Morgunblaðið - 07.02.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.02.2002, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN 40 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ VÍST er það rétt að það er dýrt að reka bæjarfélag eins og Mosfellsbæ. Í fjár- hagsáætlun Mosfells- bæjar fyrir árið 2002 er áætlað að um 1.390 miljónir komi beint úr vasa þeirra sem borga útsvör og fasteigna- skatta til Mosfellsbæj- ar. Þetta eru um 95,5% þeirra tekna sem bærinn hefur til ráðstöfunar. Ert þú, kæri Mosfellingur, sáttur við hvernig þessu fé er varið? Mér, sem og mörgum öðrum Mosfellingum, brá illa við þegar fjölmiðlar greindu frá því fyrir stuttu, að skuldaviðvörun hefði verið gefin út á Mosfellsbæ. Því miður var þetta ekki fyrsta við- vörun. Við vitum öll sem eitthvað höfum fylgst með málefnum Mos- fellsbæjar, að ekki hefur verið far- ið vel með fjármuni bæjarbúa á síð- astliðnu kjörtímabili. Núverandi meiri- hluti hefur verið með dylgjur um að sjálf- stæðismenn muni skera niður, draga úr þjónustu eða auka álögur, komist þeir að stjórnvölnum. Það er merkilegt að núver- andi meirihluti skuli halda að ekki sé hægt að vinna að bættri fjármálastjórn með öðru móti. Sjálfstæð- ismenn hafa oft bent á leiðir til þess. Veltu því fyrir þér hvaða af- leiðingar það getur haft ef sama flokkasamsteypan sit- ur áfram. Það verður að halda vel á málum ef ekki á að sökkva enn dýpra í skuldafenið. Það er deginum ljósara að laga þarf til í rekstri bæjarins. Óþarft er að rifja upp klúðursmál sem kostað hafa stórfé. Ég skora því á ykkur, Mosfellingar góðir, að kjósa sjálfstæðismenn til forystu í Mos- fellsbæ í næstu sveitarstjórnakosn- ingum. Kæru Mosfellingar, takið þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna næsta laugardag, hinn 9. febrúar. Not- færið ykkur það lýðræði sem í prófkjöri felst til að velja í efstu sæti listans. Ég býð mig fram í eitt þeirra og heiti ykkur því að vinna að heilindum að eflingu bæjar- félagsins með því að koma á ábyrg- ari stjórn í Mosfellsbæ til fram- tíðar. Kæri Mosfellingur Guðmundur S. Pétursson Höfundur býður sig fram í 1. til 3. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ. Mosfellsbær Ég skora á ykkur, Mosfellingar góðir, segir Guðmundur S. Pétursson, að kjósa sjálfstæðismenn til forystu í Mosfellsbæ í næstu sveitarstjórna- kosningum. EINS og flestir aðrir landsmenn höf- um við Kópavogsbúar orðið varir við skort á heilsugæslulæknum. Af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu er ástandið einna lak- ast í Kópavogi. Fyrir því eru ýmsar ástæð- ur sem ekki verða raktar hér, enda skiptir mestu máli að leita viðunandi lausna á vandamálinu. Ég sit í stjórn Heilsugæslustöðva Kópavogs, þannig að málið er mér skylt. Eins og í flestum sveitarfélögum á landinu eru heilsugæslustöðvarnar í Kópavogi, sem eru tvær talsins, reknar af ríkisvaldinu. Heilsu- gæsla Kópavogs hefur þó sína sjálfstæðu stjórn sem hefur sam- starf við Heilsugæslu Reykjavíkur varðandi rekstur stöðvanna. Rekstrarlega heyra stöðvarnar undir heilbrigðisráðuneytið og fjárveitingar eru ákveðnar á fjár- lögum. Til lengri tíma litið tel ég affara- sælast að flytja málefni heilsu- gæslunnar til sveitarfélaganna. Ég er líka þeirrar skoðunar að rétt sé að gera rekstur stöðvanna sjálf- stæðari en hann er í dag. Það er t.d. ekkert sjálfgefið að starfsfólk heilsugæslustöðva eigi að vera launþegar hins opinbera. Þarna eru vissulega tækifæri fyrir einka- framtak. Ég er sannfærð um að breytingar á rekstrarformi heilsu- gæslustöðva muni leiða til þess að fleiri læknar fái áhuga á þessari mikilvægu sérgrein. Ég hef áður vakið máls á því að þörf er á þriðju heilsugæslu- stöðinni í Kópavog. Málið er aðkallandi og því liggur beinast við að taka á leigu eða kaupa húsnæði sem þegar er fyrir hendi. Þriðja stöðin yrði ágætlega staðsett t.d. í Salahverfi og gæti hún þjónað Sala-, Linda- og Vatnsenda- hverfi. Að undanförnu hafa bæjaryfirvöld átt viðræður við heil- brigðisyfirvöld í land- inu um þetta mál. Vonandi bera þær viðræður þann árangur að við fáum fljótlega að sjá þriðju heilsugæslustöðina í Kópavogi. Þá getum við fjölgað heimilislæknum í bænum þannig að allir Kópavogsbúar geti verið með heimilislækni. Heilsugæslan í Kópavogi Halla Halldórsdóttir Höfundur er bæjarfulltrúi og gefur kost á sér í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Kópavogur Þriðja heilsugæslu- stöðin, segir Halla Halldórsdóttir, yrði ágætlega staðsett t.d. í Salahverfi og gæti hún þjónað Sala-, Linda- og Vatnsendahverfi. VIÐ þekkjum flest tilfinninguna, að standa fyrir framan hóp af fólki til þess að segja eitthvað og svo kemur bara ekkert upp. Við höfum flest lent í þessari aðstöðu eða nánast því. Ekki er það betra að sitja á einhverjum fundi og langa til að tjá sig. Oftar en ekki er ekkert verið að standa upp, þótt séum ekki sammála því sem fram fer á fundinum. Hræðsla við að segja einhvað rangt og að aðrir telji það sem sagt er merki um skort á vitneskju um málið, eða þaðan af verra, veldur því að sumir eru ekkert að standa upp á fundum, þrátt fyrir að þeirra innlegg sé ná- kvæmlega það sem á vantar. Þetta er eitthvað sem við flest lendum í. Ég hef séð fullorðið fólk, sem aðeins átti að segja nafnið sitt, frjósa við tilhugsunina að gera það fyrir framan hóp af fólki. Ég sjálfur hef verið í þessari að- stöðu, að geta varla látið út úr mér orð í pontu, en með æfingunni kom hugrekkið og sjálfstraustið sem þurfti. Í dag get ég farið í pontu við hvaða tækifæri sem er og sagt nokkur vel valin orð án þess að hafa mikið fyrir því. Þessar æfingar skil- uðu mér heimsmeistaratitli í ræðu- mennsku. Það gladdi mitt hjarta, þegar dóttir mín kom til mín í vetur með verkefni sem var í því falið að hún ætti að skrifa ræðu sem flytja átti daginn eftir. Ég setti mig í stell- ingar og aðstoðaði hana við skrifin, auk þess sem ég fór í gegnum nokkur atriði varðandi ræðu- mennskuna. Hún skyldi ávarpa hópinn í byrjun, byrja ræðuna sterkt og enda hana með krafti. Einnig skyldu hún flytja meg- inmálið með tilfinn- ingu. Daginn eftir kom hún heim og var ánægð með pabba sinn. Það hafði enginn flutt ræðu eins og hún og hún hafði fengið hrós fyrir glæsilegan flutning. Erfiðið hafði borgað sig og barnið var ánægt. Ég fór að hugsa um það hvernig væri með kennslu í tjáningu í grunnskólunum. Ræðumennska er nefnilega ein besta aðferðin til að kenna börnum að tjá sig og einnig til að kenna þeim að rökræða á ag- aðan máta. Það gæti einnig leitt til þess að krakkarnir noti frekar rök- ræðuna til að útkljá mál, heldur en líkamlegar aðferðir. Í aðalnámskrá útgefinni 1999 má sjá ýmsar hugmyndir um það, að ræðumennska eigi heima í skóla- starfinu án þess þó að minnst sé á ræðumennsku beint. Þar er meðal annars sett fram í kaflanum um lífs- leikni, að eftir að grunnskóla ljúki eigi nemendur að hafa „öðlast færni í tjáskiptum og styrkjast þannig í að tjá og fylgja eftir skoðunum sín- um, tilfinningum og hugðarefnum“. Þetta á meðal annars að hjálpa þeim í að mynda frumleg hugsana- tengsl, rökrænt mat og ályktunar- hæfni og gagnrýna hugsun auk kjarks til að leysa erfið mál. Með því að setja ræðumennsku inn sem sérfag í öllum bekkjar- deildum grunnskóla nálgumst við þetta takmark á rökréttan og skjót- an máta. Ræðumennsku má einnig sjá sem einskonar þverfag sem væri innifalið í öðrum fögum. Það er ekkert að því að láta nemendur rökræða svolítið á ensku eða dönsku. Dönskukunnátta mín væri líklega aðeins betri í dag ef ég hefði fengið að tjá mig á henni á sínum tíma í stað þess að einungis lesa og hlusta. Það er alveg ljóst að ræðu- mennska getur hjálpað mikið í dag í grunnskólastarfinu. Leyfum börn- unum að tjá sig og sjáum hvort að við höfum ekki upp úr því ánægðari og áræðnari börn. Setjum ræðumennsku sem skyldufag í grunnskóla, með því komum við til með að sjá fleiri ein- staklinga ná þeim árangri að geta staðið upp á fundum og tjáð mein- ingu sína. Það er nákvæmlega það sem íslenska ríkið þarf á að halda í dag; fleiri sem þora að tjá skoðanir sínar. Ræðumennska eykur sjálfstraust Ingimundur K. Guðmundsson Kópavogur Ræðumennska, segir Ingimundur K. Guðmundsson, getur hjálpað mikið í dag í grunnskólastarfinu. Höfundur er kerfisfræðingur og sækist eftir 5. sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. www.ingimundur.is UNDANFARIN ár hefur átt sér stað mik- il uppbygging í Kópa- vogi og hefur íbúum Kópavogs fjölgað um nær fimm þúsund frá áramótum 1998. Þessi mikla fjölgun íbúa á ekki aðeins rætur sín- ar að rekja til þess góða byggingarsvæðis fyrir íbúðarhúsnæði, sem Kópavogur hefur verið að bjóða upp á, heldur einnig vegna þess að á þessu svæði eru góðar þjónustu- stofnanir, gott gatna- kerfi og öflugt at- vinnulíf. Allir þessir þættir hafa án efa haft mikil áhrif á viðhorf fólks þegar það ákveður hvar það vill byggja upp framtíðarheimili sín. Þjónustustofnanir Í Kópavogi hefur gífurlegum fjármunum verið varið í uppbygg- ingu þjónustustofnana. Verið er að ljúka við íþróttasal Lindaskóla og fyrsti áfangi Salar- skóla tók til starfa s.l. haust. Opn- aðir hafa verið fjórir nýir leikskól- ar og bygging fimmta leikskólans, sem er í Salarhverfi, er langt kom- inn en hann tekur til starfa nú í vor. Nú er verið að undirbúa opnun nýs útibús Bókasafns Kópavogs sem verður í Lindaskóla, en aðal- bókasafnið verður flutt í Menning- armiðstöðina í vor. Fá sveitarfélög á landinu geta státað af jafn blóm- legu menningarlífi og Kópavogur og er það ekki síst að þakka þeim menning- armusterum, Salnum og Gerðarsafni, sem reist hafa verið í tíð núverandi meirihluta. Í Kópavogi eru rekin tvö félagsheimili fyrir starfsemi eldri borg- ara, í Gjábakka og Gullsmára. Ný álma við Hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð var vígð s.l. haust og þá fengu Sunnuhlíðarsamtökin veglegan styrk frá bænum til að standa undir framkvæmda- kostnaði. Íþróttamannvirki Gífurlegt átak er verið að gera í íþróttamálum bæjarins. Fyrir utan dyggan stuðning bæjarins við Breiðablik og HK er nú verið að byggja fjölnota íþróttahús í Smár- anum sem tekur til starfa í vor. Þetta mikla mannvirki verður án efa mikil lyftistöng fyrir allt íþróttastaf í bænum. Jafnframt er verið að byggja nýtt íþróttahús og sundlaug í Salarhverfi. Verið er að vinna að því að ljúka við 18 holu golfvöll sem er samstarfsverkefni Kópavogs og Garðabæjar. Einnig er hafinn undirbúningur að níu holu golfvelli í landi Kópavogs. Þegar hann verður tekinn í notkun verður Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar, GKG, með tuttugu og sjö holu völl sem verður þá einn af stærstu golfvöllum landsins. Öflugt atvinnulíf Í Kópavogsdalnum, austan og vestan Reykjanesbrautar í hinni svo kölluðu ,,Miðju“, hefur risið eitt öflugasta atvinnusvæði á landinu. Miðjan er í miðju svæðis sem telur um 150 þúsund íbúa sem er tengt nýju og öflugu gagnkerfi. Bæjaryf- irvöld hafa skipulagt svæðið með þarfir fyrirtækja og íbúanna í huga. Jafnframt eru gamalgróin at- vinnusvæði, t.d. í Smiðjuhverfi og á miðbæjarsvæðinu í Hamraborg, en þar starfa hundruð fyrirtækja. Þessi mikla gróska í atvinnulífi Kópavogs sýnir og sannar að bær- inn er ekki bara svefnbær út frá Reykjavík heldur er þar blómlegt atvinnulíf sem veitir tugum þús- unda fólks atvinnu. Bær framtíðar Með framtakssemi, bjartri fram- tíðarsýn og metnaðarfullu skipu- lagi hefur stjórnvöldum í Kópavogi lánast að gjörbylta ímynd bæjarins á aðeins örfáum árum. Nú er Kóp- vogur eitt eftirsóttasta íbúasvæði landsins og atvinnulífið blómstrar. Kópavogur er því bær bjartrar og blómlegrar framtíðar bæði fyrir íbúana og atvinnulífið. Sem bæjarfulltrúi Kópavogs hef ég staðið að þessari uppbyggingu og eflingu þjónustustofnana bæj- arins. Ég bið um stuðning bæjar- búa í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í eitt af efstu sætum listans til að fá tækifæri til að vinna áfram að mál- efnum bæjarins og gera Kópavog að enn öflugri bæ. Uppgangur er á öllum sviðum í bæjarfélaginu Sigurrós Þorgrímsdóttir Kópavogur Kópavogur, segir Sig- urrós Þorgrímsdóttir, er bær bjartrar og blómlegrar framtíðar. Höfundur er bæjarfulltrúi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.