Morgunblaðið - 07.02.2002, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2002 53
DAGBÓK
Dúndur
útsala
25-70%
afsláttur
Yfirhafnir
í úrvali
Allt á að seljast
Mörkinni 6, sími 588 5518
Opið laugardag
frá kl. 10-15
Árnað heilla STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
VATNSBERI
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert hlý og hvatvís mann-
eskja. Margir myndu lýsa
þér sem jarðbundinni og
eðlilegri manneskju.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú gætir hitt einhvern á óvænt-
um vettvangi sem verður vinur
þinn eða jafnvel nánari. Þessi
manneskja kann að vera
ánægjulega allt öðru vísi en
nokkur í þínum nánasta vina-
hópi.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Óvænt tækifæri á framabraut-
inni, sem hugsanlega er boðið
fram af yfirmanni þínum eða
einhverjum háttsettum, gæti
orðið þín blessun í dag. Hvað-
eina sem þér stendur til boða er
spennandi, öðru vísi og hugsan-
lega eitthvað sem þú hefur aldr-
ei gert áður.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Óvænt áform um ferðalög gætu
komið þér á óvart. Þar sem þú
ert mikið fyrir nýbreytni og
kannt illa við rútínuna mun
möguleikinn á stuttu ferðalagi
örugglega gleðja þig.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Maki þinn eða einhver nákominn
gæti orðið fyrir óvæntum gróða í
dag. Á einhvern máta mun þetta
líklega verða þér til góðs.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Sambandið sem þú ert í kann að
taka óvæntan endi í dag. Þú gæt-
ir á ómeðvitaðan hátt hafa stuðl-
að að þessu þar sem þú leitar
örvunar og leiða til að brjóta upp
reglubundið og fyrirsjáanlegt líf
þitt.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Vinnudagurinn í dag verður ekki
venjubundinn. Eitthvað óvenju-
legt mun eiga sér stað, annað-
hvort í formi óvæntrar uppá-
komu eða þá að þú hittir
einhvern sem er allt öðru vísi og
forvitnilegur.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Ástin og sköpunargáfan verða
uppspretta óvenjulegra atburða,
spennu og nýrrar reynslu fyrir
þig. Úranus skapar óvenjulegar
afleiðingar í lífi þínu í dag.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú munt hugsanlega fá tækifæri
til að kaupa eitthvað óhefðbund-
ið eða óvenjulegt fyrir heimilið
eða einhvern í fjölskyldunni í
dag. Þér finnast furðulegir hlutir
spennandi og skemmtilegir
núna.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þú munt líklega hitta einhvern
óvenjulegan í dag sem er dálítill
sérvitringur. Þessi vinátta verð-
ur spennandi og örvandi en lík-
lega skammlíf.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Möguleikinn á óvæntum gróða
er fyrir hendi í dag. Þú gætir
fjárfest skynsamlega og einkum
einblínt á tækni, vísindi og hvað-
eina tengt flugi.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú ert eirðarlaus og gáskafull-
(ur) í dag. Innst inni leiðist þér
fyrirsjáanleg rútínan og þú leit-
ar eftir spennu og einhverju
óvenjulegu frá heiminum.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Dagdraumar og villtir órar
flögra um í kollinum á þér í dag.
Þar sem ímyndunarafl þitt er af-
ar virkt í dag gæti þér reynst
erfitt að einbeita þér að núver-
andi verkefni.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
ÝMSIR sagnhafar fóru
flatt á fjórum hjörtum í
eftirfarandi spili úr Cap
Gemini-keppninni í Hol-
landi.
Norður gefur; AV á
hættu.
Norður
♠ 95
♥ 874
♦ D3
♣KD9863
Vestur Austur
♠ D107432 ♠ G6
♥ G6 ♥ 93
♦ ÁG ♦ K10654
♣Á74 ♣G1052
Suður
♠ ÁK8
♥ ÁKD1052
♦ 9872
♣–
Þetta var algeng sagn-
röð:
Vestur Norður Austur Suður
– 3 lauf Pass 3 hjörtu
Pass 4 hjörtu Pass Pass
Pass
Hvernig á að spila með
spaða út?
Það blasir við að spila
tígli í öðrum slag til að
byggja upp stungu í borði.
Vörnin getur mætt þessari
sjálfsögðu byrjun með því
að trompa út, og aftur þeg-
ar síðari tígulslagurinn er
tekinn. En þar eð vestur
er með ÁG stakt í tígli er
hægt að fría slag á litinn á
kröftum og trompa spaða í
borði. Sem dugir til vinn-
ings. Þetta er vissulega
draumalega, en upp á ann-
að er varla hægt að spila.
Eða hvað?
Í reynd gerðist þetta
víða: Vestur tók á tígulás
og spilaði spaða áfram, en
ekki trompi. Þessi vörn
vekur falskar vonir hjá
suðri og margir sagnhafar
gengu í gildruna – spiluðu
tígli strax aftur. En þá
kom þriðji tígullinn frá
austri, sem vestur tromp-
aði með gosa og spilaði
spaða og nú gat austur
stungið með níunni.
Þessari hættu má mæta
á tvennan hátt: Annars
vegar með því að taka ein-
faldlega tromp tvisvar og
spila upp á hagstæða tíg-
ullegu, eða spila þriðja
spaðanum og henda tígul-
drottningu úr borði. Sem
er sterkari leikur og leiðir
af sér tíu slagi í fyllingu
tímans.
BRIDS
Umsjón Guðmundur
Páll Arnarson
70 ÁRA afmæli. Í dagfimmtudaginn 7.
febrúar er sjötug Valdís
Þorsteinsdóttir, Brekku-
götu 1, Hrísey. Hún og eig-
inmaður hennar verða að
Hraunbæ 144, Reykjavík,
hjá dóttur sinni og tengda-
syni (Kristínu og Ásgeir),
þann 9. febrúar og það verð-
ur heitt á könnunni milli kl.
15-18.
80 ÁRA afmæli. Föstu-daginn 15. febrúar er
áttræður Árni Helgason,
fyrrum bóndi í Neðri-
Tungu, Örlygshöfn, Þórs-
götu 1, Patreksfirði. Af því
tilefni munu hann og eigin-
kona hans, Anna Hafliða-
dóttir, ásamt börnum, taka
á móti gestum sunnudaginn
10. febrúar eftir kl. 16 í Fé-
lagsheimili Rafveitunnar í
Elliðaárdal, Reykjavík.
Blóm og gjafir eru vinsam-
lega afþökkuð, en gestir eru
beðnir að muna eftir góða
skapinu og dansskónum.
LJÓÐABROT
UM SIGVALDA JARL
Munkat nefna,
nær mun ek stefna:
niðrbjúgt er nef
á níðingi,
þeim er Svein konung
sveik ór landi
ok Tryggva son
á tálar dró.
Stefnir Þorgilsson
hafði hvítt gegn Zoran To-
dorovic (2125). 26. Hxg5!
hxg5 27. Dh3+ Kg8 28.
Bxf5 Hxf5 29. Dxf5 Df8
30. Dxg5 He8 31. f4 Hxe6
32. Hd8 He8 33. Dd5+
Kh7 34. Dh5+ og svartur
gafst upp.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3
Bb4+ 4. Rbd2 O-O 5. a3
Be7 6. e4 h6 7. Bd3 d6 8.
De2 Rbd7 9. e5 dxe5 10.
dxe5 Rh7 11. Re4 b6
12. Bf4 Bb7 13. O-
O-O Dc8 14. g4 f5
15. gxf5 exf5 16. Rc3
Rc5 17. Rd5 Bd8 18.
Hhg1 Kh8 19. Bc2
Re6 20. Be3 c6 21.
Rf4 Rxf4 22. Bxf4 c5
23. e6 Bxf3 24. Dxf3
Rg5 25. Bxg5
Bxg5+
Staðan kom upp í
Rilton Cup sem lauk
fyrir skömmu í
Stokkhólmi. Mats
Sjöberg (2338) Hvítur á leik.
FRÉTTIR
80 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 7.
febrúar, er áttræð Ólöf Álfs-
dóttir, Háagerði 37,
Reykjavík. Hún tekur á
móti ættingjum og vinum í
dag kl. 16–19 í Listhúsinu í
Laugardal, Engjateigi 17–
19.
60 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 7.
febrúar, er sextugur Pétur
Guðmundsson, Grundar-
tjörn 1, Selfossi. Hann tek-
ur á móti gestum í sal Karla-
kórs Selfoss við Eyrarveg á
morgun, föstudag, kl. 20.
50 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 7.
febrúar, er fimmtugur
Sveinn Vilhjálmsson,
Garðavegi 6c, Hafnarfirði.
Eiginkona hans er Jónína
Sveinsdóttir. Þau taka á
móti ættingjum og vinum
föstudaginn 8. febrúar kl.
19.30 í Slysavarnarhúsinu,
Hjallahrauni 9, Hafnarfirði.
60 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 7.
febrúar, er sextug Hildur
Magnúsdóttir, Aðalgötu 29,
Ólafsfirði. Eiginmaður
hennar er Jóhann Helga-
son, smiður. Þau taka á móti
gestum á heimili sínu í kvöld
eftir kl. 20.
FYRSTA Íslandsmeistaramót árs-
ins verður haldið sunnudaginn
10. febrúar í Laugardalshöllinni í
Reykjavík. Keppt verður um Ís-
landsmeistaratitla í suður-
amerísku dönsunum fimm annars
vegar og sígildu samkvæmisdöns-
unum fimm hins vegar, með
frjálsri aðferð. Einnig verður
grunnsporakeppni og byrjendur
sýna dans. Keppt verður í öllum
aldursflokkum. Til gamans má
geta þess að samhliða Íslands-
meistaratiltlunum er verið að
keppa um rétt til þátttöku á Evr-
ópu- og heimsmeistaramóti og má
búast við spennandi og skemmti-
legri keppni. Keppnin hefst kl. 13
og verður húsið opnað kl. 12. All-
ir hjartanlega velkomnir. Minnum
á ókeypis aðgang fyrir eldri
borgara.
Karen og Adam.
Íslands-
meistaramót
í samkvæm-
isdansi
VINSTRIHREYFINGIN – grænt
framboð efnir á næstu vikum til
funda og heimsókna vítt og breitt
um landið. Þingmenn og aðrir for-
svarsmenn VG munu heimsækja
byggðir landsins í febrúar–apríl,
fara á vinnustaði og halda almenna
stjórnmálafundi. Samheiti
fundanna er Lífið í landinu, þar
sem sérstök áhersla verður lögð á
sveitarstjórnarmál, atvinnu-, um-
hverfis- og velferðarmál og Ísland
og Evrópusambandið.
Fundirnir í febrúar verða sem
hér segir: Föstudaginn 8. febrúar
kl. 20 á Hótel Þórshamri, Vest-
mannaeyjum. Laugardaginn 9.
febrúar kl. 11 á Álafoss föt bezt í
Mosfellsbæ. Fimmtudaginn 14.
febrúar kl. 20 á Kænunni við smá-
bátahöfnina í Hafnarfirði. Föstu-
daginn 15. febrúar kl. 20 á Hótel
Keflavík í Reykjanesbæ. Laugar-
daginn 16. febrúar kl. 11 á Hótel
Borgarnesi og á sama tíma í Þing-
hóli, Kópavogi. Fimmtudaginn 21.
febrúar kl. 20 á Kirkjubraut 2,
Akranesi. Fimmtudaginn 28. febr-
úar kl. 20 á Kristjáni IX í Grund-
arfirði.
Fundaröð Vinstri grænna
VINNUEFTIRLITIÐ gengst fyrir
málþingi um kulnun í starfi 8. febr-
úar kl. 13–17 í Norræna húsinu.
Aðalfyrirlesari er Wilmar Schau-
feli, prófessor í félags- og skipu-
lagssálfræði við háskólann í Ut-
recht í Hollandi. Prófessor
Schaufeli er þekktur fyrir rann-
sóknir og skrif um þetta efni.
Einnig halda erindi: Eyjólfur
Sæmundsson forstjóri, Guðbjörg
Linda Rafnsdóttir félagsfræðingur,
Bjarni Jónasson heilsugæslulækn-
ir, Guðlaug Teitsdóttir skólastjóri,
Þórður Óskarsson framkvæmda-
stjóri, Yrsa Þórðardóttir fram-
kvæmdastjóri, Kristinn Tómasson
yfirlæknir. Fundarstjóri: Ásta
Möller. Öllum er heimill ókeypis
aðgangur.
Málþingið er styrkt af ASÍ,
BHM, BSRB, SA, VR, Geðlækna-
félagi Íslands og GlaxoSmithKline,
segir í fréttatilkynningu.
Málþing um kulnun í starfi