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.02.2002, Blaðsíða 24
NEYTENDUR 24 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ                    !  " # & '('' ) %& *     ! "#$ % BÓNUS Gildir 7.–13. feb. eða á m. birgðir endast nú kr. áður kr. mælie. Frosnir kjúklingavængir .......................... 299 399 299 kg Bónus brauð ......................................... 99 129 99 kg Kelloggs kornfleks ................................. 359 389 359 kg Humals fiskbollur .................................. 346 444 346 kg KF rauðvínl. lambalæri ........................... 839 1.258 839 kg Colgate tannkrem, whitening, 100 ml...... 179 Nýtt 1.790 ltr Colgate tannkrem, total, 100 ml ............. 179 Nýtt 1.790 ltr Ferskar úrb. svínakótilettur ..................... 899 1.499 899 kg 11–11-búðirnar Gildir 7.–13. febrúar nú kr. áður kr. mælie. Kjúklingabollur 30% af v/kassa .............. 825 1.178 825 kg. SS beikonbollur steiktar 15% af v/kassa . 849 999 849 kg Íslenskar rófur ....................................... 99 159 99 kg 1944 hakkbollur í brúnni sósu................ 288 339 288 st. 1944 fiskbollur m/kartöflum .................. 263 309 263 st. Mömmu jarðarberjasulta ........................ 229 259 229 st. Naggalínan cordon bleu 25% af v/kassa. 229 439 329 st. Náttúra kartöflumús............................... 85 94 85 st. HAGKAUP Gildir 8.–10. febrúar nú kr. áður kr. mælie. Kjarnaf. saltkjöt bl. 1. fl. 30% af v/kassa. 564 806 564 kg Kjarnaf. saltkjöt bl. 2. fl. 30% af v/kassa. 331 473 331 kg 1944 saltkjöt og baunir 20% af v/kassa . 261 326 261 pk. Laukur .................................................. 59 78 59 kg Rófur .................................................... 99 189 99 kg Eldorado gular baunir, 500 gr ................. 49 64 98 kg Katla jurta þeytirjómi, 250 ml ................. 169 238 676 ltr BKI kaffi extra, 400 gr ............................ 239 309 598 kg F-61 vatnsdeigsmix, 350 gr.................... 299 419 854 kg SAMKAUP/ÚRVAL Gildir 7.–10. febrúar nú kr. áður kr. mælie. 1944 Saltkjöt&baunir 15% af v/kassa.... 279 329 279 pk. 1944 Lasagne 15% af v/kassa .............. 348 409 348 pk. 1944 Kjötb.í br. sósu 15% af v/kassa..... 263 309 263 pk. Honey Cheerios 765g 10% af v/kassa .... 566 629 740 kg Pop Secret 298g 15% af v/kassa ........... 143 169 480 kg Saltkjöt bl. kjötborð 10% af v/kassa ....... 749 833 749 kg Saltkjöt rif kjötborð 10% af v/kassa ........ 314 349 314 kg SELECT-verslanir Gildir til 27. feb. nú kr. áður mælie. Mónu Rommy ....................................... 39 59 Freyju Staur .......................................... 64 85 Stimorol tyggigúmmí .............................. 44 55 Kaffi og amerísk skonsa ......................... 149 200 Kaffi og amerísk skonsa Birkimel............. 189 248 10–11-búðirnar Gildir 8.–10. febrúar nú kr. áður kr. mælie. Frón kanilsnúðar, 400 g ......................... 229 289 573 kg Frón kanilsnúðar m/súkkulaði 400 g....... 229 289 573 kg Frón kanilsnúðar m/sultu 400 g ............. 229 289 573 kg Kremali kremkex, 6 stk. í pakka. ............. 199 289 331 kg Best Yet örbylgjupopp, allar tegundir ....... 99 159 330 kg Rice Express Sweet&Sour....................... 349 399 1.026 kg Rice Express Tikka Masala ..................... 349 399 1.026 kg Rice Express Thai Prawn ......................... 349 399 1.026 kg ÞÍN VERSLUN Gildir 7.–13. febrúar nú kr. áður kr. mælie Goða saltkjöt 1. fl. ................................. 639 799 639 kg Búrfells saltkjöt ..................................... 299 349 299 kg Oetker bollumix, 500 g........................... 259 298 130 kg Mömmu sultur, 400 g ............................ 199 238 449 pk. Chantibic þeytirjómi, 250 ml .................. 219 257 876 ltr Phillsbury’s hveiti, 5 lbs.......................... 219 257 543 kg Rauðvínslegið lambalæri og saltkjöt með afslætti Helgartilboð Verðupplýsingar sendar frá verslunum ALLT að 40% munur er á verði reykingalyfja eftir sölustöðum, samkvæmt nýrri könnun sem Gall- up hefur gert fyrir Samtök hjúkr- unarfræðinga og ljósmæðra gegn tóbaki. Var könnunin gerð 28. jan- úar síðastliðinn og náði til tíu lyfja- verslana, sex á höfuðborgarsvæð- inu og fjögurra á landsbyggðinni. Kannað var verð sex algengra reyk- ingalyfja og reyndist munur á hæsta og lægsta verði Nicorette- innsogslyfs mestur 40,3%. Lægst var verðið hjá Ísafjarðarapóteki og hæst hjá Grafarvogsapóteki. Minnstur verðmunur var á reyk- ingalyfinu Zyban, eða 13,1%. Þar var hæsta verðið í Egilsstaðaapó- teki og lægsta verðið í Grafarvog- sapóteki. Tæplega 25% munur var á verði eina nefúðalyfsins sem er á markaði, Nicorette-nefúða, sem var á lægsta verðinu í Grafarvogsapó- teki en því hæsta í verslunum Lyfja og heilsu. Munur á hæsta og lægsta verði nikótíntyggjós og nikótínplástra var svipaður, eða rúm 20%. Verð á Nicorette-tyggjói var lægst í Apó- teki Akureyrar en hæst í Grafar- vogsapóteki. Á Nicotinelle-nikótín- plástrunum var verð hins vegar lægst í Grafarvogsapóteki en hæst í Ísafjarðarapóteki. Þá reyndist vera um 17,5% mun- ur á verði Nicotinelle-munnsogs- taflna, hæst verð í Ísafjarðarapó- teki og lægst í Apóteki Akureyrar. Athygli er vakin á því að verð á algengum reykingalyfjum geti ver- ið afar mismunandi frá einum lyf- sala til annars. Einnig er bent á að lyfsölustaðir á landsbyggðinni eru í þremur tilvikum af sex með lægsta verð. Allt að 40% munur á verði reykingalyfja Morgunblaðið/Árni Sæberg Verðmunur á Zyban var mestur 13,1% í könnun Gallup. LANDSBANKINN hefur bætt nýjum þjónustulið við viðskipta- vini inn á upphafssíðu Heima- bankans, sem er á Netinu. Um er að ræða valmöguleikann Skattayfirlit, sem sýnir heildar- yfirlit viðskipta við bankann á síðasta ári. Skattayfirlit nýtist notendum Einkabankans til fram- talsgerðar og er einvörðungu birt skattayfirlit fyrir kennitölu þess sem skráður er notandi hjá netbankanum, að því er segir á upphafssíðu Einkabankans. Skattayfirlit á heimasíðu Einkabankans NÝ röð apóteka, Plúsapótek, hefur tekið til starfa og segir Þórarinn Þór- hallsson, framkvæmdastjóri Plúsapó- teka, að 19 lyfjaverslanir séu innan vébanda fyrirtækisins. Sumar þeirra eru með fleiri en eitt útibú, sem þýðir að lyfjabúðir Plúsapóteka eru 26 tals- ins víðs vegar um landið að hans sögn. Fyrir á smásölumarkaði eru þrjár keðjur lyfjaverslana, það er Lyfja, Lyf og heilsa og Apótekið og með til- komu Plúsapóteka standa þrjú apó- tek á landinu eftir. Apótek Suður- nesja, Skipholtsapótek í Reykjavík og Apótekið í Neskaupstað. Segir hann starfsmenn Plúsapó- teka um 170 talsins, þar sem hver lyfjabúð sé að meðaltali með fimm starfsmenn í vinnu og að fyrirtækið sé að líkindum með um 25% markaðs- hlutdeild í sölu lyfja og heilsuvara eft- ir sameininguna. „Staðfestar tölur um markaðshlutdeild lyfjaverslana liggja ekki fyrir en í framtíðinni reiknum við með um 30% af markaðinum og höf- um jafnframt uppi áætlanir um að auka hlutdeild okkar enn frekar í framtíðinni,“ segir hann. Samstarfinu er þannig háttað að lyfjabúðirnar eru áfram með sömu kennitölu og sömu nöfn og áður en auðkenna sig jafn- framt með merki Plúsapóteka og eiga hvert sinn hlut í fyrirtækinu. Staðið er sameiginlega að rekstri og markaðssetningu og hófst sameig- inleg auglýsingaherferð lyfjabúðanna undir merki Plúsapóteka í desember síðastliðnum. Plúsapótek munu opna heimasíðu innan tíðar, slóðin er www.plusapo- tek.is, og verður hægt að fá upplýs- ingar um verkun og samsetningu lyfja, verðtilboð og staðsetningu Plús- apóteka á landinu. Plúsapótek bjóða verulegan afslátt af heilsuvörum, lausasölulyfjum og fæðubótarefnum fram til 18. febrúar, segir Þórarinn. Yfirskrift tilboðanna er heilsuplús og fá þeir sem kaupa tilteknar heilsu- plúsvörur frían prufutíma í gull- og silfurstöðvar Planet Pulse. Vörurnar sem afsláttur er veittur af að þessu sinni eru Equiphase fyrir konur, sem bæta á meltingu, húð, hár og neglur, og ferns konar megrunar- vörur, það er Vega megrunarformúla, Vello eplaedik, Bogense töflur og Quick Slim grenningarplástur. Einnig er veittur afsláttur af fjöl- vítamíninu Forðafjöri frá Biomega, Lið-a-mótum og vörum gegn reyk- ingalöngun frá Nicotinelle. Ný röð apó- teka tekin til starfa Morgunblaðið/Þorkell
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.