Morgunblaðið - 07.02.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 07.02.2002, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ingveldur Stef-ánsdóttir fæddist á Hrísum í Fróðár- hreppi 14. október 1925. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Grund fimmtudaginn 31. janúar. Foreldrar hennar voru Stefán Ólafur Bachman Jónsson, f. 16.1. 1891, d. 20.2. 1964, og Kristín Elínborg Sig- urðardóttir, f. 9.10. 1894, d. 29.8. 1966. Þau eignuðust 11 börn, en þau eru: Sig- rún, f. 1917, Karl Bachmann, f. 1918, d. 1973, Lúðvík Vilhelm, 1920, d. 1940, Unnur, f. 1922, Sig- urður Kristján, f. 1923, d. 1977, Ingveldur, sem hér er minnst, Jón, f. 1926, Laufey Sigríður, f. 1928, Hallfríður, f. 1930, Reimar, f. 1932, Erla Auður, f. 1937. Uppeldisbróð- ir þeirra og sonur Karls Bach- manns er Hjörtur Hafsteinn, f. 1942. Hinn 1. júlí 1950 giftist Ingveld- ur manni sínum Eiríki Ásmunds- 1952, gift Ómari Sigurðssyni, f.1948, sonur þeirra Ómar f. 1978. 4) Kristín, f. 1954, gift Rúnari Jóni Árnasyni, f. 1953, börn þeirra: Berglind, f. 1978, Jóhann, f. 1983, og Kristrún, f. 1989. 5) Lilja, f. 1956, sambýlismaður hennar er Johan Dahl Christiansen, f. 1955, börn þeirra: Rólant Dahl, f. 1979, og Tinna Dahl, f. 1981. 6) Unnur, f. 1958, gift Valdimar Aðalsteinssyni, f. 1954, börn þeirra: Ríkey, f. 1982, Aðalsteinn, f. 1984, og Iðunn Kara, f. 1993. 7) Berglind, f. 1960, gift Atla Rúnari Aðalsteinssyni, f. 1957, sonur þeirra Heimir Andri, f. 1997. 8) Halldór, f. 1965. Ingveldur og Eiríkur bjuggu lengst af í Neskaupstað, eða frá árinu 1951 að tveimur árum und- anskildum bjuggu þau í Grafarnesi v/ Grundarfjörð árin 1955–1957. Eftir andlát Eiríks flutti Ingveldur til Reykjavíkur og bjó lengst af í Hraunbæ 4. Ingveldur sinnti að mestu uppeldis- og heimilisstörfum í Neskaupstað en eftir að hún flutti til Reykjavíkur vann hún síðustu starfsárin við heimilishjálp. Síðasta æviárið dvaldi hún á dvalarheim- ilinu Grund. Útför Ingveldar fer fram frá Ár- bæjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Neskaupstað laugardaginn 9. febr- úar klukkan 14. syni, f. 20.5. 1923, d. 30.1. 1983. Foreldrar hans voru Sigurbjörg Eiríksdóttir og Ás- mundur Guðmundsson frá Skuld í Neskaup- stað. Ingveldur og Ei- ríkur eignuðust átta börn. Þau eru: 1) Stef- án, f.1949. Sambýlis- kona hans er Jónína Sesselja f. 1948, Steinsdóttir, sonur hennar er Steinn Gunnarsson, f. 1970. Stefán var áður kvæntur Maríu Lovísu Kjartansdóttur f. 1954 og eignuð- ust þau soninn Kára Gunnar, f. 1981. 2) Ásmundur, f. 1950, eigin- kona hans er Halla Vilborg Árna- dóttir, f. 1948. Börn Höllu Vilborg- ar frá fyrra hjónabandi eru: Anna Guðrún Guðnadóttir, f. 1969, Jón Gíslason, f. 1977, og Hulda Gísla- dóttir, f. 1979. Ásmundur var áður kvæntur Helgu Sigurðardóttur, f. 1952, og eignuðust þau tvær dætur: Sigurbjörgu, f. 1975, og Ingveldi Margréti, f. 1976. 3) Sigurbjörg, f. Elskuleg móðir mín og besta vin- kona er látin. Mikið á ég eftir að sakna hennar og geta ekki fengið mér tesopa hjá henni og spjallað við hana eins og ég hef gert nánast á hverjum degi síðustu fimmtán ár eða eftir að ég og fjölskylda mín fluttum til Reykjavíkur eins og hún frá Neskaupstað. En móðir mín fluttist til Reykjavíkur fljótlega eftir að faðir minn dó árið 1983. Það er margs að minnast þegar maður lítur til baka. Það var ekki auðvelt fyrir hana þegar þau fluttu árið 1951 til Neskaupstaðar með tveimur ungum sonum sínum. Þar þekkti hún nánast ekkert fólk, var langt í burtu frá sínum nánustu, systkinum og foreldrun sem öll hafa búið á suðvestur- og vesturhorni landsins, en þaðan eru þau ættuð eða frá Fróðárhreppi á Snæfells- nesi. Faðir minn var all oft fjarri heimili og börnum, en hann var þeirra fyrstu hjúskaparár vélstjóri á strandferðaskipunum og síðar gerði hann sjálfur út fiskibáta eða til árs- ins 1965 er hann stofnaði fyrirtækið Bifreiðaþjónustuna. Samtals eign- uðust þau átta heilbrigð börn, sem öll hafa spjarað sig vel í lífinu. Hjónaband þeirra var alveg einstak- lega gott og hefur það verið mér gott veganesti í gegnum lífið, en það einkenndist af ást, vináttu og um- burðarlyndi. Þótt oft hafi manni fundist skorta hin veraldlegu gæði lífsins á uppvaxtarárunum var það bætt upp með ást og umhyggju. En svo komu áföllin. Fyrst er þau missa fyrirtæki sitt undir snjóflóð árið 1974, sem þau byggðu svo aftur af miklum myndarskap á öðrum stað í bænum. Árið 1983 deyr svo faðir minn. Var það áfall sem tók svo mikið á móður mína að hún náði sér aldrei að fullu því hann hafði verið mömmu ekki bara góður eiginmað- ur og besti vinur, heldur hafði hann séð um allan fjárhag heimilisins. Fljótlega eftir að pabbi deyr var fyrirtækið selt og mamma flutti til Reykjavíkur. Þar með hófst nýr kafli í lífi hennar. Mamma festi fljót- lega kaup á íbúð í Hraunbæ 4 sem hún bjó í þar til heilsa hennar brást og síðasta árið bjó hún á dvalar- heimilinu Litlu-Grund. Þegar mamma hafði að mestu jafnað sig eftir fráfall manns síns fór hún út á vinnumarkaðinn. Fyrst vann hún hjá Nóa-Síríusi, síðar í mötuneyti hjá Héðni en síðustu árin vann hún við heimilishjálp. Hún naut vinnunnar hvar sem hún vann og hafði gaman af að fá útborguð laun þótt hún byggi við gott fjár- hagslegt öryggi. Eftir að móðir mín flutti til Reykjavíkur fékk hún tækifæri til að taka upp þráðinn við systkini sín og hafði hún sérstaklega gott sam- neyti við systur sínar, þær Fríðu og Laufeyju, sem þá bjuggu báðar í Reykjavík. Við systur sína, Unni, sem flutti ung til Bandaríkjana skrifaðist hún á alla tíð en þær mamma voru mjög nánar þegar þær voru ungar. Mikil var gleðin í hjarta mömmu fyrir nokkrum árum þegar Unnur kom í heimsókn til Íslands í fyrsta skiptið eftir fjörutíu og fimm ár. Mamma var afskaplega hæglát og ljúf kona. Hún var ekki málglöð en það sem hún sagði var vel hugsað og hnitmiðað. Það var alltaf stutt í kímnigáfuna, alveg fram í andlát. Hún var smávaxin, nett og pjöttuð kona. Hún vildi alltaf vera fín um hárið, en hárið á henni var einstak- lega fallegt svo að fólk tók eftir, al- veg til síðasta dags. Mamma var einstaklega handlag- in, hún saumaði meðal annars yf- irleitt á okkur jólakjólana þegar við systurnar vorum litlar, en við erum fimm systurnar. Þá prjónaði hún mikið á prjónavél, bæði á okkur og barnabörnin. Eftir að hún fór á Litlu-Grund saumaði hún mikið út, bæði dúka, myndir og púða. Það var vel tekið á móti móður minni á Litlu-Grund og þar leið henni vel, fann til öryggis þegar heilsan fór meira að gefa sig. Vil ég þakka starfsfólkinu þar fyrir mikið og gott starf, þar var mamma mín umvafin umhyggju og kærleika. Elsku mamma mín. Minningin um þig er ljós lífs míns. Hvíl þú í friði. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Sigurbjörg. Nei, það getur ekki verið, hennar tími er ekki kominn. Það var það fyrsta sem mér flaug í hug, þegar Sigga systir hringdi í mig að morgni 31. janúar til að tilkynna mér andlát móður okkar. Hún var alls ekki tilbúin til að fara. En þegar ég hugsa til baka býst ég við því að hún hafi verið tilbúin til að fara þegar kallið kom, hún hafði lokið sínu verki, það var ég sem var ekki tilbú- in. Ég minnist uppvaxtaráranna í Neskaupstað, ára áhyggjuleysis og frelsis. Þótt pabbi og mamma hefðu ekki úr miklu að moða máttum við alltaf koma með vini okkar heim í mat eða gistingu og oft var glatt á hjalla í þeim stóra hópi. Við bjugg- um lítið eitt utan við bæinn, en við vorum svo mörg að við þurftum lítið að leita úr fyrir systkinahópinn í leit að félagsskap. Það var ekki fyrr en upp úr fermingu að við fórum að gera það, en við vorum samt mikið saman og erum enn. Pabbi var svo félagslyndur að hann vildi alltaf hafa okkur öll hjá sér, líka eftir að við vorum flutt að heiman og sjálf komin með fjölskyldu, hann var svo sannarlega höfuð fjölskyldunnar. Þegar hann svo dó fyrir 19 árum var sem veröldin hryndi, bæði hjá okkur og mömmu, sem brotnaði niður. Hún var lögð inn á Reykjalund til endurhæfingar, og eftir nokkurra mánaða dvöl þar kom hún endur- nærð og tilbúin til að takast á við líf- ið aftur. Flutti hún þá alfarin frá Neskaupstað til Reykjavíkur og hóf þar búskap ásamt yngsta syni sín- um, sem þá var einn eftir heima. Við flytjum svo öll systkinin suður sem ekki voru þegar farin, nema tvær dætur hennar sem enn búa fyrir austan. Þegar mamma flytur suður fer hún í fyrsta skiptið út í atvinnu- lífið fyrir alvöru og vinnur fullan vinnudag nánast þar til hún fer á ellilaun. Þegar svo yngsti sonurinn flytur að heiman verður líf hennar frekar tómlegt, þar sem hún er vön, sem átta barna móðir, að hafa húsið fullt af vinum og vandamönnum. En eins og svo margir aðrir var hún ekki tilbúin til að fara á elliheimili þótt hún væri orðin ein og öldruð. Það var í hennar augum hæli fyrir gamalt og lasburða fólk. Samt sem áður þáði hún herbergi á Litlu- Grund, þegar henni loks bauðst það. Þar beinlínis blómstraði hún enda er þar mikið um að vera. Meðal ann- ars lærði hún að pútta og tók hún þátt í púttkeppnum, hún var eins og ung í annað sinn, henni fannst svo gaman að lifa. Það var svo yndislegt að vita af henni á Grund þar sem henni leið svo vel, innan um fullt af fólki, en samt svo frjáls eins og hún væri í eigin íbúð. En því miður var það aðeins í rúmt ár sem hún var svona hress því í haust fór henni smám saman að hraka þar til hún svo dó hljóðlega eins og hún var vön að afgreiða flest mál, samt með fullri reisn eins og læknirinn orðaði það. Þannig vil ég líka minnast hennar. Elsku mamma, blessuð sé minn- ing þín. Kristín. Ég trúði ekki eigin eyrum þegar Unnur systir mín kom til mín í vinn- una og tilkynnti mér að mamma okkar hefði látist um morguninn. Það gat bara alls ekki verið satt, ég hélt við ættum fleiri ár eftir með henni. Elsku mamma, þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem ég átti með þér, sem því miður voru allt of fáar síðustu árin. Ég bjó svo langt í burtu frá þér, hinum megin á land- inu. Ég á svo margar góðar minn- ingar um þig og ég geymi þær í hjarta mínu. Ég man til dæmis hvað það var alltaf gott að skríða upp í rúm til ykkar pabba, þegar ég var lítil, þið voruð alltaf svo hlý og góð. Alltaf varst þú til staðar fyrir mig þegar ég þurfti á þér að halda og studdir mig þegar ég leitaði til þín. Elsku mamma, hvíl þú í friði, ég veit að þér líður vel núna, þar sem þið pabbi eruð aftur saman. Guð geymi þig. Þín dóttir, Berglind. Hinn 31. janúar sl. lést á Litlu- Grund Ingveldur Stefánsdóttir, tengdamóðir mín, 76 ára gömul. Fyrir 17 árum bauð Inga, eins og hún var kölluð, mig velkomna í fjöl- skyldu sína og tók hún svo sann- arlega vel á móti mér og börnum mínum. Heimili Ingu skipaði öndvegi í lífi hennar. Inga var ávallt þar til stað- ar, enda verkefnin næg í stórri fjöl- skyldu. Ánægjulegt er að minnast hennar á góðum stundum í faðmi fjölskyldunnar, þá var svo sannar- lega glatt á hjalla og brandarar voru látnir fjúka. Í allri hógværð sinni átti hún þá til að skjóta að einum og einum brandara. Okkur hjónunum er það ógleym- anlegt hve hún naut þess að vera með okkur á brúðkaupsdegi okkar fyrir tveimur árum, hún ljómaði af gleði og lét í ljós ánægju sína með ráðahaginn. Hún átti gott ævikvöld og kvaddi þetta líf með reisn. Hallaði aftur augunum og fól sig Guði á hendur. Megi hann blessa minninguna ljúfu og góðu um Ingu tengdamóður mína. Halla. Fyrsta kjarngóða minning mín um ömmu eina var þegar við frænk- urnar gistum heima hjá henni í stóra húsinu hennar í Neskaupstað. Ég var þá um fimm ára. Hún breiddi yfir okkur, tróð sænginni undir tærnar og las fyrir okkur þangað til við sofnuðum værum svefni. Er ég vaknaði einhvern tím- ann um nóttina fór ég upp í til ömmu og kúrði hjá henni, ég vissi að hjá henni biði mín hlýr faðmur. Ekki síst þar sem afi minn hafði kvatt lífið nokkru áður. Hann var góður maður og þau höfðu átt ham- ingjuríkt hjónaband, brottför hans var mikill missir og amma hélt heit- in sem hún hafði gefið afa mínum til dauðadags. Amma átti stóran þátt í að gera æskuár mín hamingjurík og náðug. Og þegar ég á unglingsárum fann þörf til að yfirgefa foreldrahús gaukaði hún að mér skjólshúsi enn einu sinni. Þegar ég talaði við hana um borgun á fæði tók hún það ekki í mál. Hún sagði að það sem ég borð- aði kæmist ekki fyrir uppi í nös á ketti. Þar með var það mál útrætt. Og þótt ég færi oftsinnis seint að sofa og hafi eflaust oft haldið fyrir henni vöku kvartaði hún aldrei og aldrei var hún óþolinmóð við mig þessa þrjá mánuði sem ég var hjá henni. Ég er hrædd um að ég hafi ekki sýnt henni það þakklæti sem hún átti skilið fyrir þessa gjöf sem hún gaf mér. Maður telur sig alltaf hafa meiri tíma en maður hefur. Mér er kær minning mín um síð- ustu almennilegu samverustund okkar ömmu. Hún hafði verið í mat hjá okkur fjölskyldunni og ég vildi skutla henni heim. Ég hafði nýverið keypt mér geisladisk með Edith Pi- af, sem var djasssöngkona, á hátindi ferils síns í seinni heimsstyrjöldinni. Ég vildi leyfa ömmu að hlusta á hana í bílnum á leiðinni. Tónlistin minnti hana á gömlu góðu dagana þegar hún var ung og fór á böll, og skemmti sér vel, þótt hér vilji ég taka fram að hún var alla tíð bind- indismanneskja á áfengi og tóbak. Amma hafði ágæta frásagnar- hæfileika og það var indælt að hlusta á hana segja frá. Þetta kvöld sýndi mér áður óþekkta hlið á ömmu minni. Og þar sem hún kvaddi þetta líf nokkuð skyndilega reyndist það vera kveðjustundin okkar. Elsku amma, ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið mér. Það er ekki sjálfgefið að hafa átt ömmu eins og þig. Fyrir það verð ég ávallt þakklát. Hvíl þú í friði. Þitt barnabarn, Berglind. Ég frétti það ekki fyrr en ég var búin í skólanum að amma var dáin. Við fórum upp í íbúðina hennar á Grund og það var svo sorglegt að hún var þar ekki lengur. Hún var alltaf svo góð við mig og það var alltaf svo góð lykt af henni. Það var svo gaman að heimsækja hana, því þá sagði hún okkur oft frá því þegar hún var ung, og það var sko áður en sjónvarpið og tölvur og fleira svo- leiðis dót var fundið upp. Mér finnst ótrúlegt að þú skulir hafa átt átta börn. Ég mun ætíð sakna þín. Elsku amma, hvíl þú nú í friði, ég veit að þér líður vel því nú ert þú komin upp til Guðs. Barnabarnið þitt, Kristrún. INGVELDUR STEFÁNSDÓTTIR                  !! "   #  $     % &  %%  %     !  "# $  %& ' $(  ) )* ) ) )* $   "   "    "+ ,,-+  -+ . /&)012 )3   ' %  4 !* 4 ,5 4 /&6 4 7 $ $ 8' ) )* ) ) ) $
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.